Vísir - 09.08.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 09.08.1965, Blaðsíða 7
V1 S IR . Mánudagur 9. ágúst 1965. 7 45 ÁRA PIPARSVEINN BANKAR AÐ DYRUM í DOWNING STREET 10 Edward Heath almennt kallaður Ted. Brezki íhaldsflokkurinn hefur kosið sér nýjan foringja. 1 fyrsta sinni hefur hann verið valinn með lýðræðislegri og leynilegri atkvæðagreiðslu en fram að þessu hafði tíðkazt að elztu og beztu menn úr foringja liði flokksins ráðguðust um það sín á milli hver væri bezt til forustu fallinn hverju sinni. Þessi höfðingjastjóm reyndist ekki sérlega vel, t d. þegar sið asti formaðurinn Home lávarð- ur var ákveðinn og olli val hans miklum urg meðal þingmanna flokksins. Gagnstætt því virðist nýja aðferðin gefast mjög vel. Vitað var að það vom aðallega tveir yngri menn sem kepptu um forustuhlutverkið, Reginald Maudling og Edward Heath. Sá síðamefndi varð hlutskarpari og er nú að sjá sem Maudling sætti sig fullkomlega við það og allt fellur í ljúfa löð milli þeirra og flokkurinn T heild verður sterkarí og samhentari en áður. Það em meiri líkur fyrir því en ekki, að þessi nýi fomstu- maður Ihaldsflokksins verði í framtíðinni, kannski í mjög ná inni framtíð forsætisráðherra Bretlands. Hann er þegar tals- vert þekktur á alþjóðavettvangi, sérstaklega fyrir það að hann gekk á sínum tíma fremst I því að berjast fyrir inngöngu Bret- lands í Efnahagsbandalag Evr- ópu. Og það var hann sem var formaður þeirrar brezku sendi nefndar sem kom til Briissel og varð að þola þá smán, að de Gaulle skellti hurðinni á þá eins og þegar er orðið frægt í sög- unni. Með tilliti til þess, að vænta má, að Ted Heath verði innan skamms einn áhrifamesti stjórn málamaður í heimj þykir rétt að greina hér nokkuð frá lífi hans og draga upp mynd af manninum, persónu hans og lífs viðhorfum. Kominn af fátæku almúgafólki. Heath er á margan hátt mjög óvenjulegur maður og sérstak- lega verður að teljast mjög ó- venjulegt að slíkur maður skuli valinn til forustu í brezka íhalds flokknum Það er ekki laust við það að sumir lávarðarnir og höfðingjasleikjurnar Uti í West- minster hvísli því sín á milli, að Heath eigi ekkert erindi í þetta embætti. Menn segja að hann sé fyrsti raunverulegi almúgamaðurinn sem valizt hefur til flokksfor- ustunnar. Heath er það sem þeir kalla í Bretlandi „of humble origin“. Það er að segja hann tilheyrir ekki og er ekki tengd ur fjölskylduböndum við auð og aðalsættir landsins. Hann hefur hafizt upp fyrireiginnrammleik. Fyrir það ætti hann að njóta virðingar og aðdáunar, en út í drottnjngarinnar Bretlandi líta margir þetta öðrum augum. Heath verður e. t. v. alltaf jafn vel þó hann flytjist í Downing Street 10 einskonar „outsider" Hann tilheyrir ekki innsta valda hringiium. I þessu og ýmsu öðru er margt mjög líkt með Heath og höfuðandstæðingi hans Harold Wilson forsætisráðherra og for- ingja Verkamannaflokksins. Þeir eru jafnaldrar og Wilson hefur með sama hætti unnið sig upp úr fátækt til æðstu metorða. Og skapgerð þeirra er á margan hátt lík, þeir eru mjög harðir f horn að taka, hvorugur þeirra er elskaður af flokksmönnum sínum en það er borið traust til þeirra sem efm í styrka flokks foringja. Báðir