Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 9
V1S IR . Þriðjudagur 3. marz 1964. 9 Vantar fjármagn til framleiðniaukningar Eins og flestum er kunnugt er Sölusamband íslenzkra fisk- framleiffenda samtök saltfisk- framleiðenda á Islandi. Samtök- unum var upphaflega eingöngu ætlað að annast sölu og dreif- ingu á framleiðslu félagsmanna. En fyrir örfáum árum var sett upp svokölluð tæknideild SÍF, og henni ætlað að vinna að ýmsum verkefhum er snerta bætta framleiðsluhætti hjá salt- fiskframleiðendum. Loftur Lofts son, verkfræðingur, veitir tækni deildinni forstöðu. Loftur nam á sínum tima efnaverkfræði og matvælaverk- fræði 1 Bandaríkjunum, kynnti sér síðan vinnuhagræðingu í Hollandi, starfaði hjá Iðnaðar- málastofnun Islands í fimm ár við vinnuhagræðingu og tækni- lega upplýsingaþjónustu en hefur sl. tvö og háíft ár starfað á vegum tæknideildar SÍF. Hjá tæknideildinni vinnur hann að margvíslegri tækni þjónustu fyrir meðlimi SlF. — 'l/'erkefni mín snerta ’ aukna vinnutækni og bætta meðferð á fiskinum í fiskvinnslustöðvunum. í því skyni hafa m. a. verið teiknaðir endurbættir þurrkklefar, unnið að neytendapökkun á saltfiski til útflutnings, safnað upplýsing um um alls konar tæki og efni sem gætu komið ýmsum með- limum SlF að liði og loks er unnið að alls konar söfnun af- kastatala, gerðar kostnaðar- skýrslur fyrir SÍF, gerðar til- lögur um bónusgreiðslur við saltfiskvinnu, fylgzt með erlend- um rannsóknum o. s. frv. — Það er vitað mál að við íslendingar höfum ekki getað fylgt tækniþróuninni I einu og öllu á undanförnum árum. Salt- fiskframleiðendur standa bænd- um og frystihúsaeigendum að baki í notkun nýrrar tækni. Til skamms tíma fór saltfiskvinnsla fram á fremur frumstæðan hátt. Tæki manna voru eingöngu hjólbörur, skóflur og hnífar og laus borð. Þetta dugði meðan fiskmagnið var lítið. En siðan magnið jókst að ráði hefur ekki verið unnt að vinna með þess- um aðferðum. Þörfin fyrir bætt- ar framleiðsluaðferðir kom til sögunnar. Til að koma fiskin- um sem fyrst í salt, en það er óhjákvæmilegt til að komast hjá rýrnun, varð óhjákvæmilegt að hagnýta margvíslega tækni í þessu starfi. Og hver eru helztu tæki saltfiskframleiðenda núna? — Mikið er um notkun færi- banda, í framleiðslustöðvunum. Þau eru notuð til að flytja fisk og úrgang til og frá aðgerðar- mönnum, fyrst og fremst úr- ganginn frá þeim. Töluvert er orðið um notkun flatningsvéla á stærri stöðvum. Þær afkasta um 20 fiskum á mínútu, vinna 8—10 manna verk. Nýting á fiskinum er svipuð í þessum vélum og eftir handflatningu. Þó þetta séu mjög dýrar vélar, með 35% tollum, kosta tæpar 800 þúsund krónur, þá munar um það, að vélin getur tekið á móti svo miklu meira af fiski, áður en hann byrjar að rýrna, heldur en sá mannafli, sem yfir- leitt er fyrir hendi. Þetta er því sérstaklega nauðsynlegt tæki vegna vinnuaflsskortsins, sem ríkjandi er. Fleiri eru störfin en þau sem færibönd og flökunarvélar vinna. 1 sex eða sjö stöðvar eru komnar svokallaðar gaffal- lyftur. Þær anna öllum lyfting- um og tilfærslum á fiski og hægt að nota þær á flestum stig um framleiðslunnar, ásamt ýmsum útbúnaði sem hægt er að kaupa með þeim, t.d. flekum og kössum o.s.frv. Lyfturnar eru mikið vinnuhagræðingar- tæki en mjög dýrt, vegna tolla, sem eru 45%. Einnig er að byrja notkun sérstakra þvottafæribanda. Bandið er net, og ofan við það og neðan við eru kraftmiklar vatnssprautur sem „skafa" ó- hreinindin af fiskinum. Þá má nefna aðra nýjung í sambandi við tilfærslu á lifur og slori. Það er að skjóta því með þrýstilofti, lifrinni í lifrar- með handstillingu. Það fer eftir þeim sem stjórnar og veðra- breytingum hvernig tekst til við þurrkunina. Hinir endurbættu þurrkklefar eru sjálfstýrðir. Undanfarin ár hefur verið að koma á markaðinn mikið af sjálfstýritækjum sem hægt er að hagnýta f sambandi við þurrkklefana. Árangurinn verð- ur sá, að mikill tfmi og vinna sparast. Vinna sparast á því að ekki þarf að setja jafnoft í klefana og áður. Eftir gömlu aðferðlnni var saltfiskinum raðað á grindur og þær