Vísir - 09.08.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 09.08.1965, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Mánudagur 9. ágúst 1965 Þjóðhátíðargestir tepptust Flugvöllurinn loknðist í gærkvöldi, en flutn- ingur byrjudu uftur í morgun Algjör metdagur var á föstu- daginn hjá Flugfélagi íslands. Þann dag voru farþegarnir um 1200 talsins, 900 í innanlands- flugi, þar af langflestir til Vest- mannaeyja eða um 600, en 300 manns flugu milli landa hjá F. 1 þennan dag. Á laugardag var minna flog- ið, en í gœr byrjuðu vélar fé- lagsins að ferja fólk aftur frá Eyjum til lands. Farnar voru 11 ferðir, 7 þeirra með Friend- shipvélinni. Um 9-leytið varð ófært f Vestmannaeyjum og hætti Douglasflugvél við lend- ingu þar og sneri aftur til Reykjavíkur. Talsvert var enn eftir af þjóðhátíðargestum f Eyjum og var því byrjað að fijúga til Eyja snemma í morgun., fyrst Friend ship og síðan fóru 3 Douglas- flugvélar. Fjölmennt norrænt Ijóstækni mót haldið í næstu viku í næstu viku verður haldið hér í Reykjavík norrænt Ijóstækni- mótið. Er þetta í fyrsta skipti sem það er haldið hér á landi, en Ljóstæknifélag íslands hefur nú starfað í 11 ár. Mótið á að standa dagana 17.—20 ágúst. Markmið ljóstæknifélaga er áð veita hlutlausa fræðslu um allt er varðar ljós og hagnýtingu þess og beita sér fyrir upplýs'ingastarfi um þessi mál. Sannleikurinn er sá, að meira er undir góðri lýsingu komið en flesta grunar og einn’ig hitt að hagkvæmt fyrirkomul. lýs- ingar er ekki ætíð eins auðfundið og Virðast kann í fljótu bragði. Norræna mótið verður all- fjölmennt. Erlendir þátttakendur á þvf verða 83 en innlendir um 50. Mótið verður sett i Hagaskóla þriðjudaginn 17. ágúst og mun próf. Steingrímur J. Þorsteinsson við það tækifæri flytja erindi um Island í Ijósi bókmenntanna. Utan funda verður farið í ferðalög til Skálholts, Gullfoss, Geysis og Þingvalla. Mótinu lýkur með hófi að Hótel Borg föstudaginn 20. ág- úst. Ljóstæknifélag íslands hefur undirbúið mótið, er formaður þess Aðalsteinn Guðjohnsen verkfræð- ingur, er formaður undirbúnings- nefndar en Guðmundur Marteins- son fyrrv. rafmagnseftirlitsstjóri. Framkvæmdanefnd skipa Gunn- laugur Pálsson arkitekt, Sigurður Briem verkfræðingur pg^ Guð- mundur Marteinsson. aulp'i V2 húseign í vesturborginni Höfum til sölu 4 og 3 herberja íbúðir í stein- húsi í Vesturborginni. íbúðirnar seljast sam- an, eða í sitt hvoru lagi. Góður staður. HÚS OG SKIP FASTEIGNASTOFA Laugavegl II, sími 2-1515. Kvöldsími 2-3608 og 1-3637. 2 HERB. ÍBÚÐ Höfum til sölu í blokk við Safamýri kjallara- íbúð lítið niðurgrafna ca. 70 ferm. Harðviðar innrétting, ný teppi á gólfum, dyrasími, póst- kassi, þvottavélar, teppi á stigagangi og sér hiti. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10. 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsimi 37272. Skólastjórar — Kennarar Vegna vaxandi notkunar á Linguaphon tungu málanámskeiðum í skólum eru það vinsam- leg tilmæli vor, að þér gjörið pantanir yðar sem allra fyrst. HLJÓÐFÆRAHÚS REYKJAVÍKUR H/F Hafnarstræti 1, sími 13656. VtQ Flugdngur — Framh aí bls. 1: frumkvöðuls íslenzkra flugmála próf. Alexanders Jóhannesson- ar yrði haldið á lofti með því að re'isa honum minnisvarða við fæðingarbæ hans að Gili skammt frá Sauðárkróki. Er fjársöfnun hafin í þessu skyni. Þarna voru saman komnar á flugdeginum 12 vélflugur og 2 sVifflugur önnur úr Reykjavík, hin frá Sauðárkróki. Fyrst var þarna hópflug allra vélflug- anna. Þá