Vísir - 09.08.1965, Blaðsíða 10
10
V í S IR . Mánudagur 9. ágúst 1965.
borgin í dag
borgin í dag
borgin í dag
Næturvarzla vikuna 7-14 ágúst
Ingólfsapótek.
Næturvarzla í Hafnarfirði að-
faranótt 10. ágúst: Kristján Jó-
hannesson. Smyrlahrauni 18.
Sími 50056.
ÍJtvurpið
ir Peter Freuchen X.
22.40 Kammertónleikar: Frá Si-
beliusarhátíðinni í Helsinki
í vor.
23.05 Lesin síldveið’iskýrsla Fiski-
félags Islands.
23.25 Dagskrárlok.
Mánudagur 9. ágúst
Fastir lið'ir eins og venjulega
15.00 Miðdegisútvarp
16.30 Síðdegisútvarp
18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum
20.20 íslenzk tónlist: Sex íslenzk
þjóðlög útsett fyrir fiðlu og
píanó af Heiga Pálssyni.
20.30 Pósthólf 120
20.50 Landsléikur í knattspyrnu:
Island-írland. Sigurður Sig
urðsson lýsir síðari hálf-
Ieik frá íþróttavellinum í
Laugardal.
21.45 Einsöngur:Elisabeth Schu-
mann syngur nokkur lög
eftir Hugo Wolf.
22.10 Útvarpssagan: „Ivalú,“ eft-
Sjónvarpið
Mánudagur 9. ágiist
17.30 Synir mínir þrír
17.00 Magic Room
18.00 Password
18.30 Shotgun Slade
19.00 Fréttir
19.30 My Favorite Martian
20.00 Þættir úr heimsstyrjöld’inni
fyrri.
20.30 Skemmtiþáttur Danny
Kaye
21.30 Stund með Alfred Hitch-
cock.
22.30 Fréttir
22.45 The Tonight Show
% % % STJÖRNUSPfl ^
Spáin gildir fyrir þriðjudaginn
10. ágúst.
Hrúturinn, 21 marz til 20.
apríl: Gerðu ekki ráð fyrir sér-
stakri ánægju af ferðalögum eða
öðru, sem þú hafðir hugsað að
yrði til upplyftingar fyrri hluta
dagsins. Seinni hlut’i dagsins
verður hins vegar ánægjulegri.
Nautið, 21. apríi til 21. mai:
Þú hefur í ýmsu að snúast síð
ari hluta dagsins, sennilegt að
þú verðir í margmenn’i, en hvort
þú skemmtir þér vel er svo ann
að máli. En nú getur kynnzt
mönnum, sem reynast hjálp-
legif síðar.
Tvíburarnir, 22. maí til 21
júni: Sýndu varkárni varðandi
allan kostnað f sambandi við
ferðalög. Hyggilegast væri fyr’ir
þig að fara ekki langt, því að
annars geturðu lent í einhverj-
um vanda er á daginn líður.
Krabbinn, 22. júni til 23. jú!l:
Hafðu samráð við þína nánustu
í dag og virtu tillögur þe’irra,
jafnvel þó að þú hefðir gjarnan
viljað annað. Þú ættir ekki að
ferðast neitt að ráði, láttu
nægja að heimsækja nálæga
Vini.
Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst:
Þú getur orðið öðrum til mikill
ar aðstoðar í dag, enda lík-
legt að þú verðir þannig skapi
farinn, að þú bregðist vel við,
ef til þfn er leitað. Gættu þess
einungis að þreyta þig ekki um
of.
Meyjan, 24 ágúst til 23 sept
Varastu allt sem vakið getur
de’ilur við maka eða náinn vin,
einkum fyrri hluta dagsins.
Reyndu að njóta næðis fran»yf
ir hádegið, Síðari hluta dags
verður allt auðveldara og á-
nægjulegra.
Vogin, 24. sept til 23. okt.:
Vinir eða nákomn’ir geta valdið
þér nokkrum örðugleikum fyrri
hluta dagsins. Reyndu að gera
gott úr öllu og bera klæði á
vopnin, ef með þarf. Haltu þig
sem mest heima v’ið er á dag líð
ur.
Drekinn, 24. okt til 22. nóv.:
Útlit er fyrir að þetta geti orð
ið þér og þfnum skemmtilegur
dagur, ef þú tekur tillit til v’ilja
þinna nánustu Varastu allar
öfgar, skemmtu þér í hófi og
segðu ekki aílt; sem þú hugsar.
Bogmaðurinn. 23. nóv. til 21.
des.: Það getur farið svo, að
allar fyrirætlanir þínar í sam-
bandi við daginn verði að engu
á síðustu stundu vegna ófyrir-
sjáanlegra atvika. Láttu það
samt ekk’i á þig fá, haltu geðró
þinni.
Steingeitin. 22. des til 20.
jan.: Það lítur út fyrir að þú haf
ir forystuna meðal vina og
þinna nánustu í dag, og farist
það vel. Kvöldið getur orðið
e’inkar skemmtilegt, ef þú læt-
ur ekki smámuni valda þér leið-
indum.
