Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 15
V f S IR . Þriðjudagur 3. marz 1964. HPWISst^ IB 75 •'MORNIKIG, NURSE NAOMl! NOW WE'LL SEE WHAT WE CAN SEE... ■ TAR7AN > yOU AH7 YOUK FR.IENT MO.WSAl TARE A IVALIC, WHILE X MARE My EXAMINATION'. r' VATTERAÐAR NÆLONCLPUR Þ' Ibi í Hotel De la Coté d’Or, þar sem Psroli hafði skráð sig sem Paul Gerard, sölumann, vakti það athygli þeirra hve stutt hann var þar, en hugsuðu sem svo, að sölumenn væru oft og tíðum að eins nokkrar klukkustundir, sums staðar, þar sem þeir kæmu. Þegar nú eftirgrennslanir éirra báru engan árangur héldu þeir aftur til járnbrautarstöðvar innar og er til Parísar kom létu þeir yfirmanni sínum í té munn lega greinargerð, og að því loknu fór hann með þá á fund de Gevrey. Hann varð eðlilega að fá vitneskju um árangurinn. Og menn komust að þeirri niður- stöðu, að upplýsingar þær, sem kaupmaðurinn í Marseille hefði 'látið í té væru sérlega athyglis >,verðar. - Hvemig var það, funduð þið ekkert í gistihúsherberginu í Hotel Beauejour, þar sem mað- urinn bjó? - Jú, að vísu, sagði Ljósorm urinn, en það var svo lítilfjör- legt, að mér þótti ekki taka því, að geta um það í skýrsl- unni — Nú, hvað var það? — Þetta, sagði Ljósormurinn og rétti honum bláan blýants- stubb, er hann hafði verið með í vasanum, vafinn inn í pappír. De Gevrey brá, er hann virti ; fyrir sér blýantinn. — Þetta er nú samt mikilvægt sönnunargagn, því að þessi blý antur sannar, að gesturinn í vþessu herbergi er sá, sem myrti Bernier. Leynilögreglumennirnir horfðu undrandi á hann, en de Gevrey hélt áfram: — Hann notaði þennan blýant , til þess að strika undir þær setningar í bréfi Berniers til dótt urinnar, sem mikilvægastar voru — fyrir hann, — setningar, sem hann þurfti einkum að festa sér í minni til þess að geta fram- kvæmt hið hryllilega áform sitt. Hann leitaði í skjalabunka, og tók úr honum bréfið og sýndi þeim. — Já, þetta er deginum Ijós- ara, sagði Caseneuve, er hann hafði athugað bréfið. En leyfist mér að spyrja hvernig þér kom- uzt yfir þetta bréf? — Já, skjalataska Berniers fannst í gær á götu París, svaraði hann, og í henni voru þrjú merk gögn. _ — Á götu hér í París? gat Fýr- spýtan ekki stillt sig um að spyrja, alveg steinhissa. - Já. — Það sannar, að hann er í París. Mér finnst næstum furðu legt, að stéttarbræður okkar skuli ekki hafa fundið hann. — Já, en nú eruð þið félagar komnir, sagði de Gevrey, og ég er viss um, að þið verðið heppn- ari. — Við hefjum þegar leit að honum. Við munum leggja okkur fram, efist ekki um það. — Ég ætla að biðja ykkur að gefa sérstakar gætur að húsi þvf, sem Angela Bernier býr í. — Hvílir stöðugt grunur á henni? — Já, og alvarlegri grunur en áður. Caseneuve klóraði sér í hnakk anum. Það var auðséð, að hann ól ekki miklar grunsemdir í henn ar garð. - Nú jæja, það gæti svo sem hugsazt - allt er hugsanlegt. Hann sagði þetta lágt og bætti svo við hærra: — Við þyrftum að fá skriflegt leyfi til handtöku Oscars Rig- ault. Katrín var í búðinni, er hann kom, og bað hann um hósta- töflur. Meðan hún var að afgreiða hann reyndi Ljósormurinn að koma henni á skrið og byrjaði með því að spyrja: — Hafið þið verið hér lengi? — Það eru fimm ár síðan frú Angela keypti verzlunina. — Nú, þá hljótið þið að vera kunnugar hverfinu. Get ég fengið að tala við frúna. Ég veit ekki nema hún geti látið mig fá upp lýsingar, sem mig vanhagar um. — Frúin er ekki heima. Hún kemur ekki fyrr en á morgun, - vesalings frúin, hún á nú við svo mikið mótlæti að stríða. Hún kemur heim með veika dótt ur sína, en hún er, guði sé lof, á batavegi. En ég er hér ekki síður kunnug en hún, og kannski ég gæti hiálpað yður. — Mig vantar upplýsingar um kunningja minn, sem oft kemur hér, að því er ég hefi heyrt. Hann heitir Oscar Rigault. Er langt síðan hann hefir komið? — Oscar Rigault?, spurði Kat- rín undrandi. — Já, ég veit, að hann þekkir frú Angelu Bernier. — Nei, þér farið villur vegar. Frú Angela á enga vini, — hér Það skuluð þið fá þegar i| koma aðeins. viðskiptavinir. Ég stað, svaráði dé Gevrey. ’ —'1- 1— Jæja, sagði Ljósormurinn veit ekki til. 