Vísir - 09.08.1965, Blaðsíða 1
12 VÉLFLUGUR Á FLUG-
DEGI Á SAUÐÁRKRÓKI
55. árg. — Mánudagur 9. ágúst 1965 - 177 tbl.
Um helgina fór fram norður
á flugvellinum við Sauðárkrók
flugdagur Islands. Var fjöl-
menn'i þar samankomið, en
vegna þess að flugdeginum
hafði tvisvar verið frestað og
Hluti flugflotans fyrir framan flugskýlið á Sauðárkróksflugvelli.
MIKIÐ SMYGL í LANGJÖKLI
Þegar m.s. Langjökull kom
til Reykjavfkur sl. föstudag
gerði tollgæzlan vfðtæka leit
í skipinu. Fannst þá fljótlega
nokkurt magn af áfengi og sfg-
arrettum. Eftir að skipifl kom
upp að bryggju var leitinni
haldið áfram og samkvæmt
upplýsingum sem Vísir fékk f
morgun hjá Tollgæzlunni
stendur leitin ennþá yfir, en
ekki fékkst upplýst hjá ToII-
gæzlunni hvað mikið magn af
áfengi og sigarrettum hefði
fundizt í skipinu.
Hins vegar hefur Vísir fregn
að, að þegar hafi fundizt mikið
magn af áfengi ,eða 1600 flösk-
ur ,en þrátt fyrir það að blaðið
næði tali af fjórum aðilum hjá
ToIIstjóraembættinu fékkst ekk
ert ákveðið magn uppgefið.
hann lenti nú saman við hina
miklu loftbrú til Vestmanna-
eyja voru flugvélar þær sem
þarna komu saman ekk’i eins
margar og í fyrstu hafði verið
áætlað. Samt var dagurinn
mjög skemmtilegur fyrir þann
hóp Skagfirðinga og annars á-
hugafólks, sem þarna kom.
Flugmálastjóri Agnar Kofoed
Hansen sem kom norður sjálfur
fljúgandi á flugvél Flugmála-
stjórnarinnar hélt ræðu. Hann
hafði einmitt orðið fyrstur t'il
þess að lenda á flugvellinum
við Sauðárkrók fyrir æði löng-
um tíma. í ræðu s'inni lagði
hann til að minningu hins mikla
Framh. á bls. 6.
Dauðaslys í
Eyjafirði
Það hryllilega slys varð að
Hvammi í Arnarneshreppi í
Eyjafirði í gær um 7-leytið, að
þriggja ára færeyskur drengur,
sem þar var í heimsókn ásamt
móður sinni, varð undir drátt-
arvél og beið bana.
Hafði vélin staðið við vegar-
kantinn að Hvammi, en af ein-
hverjum ástæðum rann hún af
stað, þegar drengurinn klifraði
upp á hana, og yfir veginn
og endastakkst fram af vegar-
brúninni. Varð drengurinn und-
ir vélinni.
Sjúkrabifreið kom frá Akur-
eyri, en drengurinn lézt á leið-
inni í sjúkrahús.
Færeyskur maður ferst í
reyk / Vestmannaeyjum
Landsleikurinn í kvöld
I kvöld kl. 20 hefst á Laug-
ardalsvellinum 41. landsleikur
Islands í knattspyrnu. Andstæð
ingurinn að þessu sinni eru á-
hugamenn Ira, ungir knatt-
spyrnumenn og efnilegir, en 4
Ieikmenn leika sinn fyrsta lands
leik í kvöld með liði þeirra.
Við hittum írana sem snöggv
ast að máli í morgun á Hótel
Garði, þar sem þeir búa. —
„Strákarnir eru mjög spræk'ir í
morgun og við vitum að þeir
1
kvöld“, sögðu fararstjórarnir
við okkur, áður en þeir gengu
til uppstillingar fyrir ljósmynd
arann.
Islenzka liðið hefur undirbú-
ið sig eins og vant er, aðeins
létt æfing tveim dögum fyrir
leik rabbfundur og síðan ekki
söguna meir. Leikmenn eru
bjartsýnir og andinn í liðinu
er mjög góður, og enginn fótur
fyrir því að úlfúð sé meðal
liðsmanna vegna fyrirliðans.
Aðfaranótt sl. Iaugardags dó
færeyskur maður af reyk i her-
bergi er hann bjó í í Vestmanna
eyjum. Um nafn mannsins er
enn ekki fyllilega vitað, en
þetta var maður á fertugsaldri
sem var m. a. sjómaður á fiski
bátnum Freyju.
Það var um nóttina kl. rúm-
lega eitt, sem húsráðandi í hús-
inu að Brimhólabraut 33 í Vest
mannaeyjum varð reyklyktar
var. Fór hann að athuga hvern-
ig á þessu gæti staðið og komst
þá að raun um, að reyk
BLAÐÍÐ í ÐAG
BIs. 2 Áfram ísland!
— 5 Erl. fréttir.
— 7 45 ára piparsveinn
bankar að dyrum
í Downing Street
10.
— 9 Dagstund blaða-
manns Vísis með
Meðalfells-feðgum
— 11 Sinatra náði sér í
19 ára stúlku.
lagði út frá herbergi einu í kjall
ara hússins, sem Færeyingur-
inn bjó f. Húsráðandinn fór
þar inn og var mikill reykur í
herberginu. Stafaði hann af
eldi í hægindastól sem stóð þar
á gólfinu. Á legubekk í her-
berginu lá Færeyingurinn og
virtíst líflaus. Voru björgunar-
tilraunir með blástursaðferðinni
þegar hafnar og læknir sóttur.
Björgunartilraunum var síðan
haldið áfram í sjúkrahúsinu en
þær báru ekki árangur.