Tölvumál - 01.07.2001, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.07.2001, Blaðsíða 26
CeBIT 2001 eftir því sem tæknin breiðist út til almenn- ings, hvort sem það boðar gott eður ei. JPEG þjöppunartæknin fyrir ljósmyndir er afar útbreidd svo sem í stafrænum myndavélum og á Vefnum. Líkt og með MPEG eru mörg mismunandi stig á hversu mikið valið er að þjappa til að ná niður umfangi mynda en það er á kostnað gæðanna eftir því sem lengra er gengið. Það sem kalla má hefðbundið JPEG notar stærðfræði sem skammstöfuð er DCT en með henni er myndin greind í blokkir sem hver um sig er ákveðið margir dílar svo úr verður eitt gildi en hefur þann ókost að þegar á annað borð er búið að þjappa myndinni saman er ekki hægt að endur- heimta það sem var fjarlægt. Rýrnunin er varanleg. Margir kannast við það af Vefn- um að velja má að skoða sömu myndina með mismikilli þjöppun og þannig er komið til móts við þá sem hafa mishraðar fjarskiptalínur. JPEG2000 er ætlað að bæta þar um bet- ur með því að beita annars konar stærð- fræði á myndir en hefðbundið JPEG og þannig ná stærðinni niður um 30% til við- bótar án þess að það komi niður á gæðun- um. Einnig hverfur sá annmarki að mynd- in verði eins og samsett úr mörgum smá- um „kössum“, litir verða betri og litaskil skarpari. En það sem skiptir hvað mestu máli er að JPEG2000 er sveigjanlegra því beita má þjöppun í rauntíma. Þegar mynd er sótt gæti þjöppun í upphafi verið mjög mikil en minnkað eftir því sem á líður og sá sem er að taka við gæti stöðvað viðtökuna þegar honum hentar. Einnig er bent á að með þessari tækni mætti stækka myndina til að skoða nánar einstaka hluta hennar. Eins og nærri má geta boðar þetta betri tíð fyrir þá sem eru með hæg gagnaflutnings- sambönd og eins og með MPEG-4 vísað í hversu þýðingarmikil tæknin er fyrir far- símanet. Ekki nóg með það heldur hefur verið sýnt fram á hvernig nota mætti tæknina á röntgenmyndir en þær þurfa að vera í mjög góðri upplausn. Myndaiðnað- urinn hefur þegar tekið við sér og líst yfir stuðningi við JPEG2000 og að fyrstu tæki og tól verði fáanleg á næsta ári en flestar núverandi myndavélar á markaðnum eru ekki í stakk búnar til að ráða við þessa þjöppunartækni því hún krefst meira tölvuafls en eldri aðferðir. Höfundur starfar hjá Landssíma Islands og er ritstjóri Tölvumála 26 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.