Vísir - 09.08.1965, Blaðsíða 8
8
VÍSIR . Mánudagur 9. ágúst 1965.
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VISDt
Ritstjðrl: Gunnar G. Schrtun
AöstoOarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar Jónas Kristjánsson
Þorsteinn 0 Thorarensen
Ritstjórnarskrifstotur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Askriftargjald er 80 kr ð mánuði
1 lausasölu 7 kr. eint. — Simi 11660 (5 ltnur)
Prentsnnöja Vlsis — Edda h.f.
Deyjandi flokkur
þjóðviljinn játaði núna fyrir helgina, „að nokkur á-
greiningur hefur verið innan Alþýðubandalagsins um
skipulagsmál“, eins og komizt er að orði í blaðinu,
en segir að „sá vandi verði eflaust leystur með skyn-
samlegum hætti“. Hingað til hefur Þjóðviljinn ekki
viljað viðurkenna að neitt ósamkomulag ríkti í þeim
herbúðum, en nú sér hann að gagnslaust er að neita
öllu lengur. Það er á flestra vitorði, að allt logar í
ófriði innan flokksins, þar er hver höndin upp á móti
annarri, svo að við algerum klofningi liggur.
Annars vegar eru harðsoðnir kreddukommún-
istar, sem trúa í blindni á eldgamlar og löngu úreltar
kenningar. Þeir hafa fram að þessu haft undirtökin
ög ráðið yfir Þjóðviljanum. Hins vegar eru svo frjáls-
lyndari mennirnir, sem margir hverjir eru aðeins
vinstri sinnaðir, en engir kommúnistar. Þeir fylgjast
betur með tímanum og sjá hvað er ’áð 'gferast í :um3i-'
heiminum. Þeir vita að stefna hinna fýrrþéfhdú er ™
dauðadæmd og flokkurinn þar með innan skamms,
ef ekki verður gerð róttæk breyting á stefnu hans og
starfsaðferðum.
Þeir hafa t. d. opin augu fyrir þeirri staðreynd,
að unga fólkið, sem er að fá kosningarétt, styður
nálega allt aðra flokka, og þar með eru örlög komm-
únistaflokksins auðvitað ráðin. Það er því skamm-
góður vermir fyrir Austra, að reyna að telja fólki trú
um allt sé að lagast. Þvert á móti sígur æ meira á
ógæfuhliðina hjá flokknum og forustuliði hans, og
hjá því getur varla farið, að áður en langt um líður
verði það orðinn einangraður og áhrifalaus, lítill
hópur, sem engin áhrif hefur á gang þjóðmálanna.
Þannig er það líka í nágrannalöndum okkar, þar
sem lýðræðið stendur á traustum grunni. Og svo
hlýtur einnig að fara hér. Þannig verður vandinn
leystur „með skynsamlegum hætti“.
Erfitt hjá hinum hka
Ekki er heldur allt í sómanum í Framsóknarflokkn-
um. Þar ríkir einnig mikið sundurlyndi. Mörgum
flokksmönnum er ljóst að flokksforustan hefur
reynzt algerlega ráðvillt i stjórnarandstöðunni, rekið
ábyrgðarlausa hentistefnu, aldrei tekið hreina af-
stöðu í nokkru máli, alltaf borið kápuna á báðum
öxlum. Þeir sem vænzt höfðu breytingat til batnaðar
við formannsskiptin, hafa orðið fyrir sárum vonbrigð-
um. Nokkrir ungir og somakærir áhrifamenn innan
flokksins eiga í höggi við ófyrirleitna hálfkommún-
ista, sem vilja ná undirtökunum, en báðir vilja losa
sig við flokksforustuna eins og hún er nú skipuð. —
Þannig er þá ástandið í herbúðum stjómarandstæð-
inga á íslandi í dag.
☆
A Landsbókasatnj Islands
hangir uppi málverk af
dönskum manni, sem uppi
var fyrir meira en hundrað
árum. Maður þessi sem átti
frumkvæðiö að stofnun hins ís-
lenzka Landsbókasafns var Carl
Christian Rafn, einn hinn bezti
vinurog velgerðarmaðuríslands
sem verið hefur í Danmörku
öll þau mörgu ár og aldir sem
þessar tvær þjóðir áttu leið
saman.
í tilefni þess að í vetur voru
liðin 100 ár frá andláti Rafns
birtist nýlega, í hinni árlegu
bókaskrá, sem Munkgaard-út-
gáfan í Kaupmannahöfn gefur
út varðandi rit um íslenzk
fræði, grein eftir Ole Widding
um Rafn. Það fer og vel á því
að við Islendingar minn-
umst nokkuð þessa ágæta
manns, einmitt á því sama ári
og danska þingið samþykkti
heimsendingu hinna íslenzku
handrita. Það sem hér fer á
eftir er byggt á grein Widdings
/'1arl Christian Rafn fæddist
16. janúar 1795 á stóreign-
inni Brahesborg á Fjóni, en
þar stjórnaði faðir hans hinu
mikla kúabúi landareignarinnar
eins og forfeður hans höfðu
Málverk af hinum mikla áhugamanni íslenzkra fræða Carl
Christian Rafn.
Danskur maður sem íslending-
ar
gert f marga ættliði. En faðir
hans hafði einnig á unga aldri
lært málaralist. Carl Christian
reyndist þegar hann óx upp
greindur piltur og afburða
námsmaður. Lærdómurinn var
þó allur í heimahúsum fram að
15 ára aldri en síðan lá leiðin
gegnum menntaskóla og upp i
háskólann í Kaupmannahöfn.
