Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 1
 : i. •' Tveir Hafnarfjarðarbátanna voru með góðan afla í gær. Voru það Reykjanesið með 35 tonn og Auð- unn með 30 tonn. Nokkur hluti aflans var ufsi. Þeir eru með net. Aðrir bátar voru með minni afia. Bátar ,sem eru með þorskanót, fá lítið. VISIR 84. árg. — Þriðjudagur 3. marz 1964. — 53. tbl. Loftleiðir ráða erlendar flugfreyjur-15 komu ígær 15 verðandi flugfreyjur hjá Loftleiðum komu til landsins i gærkvöldi. Þessar stúlkur, sem allar eru af erlendu bergi brotn ar flestar þýzkar munu brátt hefja erfitt námskeið, sem mun endanlega skera úr hvort þær séu hæfar til fiugfreyjustarfs- ins. Það sem stendur í vegi fyrir að hægt sé að nota eingöngu Is- «t lenzkar flugfreyjur, er mála- kunnátta, eða kunnáttuleysi, þvi að fáar ísl. stúlkur hafa gott vald á þýzku og frönsku. Á námskeiðinu fá stúlkurnar m. a. kennslu í notkun öryggis- tækja og alls konar verklegum björgunaraðferðum, þjónustu og meðhöndlun farbega, „Ioftheilsu fræði“ hjálp í viðlögum, fæðinga hjálp o.f’. Nú sem stendur eru flugfreyjur Loftleiða 60 að tölu, en þegar Canadair vélamar koma,. verða þær helzt að vera a. m. k. 100, rneðal annars vegna þess, að 6 flugfreyjur verða 1 hverri vél, í stað 3 eins og gerist í hinum gömlu. Félagið gerir ráð fyrir að vera búið að fá þann hóp um I. júní n.k. Góður ofli LIITAD CFTIR STORVIRKJUNAR- LANIHJA ALÞJODABANKANUM Bankinn mun senda hingað athugunarnefnd Hallgrímskirkja kost- ar fullbúin 41 millj. kr. I útvarpsviðtali í gær við ann an sóknarPrest Hallgrímssókn- ar sr. Jakob Jónsson, gaf hann þær upplýsmgar að Hallgríms- kirkja á Skólavörðuholti mundi kosta 25 millj. króna fullgerð að öðm Ieyti en því að álmur tumsins væm þá enn ógerðar og turninn steyptur upp í 27 metra hæð. Það er verkfræðistofa Sigurð- ar Thoroddsen sem annazt hefir útreikninga á kostnaði kirkjunn ar. Þar kemur fram að fullbúin mun kirkjan kosta 41 miílj. kr. Er það svipuð upphæð og t.d. Háskólabíó kostaði, er það var fullreist. Otreikningar verkfræði firmans vom gerðir í fyrra. Sr. Jakob Jónsson gat þess að með því að leggja til kirkjunn- ar 3-4 millj. króna á ári fram til 1974, myndi kirkjan þá tilbúin til messuhalds ^ í janúarmánuði s.l. fóru þeir dr. Jóhannes Nordal bankastjóri, sem er for- maður stóriðjunefndar, og Eiríkur Briem, raf- magnsveitustjóri ríkisins, til Washington til að at- huga lánsmöguleika hjá Alþjóðabankanum til næstu stórvirkjunar á ís- landi. Bankinn mun síðar senda hingað athugunar- nefnd í sambandi við þessa umsókn. Sem kunnugt er koma einkum tveir virkjunarstaðir til álita hér á landi með stóriðnað fyrir aug- um, það er Þjórsá við Búrfell og Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum. Vit- að er af samanburðarrannsóknum, sem gerðar hafa verið, að ódýrara yrði að virkja við Búrfell, þótt formlega hafi hvorugur staðurinn verið valinn að svo stöddu. Þeir Jóhannes og Eiríkur höfðu með- ferðis vestur áætlanir allar um virkjanirnar á báðum þessum stöðum og lögðu fram í Alþjóða bankanum með þeim skýringum, sem óskað var eftir. Að sjálfsögðu yrði ráðizt í þá virkjun, sem bankinn vildi lána út á. Jóhannes Nordal sagði í við- tali við Vísi í morgun að Alþjóða bankinn þyrfti að hafa lánsum- Framh á bls. 6 Dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri. Blaðið í dag Bls. 3 - 4 - 7 Flugfólkið skemmti^ sér. Árshátið Flug- félagsins. Umferðarsíða. Um bifhjólalögreglu. Samtal við Áma Johnsen, sem á gott náttúrugripasafn. —8 Frá þingi sveitar- félaga. — 9 Vantar fjármagn til framleiðniaukningar. Rætt í Verölagsnefnd: FLEIRI IfÖRUR Á FRÍUSTA HÆRRl ALAGNING Undanfarna daga hefir Verð- lagsnefnd setið á fundum og undirbúið tillögur um afnám verðlagsákvæða á fleiri vöru- tegundum en nú er þ.e. að fleiri vörur verði settar á svonefndan frílista hvað álagningu snertir, einnig um nokkra hækkun á á- Iagningu á vörum bæði í smá sölu og heildsölu. Má búast við ákvörðun nefndarinnar í þessum málum innan mjög skamms tíma. Álagning á vörum hefir ekkert breytzt siðan 1961, eða i þrjú ár. Á þessu tímabili hefir hins vegar orðið mjög mikill kostn- aðarauki við verzlun lands- manna. Þannig hefir launakostn aðurinn i verzluninni aukizt um 90% á þessu timabili og annar kostnaður við verzlun einnig Framh, á bls. 6 • *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.