Vísir - 30.01.1963, Page 1
53. árg. — Miðvikudagur 30. janúar 1963. — 25. tbl.
Drottnuigin kom til Reykja
víkur f gær og hafði hún m. a.
meðferðis milli 30 og 40 fær-
eyskar stúlkur sem koma hing-
að í atvinnuleit. Er enginn vafi
á því að þær fá fljótt nóg að
gera, þvf að vinnuafl skortir
mjög í frystihúsunum. Þær dreif
ast f ýmsar áttir, sumar vinna
f frystihúsum í Reykjavík, aðrar
fara suður í Keflavík og Sand-
gerði og til Vestmannaeyja.
Ljósmyndari Vísis tók þessa
mynd niðri á hafnarbakka í gær
af fjórum hinna færeysku
stúlkna. Þær í fremri röð heita
Marita Hansen og Malan Simon
sen en þær fyrir aftan. Anna
Joensen og Jorunn Toftum.
Þessar fjórar sögðust vera að
bíða eftir bílnum suður í Sand-
gerði en þar ætla þær að vinna
í frystihúsi Garðs h.f.
Viðskiptamálarádherra í morgun
Ekki tesigsl við EBE
eins og sakir standa
Eins og sakir standa
tel ég að ekki komi til
greina fyrir íslendinga
að leita neinna tengsla
við Efnahagsbandalagið.
Þannig komst Gylfi Þ. Gísla-
son viðskiptamálaráðherra að
orði við Vísi skömmu fyrir há-
degtð í dag. Vísir lagði þá
spumingu fyrir ráðherrann
hvaða áhrif sfðustu atburðir í
Brussel myndu hafa á afstöðu
Islands til bandalagsins.
Viðhorfin hafa breytzt svo
gjörsamlega ,sagði ráðherrann,
að lslendingar hijóta að draga
fyrmefnda ályktun af þessum
viðburðum, enda eru utanríkis-
viðskipti okkar við Efnahags-
bandalagið, eins og það er nú,
aðeins 20% af heildarutanrfkis-
viðskiptum okkar, en viðskipti
okkar við fríverzlunarbandalag
sjöveldanna (EFTA) hins vegar
30-40% af viðskiptum okkar.
— Hvað teljið þér liklegt að
gerizt á næstunni i þessum
málum?
Öllum þjóðum V-Evrópu er
mikill vandi á höndum í sam-
bandi við það sem nú hefir
gerzt, og mun viðleitni til þess
að leysa vandann áreiðanlega
halda áfram. Hugsanlegt er að
viðræður hefjist um allsherjar
tollalækkanir, sem Bandaríkin
taki þá einnig þátt f, hugsan-
legt cr að gcrðar verði tilraun-
ir til þess að stórefla Frfverzlun
arbandalag sjöveldanna. Það er
jafnvel hugsanlegt að endurvak
in verði hugmyndin um að
koma á fót fríverzlunarsvæði
milli Efnahagsbandalagsins og
EFTA. í öllu falli má búast við
að Efnahags- og framfarastofn
un Evrópu (OECD) f Paris, þar
sem flestar Vestur-Evrópuþjóð
imar, Bandarfkin og Kanada
Framh. á bls. 5.
Gylfi Þ. Gfslason viðskipta-
málaráðherra.
iKKl L0KA0SKUR, AÐ
AÐILDIN VAR FELLD
vohbrigðum, áð aðildin en engin ástæða sé tií að
náði ekki fram að ganga, I Frh á bls 5
Dóanefnd skipuð
Stjórnmáialeiðtogar í
Washington telja áformin
um nánari vestræn tengsl
og samstarf hafa beðið
hnekki við, að aðild Bret-
lands að EBE náði ekki
fram að ganga, en ekki sé
um neinn loka-ósigur að
ræða, — De Gaulle geti
ekki breytt stefnunni í
Evrópu eftir eigin höfði,
því að í reyndinni séu
flestir á móti honum, — en
brezka útvarpið kemst að
þeirri niðurstöðu að lok-
inni athugunum á ummæl-
um manna og umsögnum
í gær, að það hafi valdið
Skipuð hefir verið dómnefnd til
þess að dæma um hæfni þeirra, er
sóttu í vetur um prófessorem-
bætti í fornbókmenntum við há-
skóla íslands. Dómnefndina skipa
dr. Steingrímur J. Þorsteinsson,
formaður, tilnefndur af Heimspeki-
deild háskólans. Dr. Finnur Sig-
mundsson tiinefndur af mennta-
málaráðherra og Jón Helgason
prófessor tiinefndur af Háskóla-
ráði.
Sex umsækjendur eru um fyrr-
nefnt embætti, sem dr. Einar Ólaf-
ur Sveinsson gegndi þar til hann
var skipaður fyrsti forstöðumaður
Handritastofnunar Islands í vetur.
Umsóknarfrestur um embættið var
útrunninn 5. des. sl. og var búizt
við að dómnefndin tæki þá þegar
til starfa þar eð veita á embættið
frá 1. marz n.k. og nefndin mun
þurfa allt að þriggja mánaða starfs
tíma ef dæma má af hliðstæðri
reynslu. En hún var ekki fullskipuð
fyrr en í gær.
Vísir hefir haft fregnir af því
að 'erfiðlega hafi gengið að til-
nefna suma fulltrúana í nefndina
og leitað hafi verið m.a. til prófess
Wanna Einars Ólafs Sveinssonar
og Sigurðar Nordal. en þeir beðizt
undan að taka sæti í nefndinni.
i —*»'i iw ririm— .í’hiwim—M—w
Islenzka fíánm lilíi ísöldinn nf
Bylting á grascsfræðiþekkingu þjóðnrinnar
Steindór Steindórsson
menntaskólakennari á
Akureyri hefir komizt
að allt annarri niður-
stöðu um uppruna ís-
lenzku flórunnar en áð-
ur var talið. Vísar hin
nýja kenning hans hinni
gömlu algjörlega á bug,
þeirri að plöntur hafi
komizt hingað af sjálfs-
dáðum eftir ísöld, nema
í örfáum tilfellum.
En þetta hefir aftur þá afleið
ingu í för með sér, að gróður-
ríki landsins, hin-íslenzka flóra,
segir okkur ekki minnstu vit-
und um hver hin eiginlegu gróð
urskilyrði landsins eru nú. Þessi
voru orð skógræktarstjóra, Há-
kons Bjarnasonar, í erindi sem
hann futti í fyrradag.
Og hann bætti því við, að
flestir náttúrufræðingar lands-
ins hefðu fallizt á þessa skoðun
Steindórs. Hana hefir hann ný-
lega sett fram í bók, sem hann
nefnir On the Age and Immi-
gration of the Icelandic Flora.
Hér er raunverulega um að
ræða algjöra nýjung í vitneskju
þjóðarinnar um grasafræði sina
og íslenzkt plönturíki að ræða,
og verður þessi niðurstaða
Steindórs að teljast einn hinn
merkasti viðburður í íslenzkum
náttúruvísindum um langan
tíma.
Steindór hefur unnið að þess
um rannsóknum sínum undan-
farin 25 ár og rannsakað is-
lenzku flóruna með hliðsjón að
útbreiðslu einstakra tegunda
betur en nokkur annar, sagði
skógræktarstjóri.
Frh á bls 5.
Steindór Steindórsson.
T