'að noKkúr karlmað ur hafi nokkurn tíma komið í þegar þeir voru komnir út á göt-1 heimsókn til frúarinnar, og ég er una. Nú skulum við fá okkur í hárviss um það. morgunverð og svo ætla ég að — Og ég hélt þetta ákveðið, kaupa mér hóstatöflur. Ég veit j sagði Ljósormurinn og horfði um stað, þar sem hægt er að fá j hvasst, rannsakandi augum á alveg fyrirtaks töflur. — Kvefaðistu í lestinni í nótt? Ekki heyrist neitt á mæli þínu? Hvar er staðurinn, þar sem þess ar töflur fást. — Þær fást í verzlun kaup- konu í Batignolles, — við könn- umst við hana, skal ég segja þér. Flogny fannst stundum fátt um sumar hugmyndir félaga síns, en var ekki vanur að bera fram nein mótmæli. Þegar þeir höfðu fengið sér í gogginn óku þeir til Clichytorgs og gengu þaðan til Rue des Dames. í svo sem 50 skrefa fjar- lægð frá búð Angelu Bernier bað Ljósormurinn Fýrspýtuna að bíða eftir sér. Gekk hann svo einn að nr. 110. Katrínu, en því lengur sem hann virti hana fyrir sér því sannfærð ari varð hann um, að hún seg,i satt. Það var ógerlegt, að ala nokkurn grun um, að hún væri að reyna að villa honum sýn. - Ég lít þá inn seinna, þegar frúin er komin heim, sagði hann. - Gerið þér svo vel, - gleym ið ekki hóstatöflunum. - Já, alveg rétt, sagði Ljós- ormurinn, borgaði fyrir þær og kvaddi. - Jæja hafðirðu eitthvað upp úr þessu?, spurði Flogny, sem hafði beðið eftir honum á næsta götuhorni. - Hlustaðu nú á mig, gamli vin. Það er aðeins tvennt til: Ann aðhvort er de Gevrey eins og maður rammvilltur í þoku eða kaupkonan er svo slyng, að hún gæti leikið sér að því að gabba rannsóknardómarann og okkur, líka. Sé einhver meðsekur henni hefir hún gætt þess, að sá líinn sami stigi aldrei fæti sínum í, sölubúð hennar eða kæmi á heim | ili hennar. | — Hvað getum við nú gert? j — Ja, við skulum nú ræða málið. Eftir þeim upplýsingum að dæma sem við höfum fengið í jámbrautarstöðinni fyrst og svo hjá kaupmanninum í Marseille, er þessi Oscar Rigault maður,1 sem slær um sig, og því einfeldn j ingur. Hvort sem honum hefir verið borgað fyrir að myrða Jacques Bernier eða hann hefir myrt hann til þess að ræna fé hans þá hlýtur hann að hafa f jár ráð nóg. Og piltar eins og hann eru vanir að vera ósínkir á fé, sem þeir komast yfir. Þeim helzt aldrei á fé, fara á fyllirí, ausa því í stelpur — með öðrum orð- um lifa hátt, þar til síðasti eyr irinn er eyddur. Sammála? — Auðvitað, sagði Fýrspýtan hlæjandi. Og við þekkjum allar mat- og vínstofur, þar sem slíkir piltar venja komur sínar. Ertu búinn að gleyma hvað þær heita: Rauði kötturinn í Batignolles, Héralöpp í Vincennes, Litli kjall arinn í La Campelle, Þrílita lukt in í Montmartre, Litlu grísirnir þrír við des Trois-Couronnes breiðgötuna, Pólska fegurðardís in í Vaugiroud og Vælugerði í Gros-Caillour. — Þá eru víst upptaldir þeir „helztu". Viö seljum: Singer Vogue ’63 Volkswagen ’63, ’62, ’61 og ’60. N.S.U. Prins ’64. Opel Varavan ’60 Mersedes Benz 180 ’58 De Soto Diplomat ’55 Austin Gypsy ’63 Látið bílinn standa hjá okkur og hann selst. SKÚLAGATA 55 — SÍMI 15812 Miklatorgl v/Miklaforg Sími 2 3136 Fsiginý Benonýs sámi 16738 1 sama bili kemur dr. Dominie inn úr dyrunum. Góðan daginn Naomi, segir hann vingjarnlega, nú skulum við athuga hvað hægt er að gera fyrir þig. Tarzan, það Wil E’.li>if JÓIiri Ci'Atl 0 er bezt að þú og vinur þinn farið í smá gönguferð á meðan. Af hverju lét dr. Dominie okkur fara út, þegar hann var að fara að rannsaka hana spyr innfæddi læknirinn undrandi Hefur hann eitthvert leyndarmál er hann vill ekki að aðrir sjái? Læknarnir frá siðmenningunni hafa einkennilega siði Mombai, svarar Tarzan bros- andi. Þeir vilja vera einir með sjúklingum sínum. Uss, hnussar í Mombai ég held að siðmenntaðir læknar ættu að halda sig í sið- menningunni. CIVILIZATION’S MEZICINE MEN HAVE CURIOUS CU5TOMO, MOMSAl.. .THEY LIRE TO BE ALONE WITH THEIR BATIENTSi 4 herb. íbúð við Melabraut. 4 herb. íbúð við Kirkjuteig. 4ra herb. íbúð við Löngufit 5 herb íbúð við Grænuhlíð, stór bílskúr. 6 herb. íbúð í Norðurmýri ásamt 2 herb. í risi. 5 og 6 herb. íbúðir í smíðum í Kópa vogi seljast fokheldar. Sérverzlun i fullum gangi við Hraunteig. Höfum kaup- endur að 2 herb. íbúðum víðs vegar um borgina. Fullbún- um eða í smíðum. 3 — 4 herb. íbúðir í Vesturborginni, Norð urmýri og víðar. 6 — 7 herb. íbúðum á góð- um stöðum fullbúum eða í smíðum. Um mikla útborgun að ræða. JÓNINGIMARSSON lögmaður HAFNARSTRÆTI 4 SíMi 20788 sölumaður: Sigurgeir Magnússon BILA OG BÚVÉLA SALAN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.