Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 5
VlSIR . Þriðjudagur 3. marz 1964, 5 útlönd í morgim útlönd í morgun utlönd í morgun útlönd í mórgun SAMKOMULA61DAC UM GÆILUUD Á KÝPUR Það er nú búizt við, að Kýpur stjórn fallist á tillögur þær, sem i Iagðar voru fyrir Öryggisráðið í gær, um gæzlulið og málamiðlun á Kýpur. Reynist þetta rétt, er sam- komulag fyrir dyrum, því að það er í rauninni afstaða Makariosar erkibiskups, forseta Kýpur, sem allt hefir strandað á til þessa hefir alltaf fundið einhverja agnúa á seinustu stundu, ef ekki fyrr, til Iþess að hindra samkomulag. Nú kvað þó vera á þessu minni hætta en fyrr. Öryggisráðið tók við tillögun- um í gær og var svo ákveðið á kvöldfundi að fresta ákvörðun til næsta fundar, sem haldinn verður f kvöld, og var þetta gert til þess að allir fulltrúamir f ráð inu gætu athugað tillögumar betur, og haft samráð við ríkis- stjómir sfnar. Það eru fulltrúar þeirra landa í Öryggisráði, sem ekki eiga þar fast sæti og ekki fylgja kommún istum að málum, sem hafa lagt fram tillögurnar, sem em í höfuð atriðum á þá leið að haft verði alþjóða gæzlulið á eynni til þess að hindra að Tyrkir og Grikkir berjist á eynni, framkvæmda- stjórn S. þj. ákveði skipan þess og hve fjölmennt það verði, í samráði við ríkisstjómir Grikk- lands, Tyrklands, Bretlands og Kýpur. Kostnaður greiðist af þjóðum, sem senda Iið, og úr sjóði S. þj., og heimilt að taka við framlögum annarra til þess að standast straum af kostnaði við liðið, en Bandaríkin munu hafa lofað allmiklu fé. Mikið hefir verið í fréttum um viðbúnað Grikkja og Tyrkja til sjóhernaðarlegra aðgerða vegna Kýpur (liðflutning o. fl.), ef þyrfti, en mest mun það á get- gátum byggt. Hins vegar hefir vafi leikið á vegna þess að Kýp urdeilan var óleyst, hvort af yrði flotaæfingu NATO á Eyja- hafi sem ákveðin var fyrir sein- ustu Kýpurdeilu, en nú mun hafa verið ákveðið að halda þess ar flotaæfingar hvað sem tautar, í von um að Grikkir og Tyrkir verði áfram í Nato, þrátt fyrir fjandskapinn út af Kýpur. Makarios Það eru Brazilia, Bolivía, Fíla- x beinsströndin og Noregur og Marokko, sem standa að áður- greindum tillögum um gæzlulið. Þýzkur stríisglæpamafcr handtekinn í BuenosAires ——— ' ií 11 i ] ii '() ffiip íMíinj? iViSti 77ÖJZT: ~ NTB-frétt frá Frankfurt hermir, að f fyrradag hafi verið handtek- insi I Buenos Aires dr, Ludwig Bohne, sem sakaður er um þátt- töku í morðum á 15.000 manns á tíma síðari heimsstyrjaldar. Hann var einn fjögurra, sem áttu að koma fyrir rétt f Limburg, á- kærðir fyrir stríðsglæpi, en þau réttarhöld byrjuðu fyrir hálfum mánuði. Dr. Werner Heyde, aðal- maðurinn í hópi sakborninga, hengdi sig i fangaklefa 5 dögum áður en réttarhöldin byrjuðu, en annar, Fridrich Tillman, féll út um glugga á áttundu hæð í húsi í Köln, daginn áður, og beið bana. Dr. Bohne er 62ja ára og málaflutn ingsmaður frá Dusseldorf. Hann er sakaður um að hafa unnið að á- ætlun Hitlers um að stytta mönn- um aldur í mannúðarskyni eins og það var kallað, en samkvæmt þeirri áætlun voru um 200.000 geð- veikir menn og vanskapaðir teknir af lífi á stríðstímanum, og dr. Bohne ei sakaður um að hafa verið forustumaður í baráttunni fyrir slíkum morðum þar til f april 1940. Hann var f gæzluvarðhaldi í 3V2 ár, þar til í ágúst f fyrra, en var þá sleppt af heilsufarsástæðum, og hvarf þegar úr