Vatnsberinn, 21. jan. til 19.
febr.:Þú ættir að nota daginn til
að athuga þinn gang í ró og
næði — senn’ilega er eitthvert
aðkallandi vandamál á döfinni
sem ekki leysist fyrr en undir
kvöldið og þá á óvæntan hátt.
Fiskamir, 20. febr. til 20
marz: Þú ættir að varast að
leggja of hart að þér — e’ink
um fyrir hádegið. Þú hefur ná
ið samband við vini og kunn-
ingja er á daginn Iíður og kvöld
ið ætt’i að geta orðið þér
skemmtilegt.
Fólk,
sjór
og sólskin
Notið sjóinn og sólskinið.
Þessi hvatningarorð ættu að
vera óþörf í eins góðu veðri
og var á föstudaginn. Enda var
urmull af fólki í Nauthólsvik
þann dag. Sumir notfæra sér
sjóinn og sólskinið, aðrir bara
sólskinið. Strákar og stelpur á
öllum aldri nutu sólarinnar og
sumarsins.
Söfnin
Borgarbókasafn Reykjavíkiu-:
Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29A,
sími 12308. Útlánsdeild opin frá
kl. 14-22 alla virka daga nema
laugardaga kl. 13-16. Lesstofan
opin kl. 9-22 alla virka daga
nema laugardaga kl. 9-16. — Úti
búið Hólmgarði 34 opið alla virka
daga, nema laugardaga kl. 17-19
mánudaga er opið fyrir fullorðna
til kl. 21. — Útibúið Hofsvalla-
götu 16 opið alla virka daga
nema laugardaga kl. 17-19. —
Útibúið Sólheimum 27, sfm’i
36814, fullorðinsdeild opin mánu
daga, miðvikudaga og föstudaga
kl. 16-21, þriðjudaga og fimmtu-
daga kl. 16-19. Bamadeild opin
alla virka daga nema laugardaga
kl. 16-19.
• VIÐTAL
DAGSINS
Einar Sveinssor
framkv.stj.
Handbóka h.f.
— Hvenær hófuð þið útgáfu
handbóka?
— í fyrra kom frá okkur
handbók húsbyggjenda sem á
að koma út annað hvert ár.
— Hvernig vom viðtökurnar?
— Góðar, hún selst vel. Þetta
er eina bókin á íslenzkum mark
aði fyrir húsbyggjendur og í
hana skrifa all’ir helztu sér-
fræðingar f þessum málum.
— Fenguð þið hugmyndina
erlendis frá?
— Hún er samin með hliðsjón
af mörgum erlendum bókum
um svipað efni en er alveg sn’ið
in við ísland og íslenzka stað
hætti.
— Eru fleiri handbækur vænt
anlegar frá ykkur?
— Já, eftir um tvo mánuði
kemur út hjá okkur bók’in Dir-
ectory of Iceland eða íslenzk
árbók. Bókin kom fyrst út 1907
og á útgáfan sér nokkuð merki-
lega sögu. en Sveinn heitinn
Björnsson, forseti byrjaði að
gefa hana út. Félagsprentsmiðj
an hefur staðið að útgáfunni og
er enn aðili hennar.
Bókin var gefin út nærri ár-
lega til ársins 1959 og kom
hún út að þeim tíma í 35 út-
gáfum. Að þessu s’inni kemur
hún út í breyttu formi og er
færð í nútímabúning. Eitt held
ur sér þó og það er íslenzka
skjaldarmerkið sem er utan á
kápunni, en þetta er eina bók-
in sem ekki er gefin útafríkinu
sem ber skjaldarmerki íslands
og hefur skapazt hefð um það,
en hún hefur haft þetta merki
frá byrjun.
— Hvers eðlis er bókin?
— Viðskiptalegs eðl’is. Hún
er sniðin bæði sem landkynn
ingarbók og uppsláttarbók um
viðskipti á ísland’i.
— Hverjir eru helztu þætt-
imir?
— Það eru greinar um íslenzk
an þjóðarhag og annað, þama
er tollskráin listar yfir íslenzk
fyrirtæki og reglugerðin varð-
andi inn- og útflutning lslands
Öll er bókin á ensku.
— Hvar selst bókin?
— Það má segja að pantanir
komi úr öllum heimsálfum.
— Hvernig er að vinna við
útgáfu slíkra bóka?
— Þetta er venjulegt og ró-
legt starf, endalaus vinna og
skemmtileg.
Ég vona að stórum fjárhund-
um geðjist vel af bragðinu af
leynilögregluþjóni Kannski við
ættum að krydda hann með salti
og pipar. Það er verst að við get
um ekki beðið til að horfa á
þetta, en það er betra að komast
héðan burt. Og skömmu síðar.
Minningar p j öld
Minningarspjöld Styrktarfélags
vangefinna fást á eftirtöldum stöð
um: Bókabúð Braga Brynjólfs-
sonar, Bókabúð Æskunnar og á
skrifstofu samtakanna Skóla-
vörðustíg 18, efstu hæð.
Minningarspjöld Fríkirkjusafn-
20.20 Leitcrit: „Þess vegni skilj-
aðarins í Reykjavík em seld á
eftirtöldum stöðum: 1 verzluninni
Faco, Laugav. 37 og verzlun Eg-
ils Jacobsen Austurstræti 9.