Tölvumál - 01.07.2001, Page 32
Frá Orðanefnd
Access Control List, ACL
Samkvæmt orðabók á veraldarvef er
Access Control List ‘listi yfir þjónustu-
þætti sem eru til reiðu í tilteknum miðlara
ásamt lista yfir þær hýsitölvur sem mega
nota hvem þjónustuþátt’. Orðanefndin
leggur til að nota um þetta heitið ciðgcings-
listi.
Disallowed Address List, DAL
Þetta mun vera listi yfir þá sem mega ekki
tengjast tilteknum miðlara og nota þar
þjónustu. Orðanefndin leggur til að nota
um þetta heitið bcinnlisti.
shared key
Shared key er lykill sem er notaður við
dulráðningu. Allir notendur hafa sama
lykilinn til þess að ráða tiltekna dulritun.
Orðanefndin leggur til heitið samnota lyk-
ill.
mobile computing, portable computing
Þessi tvö heiti virðast vera samheiti og
eiga við það að nota fartölvu og geta
stundað tölvuvinnslu nánast hvar sem er.
Lagt er til að kalla þetta fartölvuvinnslu
eða stytta jafnvel ífarvinnslu sbr. fjar-
vinnsla.
hotspot
Enska heitið hotspot virðist notað í ýms-
um merkingum í tölvu- og fjarskiptatækni
og er ýmist ritað hotspot eða hot spot. í
grein Sigurðar Hjalta Kristjánssonar er
þetta heiti notað um tiltekinn stað þar sem
unnt er að fá þjónustu skammdrægra
senda fyrir þráðlaus net þar sem búist er
við að margir safnist saman með fartölvur
sínar. Netveitur hugsa sér gott til glóðar-
innar að krækja þannig í viðskipti á flug-
völlum, kaffihúsum og í ráðstefnusölum.
A þessum stöðum er unnt að þjóna mörg-
um viðskiptavinum, sem staldra stutt við,
á afmörkuðu svæði. Orðanefndin lagði til
að hotspot í þessari merkingu heiti net-
vangur.
seamless roaming
Enska heitið scamlcss roaming er notað
um það að notandi farsíma fær sjálfkrafa
samband við þann sendi sem næstur er eða
hefur mestan styrk þegar hann færir sig til.
Hvorugkynsorðið reiki hefur verið notað
um þetta fyrirbæri. Það orð mun vera ný-
yrði, en fyrir er í málinu hvorugkynsorðið
reik sem merkir m.a. ‘flakk, ráf’. Það
kemur t.d. fyrir í orðasambandinu ‘e-ð er á
reiki’. Fyrir áhrif frá þessu orði hefur orð-
ið til hvorugkynsorðið reiki.
frequency hopping spread spectrum,
direct sequence spread spectrum
Þessi heiti lýsa tiltekinni sendingartækni
fyrir þráðlaus fjarskipti. Orðanefndin fékk
aðstoð ritstjóra Tölvumála, Einars Reynis,
til þess að reyna að skilja þessi hugtök.
Hér er verið að fjalla urn afbrigði af því
sem á ensku kallast spread spectrum
modulation og felst í því að dreifa afli
merkis yfir breitt tíðniróf. Orðanefnd legg-
ur til að það heiti mótun með rófbreikkun.
Frequency hopping spread spectrum
felst í því að skipta um tíðni eftir tiltekn-
um reglum. Orðanefndin leggur til að það
sé kallað rófbreikkuð stökksending. Direct
sequence spread spectrum felst í því að
sameina merkið sem senda skal öðru
merki og dreifa því um tíðnirófið. Orða-
nefndin leggur til að það sé kallað róf-
breikkuð samfellusending.
customized solution
I Tölvuorðasafninu er sögnin customize
skilgreind sem það að ‘aðlaga staðlað
kerfi þörfum tiltekins notanda’. Gefin er
þýðingin sérsníða. Nánari athugun hefur
leitt í ljós að þessi þýðing er ekki alls
kostar heppileg. Nefndin leggur því til að
nota orðið aðhæfður um customized.
Customized solution yrði þá aðhcefð
lausn og customazition yrði aðhœfing.
application service provider, ASP
Þetta mun vera heiti á þjónustu eða þjón-
ustuveitu þar sem veittur er aðgangur að
tilteknu notkunarforriti um net. í orðasafni
á veraldarvef þar sem gefnar eru skýringar
á ýmsum heitum í tölvutækni (FOLDOC)
er gefið sem dæmi heimasíða sem aðrar
heimasíður nota til þess að taka við borg-
un með greiðslukorti. Slík fyrirtæki munu
vera kölluð keifisleigufyrirtœki.
implement, implementation
I 3. útgáfu Tölvuorðasafnsins var gelin
þýðingin/M//ð«í? fyrir ensku sögnina
implement og fullbúning fyrir implem-
32
Tölvumál