eru þeir miklir ræðumenn, eldfljótir í hugsun og svörum. Það verður hávært í þingsölum þegar þeir mætast á gólfinu í „House of Commans". í Oxford á skólastyrkjum. Faðir Heaths var kominn af bláfátæku smábændafólki. Hann lærði trésmíði og um miðjan aldur hafði honum tekizt að koma sér upp svolitlu bygging arfyrirtæki í bænum sínum f Kent fyrir sunnan London og hafði hann fáeina menn í vinnu hjá sér. Hann varð aldrei efn- aður, en gat þó lítið eitt hjálp- að syni sínum fjárhagslega á- fram á menntabrautinni, en son ur hans skar sig fljótt úr að gáfum og námsgetu og var þann ig ótrúlega fljótur að krækja sér í námsstyrki. Sumir kalla hann þessvegna í háðungartón manninn „sem komst í gegnum Oxford á styrkjum". Og það er einkennileg tilviljun að þessu var nákvæmlega eins háttað með Harold Wilson, hann stund aði líka nám f Oxford á skóla- styrkjum. Stjórnmálaáhugi Heaths vakn aði þegar á skólaárunum. Hann var einn af mörgum í stórum og fjölmennum hópi ungra I- haldsmanna, sem tóku lifandi þátt f stjórnmálabaráttunni f stúdentafélögum. En hann er líka einn af þeim fáu sem hægt var að segja að héldu þessari pólitísku skólastarfsemi áfram út f lífið. Hann var kosinn for- seti félags íhaldsstúdenta f Ox- ford og þar bar í fyrsta skipti nokkuð á honum, þegar sá at- burður gerðist sem athygli vakti. Anthony Eden þáverandi utanríkisráðherra gerði upp- reisn gegn Chamberlain forsætis ráðherra og sagði sig úr stjórn vegna undansláttarsemi hans fyrir Mussolini og Hitler. Félag Ihaldsstúdenta í Oxford, öflug- asti félagsskapur ungra manna f flokknum fylgdi Eden þá eftir og það var einmitt Heath sem stóð fyrir því. Þetta var sfðar munað, þegar Chamberlain féll og Churchill og Eden komust til valda í flokknum á strfðsár- unum. Heath var óróafullur og rót- tækur í skóla. Hann var m. a. f hópi enskra stúdenta sem fóru f heimsókn til Kataloniu í boði lýðveldisstjórnarinnar, sem þá átti f höggi við fasistaheri Francos. Og hann tók þátt í ým- iss konar uppreisnum gegn Chamberlain-forustunni .barðist t. d. gegn frambjóðanda thalds- flokksins f Oxford Quintin Hogg sem síðar varð Halisham lávarð ur og enn síðar aftur Mr. Hogg. Evrópuhugsjón Faðir hans gat líka hjálpað honum litillega til að ferðast til Evrópu f sumarfríum og þá varð Heath yngra ógleymanleg skemmtiferð sem hann fór í með skólafélögum sfnum til Parísar. Og eitt sumarið fékk hann að dveljast hjá fjölskyldu f Þýzkalandi í skiptum fyrir þýzkan pilt af því heimili er fékk að dveljast á heimili for- eldra hans. Þessi kynni Heaths af Evrópu eru talin hafa haft djúptæk á- hrif á skoðanir hans og viðhorf til Evrópu. Flestir eru þeirrar skoðunar að Bretland hljóti af praktískum ástæðum að tengj- ast meginlandi Evrópu nánar en nú er. — fyrir Heath virðist það vera hugsjón. Og það hefur engu breytt fyrir honum þó að de Gaulle skellti hurðinni all- markalega á hann. Sannfæring hans um nauðsyn Evrópusam- starfs hefur sfzt minnkað við það. Um sama leyti og Heath út- skrifaðist sem lögfræðingur frá Oxford skall heimsstyrjöldin á og honum gafst því ekkert færi á að leita sér starfs eða stöðu. Hann barðist í landhernum öll stríðsárin mest í Evrópu og var