sýndu tvær flugvélar listflug og ungur maður sem pr npmaudi hjá.Flugsýn og hef- ur tekið 30 tíma kennslu sýndi, hvað hann kann. Þá gafst fólki tækifærí til að fá að fara í hringflug. ísafold — Frh af bls. 16: áfram og kveikti í undir skáp sem m. a. prentletur var geymt í. Brann skápurinn til ösku, en hinsvegar sViðnaði aðeins papp- írinn á þeim stöðum sem til- raun var gerð til þess að kveikja f. Var aðkoman um morguninn mjög ljót, og hafði þjófurinn dreift hálfbrunnum pappír um gólfið. „Eldurinn mun hafa lognazt sjálfur út af, sagði Jón Júlíusson verkstjóri í vélasalnum, þegar Vísir hafði samband við hann í morgun. „Sennilega tefur þetta okkur um einn dag, en við verð um að hreinsa vélarnar, þó þó að þær hafi ekki orðið fyrir teljandi skemmdum. Þá hafa veggimir sviðnað í véla- sálnum og ýmislegt farið úr skorðum“, sagði Jón. Það eru vinsamleg tilmæli frá rannsóknarlögreglunni, að ef einhver vegfarandi skildi hafa orðið mannaferða var við ísafoldarprentsmiðju aðfaranótt sunnudags, er hann beðinn um sunnudags, láti hann rannsókn- arlögregluna vita. Síld Framh af bls 16 Baldvinsson EA 1400, Víðir II GK 350. Til Dalatanga tilkynntu afla: Rifsnes RE 1100 mál og tn., Hólma nes SU 1200, Sigurfari SF 250, Reykjaborg RE 500, Gissur hvfti SF 700, Skarðsvfk SH 850 tn. Gullver NS 1000, Gullfaxi NK 600, Árni Geir KE 700, Ásbjörn RE 1100. Þióðhótíð — Framhald af bls. 16. dal til að færa hann á sjúkra- húsið. — Grundvöllur þess að starf- semi hjálparsveitarinnar verði haldið áfram næstu ár, er að löggæzla verði aukin, sagði Jón Ögmundsson, 19 ára gam- all og fyrirliði hjálparsveitar- innar í Vestmannaeyjum. — Slys em nokkuð meiri en við bjuggumst við í upphafi, mest þó tognanir og smáskurðir. Við emm 15 skátar hér úr Eyjum og þrír frá hjálparsveitinni i Reykjavík auk læknis. Við höf- um fengið hjálpartæki lánuð frá Slysavarnafélaginu og Al- mannavörnum og labbrabb- tækin hafa reynzt okkur bráð- nauðsynleg. Það er mesta furða hve fólk hefur almennt sýnt starfsemi okkar velvild og til- litssemi. Föstudags- og laugardags- kvöld var dansað til klukkan fjögur um nóttina, gömlu dans- amir við undirleik Rondo-tríós og þeir nýrri við undirleik Svavars Gests og spilafélaga. Ölvun var ef til vill fremur al- menn, en ekki mjög úr hófi, því allir virtust skemmta sér hið bezta. Ungt fólk hvarf í gróðursælar brekkur Herjólfs- dals, einkum eftir að rökkva tók. Ómar Ragnarsson var meðal skemmtikrafta á laugar- dagskvöldið, áður hafði hann tekið þátt f íþróttakeppni og m. a. sigrað í 200 metra hlaupi. Ómar hlaut miklar og góðar viðtökur á leiksviðinu og fékk ósvikið klapp að launum. Klukkan 12 á miðnætti föstu dags var brennan tendmð á Fjósakletti. Bálið var tignarlegt og setti skemmtilegan blæ á dalinn og huga manna. Sömu- leiðis var glæsileg flugeldasýn- ing sólarhring síðar. Þjóðhátíðin er fyrst og fremst hátíð Vestmannaeyinga, en að- spurður svaraði Hermann Ein- arsson: — Við höfum svo sann- arlega ekkert á móti því að aðkomufólk sæki þjóðhátíðina, svo framarlega sem það er prútt og kurteist og kemur í þeim tilgangi að skemmta sér með okkur. Bændur — ramh. af bls. 9. „En er ekki hvíld I því að sumu leyti?