Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 8
8 V1 S I R . Þriöjudagur 3. marz 1964. VISIR utgeíandi: aíaðaútgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson j Fréttsstjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði í lausasöiu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Visis. - Edda h.f. Hvergi hvikaÖ Fylgzt er af mikilli athygli hér á landi með fregnum af Fiskimálaráðstefnunni í London. íslendingar hafa margsinnis lýst því yfir, að þeir muni ekki veita er- lendum ríkjum undanþágur til veiða á ytra belti sex mílnanna. Þess efnis er hins vegar samkomulagið, sem meirihluti þjóðanna, sem ráðstefnuna sitja, hefir geng- ið að. Það eru íslendingar, Norðmenn og Svisslend- ingar, sem neitað hafa að undirrita þetta samkomulag. Um það þarf engum blöðum að fletta, að íslenzka þjóðin stendur einhuga að baki ákvörðun ríkisstjóm- arinnar um þetta efni. Þar hefir ríkisstjómin túlkað vilja þjóðarinnar. Þann 11. marz, eftir fáeina daga, rennur út landhelgissamningurinn við þau erlendu ríki, sem hér hafa haft veiðiundanþágur síðustu 3 árin. Ekki verður því um neina framlengingu á þeim und- anþágum að ræða. Þann dag hefir fullur sigur unnizt í landhelgismálinu. Síðan þarf að taka til alvarlegrar athugunar á hvern hátt er hægt að hlaupa undir bagga með hinni bágstöddu íslenzku togaraútgerð. j^röfur brezkra og skozkra togaraeigenda úm aðgerð- ir gegn Færeyingum, Norðmönnum og íslendingum munu ekki koma neinum á óvart. Þær em svar þessa hluta brezka fiskiðnaðarins við neitun þessara ríkja um að leyfa framhaldandi undanþágur. Nú, þegar lín- umar hafa skýrzt og brezkir togaraeigendur hafa séð að umrædd lönd láta engan bilbug á sér finna í land- helgismálinu, er þess að vænta, að þeir aðhafist ekki meira í mlinu og láti sitja við orðin tóm. Þeir hafa áður séð það í deilu sinni við íslendinga, að slíkar lönd unaraðgerðir leiða ekki til neinna tilslakana. þjóðviljinn reynir á sunnudaginn að rótfesta sæði tortryggni í garð ríkisstjómarinnar, og lætur orð að því liggja að brezka ríkisstjórnin biðji um nýjar und- anþágur. Slík beiðni hefir ekki komið frá henni. Að slíkri beiðni yrði heldur aldrei gengið. Það er skýr og yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar. En það er kommún- istum líkt að reyna með dylgjum að leyna því hve far- sællega hefir tekizt um lausn ríkisstjómarinnar í land- helgismálinu. Jafnvægi á ný IJngir Sjálfstæðismenn bentu á þingi sínu um helgina á þá meginstaðreynd, að jafnvægi í efnahagsmálum er algjört skilyrði þess að unnt sé að bæta lífskjörin jafnt og þétt. Eru hér ítrekuð ummæli Efnahags- og Framfarastofnunar Evrópu í síðustu skýrslu hennar um ísland. Nú skortir gjörsamlega jafnvægi i efnahagsmálin. Það náðist á fyrstu árum viðreisnarinnar, en því hefir verið spillt. Það er meginverkefni þjóðarinnar að ná því á nýjan leik. Það þýðir að stöðva verður verð- bólguna og bæta kjörin á annan hátt en með tilgangs- lausum kauphækkunum, sem verða að engu í nýjum verðhækkunum. Fundi fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitarfélaga lokið Fundi fulltrúaráðs Sambands fslenzkra sveitarfélaga lauk á ! laugardag. Ýmsar ályktanir j voru gerðar á fundinum, m. a. j ályktun um að stuðla bæri að ; þvf að sveitarfélögin yrðu færri j og stærri. Ályktun fundarins um það 1 efni var á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora áj ríkisstjórnina að láta gera til-| lögur um nýja skiptingu lands-1 ins í sveitarfélög. Skulu þær , miðast við það að stækka sveit-1 arfélög I dreifbýli með þvi að| sameina hina fámennari hreppa ■ eftir þvi sem staðhættir leyfa.“i Við setningu fundarins fluttul ávörp félagsmálaráðherra Emil 1 Jónsson, og borgarstjórinn f1 Reykjavík Geir Hallgrímsson. Framsöguræðu fluttu vega- málastjóri Sigurður Jóhannsson um framkvæmd vegalaganna og Valdimar Kristinsson, viðskipta- fræðingur um þróunarsvæði. Umræður fóru fram um þessi málefni. Á fundinum voru rædd félags Jónas Guðmundsson, formaður sambandsins. mál sambandsins samþykktir ársreikningar og fjárhagsáætlun fyrir það og tímaritið Sveitar- stjórnarmái, sem sambandið gefur út. MERKl FYRIR SAMBANDIÐ. Um félagsmál skal þess get- ið að samþykkt var að taka upp merki til notkunar fyrir sambandið. Á landsþingi sveitarfélag- anna s.l. sumar var samþykkt tillaga um þetta efni, og efndi stjórnin síðan til hugmynda- keppni um gerð merkisins. 