Vísir


Vísir - 30.01.1963, Qupperneq 10

Vísir - 30.01.1963, Qupperneq 10
w V í SIR . Miðvikudagur 30. jannar 1963. Ódýrt KULDASKOR og BOMSUR TIL SÖLU: Taunus ’59 og ’55. Caravan ’59 og 55. Fíat ’54 — fallegur Vokswagen ’62 Consul ’55 Renault dauphin ’60. Moskvits ’59 Chervolet '55-60 Ford ’55—’59 Opel kapitan ’57, 59, ’61. Og mikið af eldri bílum. 5 herb. íbúðir við Álfheima — Granaskjól — Bogahlíð — Skipholt — Karfavog — Ingólfsstræti og víðar um bæinn. FASTEIGNA & SKIPASALA Konráðs Ó. Sævaldssonar Haniarshúsinu v/Tryggvag. 5. hæð (lyfta.) Símar 24034, 20465, 15965. Rafglit Nýjar skraut og rafmagsnvörur daglega. Hafnarstræti 15 Sími 12329 Sængur Endurnýjum eömlu sængurn- ! aV f ’um dún oe fiðurheld ver II OÚN OG FIÐURHREINSUN 1 Kirkjuteig 29, slmi 33301. SOFFÍA LOREN - Framhald at bls. 4 M: Hvað gerðist meira en ragú á sunnudögum? S: Við fórum í kirkju. M: Og gerðist ekkert fleira? S: Jú, stundum kom annar móðurbróðir minn, bróðir þess sem átti heima hjá okkur í heimsókn og þeir bræðurnir fóru í fótbolta í einu herberg- inu og mamma og við systurn- ar horfðum á. M: Það hefur verið þröngt að spila fótbolta inni. Og hvað svo: S: Ef við áttum peninga, fór- um við í bíó, annars ekkert. M: Höfðuð þið litla peninga? S: Já, móðursystir mín var vélritari, móðurbróðir minn var verkamaður, en afi var verk stjóri. En við vorum mörg og áttum það erfitt. Til Napoli einu sinni í mánuði. M: Fóruð þið aldrei til , Napoli? S: Jú, þangað fórum við einu sinni í mánuði. M: Af hverju einu sinni í mánuði? S: Við fórum þangað 27. hvers mánaðar, daginn sem móðursystir mín fékk laun sín greidd. Þá bauð móðursystir mín mér súkkulaði með þeytt- um rjóma og smjörköku. M: Hvernig ferðuðust þið til Napoli? S: Með lestinni. Við vorum þar allan eftirmiðdaginn og fórum heim klukkan átta. M: Fóruð þið aldrei út í Kapri? S: Nei, aldrei. Ég kom þang- að fyrst fyrir tveimur árum. Clark Gable bauð mér þangað og hann fór með mér í ökuferð um eyna. Fædd í lausaleik. M: Þú hefur enn ekkert talað um föður þinn. Var móðir þín ekkja? S: Nei, hún var það ekki. Hún var aldrei gift. M: O, ég skil. En þú áttir föður? S: Já, auðvitað. M: Hvar var hann? í Napoli? S: Nei, hann átti heima f Róm. M: Hvað gerði pabbi þinn? S: Hann var byggingaverk- fræðingur. M: Hittirðu föður þinn oft? S: Nei, ég hitti hann næstum því aldrei. Hann vildi yfirhöfuð ekki koma til Pozzuoli. M: Elskaði mamma þín föð- ur þinn? S: Hún elskaði Hann í 27 ár. Það eru nú aðeins tveir mánuð- ir síðan hún hætti að elska hann. M: Hvað gerði faðir þinn, sem batt slíkan endi á svo langa ást? S: Ég veit það ekki. Símskeyti til pabba. M: Jæja, við skulum halda áfram. Faðir þinn kom sem sagt sjaldan til Pozzuoli? S: Já til þess að fá hann til að koma, sendi mamma honum stundum símskeyti. M: Og hvað stóð í sím- skeytinu? S: „Soffía mikið veik, komdu strax“. M: Og hann kom þá? S: Já. oftast kom hann þjót- andi.En hann var varla kominn inn ú: dyrunum fyrr en hann komst að því að mér var að batna og þá varð hann reiður. M: I stuttu máli, hann kærði sig ekkert um fjölskyldulíf. S: Þetta var ekki hans fjöl- skylda. Hann átti sína fjöl- skyldu í Róm. Ég á tvo hálf- bræður. Asni