liðsforingi í stórskotaliðinu, vann sér álit þar 'm. a. í bardög um á Ítalíu og í Frakklandi. Þegar stríðinu lauk stóð hann uppi efnalaus og atvinnulaus. Hann hafði því enga aðstöðu eins og svo margir félagar hans af efnaættum til að taka lífinu rólega og líta í kringum sig eftir heildarleikinn. Hann varð að taka boði um lágtsett og lágt- launað embætti. Tækifæri íyrir unga menn. Árið 1945 beið Ihaldsflokkur- inn mikinn ósigur í þingkosning um. Churchill valt frá völdum og innan flokksins varð mjög umrótssamt. Eldri þingmenn sem höfðu tapað sæti sínum urðu nú unnvörpum að draga sig f hlé og við þetta sköpuðust ákaflega mörgum yngri mönn- um í flokknum ný tækifæri. Og þá greip Heath líka tækifærið. Hann var valinn sem forustu- maður og frambjóðandi fyrir næstu kosningar í kjördæminu Bexley og gat nú tekið til við að vinna að mesta áhugamáli sínu, stjórnmálum. Hann tók nú að starfa með ákafa miklum í ýmsum félögum. Gerðist rit- stjóri kirkjutfmarits og fékk góða stöðu f banka einum. Næstu kosningar fóru fram 1950 og þá bar starf Heaths þann árangur að hann vann kjördæmið aftur frá Verka- mannaflokknum. Mjóu munaði þó, hann hafði aðeins 133 at- kvæði yfir mótframbjóðanda sinn og mátti segja að hann ynni kosninguna á þvf einu að kommúnisti einn bauð sig líka fram í kjördæminu og tók 433 atkvæði frá frambjóðanda Verkamannaflokksins, en síðan hefur Heath örugglega haldið kjördæminu. Þegar hann kom á þing var hann svo fljótur að vinna sig í álit meðal flokksbræðra á þingi og hjálpuðu honum þar hinir sérstöku hæfileikar hans svo sem mælska, samstarfslipurð og góður félagsandi og í stuttu máli sagt kröftugur persónu- leiki, hreinlyndi og cjrejjg^kap ur f félagahópi. Vinur Churchills. Hann var einn af fáum yngstu þingmönnum sem ávann sér á þessum árum vináttu gömlu kempunnar Churchills, sem þá varð skömmu seinna að nýju forsætisráðherra Bret- lands. Er líka líklegt að Chur- chill hafi ekki verið búinn að gleyma unga stúdentinum í Oxford sem harðast barðist gegn uppgjafastefnu Chamber- lains. Nokkrum sinnum heim- sótti Heath gamla foringjann að sveitasetri hans. Hann var einnig frá því á Oxford-árunum persónulegur vinur Edens og nú kynntist hann og vingaðist mjög við einn af yngri foringj- um flokksins, Harold Macmill- an. Heath fékk stór og erfið við- fangsefni til meðferðar í flokks starfinu. Hann gegndi t.d. mjög þýðingarmiklu hlutverki eftir mistökin við Súez, þegar allt ætlaði að fara í háaloft og Ihaldsflokkurinn lék á reiði- skjálfi. Þá kom fram í honum sú ótrúlega seigla, sem þykir síðan einkenna hann. Það var eins og hann gæti endalaust staðið í fundahöldum og þrefi, aldrei bilaði styrkur hans - og kjarkur. Það var mikið hans hlutverk að Iáta þingmenn flokksins taka inn hið beizka meðal, laxerolíuna, að hætta við allt Súez-ævintýrið. Einn kunningi Heaths spurði hann skömmu síðar hvernig hann hefði meðhöndlað þann heimsvaldasinnaða hóp flokks- ins sem vildi halda stríðinu við Egypta áfram til streitu. — Er það rétt að þú hafir kall- að þá „fasista“? — Nei, það er ekki rétt, sagði Heath og glotti við. „Ég kallaði þá „djöfuls fasista“. Frh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.