Tölvumál - 01.07.2001, Side 23
CeBIT 2001
A( CeBIT 2001
Einar H. Reynis
/ l/ósi þess að innan
tíðar verður skylda
hérlendis fyrir öku-
menn að nota hand-
frjálsan búnað fyrir
farsíma í bílum var at-
hyglisvert að sjá slíka
lausn þar sem blá-
tönn var notuð.
Innan upplýsingatækninnar eru notaðar
óteljandi margar skammstafanir en það
má alveg bæta við að útskýra uppruna
skammstöfunarinnar CeBIT. Lengi vel
var tæknihlutinn sem núna er CeBIT-sýn-
ingin hluti af iðnaðarsýningunni í
Hannover en fyrir tæpum tveimur áratug-
um var ljóst að vöxturinn var svo mikill að
kljúfa yrði tæknihlutann frá. Ákvörðunin
olli nokkrum titringi en eins og þeim verð-
ur ljóst sem koma á sýninguna nú til dags,
þar sem 8.000 aðilar sýna vöru sína og
þjónustu, má hún ekki verða stærri að
óbreyttu. Það nafn sem stungið var upp á
í byrjun var „Centrum der Búro- und Org-
anisationtechnik“ skammstafað CeBOT en
lausleg þýðing er Miðstöð fyrir skrifstofu-
og skipulagstækni. Ekki þótti þetta heppi-
legt nafn og stungið upp á „Centrum der
Búro- und Informationstechnik" skamm-
stafað CeBIT en fyrir utan að skipta út
skipulagstækni með upplýsingatækni er
jafnframt verið að vísa til einnar minnstu
mælieiningarinnar sem er notuð í heimi
tölvunnar, bitans.
Smátæki í sviðsljósinu
Þeir sem eru vanir að ferðast á CeBIT-sýn-
inguna vita sem er að undirbúningur hefst
löngu áður og með tilkomu Vefsins er það
sífellt auðveldara. Á heimasíðu sýningar-
innar er að finna allar mögulegar upplýs-
ingar og hver og einn sem notar hana get-
ur vistað þar sinn eigin gagnagrunn og
núna er einnig mögulegt að flytja mikið
af efninu á lófatölvur og hafa með sér á
staðinn. í þetta sinn var einnig boðið upp
á að heimsækja ákveðna staði innan sýn-
ingarsvæðisins og bæta inn upplýsingum á
því sem kallað var „upplýsinga-áfyllingar-
stöð“. Til viðbótar var í einurn skálanum
boðið upp á þá nýjung að nota blátönn til
að nálgast upplýsingar þráðlaust en að
sögn fjölmiðla sem um þetta skrifuðu
reyndist það vonlaust því truflanir voru
þegar til kom alltof miklar. Það var
kannski ekki beint uppörvandi að heyra
einn aðstandanda tilraunarinnar segja að
þetta væri miður því að á kvöldin, þegar
enginn væri í húsinu, virkaði allt sem
skyldi.
Það má vera að borið sé í bakkafullann
lækinn að fjalla um blátönn enn eina ferð-
ina. Sumir óþreyjufullir fjölmiðlar eru
farnir að skjóta föstum skotum á tæknina
og einn þeirra tók nýlega svo djúpt í árinni
að kalla blátönn „aprílgabb sem búið er að
standa yfir í firnm ár“. Vissulega er langur
tími liðinn frá því tæknin var fyrst kynnt
en á CeBIT-sýningunni voru þó sýnd ýmis
tæki af fyrstu kynslóð sem eru allrar at-
hygli verð. Fyrir utan það sem búast mátti
við eins og að vera viðbót í farsíma og
lófatölvur mátti sjá blátönn sem þráðlausa
framlengingu á tækni fyrir fasttengdar
gagnaflutningslínur af ýmsu tagi. Einnig
voru sýndar lausnir þar sem blátönn var
notuð í samspili rnilli hefðbundins staðar-
nets og farsíma þannig að frá notanda séð
var um eitt samfellt net að ræða með sjálf-
virkri skiptingu á milli eftir því sem við
átti.
I ljósi þess að innan tíðar verður skylda
hérlendis fyrir ökumenn að nota hand-
frjálsan búnað fyrir farsíma í bílum var at-
hyglisvert að sjá slíka lausn þar sem blá-
tönn var notuð. Ökumaðurinn gæti haft
símann sinn áfram í vasanum en sírninn
tengdist sjálfkrafa við handfrjálsa búnað-
inn sem væri hluti af bílnum, bæði hljóð-
nenri og hátalarar. Snúrur og stæði fyrir
blátannarvæddan síma væru því óþarfar.
Ericsson sýndi forvitnilegt blátannar-
tæki sem kallast BLIP eða Bluetooth
Local Infotainment Point. Tilgangurinn
Tölvumál
23