í englakór. M: Og hvað gerði pabbi þinn annað þegar hann kom til Pozzuoli? S: Ekkert annað, hann var eins og ókunnugur maður og fór í burtu aftur hið bráðasta. Fólk mömmu gat heldur ekki fyrirgefið honum, að hann kvæntist henni ekki. Hann var eins og asni í englakór. M: Þetta hef ég aldrei heyrt. Hvað er átt við með því? S: Þetta segjum við í Napoli. Það þýðir að hann hafi ekki átt heima meðal okkar. M: Var móðir þín falleg? S: Já, hún var mjög falleg. Hún líkíist Gretu Garbo og Iék í kvikmynd með kvikmynda- stjörnunni Tecla Scaranno. Aðeins ein afmælisgjöf. M: Hvernig var faðir þinn? S: Hann var mjög myndarleg- M: Viltu lýsa honum? ur maður. S: Hár, kraftalegur, virðgleg- ur, hæruskotinn, kringluleitur, bogið nef eins og fugl, með stór ar h^ndur og fætur, en beina- smár. Alltaf vel en skynsam- lega klæddur eins og fínn herra. Hanp hafði fallegt bros og hlát- ur, dálítið hrokafullan svip, en fullur af þokka. M: í stuttu máli reglulegur verkfræðingur. S: Já, þú heldur það. En veiztu það að öll árin frá því ég fæddist og þangað til ég kom til Rómar fekk ég aðeins einu sinni afmælisgjöf frá föður mínum. M: Og hvaða gjöf var það? S: Leikfangabíll og rúlluskaut ar. M: Áttu þá ennþá? S: Já, ég geymi þá. M: Venjulega geyma börnin ekki leikföngin sín. S: Önnur börn fá ný leikföng á hverjum afmælisdegi. Ég,fékk þau aðeins einu sinni. M: SaknarCu föður þíns? S: Það hefði ég sennilega gert ef ég hefði aldrei fengið að sjá hann. En ég bæði sá hann og sá hann ekki. Afleiðingin varð sú, að ég varð fyrir vonbrigð- um og fékk af því komplex eða sálflækju. Móðirin of fögur. M: En var móðir þín ekki góð mamma? S: Ég óskaði þess að hún væri ekki svona fögur, vildi heldur að hún væri regluleg mamma eins og mæðurnar í Pozzuoli, hefði frekar viljað að hún væri gömul og ljót. M: Svo að þér hefur fundizt að það væri eitthvað óeðlilegt við fegurð móður þinnar? S: J áog Iíka það að hún var leikkona en ekki heimakær. M: Þú hefur þiáðst af því að þetta væri allt óeðlilegt. S: Já, ég þjáðist mikið af því. M: Með öðrum orðum: þú hefðir viljað að heimili þitt væri eins og heimili annarra. S: Ég býst við því. M: Fannst þér aldrei neitt varið i það að vera öðruvísi en hinir? S: Nei,- ég skammaðist mín Xyrir það Sérstaklega i skólan- um. þar sem skólafélagar mínir gátu állir sagt hver væri faðir þeirra en ég gat það ekki. M: Hafði faðir þinn nokkra hönd í bagga með að velja þér Iífsstarf? Vildi hann hjálpa þér til að komast áfram? S: Nei, aldrei. Hann vildi að ég yrði kennslukona. Vildi ekki verða kennslukona. M: Þú hefur verið óheppin að eiga svona föður. S: Nei, heppin. M: Hvers vegna? S: Vegna þess að ég vildi fara að vinna eins fljótt og ég gæti, til þess að sýna honum í verki, að ég vildi ekki verða kennslukona. M: Þú átt við það að sú stað- reynd að þú áttir enga fjöl- skyldu, engan föður, hafi knúið þig á unga aldri til að bera á- byrgð og leita inn á listamanna- brautina, til að koma vilja þin- um í gegn? S: Já, einmitt. M: Og þú átt við að þér hafi tekizt að fela hið óeðlilega í lífi þínu, gleyma því í sigrum þínum á listamannabrautinni? S: Já. M: Sigrarnir voru með öðrum orðum uppbót fyrir hið óeðli- lega