Tölvumál - 01.07.2001, Page 31
Frá Orðanefnd
netvörn. Bent skal á íslenska orðið eld-
veggur merkir ‘veggur úr eldi’. Firewall
er hins vegar ‘eldtraustur veggur sem heft-
ir útbreiðslu elds’ með öðrum orðum eld-
vcirnarveggur.
Internet
Enn einu sinni bendir orðanefndin á orðið
lýðnet fyrir Internet.
virus
Orðanefndin mælir með því að nota orðið
veira í staðinn fyrir orðmyndina vírus.
ing. Laumubreyting er það að ‘gerðar
eru breytingar á sendum gögnum án vit-
undar sendanda og viðtakanda og gögn-
in send áfram til viðtakanda í nafni upp-
haflegs sendanda’.
fabrication
Orðanefnd leggur til að nota hér orðið
uppspuni. Það hefur verið notað í öðr-
um fræðigreinum og virðist ná merk-
ingunni nokkuð vel. Uppspuni er það að
‘gögn eru búin til og send viðtakanda í
nafni annars aðila’.
hub
Samkvæmt 3. útgáfu Tölvuorðasafns er
hub ‘búnaður í dreifðri gagnavinnslu sem
er í hnút í stjörnuneti og samhæfir gagna-
fjarskipti milli annarra hnúta í netinu’ og
þar er gefm íslenska þýðingin nöf. I ensk-
íslenskri orðabók Arnar og Örlygs er gefin
þýðingin hjólnöf fyrir enska heitið hub. í
íslenskri orðabók er nöf skýrt sem ‘það
stykki í miðju hjóls sem öxull gengur
gegnum’. Það virðist því rökrétt að nota
íslenska heitið nöf fyrir það sem á ensku
heitir hub.
interruption, interception, modification,
fabrication, authentication, data integ-
rity, data privacy
Þetta eru heiti sem notuð eru þegar fjallað
er um öryggi tölvukerfa og þráðlausra
neta. (Sjá grein Sigurðar Hjalta Kristjáns-
sonar.)
interruption
í Tölvuorðasafninu er enska heitið
interruption þýtt með íslenska heitinu
rof og virðist það vel geta átt við hér.
Rofer það að ‘pakkar eru rofnir og rata
því ekki til viðtakanda’.
interception
Orðanefndin leggur til að notað sé ís-
lenska orðið hlerun um interception.
Hlerun er það að ‘pakkar eru hleraðir án
vitundar sendanda og viðtakanda’.
moditication
í Tölvuorðasafninu er gefin þýðingin
breyting fyrir niodification en það virð-
ist ekki ná merkingunni nægilega vel og
er því lagt til að nota heitið laumubreyt-
authentication
I Tölvuorðasafninu er gefin þýðingin
sannvottun fyrir authentication og
virðist það eiga vel við hér. Bent skal á
að orðanefndin leggur til að notuð sé ís-
lenska sögnin sannprófa í stað ensku
sagnarinnar verify en sögnin sannvotta
fyrir ensku sögnina authenticate.
Sannvottun er það að ‘sannvotta hver
óskar eftir aðgangi’.
data integrity
I Tölvuorðasafninu er gefin skilgrein-
ingin ‘eiginleiki gagna sem felst í því
að nákvæmni og samkvæmni haldast án
tillits til þess hvaða breytingar eru gerð-
ar’. Og síðan segir: Gögn sem hafa
þennan eiginleika mætti kalla heil gögn.
Þar er gefin þýðingin heilleiki gagna
fyrir data integrity. í breska staðlinum
BS 7799 er integrity skilgreint sem
‘sal’eguarding the accuracy and comp-
leteness of information and processing
methods’. Ef þýða má completeness
með heilleika þarf að fínna heiti um
integrity sem felur bæði í sér eiginleik-
ana ‘heilleika’ og ‘nákvæmni’. Stefán
Briem hefur lagt til að nota heitið rétt-
leiki um integrity. Orðanefndinni finnst
það mjög athyglisverð tillaga og kemur
henni hér með á framfæri.
data privacy
1 Tölvuorðasafninu er gefm þýðingin
gagnaleynd fyrir data privacy og virðist
það eiga vel við hér. Gagnaleynd er það að
‘tryggja að einungis tilætlaður viðtakandi
geti skilið senda gagnapakka’.
Tölvumál
31