Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 3
VÍSIR . Þriðjudognr 3. marz ls>o4. 3 Flugfólkið skemmtir sér Flugmálastjóri, Agnar Kofoed Hansen, Guðmundur Vilhjálmsson, Örn Johnson og Bergur G. Gíslason og frúr þeirra. Flugfreyjur, flugmenn, af- greiðslumenn, fulltrúar og fólk af öllum launaflokkum og starfshópum skemmti sér saman á föstudagskvöldið í Súlnasal Hótel Sögu, en þar fór fram árs- hátíð starfsfólks Flugfélags Is- lands, Það var glaumur og gleði meðal starfsfólksins og greini- lega að menn voru hingað komn ir til að njóta hvíldar frá dag- legu amstri.. Mörg skemmtiat- riði voru flutt, m.a. fóru þeir Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson með sérstakan þátt eftir einhvem Flugfélagsstarfs- mann (?) um flug og flugaf- greiðslu, þar sem flugvallarmál in og deilur um þau voru notuð sem sérstakt krydd. Vakti þessi þáttur óskipta athygli og miklnn hlátur, enda sérlega vel saminn Þarna fór einnig fram afhend- ing starfsaldursmerkja og hlutu 20-ára merki þeir Jóhannes Snorrason, yfirflugmaður og Sig urður Matthíasson, fulltrúi. Ann ars lýsa meðfylgjandi myndir betur því sem fram fór en orð mundu gera og látum við því auga ljósmyndavélarinnar hafa „orðið.“ 4 Fagrar stúlkur á árshátíð Flug- félagsins. Efst Elsa Jónsdóttir, flugfreyja, Matthildur Haralds- dóttir, skrifstofustúlka, Helga ÍSveinbjömsdóttir, skrifst.stúlka, Helga Gúðmundsdóttir, hlað- freyja, Unnur Kristinsdóttir, símamær, Þórhildur Þorsteins- dóttir, flugfreyja og Guðrún Pét ursdóttir, sfmamær. öm Johnson (við hljóðnemann) og Guðmundur Vilhjálmscson, form. stjómar F. I. afhenda Sigurði Matthíassyni 20 ára starfsaldursmerki félagsins. Nokkrir starfsmanna við afgreiðslur Flugfélagsins. Frá vinstri: Grétar Haraldsson, Haraldur Jóhann- esson, Óli Friðþjófsson, Þórður Óskarsson, flugumsjónarmaður og Birgir Ólafsson. Stjórn Starfsmannafélagsins hafði veg og vanda af skemmtuninni. Frá vinstri: Karl Sigurhjartar- son, Sverrir Jónsson, Guðrún Kristinsdóttir, Þórður Óskarsson og Magnús Björnsson, form.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.