settar f þurrkklefana og hafðar þar f sólarhring. Sfðan voru grindurnar teknar út og saltfiskinum staflað upp og hann látinn jafna sig í 10—14 daga. Þá var hann settur f þurrkklefa aftur. Þetta var end- urtekið fjórum til fimm sinn- um. En eftir að nýja aðferðin kom til sögunnar má fullþurrka salt- fiskinn í tveim til þremur lotum og skiptir ekki máli hvernig viðrar úti. Sjálfstýritækin stjórna hita og loftraka, í sam- ræmi við fyrirfram ákvéðna stillingu. Loftur Loftsson, verk- fræðingur. kyns útbúnaður við borðin, efni þeirra o. s. frv. — X/’innið þið ekki að ein- ’ hverju leyti að því að koma ákvæðjsyipnu í salt- fiskvinnsiunni? ~ að taka upp ákvæðisvinnu. Kostir ákvæðisvinnunnar fá ekki að njóta sín fyrr en vinnu- hagræðingu hefur verið kom- ið á. — Tlvernig gengur að koma á bættum vinnuað- ferðum í vinnslustöðvunum? ' — Menn eru yfirleitt reiðu- búnir til að bæta framleiðslu- hætti sína. En fjármagnsskortur er mikill. Bankar veita t. d. ekki Ián vegna kaupa á lyftum eða færiböndum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru þó gífurlega dýr tæki, með háum tollum, en hagkvæm tæki. Margir hika við að kaupa þau vegna kostnaðar- ins. Hér þyrfti að vera til stofn- un eða deild f bönkunum, sem lánaði til framleiðniaukningar. Framleiðnin er einn þýðingar- mesti þátturinn í framleiðslulff- inu. Hún hefur verið vanrækt, en þar þarf að verða veruleg breyting til batnaðar. Ný tæki elns og gaffallyftur geta þjónað svipuðum tilgangl í flskverkunarstöðvum elns og trakt- orinn hjá bóndanum. Rætt við Loft deild SÍF, um bræðslu og slorinu í mjölverk- smiðjurnar. Þessi aðferð var tekin upp á Hornafirði fyrir ör- fáum vikum. Þar er slorinu og lifrinni skotið um 20—40 metra með þessari aðferð. Auðvitað eru svo til fleiri að- ferðir við tilfærslur í vinnslu- stöðvunum og þarf að gerkanna hvert hús út af fyrir sig til að unnt sé að sjá hvað hentar þar bezt. — XJvað geturðu sagt um nýju þurrkklefana, sem þið hafið innleitt? — Hér er ekki um nýja teg- und að ræða heldur hafa gömlu klefarnir verið endurbættir. Gömlu klefunum er stjórnað Loftsson, verkfræðing hjd tækni- bættor fromleiðsluaðferðir Þessar endurbætur á þurrk- klefunum eru gerðar eftir kana- diskri fyrirmynd og hafa gefizt mjög vel. Þurrkunin verður ó- dýrari og öruggarl. — Jgn eru ekki fleiri atriði sem koma til áljta i sambandi við vinnuhagræðingu? — Vissulega eru þáu atriði mörg, stór og smá. Vinnuhag- ræðing getur verið fleira en bætt tækni. Vinnuskilyrði er eitt af þvi sem oft þarf að bæta. Húsin verða að vera þurr, hæfilega upphituð, og björt og hrein. Þá skiptir miklu máli hvernig niðurröðun manna er háttað, stærðir og hæðir vinnu- borða, staðsetning þeirra, alls — Auðvitað er hún æskileg allra hluta vegna. Það er ekki aðeins á hlut eigendanna að líta. Þeir sem starfa hjá vinnslu- stöðvunum hafa mikinn hag af því. Launin munu hækka og þau verða sanngjarnari til hvers og eins. Eins og launa- kerfinu er háttað í dag, tíma- kaupskerfinu, fær sá duglegi og reyndi jafnmikil eða jafnlítil laun og sá óreyndi og afkasta- litli. Þetta er auðvitað ekki réttlátt. Með ákvæðisvinnu verða laun greidd eftir getu, kunnáttu og afköstum. En ég vil ieggja áherzlu á að fyrst þarf að koma á vinnu- hagræðingu, og síðan er hægt Vill komast til íslands Ungur Norðmaður, 18 ára gam- all, sem lýkur stúdentsprófl í vor, vill komast til Islands, helzt sem allra fyrst og vinna fyrlr sér við eitthvert starf i vor og sumar. Nafn og heimilisfang pilts þessa er Espen Eskeland, Grákammveien 24, Vetlakollen, Osló. Hann kveðst tala mæta vel þýzku, ensku og frönsku og myndi helzt vilja fá vinnu við einhvers konar ferðamál- efni eða hótelrekstur, þar sem hann fengi tækifæri til að umgangast margt fólk. Fleiri atvinnugreinar koma þó til greina, jafnt f Reykja vik sem einhvers staðar úti á lands byggðinni. Vísir vill fúslega koma tilmælum piltsins á framfæri, og ef einhver hefur handa honum atvinnu, er sá vinsamlegast beflnn að skrifa piltinum sjálfum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.