landi. Þess hefir nú verið krafizt, að hann verði framseldur, og búizt er við, að hann verði afhentur, þegar búið er að ganga frá málinu eftir venjulegum stjórnmálalegum leið- KJARADEILA VERKFRÆÐINGA Sameinað þing Tveir nýir þingmenn tóku sæti á Alþingi í gær. Kristján Thorla- cíus, sem kemur f stað Þórarins Þórarinssonar og Matthfas Ingi- bergsson, sem tekur sæti Ágústs Þorvaldssonar. Hefur hvorugur þeirra átt sæti á þingi áður. Neðri deild. Gísli Guðmundsson kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár, og vildi hann ,að þing- forseti hlutaðist til um að fjár- hagsnefnd skil- aði áliti um frv. um jafnvægi í byggð landsins Lausn kjaradeilu verkfræðinga. Einar Ingimundarson hafði fram sögu fyrir meirihluta nefndar um lausn kjaradeilu verkfræðinga frá í sumar. Sagði hann m. a. að ef þessi bráða birgðalög hefðu ekki verið sett, þá hefðu verk- fræðingar knúið fram miklu meiri hækkanir sem hefðu gefið slæmt fordæmi. Skúli Guðmundsson sagði, að þetta væri orðið árlegt viðfangs efni Alþingis að fjalla um kiö verkfræðinga Minnihl nefnd arinnar geðia* ist ekki að sH um vinnubrögð um og legði þess vegna til að frv. yrði fellt. Á fl T' 3* ... Jarðræktarlög. Sr. Gunnar Gíslason hafði fram sögu fyrir meirihl. landbúnaðar- nefndar um frv. ríkisstjórnarinnar um jarðræktarlög. Sagði hann, að með þessu frv. H ll væri stigið mik ið heillaspor. Og ' - þó sumum fynd- | ist ekki gengið '■;! nógu langt þá bæri þess að geta að ekki væri hægt að fá allt í einu. Matthías Ingibergsson, fram- ögumaður minnihl., sagði, að í álfu sér væri hann ekki mót- •illinn frv en taldi það ekki anga nógu langt, og flytti þess egna breytingartillögur í þá átt. Þá var atkvæðagreiðslu frestað og málið tekið út af dagskrá. Það þykir ával’t nokkrum tíðindum sæta, er prinsar og prinsessur trúlofast, og ekki sízt, þegar annað hvort velur sér maka borgaralegrar stéttar, en sú varð reyndin með hina elztu af Haga-prinsessunum sænsku. sem hefir opinberað trúlofun sína með brezkum kaupsýslu- manni, Ambler að nafni. Meðfylgjadi mynd er frá trúlofunlnni í Stokkhólmshöll. — Margrét er dóttir Sibyllu prinsessu og manns hennar, Gustavs Adolfs konungsefnis, sem Iátinn er, — AHt breytist og líka afstaða konunga til hjúskapartegsla. ^ Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefir samþykkt skattalækkun sem nemur 11.500 millj. dollara. Loka- urnræða er eftir i öldungadeildinni og búizt við sambykkt þar. ► Bandarískir hafnarverkamenn hafa hætt verkfallinu við banda- rísk skip, -em flytja korn til Sovét- ríkjanna. | Roger Hillman .aðstoðarutanrík isráðherra Bandaríkjanna, sem fer i með mál, sem varða Austur-Asíu, hefir beðizt lausnar )g Johnson forseti tekið 'ausnarbeiðnina gilda. ► Látinn er nýlega elzt bingmaður neðri rnálstofnnnar brezku David Gilbert Logan. 92 ára Hann sat á ! þingi sem fulltrúi Verkalýðsflokks- ¥ísnð úr landi Svissneska lögreglan, sem hafði komizt á snoðir um, að Soustelle fyrrverandi landsjstjóri Frakka í Alsír, væri í Iandinu, fann hann í gistihúsi í Lausanna og tilkynnti honum þegar, að honum væri vísað úr landi. Mun hann trúlega hafa farið til Ítalíu. Sousteile átti líka sæti í stjórn De Gaulle sem upp- lýsingaráðherra en var vikið frá í febrúar 1960 fyrir að gera uppsteit gegn De Gaulle fyrir stefnu hans um Alsír.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.