Tölvumál - 01.07.2001, Page 39

Tölvumál - 01.07.2001, Page 39
/ Omissandi fyrir tölvunotendur! í Tölvuorðasafni eru um 5800 íslensk heiti og urn 6500 ensk heiti á rúmlega 5000 hugtökum sem lúta að upplýsingatækni og tölvunotkun. Langflest hugtökin eru skilgreind eða útskýrð nákvæmlega á íslensku. Hugtökin eru flest sótt í alþjóðlega staðla. Tölvuorðasafn er bæði íslenskt-enskt og enskt-íslenskt. í ensk-íslenska hlutanum er íslensk þýðing við hvert orð og er hún hugsuð sem tilvísun til íslensk-enska hlutans en þar er að finna skilgreiningar og útskýringar á hverju hugtaki. Tölvuorðasafn er afrakstur af margra ára starfi orðanefndar Skýrslutæknifélags Islands og samvinnu hennar við fjölmarga sérfræðinga í fremstu röð. Það kemur nú út í þriðja sinn og er tvöfalt stærra en í síðustu útgáfu. Tölvuorðasafn er höfuðrit á sínu sviði og ómissandi þeim sem tala og skrifa á íslensku um tölvur og notkun þeirra. Tölvuorðasafn hentar öllum, bæði byrjendum og sérfræðingum. Tölvuorðasafn er selt í öllum helstu bókabúðum. Félagsmenn Skýrslutæknifélags íslands geta fengið 10% afslátt af verði bókarinnar með því að snúa sér til Kára Kaaber hjá íslenskri málstöð.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.