Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 4
V í S I R . Þriðjudagur 3. marz 1964. Þannig er það oft við Sundlaugaveginn: mikill fjöldi bama er að leik rétt við götuna. Á myndinni er Magnús Einarsson lögregluþ. (Ljósm. Vísis B.G.) • • Næstum daglega þeysa lög- regluþjónar með skerandi síren ur og blikkandi aðvörunarljós á eftir unglingspiltum, sem aka eft ir götum borgarinnar með ofsa- hraða á „átta gata tryllitækj- um“. Oft má finna ýmislegt að öryggisútbúnaði þessara bifreiða og margir þeirra bera ekki mikia virðingu fyrir lögum og reglum. Hér er ekki um neitt islenzkt fyrirbæri að ræða. Flest ar þjóðir þekkja þetta vanda- mál, og ef það eru ekki bif- reiðir, sem þessir piltar geysast áfram á, þá eru það bifhjólin, sem skjóta vegfarendum skelk í bringu. En hvað hafa þessar «>-- -<3 Okumenn teknir á 100 km hraða á Sundlaugavegi Rætt við Magnús Einarsson lögregluþjón Það vill alltof oft brenna við að ökumenn aki á ofsahraða eftir Sundlaugaveginum og vanmeti þá hættu, sem stafar af bömunum, og ég tel það hreinan glæp, þegar menn leyfa sér að aka á yfir 100 km. hraða eftir Sundlaugaveginum um hábjartan dag, þegar mikið er af bömum á leið heim úr skóla, eða við leik í nánd við Sundlaugaveginn, sagði Magnús Einarsson bif- hjólalögregluþjónn, þeg- ar við ræddum við hann inni á Sundlaugavegi fyrir skömmu. Magnus herur annazt Iog- gæzlu sérstaklega I Laugarnes- hverfinu undanfarin þrjú og hálft ár, og er því orðinn öllu vel kunnugur. ---------------------------S> RÉTTAR BEYGJ- UR MIKILVÆGAR Með breytingum á umferðarlögunum 1958 voru teknar upp m. a. nýjar reglur um beygjur. Enda þótt nú séu liðin um 6 ár frá því að breytingin varð, em en allmargir ökumenn, sem ekki taka réttar beygjur og valda árekstrum og jafnvel stórtjóni í umferð- inni, vegna fáfræði sinnar. Reglur um fyrmefnt at- riði er að finna í 46. gr. umferðarlaganna. Og marg- ir ökumenn mega einnig hafa það hugfast, að stefnu- Ijósin veita þeim engan rétt til þess að aka inn á akreinar beint í veg fyrir aðra bíla. Að þessu sinni bregðum við upp þremur skýringarmyndum í sam- bandi við hægri heygju. % : -í • Æ ; -. * _J i V /s ' , ' ; |f| ál1 i " ? ' V U1 m ' s — t I l llifc iii ? ! • t —V £ v * i.'.. 1. mynd. Ef beygja skal til hægri, skal ef aðstæður leyfa, ekið að mið- Iínu vegar, eins og myndin sýn- ir, og þaðan á vinstri hluta ak- brautarinnar, sem ekið er inn á. Ef tvær eða fleiri akreinar eru: 2. mynd — Ef tvær eða fleiri akreinar fyrir sömu aksturs- stefnu eru á vegi, skal ökumað- ur I tæka tíð, áður en komið er að vegamótúnum, færa ökutæk- ið á þá rein, sem heppilegust er, miðað við fyrirhugaða akst- ursstefnu. Beygja af einstef nuakstursgötu: 3 .mynd — Ef um einstefnu- akstursgötu er að ræða, skal færa ökutækið yfir á hægri brún akbrautar, sem ekið er frá. Gefa verður reinileg merki, áður en breytt er um stefnu. Mikið um slys á bömum Samkvæmt skýrslum lögregl- unnar er mjög mikið um um- ferðarslys á Sundlaugaveginum, og hann er í þópi þeirra gatna, sem einna mest er um umferð- arslys á. Og í Iangflestum til- fellunum eru það börn, sem verða fyrir bifreiðum, og sum hafa stórslasazt. Flest slysanna eru á kaflanum frá Laugarnes- vegi og inn að Laugalækjar- skóla, en þéttbyggt er í kring og umferð barna því mikil. Magnús segir okkur svo frá: — Um