1 dómnefnd voru Páll Lfndal, varaformaður sambandsins, Stef án Jónsson arkitekt og Unnar Stefánsson starfsmaður sam- bandsins. Nefndinni bárust 40 tillögur og taldi hún ýmsar þeirra athyglisverðar. Fulltrúa- ráðsfundurinn staðfesti tillögu nefndarinnar um merki og reyndist tillöguhöfundur vera Gísli B. Björnsson. Auglýsinga- stofunni Þingholtsstræti 3, Reykjavík. Verðlaun voru kr. 10.000.00. Þá var einnig samþykkt til- laga um að heimila stjórninni að festa kaup á húsnæði fyrir starfsemi sambandsins RANK-fyrirtækið kynnir ..ugninpí: Notkun kvikmynda til fræðslu og kennslu í skólum er sívax- andi og á mikla framtíð fyrir sér. Er hér um að ræða mikil- vægan þátt í framieiðslu kvik- myndafyrirtækisins Rank’s í Bretlandi og er nú verið að kynna myndir þess hér. Fyrir skömmu ræddi brezkur maður, Frazer að nafni, sem hingað er kominn á vegum Rank kvikmyndafélagsins á Bretlandi við fréttamenn, en umboðs- menn þessa heimskunna fyrir- tækis eru þeir Magnús Jóhanns- son og Sveinbjörn Egilsson, Radio- og raftækjastofunni, hér í bæ. Erindi Frazers er að kynna hér frekar fræðslumynd ir þær, sem félagið framleiðir, og bjóða þær islenzkum fræðsluyfirvöldum. Fræðslumyndir Ranks, eru hér að nokkru vel kunnar, en hins vegar er ástæða til frek- ari kynna á þeim, og að greina frá þróuninni eins og hún hef ir verið og er nú. Radíó- og raftækjastofan mun sjá um upptöku á íslenzku tali með kvikmyndunum. Fræðslu- kvikmyndirnar eru 16 mm. kvik myndir með tali á segulrönd og hefur stofan útbúið slíkar mynd ir með tali seinustu tíu árin. Alls munu vera til hér á landi 30-40 myndir frá Rank-fyrirtæk- inu. Fyrirtækið framleiðir einn- ig skemmtikvikmyndir á 16 mm filmur, sem njóta mikilla vin- sælda í dreifbýli og eru mikið sýndar í skólum og litlum sam- komuhúsum út um allt Bret- land og í einkahýbýlum. Einnig eru slíkar myndir sýndar í sjúkrahúsum og fangelsum. Fræðslu- og kennslumyndagerð in hófst 1922 en lá niðri stríðs árin vegna framleiðslu Rank’s á þjálfunarmyndum fyrir her og flota. 1 kvikmyndasafni Ranks- fyrirtækisins eru nú um 5000 og kennslumyndir iva alóa# bt -,;■ 6x;'5 M . i isiilí! i innhlií ,iiloiiJs'«4 myndir og margar í stöðugri notkun. LANDKYNNINGAMYNDIR Er Frazer ræddi um fræðslu- myndagerð Rank‘s drap hann á, að vaxandi væri eftir- spurn að landkynningamyndum og óskuðu mörg félög og félaga samtök eftir slíkum myndum til láns. Drap Frazer á 3 myndir sem nýlega hefðu verið gerðar ein er um Holland, önnur um raffræðileg efni og sú þriðja um London, eins og skáld og rithöfundar líta hana augum. KVIKMYNDIR OG SJÓN- VARP Fréttamaður Vísis spurði Fraz er um aðsókn að almennum kvikmyndahúsum — hvort þeim færi fækkandi af völdum sjón- varpsins, sem eins og kunnugt er sýnir mikið af kvikmyndum. Frazer kvað þróunina hafa verið í þá átt að kvikmyndahúsum fækkaði vegna sjónvarpslns, og mundi þeim hafa fækkað um 200 sfðan það kom til sögunnar, en þessi þróun í fækkunarátt væri úr sögunni — meiri jöfnuður kominn á. VINSÆLDIR RANK-MYNDA Rank-myndir sýndar í kvik- myndahúsum, hafa átt vaxandi vinsældum að fagna og munu ekki kvikmyndir annarra kvik- myndafélaga njóta hér almenn ari vinsælda. Af öðrum Rank- myndum munu menn nú fá vax andi kynni og þá fyrst og fremst í skólunum, þar sem æ fleiri skólar fá skilyrði til þess að geta sýnt slíkar myndir með tali — og íslenzkum texta. Erlendar fréttir í stuttu máli • Grísk flotadeild er við æf- ingar á Eyjahafi og er ekki nema hálfs dags sigling frá æfinga- svæðinu til Kýpur. — Flotaæf- ingar NATO á Eyjahafi standa fyrir dyrum. Grikkir segjast ekki taka þátt í þeim, vegna þess að Tyrkir verði með. — Tyrl.ir segja Grikki tefla suð- austurvarnararmi NATO í stór- hættu með stefnu sinni. • Páll konungur Grikklands hefir veikzt á ný. Hefir mynd- azt blóðtappi f öðrum fæti hans. Hann gekk undir magauppskurð fyrir 10 dögum, en var farinn að hafa fótavist. • Vorsfldveiðar eru byrjaðar við Noreg, og aflaðist vel fyrsta daginn, 151.000 hektólftrar, þar af fengu 93 snurpinótaskip 85 þús. hl.„ og 375 netabátar og togarar 68.500 hi. — Hálfsmán- aðar sfldveiði, að laugardags- veiðinni með talinni, nemur 1.200.000 hektóiftrum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.