uppeldi, sem þú hafðir hlot ið. S: Það má segja það. í fegurðarkeppni. M: Hvernig stóð á því að þú fluttir frá Pozzuoli? S: Ég vann í fegurðarkeppni í Napoli. Það átti að velja tólf hafmeyjar eða prinsessur og drottningu. Ég var valin prinsessa. M: Og þá fluttir þú og móðir þín til Rómar? S: Já, við vissum að kvik- myndabærinn Cinecitta óskaði eftir statistum til að leika í kvikmyndinni Quo Vadis. M: í hvaða mánuði var það? S: Það var í júlí og það var steikjandi hiti. M: Hvað gerðuð þið svo í Róm? S: Það fyrsta sem ég gerði var að leita uppi pabba. Ég ætl- aði að spyrja hann hvort hann gæti hjálpað mér. M: Og hittirðu hann? S: Nei, hann var ekki heima. Og þá fórum við beint út í Cinecitta með ferðatöskurnar okkar. Yngst allra. M: Hvað gerðist svo í Cine- citta? S: Þar komum við inn í stór- an hóp kvenna og stúlkna sem biðu, og svo kom einhver maður og valdi úr hópnum. Svo kom að mér. Ég gekk fram og sagð- ist heita Soffía Scicoloni. Þú varst yngst þeirra allra, er það ekki rétt? S: Jú, ég var fjórfán ára. Hin- ar voru flestar seytján ára, átján og tuttugu og þar yfir. M: Og hvað svo? S: Já, þegar ég hafði sagt nafn mitt, kom skyndilega fram úr hópnum önnur kona, sem fór að æpa og sagði að ég ætti eng- an rétt til að kálla mig Scico- Ioni og ég væri ekki dóttir neins. Hún sagðist ein heita Sci coloni. M: Hver var þetta? S: Það var eiginkona föður míns, hún hafði þá líka farið út f Cinecitta til að leita sér að atvinnu sem statisti. Hún var reið ogh reytti að mér illyrð- um, móðgaði mig og ég roðn- aði af skömm. M: Þurftirðu oft að fyrirverða þig? S: Já oft og ailtaf vegna föð- ur míns Það versta var, að ég hafði farið frá Pozzuoli til þess að losna við föður-komplexinn, en svo mætti ég honum aftur í Róm. : Maria Callas. Sagt er að í hvert skipti sem La Callas, sem allir vita að er mjög erfið í umgengni, er væntanleg til Covent Gard en, kalli óperustjórinn allt starfsliðið saman og minni það á: — Munið það fyrst og fremst að þegar Callas syng- ur sé tjaldið uppi. Ef það er niðri öskrar hún. * Bing Crosby. Bing Crosby liefur löngum haft orð á' s'ér fyrir’ að hafa gott vit á peningum en nú hefur haiín sýnt að hann hef ur einnig gott hjartalag. Hann hefur tekið að sér 14 ára franskan dreng, Pascal Russo, sem nýlega missti for eldra sína og systkini I bíl- slysi við Nice. Þegar Bing las um þennan sorglega atburð í frönsku blaði, sneri hann sér strax til ameríska aðalræðisnianns- ins í Nice og fékk leyfi til að taka drenginn að sér og ættleiða hann, svo að nú er Pascal litli skyndilcga orðinn milljónaerfingi. * J. Edgar Hoover. Það er vafalaust ekkert land í heiminum þar sem til eru eins mörg fingraför (af- þrykkt) og í USA. Að minnsta kosti hefur for- stjóri Federal Bureau of In- vestigation (FBI), mr. J. Edgar Hoover lýst því yfir að nú liggi fyrir 76.635.116 fingraför. Hann tekur þó fram að að- eins 14.350.962 séu fingraför cugthúslima eða dæmara manna. Það eru ekki allir Amerikan- ar jafn hrifnir af þessu „fingra faraæði“. en því verður ekki neitað að bað hefur hjálpað mönnum að upplýsa marga leyndardóma, sem ekki eru allir glæpsamlegir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.