Sundlaugaveginn fer dag lega geysilegur fjöldi barna, sér staklega þó um fyrrnefndan kafla, þar sem verzlunarmið- stöð, biðstöðvar strætisvagna, skóli og Sundlaugarnar eru ná- lægt og ekki má gleyma því, að íbúðarhúsin standa mjög nálægt götunni. Tekinn fyrir 105 km akstur — Þrátt fyrir þessa miklu umferð barna og fullorðinna, fyr irfinrast ökumenn og þeir alltof margir, sem gerast svo ósvífnir að aka jafnvel um hábjartan dag eftir fyrrnefndum kafla á yfir 100 km. hraða, t. d. nú í vetur mældi ég bifreið, sem ók þarna á 105 km. hraða. Það er ekki langur tími síðan 3 börn slös- uðust allmikið á stuttu tímabili. í öll skiptin komu börnin hlaup andi út úr portum eða húsasund um og út á götuna, en öku- mönnunum tókst ekki að skynja hættuna í tíma, vegna þess að þeir óku of hratt og allir öku- menn ættu að þekkja hættuna, sem felst í því að aka hratt fram hjá Sundlaugunum. þjóðir gert til að „temja“ þessa ökuþóra? Þar sem stór og mikil bif- hjól eru vinsælust, hafa verið stofnaðir bifhjólaklúbbar, en þar sem bifreiðin er ofar á óska- listanum, eru stofnaðir bifreiða- klúbbar. Bandaríkjamenn og Svíar hafa gert mikið af þvi að stofna slíka bifreiðaklúbba fyrir unga ökumenn, og nú hafa Danir haf izt handa. Klúbbar þessir hafa gefizt mjög vel og í flestum til- fellum er það lögreglan, sem gengst fyrir stofnun þeirra. Margir þessara klúbba hafa sér stök svæði fyrir utan borgirnar, þar sem piltarnir geta farið í kappakstur á þar til gerðum brautum, þar sem vegfarenduni stafar engin hætta af þeim. 1 þessum klúbbum fá þessir ungu ökumenn margs konar fræðslu í umferðarreglum og sérfróðir menn veita þeim upplýsingar um bifreiðina og síðast en ekki sízt er reynt að skapa hjá pilt- unum aukna ábyrgðartilfinningu og hæfnispróf eru haldin og verðlaun veitt fyrir bezta árang- ur. Og ailt þetta miðar að því að gera klúbbfélagana að betri ökumönnum. Flestir þessara klúbba hafa það í lögum sínum, að ef ein- hver meðlimanna er tekinn fyrir of hraðan akstur, missir hann þátttökurétt í einhverium hluta starfseminnar visst tfmabil. Hér á landi er án efa grund- völlur fyrir bifrejðaklúbb ungra ökumanna og án efa þyrfti ekki að auglýsa mii.ið eftir þátttak- endum. Hér er verkefni fyrir lögregluna, sem hún þarf að hefja undirbúning að og eiga bifreiðaeftirlitið, Félag ísl. bif- reiðaeigenda, Bindindisfélag ökumanna og tryggingarfélögin að leggja sinn skerf fram. Ekki er hægt að segja að það sé kostnaðarsamt að koma upp afmörkuðu svæði í nágrenni borgarinnar fyrir klúbbinn, en á þessu svæði væri svo hægt að kenna ökumönnnm akstur í hálku og þjálfa ökumenn undir aksturspróf, svo eitthvað sé nefnt. <&- Meira um það að foreldrar gæti barnanna — Ég hef veitt því sérstaka athygli, að nú í seinni tíð gæta foreldrar barnanna mun betur, einkum þó smábarnanna, og skólabörnin sýna mun meiri gætni. Sama má segja um gangandi vegfarendur. þeir nota gangbrautirnar meira. En um leið og ökumenn stanza ekki við gangbrautirnar, þar sem veg farendur bíða eftir að komast yfir, hætta margir þeirra að nota gangbrautirnar og láta sig engu skipta hvar þeir ganga vfir götuna. Það eru því ökumenn- irnir sjálfir sem geta ráðið tölu verðu um það, hvort fólk notar hinar merktu gangbrautir. Frh á Dls lv Pétur Svembjarnarson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.