Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 7
V í S I R . Þriðjudagur 3. marz 1964. 7 esasu-æ aErasgi Það er margt verra hægt að gera n að safna uppstoppuðum dýrum segir Árni Johnsen, sem á 30 tegundir uppstoppabra fugla og einnig ágætt safn af fiskum, steinum og eggjum Þetta er fyrsti lund- inn, sem ég veiddi og síðan hef ég haft mikinn áhuga á uppstoppuð- um dýrum og áhuginn á g náttúrufræðinni hefur einnig aukizt eftir því sem safnið hefur stækk- að, sagði ungur Vest- mannaeyingur, Árni Johnsen um leið og hann benti okkur á uppstopp- aðan lunda. Ámi er nemandi í Kennara- skólanum, en býr nú að Grett- isgötu 6. Þar geymir hann eitt stærsta safn, fugla, fiska og steina, sem er í einkaeign hér á landi og auk þess á hann um 30 tegundir af eggjum. Byrjaði að safna 1955 Það var sl. vor, sem ég byrj aði að safna að mér uppstopp- uðum dýmm, fiskum og ýmiss konar sjávardýrum, en eggjun- um og steinunum hef ég safnað í nokkuð lengri tíma. Lundann eignaðist ég fyrst, því hann veiddi ég í Bjarnarey 1955. — Og hvað er safnið orðið stórt? — Ég held að mér sé óhætt að segja, að ég eigi nú 38 uppstoppaða fugla, 30 tegund- ir af eggjum og um 40 tegundir af fiskum, einnig á ég nokkuð stórt steinasafn og töluvert af ýmiss konar sjávardýmm. Já, og ekki má ég gleyma apakett- inum. — Hvar fékkstu apaköttinn? — Ég keypti hann eftir að hann var drepinn. Apaköttur- inn var fluttur hingað frá Brasi líu og var á trésmíðaverkstæði En hann var mikill prakkari og hafði m.a. þann leiðindasið að bíta jafnvel viðskiptavinina, þeg i Á myndinni er Árni Johnsen með hluta af safninu í kringum sig. ar þeir fóru út, þá var hann drepinn. Heldur mest upp á lundann. — Á hvaða fuglum hefurðu mest dálæti af þeim, sem eru í safninu? — Ég held langmest upp á lundann, einnig er ég mjög hrifinn af Islenzku þröstunum, en þeim er skemmtilega komið fyrir. Árni sýnir okkur næst fisk, sem hann segist hvergi finna í fiskabók. Þessi merkilegi fiskur kom í humartroll vestur af Tvískeri. Árni á einnig ígul- ker, sem „Dyrens Liv“ segir, að lifi aðeins við strendur Ástralíu, en þetta ígulker veiddist við Súlnasker. Vitað er, að eitt ann- að slíkt ígulker hefur fundizt hér við land. (Ljósmynd Vísis B.G.) Ekki myrkfælinn innan um dýrin. — Og þú ert ekkert myrk- fælinn innan um öll þessi dauðu dýr? — Nei, ekki get ég sagt það. Mér líður ágætlega hér í her- berginu, en hinu get ég ekki neitað, að mörgum bregður all hressilega, þegar þeir koma Framhald á bls 13. Q Nýjar tollalækkanir Fyrir skömmu lagði ríkis- stjórnin fram frumvarp um breytingar á hinum nýju tolla lögum. Með þeim lögum voru gerðar verulegar lækkanir á tollum, þannig að þeir eru nú hæstir að jafnaði 130% en voru allt upp í 400% áður. Með nýju tollalögunum voru almenningi landsins sparaðar tugmilljónir á hverju ári. Þær breytingar sem nú liggja fyrir þinginu ganga enn í lækkun- arátt. Þannig er gert ráð fyrir um 90 breytingum á tollum á einstökum vörutegundum og horfa þær flestar til lækkun- ar. Eru meðal annars stór- lækkaðir tollar á öllum hand- verkfærum. # Fyrsta tollalækk- unin 1961 í þessu sambandi er einnig ástæða til þess að rifja upp enn eina tollalækkun, sem nú- verandi ríkisstjórn fram- kvæmdi. Það var hin fyrsta af þessurry þremur og kom til framkvæmda í nóvember 1961. Þá voru lækkaðir tollar á mörgum neyzluvörum almenn- ings. Tollar á þeim vörum voru almennt mjög háir, frá 106% allt upp í 312% af cif- verðmæti. Tollarnir voru lækkaðir niður í 52% til 125%. Hverjar urðu afleiðingar þessarar tolblækkunar til hagsbóta fyrir almenning? Það er fróðlegt að virða það fyrir sér. Mikil verðlækkun varð á þessum vörum. Verðið Iækkaði á margs konar ytri fatnaði um 18 — 28%, á kven- sokkum um 30%, kvenskóm um 14 — 16%, niðursoðnum á- vöxtum um 13-16%, á snyrti vörum um 33-39% og miklu meiri verðlækkun varð á úrum og myndavélum. # Stórbætir hag Kjartan Reynisson fæddur 29. 