“ „Það er versta vinna, sem ég kemst í“. JNlert faðir Gísla blandaði sér ekki f þessar samræður. Hann er persóna sem „undir- segir“ eins og einkennir flesta Meðfellinga. „Hve lengi hefur þú verið bóndi á Meðalfelli, Ellert?" „Það má kannski segja, að ég hafi verið að hafa áhrif á búskapinn síðan 1920“. Faðir Ellerts, Eggert Finnsson, byrjaði að búa á Meðalfelli 1884, en hann andaðist í jan. 1946, tæplega 94 ára að aldri. Hann var meðal stofnenda Sláturfélags Suðurlands og safn aði hlutum f Eimskipafélag Is- lands. Hann var búfræðimennt- aður frá Noregi og frumkvöð- ull I votheysverkun hér á landi og hvatti aðra bændur til að hagnýta sér vothey, bæði í ræðu og riti. Hann hefur ver- ið langt á undan sinni samtíð, því að árið 1902 skrifar hann rit, sem hann kallar: 18 ára aðferð mín við hirðingu á vot- heyi og notkun þess frá 1883. Að öllum líkindum hefur Egg- ert kennt sveitungum sínum nauðsynlegustu tækni við hey- hirðingu og aðra búskapar hætti að auki svo kyrfilega að búskapur gengur þar betu en víða annars staðar hér i landi. „Þetta er þægileg sveit" sagði Ellert og átti við Kjósina „hæfilega langt frá Reykjavíl — um 50 kílómetra — all: ekki of langt að fara til at verzla — klukkustundar akst ur“. Lengra í burtu á árbakkanun voru börn Gísla og Egg erts Ellertssona og dótti Sigurðar Sigurgeirssonar bankamanns, að raka og jafn; úr með hrífum. Þessi engjabreiða kallas Hrosshólmi og nær yfi: stórt svæði. „Hér var ekki ljá berandi fyrir 20—30 árum fyrii því, hve var þýft“, sagði Ellert TTngur sveinn, Jón Bjamarson úr Fossvoginum, var ac taka rökin undan görðunum Hann stjómaði traktornum oj raksturvélinni eins og af drekka blávatn. Þetta var : Bogalág svonefndri. Annar traktor var á ferðinni 15 ára pilti, Hákoni Helgasyni úr Reykjavík, virtist farast vel úr hendi að beita snúningsvél- inni. Hann sagðist hafa gaman af vélum, er í verknámsdeild og ætlar að læra vélvirkjun. „Slærðu ekki lfka með trakt- omum?“ „Ellert hefur slegið allt, sem hefur verið heyjað í sumar". Á bakaleið var gengið fram á árbakkann. „Sjáðu laxinn", sagði Gtsli, „það ar aldeilis nóg af honum hér, en hann er' búinn að venj- ast vel niður frá, að hann tek- ur ekki". — stgr. Danskur — Framh. af bls. 8 binda ritverk „Grönlands Histor iske Mindesmærker sem inni- heldur aliar frumheinrildlr fs- lenzku fomritanna um Græn- land og Vínland. T~Jg nú stefndi Rafn enn hærra, nú skyldi hefja jafn glæsi- lega útfáfu af íslendingasögun- um. Hún skyldi fyrt hef jast með útgáfu Landnámabókar og tók Rafn upp samstarf við Jón Sig urðsson um útgáfu hennar. Sex ár liðu þó þar til Landnáma kom út 1843. Sfðan var annað bindi gefið út sem hafði inni að halda nokkrar minniháttar ís lendingasögur, en þar með strandaði sú útgáfa og liðu margir áratugir þar til þvf starfi var haldið áfram. TJið mikla starf Carls Christi ans Rafns var ómetanlegt fyrir íslenzk fræði og fyrir ís- lenzku þjóðina f heild. Þær út gáfur sem hann og félagar hans störfuðu að voru svo vandaðar að frágangi efnis og ytra bún- aði og þær urðu til þess meir en nokkuð annað að útbreiða í heiminum kynni af hinum fornu íslenzku bókmenntum. Þýðing- armest var, að hér fengu áhuga og fræðimenn vfða um lönd f hendur texta sem þeir gátu reitt sig á að var réttur. Þýðingar á ýmsum sögum og köflum úr fomritunum voru nú vfða um lönd byggð á þessari útgáfu Og það var mein, að Rafni skyldi ekki takast að ljúka þeirri fyrirætlun sinni að gefa út allar íslendingasögurnar. Við íslendingar munum meta minn ingu hans mikils, við viðurkenn um hann sem frumkvöðul Lands bókasafnsins og við dáumst að hinu mikla útgáfustarfi hans Hann er sá maður úr hópi dönsku þjóðarinnar sem reynd ist okkur hinn bezti vinur. III.ITH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.