Vísir - 23.07.1965, Síða 1

Vísir - 23.07.1965, Síða 1
VISIR 55. árg. - Föstudagur 23. júlí 1965. - 165. tbl. SÓLSKIN Á NÝ 14-20 stiga hiti í Reykjavík í dag Þær Yoru að vinna á grasbal anum víð Tjömina þessar tvær ungu stúlkur, Anna Johnsen og María Einarsdóttir, 19 ára gaml ar Reykjavíkurstúlkur. Þær höfðu haft regnfötin með sér í vinnuna um morguninn, en til allrar hamingju munu þær ekki þarfnast þeirra í dag og um helgina eiga þær frí frá þvi á- gæta starfi að hugsa um skrúð- garða Reykjavíkurborgar. Þær Anna og María sögðust vera f Verzlunarskólanum og á sumrin hafa þær starfað við skrúðgarðavinnu í tvennum til- gangi, að eignast nokkra vasa- peninga fyrir veturinn og eins til að verða brúnar, og hvort tveggja ætlar að takast. Og varð andi það síðamefnda: Þær voru Framh. á bls. 6. 247 hvalir hafa veiðzt í sumar 1 sumar hafa verið skomir 247 hvalir f Hvalstöðinni og er það mjög svipuð tala og á sama tima f fyrra. Þegar Vísir átti stutt samtal við Hvalstöðina f morgun voru 3 hvalbátar á leiðinni inn með 5 hvali. Langmest er um Lang reyður, en næst kemur svo búr- hvalur 19 talsins. Mjög Iöng sigl- ing er á veiðisvæðin fyrir bátana, yfirleitt um 190-200 mflur. 1 Hval- stöðinni er unnið allan sólarhring- inn og starfa þar um 35 menn. ALLT FULLT íREYKJAVÍK! Síldin af Eyjamiðum til Hafnarfjarðar Síldarbræðsla i Reykjavík gengur heldur hægt ennþá og aðeins brætt í annarri verk- smiðjunni, á Kletti þar sem 5000 mál eru brædd á sólar- hring, en vestur í örfirisey hafa tankar verksmiðjunnar verið nær fylltir en bræðsla þar get ur ekki hafizt fyrr en lokið er bræðslu á Kletti. Síldveiðin við Eyjar var held ur dræm í nótt, en bátar sem fengu sfld fóm með hana til Hafnarfjarðar þar sem Lýsi og Mjöl tekur hana til bræðslu. Einn bátur landaði f nótt, Blíð- fari SH, sem var með 600 mál, en f morgun var byrjað á Reyni frá Vestmannaeyjum sem kom með 900 mál og þá var von á Fagrakletti og Metu með síld og jafnvel fleiri bátum. Mun verksmiðjan í Hafnarfirði hafa tekið á móti um 10 þús. málum undanfama daga og unnið er dag og nótt. LÖNDUN GENGUR ILLA Á AKRANESI Á Akranesi hefur verið brædd sild af norður- og austurmiðum Það var flutningaskipið Laura Terkoi, sem kom með aflann á þriðjudaginn og hefur löndun á 4000 málum úr henni gengið ákaflega illa. Virðast dælur skipsins allt of kraftlitlar og vinnubrögðin heldur óþægileg, því dæla verður öllu á þilfar skipsins f kassa sem síðan er lyft með krana á land. Hafnarfjörður, Keflavfk, Akra nes, Sandgerði og Njarðvík hafa yfir tveim síldarflutninga skipum að ráða, en tveir siðast nefndu aðilarnir eru með hálfa aðild hvor. Heimboð til Grímsby sem felur í sér sættarboð Blaðið Fishing News skýrir ný- lega frá þvf, að borgarstjórinn f Grimsby hafi boðið Geir Hallgrfms syni borgarstjóra í Reykjavfk að heimsækja Grimsby. Með honum býður hann 10 öðrum íslendingum, iðnrekendum og borgarstarfsmönn um. BLAÐ9Ð í DAG Bls. 2 Iþróttir 3 Laxveiðláin Korpa Myndir — 4 Samtöl við norræna skólamenn — 7 Beztu iðnaðartæki- færin. — 8 Bflasíða Vísis — 9 Erfiðleikar Kon- stantfns Grikkja- konungs. í boðsbréfi sem Denys Petchell borgarstjóri í Grimsby skrifaði borgarstjóranum í Reykjavfk ræðir hann um hin nánu og vinsamlegu téngsl milli Reykjavfkur og Grims by, sem staðið hafa í aldaraðir og telur hann að heimsókn borgar- stjóra Reykjavíkur myndi stuðla að því að styrkja bönd vináttu, góðvildar og ef til vill bönd verzl unarviðskipta. í samtali við blaðið Fishing News segir borgarstjórinn: Á síðustu árum hefur nokkuð borið á andúð og biturleika, vegna þess að fslenzk skip hafa alltaf litið á Grimsby sem viðskiptabæ sinn. Fiskimenn í Grimsby misstu hinsvegar mikils þegar landhelg- in var víkkuð út í 12 mílur og kvótafyrirkomulagi var komið á ís lenzkar fisklandanir. En þetta er liðin tíð, segir Petc- hell borgarstjóri. Nú þarf að koma á að nýju vinsamlegum samskipt um. Ég vona að þegar borgar- stjóri Reykjavfkur og fylgdarlið hans kemur tii Grimsby getum við aftur orðið sáttir. Heimboð þetta er stutt af öllum borgarfulltrúum f Grimsby, hvort sem þeir telja sig til Ihaldsflokksins eða Verkamanna flokksins. Petchell borgarstjóri er giftur ís lenzkri konu, frú Kristínu Petchell. Jón Garðar kemur tílSandgerðis ídag Jón Garðar elnn stærsti sfld ar bátur, sem smíðaður het'- verið fyrir Islendinga kemur til Sandgerðis í dag. Eigandi báts ins er Guðmundur Jónsson út- gerðarmaður á Rafnkelsstöðum í Sandgerði og þar er heima- höfn bátsins. Jón Garðar er bú inn öllum fullkomnustu tækjum m.a. er um borð síldardæla til þess að dæia síld yfir í tankskip Jón Garðar er milll 335-340 lest ir að stærð. Skipstjóri er Víðir Sveinsson, sem áður var með Víði II. Barnadeild Landspítalans tekur bráðlega tíl starfa Fyrir dyrum stendur — innan langs tíma — að opna hina nýju bamadeild Landsspítalans. Hún verður til húsa í viðbygg- ingunni miklu sem verið hefur f smíðum á undanförnum árum. Gert er ráð fyrir 60 rúmum í barnadeildinni, jafnframt þvi sem hún verður búin hinum fullkomn- ustu tækjum í hvívetna. Með opnun deildarinnar batnar aðstaðan til að taka á móti börn- um til stórra muna. Ekki kváðu ráðamenn Landsspít alans enn fullráðið hvenær barna- deildin nýja tekur til starfa, en það verður væntanlega sfðar á þessu sumri eða með haustinu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.