9. 1942 Kjartan er dáinn. Það er erfitt að sætta sig við, að svo ungur maður sé kallaður burt að morgni lífs síns, maður, sem alls staðar gat sér orð fyrir frábæran dugn- að og trygglyndi, en hér sannast hið fornkveðna: „Þeir, sem guð- irnir elska, deyja ungir“. Kjartan fæddist 29. september 1942 á Patreksfirði og var því 21 árs að aldri, er hann lézt Foreldrar hans voru Freyja Guð- mundsdóttir og Reynir Einarsson Ungur fluttist Kjartan til Reykja- víkur ásamt foreldrum sinum og systur, og er honum óx aldur hneigðist hugur hans að verzl- unarstörfum, og dvaldist hann tæpt í Kaupmannahöfn, tll að a(fla sér frekari reynslu á þeim sviðum. Þegar hann kom heim dáinn 25. 2. 1964 réðst hann deildarstjóri hjá KRON, en í vor er leið hóf hann störf hjá Vesturgarði h.f. f Kjörgarði. Kjartan var skáti. í Skátafé- lagi Reykjavíkur komu menn auga á mannkosti hans og ungum var honum falið hið vandasama hlutverk að hafa forystu og um- sjón með þeim, er voru honum yngri og óreyndari. Þau störf fórust honum frábærlega vel úr hendi. — Hann var fæddur for- ingi. Kjartan varð deildarforingi Vík ingadeildar árið 1958 aðeins 16 ára að aldri, og síðar tók hann sæti í stjórn Skátafélags Reykja- víkur, sem einn af aðstoðarfélags- foringjum þess. Auk þess átti hann sæti í mörgum ráðum og nefndum félagsins. Hann lét öll skátamálefni sig miklu skipta og sótti erlend skátamót, I Dan mörku, þegar danskir skát? héldu 50 ára starfsafmæli sí' hátíðlegt og Jamboree i G . landi síðasta sumar, til þes? kynnast framandi þjóðum og eir sinn þátt í að treysta friðarbönd rtiilli þeirra. Kjartan var glaðlyndur, hrók- ur alls fagnaðar í vinahópi, og störf hans báru vott um dugnað og samvizkusemi. — Hann var sannur skáti. Hann lézt í sjúkrahúsi I Kaup- mannahöfn eftir rúmlega viku sjúkdómslegu að kvöldi hins 25. febrúar. Kjartan minn. Nú kveðjumst við, vinirnir, sem höfum þolað saman súrt og sætt, síðan við gengum í skátahreyfinguna fyrir rúmum áratug. Ég þakka þér fyr- ir öll þessi ár. Nú er æska okkar liðin og jarð- vist þín úti, en við félagarnir geýmum minninguna um góðan dreng og trausta vináttu. Hlut- verki þínu er ekki lokið. Við mun um reyna að temja okkur dugnað binn og drengskap, þá eiginleika, •em bar hæst í fari þínu, Ég vona. að vissan um að hafa tt góðan son og bróður dragi 'armi foreldra þinna og syst- en við vinir þínir vottum okkar -n 'prnjctu samúð. Vertu sæll, kæri vinur. Börkur Thoroddsen almennings Núverandi ríkisstjórn er eina ríkisstjórnin sem lækkað hefir tolla. Allar aðrar hafa hækkað þá. Þegar Eysteinn Jónsson og Framsókn voru í stjórn var gengið lengst í hækkunaráttina. Þessi róttæka stefnubreyting sýnir að ríkis- stjórnin vill gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að bæta kjör almennings í landinu og draga úr verðbólg- unni. Því er haldið fram af stjórnarandstöðunni að ríkis- stjórnin vinni einmitt að hinu gagnstæða: að þvl að magna verðbólguna. Þess vegna er bent á þessar staðreyndir 1 tollamálum hér. Þær eru ó- rækust merkin um hina sönnu stefnu ríkisstjórnarinnar 1 efnahagsmálum. Skattalækkanir hennar eru annað dæmi um sama hlut. Þæv hafa verið vlðtækar og þúsundum skattborgara til stórra hagsbóta. Á þær verð- ur siðar drepið á þessum stað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.