Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 03.03.1964, Blaðsíða 16
¥ÍSIR v Þrifljudagur 3. marz 1964. r „Islenzkir Beatles" á hljómleikum Meðal unglingahljómsvelta sem koma fram á miðnæturhljómleik- um sem haldnir verða í Háskóla- bíói annað kvöld veða í Háskóla- lenzku Beatles. Þeir kalla sig að visu Hljóma, en það dylst engum sem heyrir söng þeirra, eða sér klæðaburð, svo ekki sé minnzt á klippinguna, hver fyrirmyndin er. Framh á bls 6 Frá vinstri: Karl, Erlingur, Gunnar, Eggert og Rúnar. Gjaldeyristekjur flugfélagunnu eru orðnur yfir 600 milljónir Höfuðkúpubrot Brúttógjaldeyristekjur flugfél aganna námu árið 1962 572,7 miilj .kr. Tölur fyrir árið 1963 liggja ekki fyrir en um tals- verða aukningu mun hafa verið að ræða þannig, að öruggt má telja, að brúttógjaldeyristekjur flugfélaganna á því ári hafi num ið yfir 600 milljónum króna. Upplýsingar þessar er að finna í nýútkomnum Fjármála- tíðindum í grein um greiðslu- jöfnuðinn við útlönd. Samkv. því, er þar kemur fram, hafa brúttógjaldeyristekjur flugfélag anna verið sem hér segir frá 1958: Árið 1958 88,2 millj. 1959 111.0 millj: 1960 278.8 millj. 1961 382.2 millj. 1962 572.7 millj. Útgjöld íslenzkra flugvéla er- lendis hafa sömu árin verið sem hér segir: Árið 1958 81,7 millj. 1959 90,9 miilj. 1960 214, 2millj. 1961 306 8 millj. 1962 433,1 millj. Samkvæmt framangreindum tölu hafa brúttótekjur flugfélag anna numið hærri upphæð í gjaldeyri 1962 en allar brúttó- gjaldeyristekjurnar af útfluttri saltsfld það ár en þær námu um 550 millj .kr. — Flugfélögin skil uðu til bankanna 67.5 millj. kr. í gjaldeyri 1962 og 122,5 millj. kr. 1963. Drengur slasaðist illa í gær, er hann íenti fyrir stórri vörubifreið á Laugaveginum móts við Þverholt. Drengurinn, Hörður Þórsson, Laugarnesvegi 92, átta ára að aldri. kom á reiðhjóli austan Laugaveg- inn, en á móts við Þverholt var stórri vörubifreið ekið þvert í veg fyrir drenginn og kvaðst ökumað- urinn ekki hafa séð til ferða hans. Drengurinn skall á hlið bifreiðar- innar og ennfremur er talið að Framhald á bls. 6. BEIT EYRAD Eftir harða viðureign f svefnlier- bergi einu hér I bæ, beit einn með- limur Sinfóníuhljómsveitar íslands eyra af félaga sínurn, sem hann hafði verið að skemmta sér með þá um nóttina. Hafði verið sam'- kvæmi hjá þeim er eyrað missti, og árásarmaðurinn orðið eftir er aðrir fóru, sökum þess að hann var talinn of ölvaður tll að skila sér heim. Um nóttina rumskaði hann svo, fór á fætur og inn í svefnherbergi hjónanna, þar sem hann fór að ó- náða konuna. Eiginmaðurinn varð að vonum ókvæða við og vildi vísa gestinum á dyr, en sá vildi hvergi fara. Tókust þeir þá á og lyktaði þeirri viðureign þannig að gesturinn læsti tönnunum í eyra húsbóndans, og beit úr því stykki, sem hefur ekki sézt síðan. Lögreglan var kvödd á vettvang og flutti hún húsbóndann á slysavarðstofuna, en síðan var þeim báðum boðið til gistingar í Síðumúla, það sem eftir ! var nætur. Málið er í rannsókn en þeim er árásina gerði hefir verið ! vísað úr hljómsveitinni um stund- arsakir Það skal tekið fram að báðir mennirnir eru Þjóðverjar. 170 rúmlesta fískiskip í smíðum hjá Stálvík h.f. Um þessar mundir er unnið af fullum krafti hjá Stálvík h.f. við smíði á 170 rúmlesta glæsilegu fiskiskipi fyrir Hraðfrystihúsið Jökul h.f., Keflavík. Áætlað er að smíði þess verði lokið fyrir n. k. sumarsíldveiðar. Þetta er þriðja skipið, sem Stálvík h.f. smiðar, en áður hefur fyrirtækið smíðað tvo olíubáta fyrir Skeljung og Olíufé- lagið, og hafa þeir báðir reynzt mjög vel. Stálvík h.f. hefur í vetur smíðað fiskiskipið í hlutum inni í húsi. Þyngsti hlutinn vegur 10.1 smá- Iest. Fyrir hálfum mánuði voru hlutarnir teknir út og þeim raðað saman. Smíði skipsins hefur gengið vel og vinna nú um 30 menn hjá fyrirtækinu. Teikninguna af fiski- skipinu fyrir Jökul gerði Ágúst G. Sigurðsson skipaverkfræðingur. Miklar byggingaframkvæmdir eru nú fyrirhugaðar hjá Stálvík h.f. og hyggst fyrirtækið Ijúka bygg- ingu aðalstöðvarhússins næsta sum ar, en fiskiskipið nú byggt á grunni þess húss. Gert er ráð fyrir að hægt sé að byggja allt að 300 smá- lesta skip með öllum útbúnaði nema möstrum í hinu nýja stöðvar- ' húsi. Þegar lokið er við smíði að- ! alstöðvarbyggingarinnar og búa j stöðina vélum, eftir kröfum þess i skipulags, sem hún er mótuð í, er I sköpuð vinnuaðstaða fyrir um 100 manns. Þannig búin á stöðin að j geta smíðað fjóra 250 rúmlesta j fiskibáta á ári. Innkaupsverð þeirra í dag er nálægt 46 milljónum króna og þar af sparast 50% í gjaldeyri, ef smíðin fer fram hér heima. Stálvík h.f. telur sig geta boðið sama verð og nú er á skip- um í Noregi. Fyrirtækið er nú til- búið að semja um smiði á næsta skipi 170 — 200 rúmlestir að stærð, j og getur afhent það fyrir n. k. vetrarvertíð, ef samið er fljótlega. Framkvæmdastjóri Stálvíkur h.f. er Jón Sveinsson tæknifræðingur, en stjórnarformaður Sigurður Sveinbjörnsson. Stálskip, 170 tonna, í sniiðum í urður Sveinbjömsson. Stálvik. Fyrir traman standa torraðamenmrnir Jon Sveinsson og Sig- Vardarfundur annað kvöld Varðarfélagið ræðir um stór- iðju annað kvöld kl. 8,30. — Frummælandi verður Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra. Er gert ráð fyrir hálftíma ræðu ráðherrans en síðan verða fyr- irspurnir og munu fulltniar úr stóriðjunefnd svara en að Iok- um verða frjálsar umræður. — j Fundurinn verður í Sigtúni. \ s

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.