Og það var þegar á mennta-
skólaárunum sem Rafn fór
að fá áhuga á íslenzk-
unni eða fommálinu eins og
hún var kölluð. Meðan skóla-
félagar hans lásu það aðeins
af þvf að það var skyldunáms-
grein, iærði Rafn málið af á-
huga. Hann varð stúdent 19
ára árið 1814. Innritaðist hann
til náms f lögum og tók próf í
þeim eftir tvö ár. Laganámið
var þó aðeins sem trygging
fyrir lffvænlega afkomu hans.
Skáldskapur, bókmenntir og
málfræði áttu hug hans allan
og bráðlega var hann sérstak-
lega gripinn af fom-íslenzkum
sögum og fræðum.
Oafn var aðeins 23 ára gam-
all og gegndi þá herskyldu
pegar hann skrifaði bréf það
sem varð upphaf Landsbóka-
safns Islands. Það var 29. marz
1918 sem hann sendi þetta bréf
sitt til islenzka Bókmenntafé-
lagsins og lagði til að stofnað
yrði íslenzkt bókasafn. Tveim-
ur dögum síðar hitti hann
Bjama Thorsteinsson sem þá
var ritari Kaupmannahafnar-
deildar félagsins, en varð síðar
amtmaður. Var Bjarni um þess
ar mundir að sigla heim. Á
þeim fundi afhenti Rafn honum
að gjöf 22 bækur sem skyldu
verða fátækleg byrjun hins ís-
lenzka *afns. Og þessar bækur
eru upphaf Landsbókasafns fs-
lan4s. í þessu sarnbandi má
nefna það, að Rafn varð síðar
upphafsmaður að landsbóka-
söfnunum bæði 1 Þórshöfn í
Færeyjum árið 1827 og Godt-
haab í Grænlandi 1829.
Rafn sótti ekki um neitt lög-
fræðilegt embætti, heldur gerð-
ist kennari í herskóla í Kaup-
mannahöfn og kenndi málfræði
og latínu. Þetta var brauðstrit,
en mikilvægast fyrir Rafn var
að hann hafði góðan tíma af-
lögu til að vinna að áhuga-
málum sínum. Um þessar mund
ir hóf hann ólaunað starf í
Ámasafni og komst þá vel
niður í að lesa hin fornu hand-
rit. Ekki leið á löngu áður en
útgáfustarfsemi hans á því
sviði hófst. Á árunum 1822—
26 gaf hann út í þremur bindum
hinar svokölluðu „Nordiske
Kæmpe-Historier“, það var
þýðing á ýmsum fomaldarsög-
um svo sem Hrólfs sögu kraka,
Völsungasögu, Ragnars sögu
loðbrókar, Þiðriks sögu o.fl.
Fylgdu þeim langar ritgerðir
um sögurnar.
ann kynntist nú og hóf
samstarf við íslendinga
sem stunduðu íslenzk fræði í
Kaupmannahöfn, svo sem rúna-
fræðingnum Gfsla Brynjólfs-
syni og Sveinbirni Egilssyni,
sem hann hafði kynnzt í há-
skóla en var nú orðinn kennari
í menntaskólanum á Bessa-
stöðum, og átti hann mikil
bréfaskipti við hann. Kom þeim
saman um að stofna félag til
textaútgáfu á Fornaldarsögun-
um. Og það var jafnvel áður en
félagið var stofnað sem þeir
gáfu út fyrstu söguna, Jóms-
vikingasögu. Rafn aflaði fjár-
jnagns til útgáfunnar meðal
vina sinna í bókmenntafélagi
Fjóns.
framkvæmdi þýðingarmestu út-
gáfur fslenzkra fomrita á 19.
öldinni og gerði þetta á svo
vandaðan hátt að til fyrirmynd-
ar var. Formlega var það stofn-
að 28. janúar 1825. I þessu fé-
lagi lá síðar lífsstarf Rafns, en
margir lögðu hönd á plóginn
við hið viðamikla starf þess. Á
ámnum 1825—27 voru fyrstu
þrjú bindi Fornmannasagna
gefin út og þykja frábært verk
Sveinbjörn Egilsson átti mikinn
þátt f útgáfunni, en að henni
störfuðu einnig Rafn, Rasmus
Christian Rask og Þorgeir
Guðmundsson (sem kunnur er
af kvæði Jónasar „Nú er vetui
úr bæ“).
Samhliða þessu vann Rafn að
útgáfu ritsins „Fornaldar Sögur
Norðurlanda“ sem síðan kom
út á árunum 1829—30 og árið
1826 gaf hann út eddukvæðið
Krákumál. Þessi rit hans urðu
stórlega til að auka áhuga og
þekkingu manna í öðrum lönd-
um á fornbókmenntum Islend-
inga.
Jgnn hélt Fornfræðafélagið á-
fram útgáfu „Fornmanna
sögur“ og var nú stefnt að því
að gefa út allar Noregskonunga
sögur. Urðu þau bindi sem
þannig fjölluðu um sögu Nor-
egs tiu talsins og það ellefta
innihélt það sem varðaði sögu
Danmerkur. Var þeirri miklu
útgáfu lokið árið 1837.
Ekki lét Rafn samt þar við
sitja. Árið 1832 gaf hann út
Færeyingasögu eftir handriti
Flateyjarbókar ásamt þýðingu á
færeysku og 1837 þegar útgáfa
Fornmanna sagna var lokið gaf
hann út í samstarfi við Finn
Magnússon hið mikla þriggja
Framh. á bls. 6