Vísir - 09.08.1965, Side 11

Vísir - 09.08.1965, Side 11
SíÐAN • fimm • • aura « • kúlur • Það er aíkunna að hvítur brúðarkjóll og hvítt brúðarslör táknar hreinlyndi og sakleysi brúðarinnar. En þegar við v'itum það, þá væri ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvers vegna brúð- guminn er alltaf klæddur svört um fötum Hvers vegna konur prjóna? Nú auðvitað til að hafa eitt hvað t'il að hugsa um meðan þær tala. Sumum þykir það ráðgáta hvemig eiginmenn fengu hús- mæðumar tii að stoppa í sokka áður en sú tíð koma að þær gátu horft á sjónvarp á meðan. — Þú ert alveg einstakur, Konni minn, ég hef aldre'i fyrir hitt karlmann eins og þig. — Meinarðu það virkilega? — Já, hvort ég meina. Hinir hafa ailir verið stórir, myndar legir og skemmtilegir. SVONA EIGA SJÓNVARPSÞULIR AÐ VERA i • • • Stúlkan í „zebra-baðfötunum" er 24 ára gömul og heitir Veronica Lang. Hana hefur lengi dreymt um að komast á sjónvarpsskerm- inn og hefur nú loks tekizt að fá hlutverk I sjónvarpsþáttum er nefnast „Riviera Police“ eftir að hafa um langa hrið starfað við að lesa upp fréttir í sjónvarp. ^^N/VS^/WWWWWA/\A/>AAA/WVWV\/\AA/WV/WV' Sinatra náði sér í eina 19 ára Upptiningur Landsleikur I knattspyrnu er stórt orð, þrung'ið þjóðarmetn- aði og þjóðarstolti — ber jafn- vel eilítinn keim af þjóðemis- hroka. Þarna mætast liðtveggja þjóða til harðrarhólmgönguund ir fánum og merkjum, og vær'i þeirra viðureign ekki takmark- aður vettvangur og tími, er ekki að vita hvað úr yrði — kannski einn meiri háttar bar- dagi, jafnvel stórstyrjöld, sem breiddist langt út fyrir leikvang og áhorferidabekki... Sumum kann að þykja um lítið barizt ekki m'ikilvægt fyrir gang heims málanna, hve mörg eða fá mörk eru skoruð, eða hjá hverjum og af hverjum — en hvenær er ekki f rauninni um lítið bar- izt nema sigurinn og kannsk'i er Iandsleikur I knattspymu sá eini bardagi mill'i tveggja þjóða þar sem báðir aðilar tapa ekki meiru en þe'ir vinna, og sá þó oftast meim, sem sigrar. Eða mundi það ekki mesti ávinning ur mannkyn'i og menningu ef sá háttur væri upp tekinn að þjóðir létu landsleiki í knatt- spyrnu koma í stað styrjaida til úrskurðar í deilumálum sínum — og mundi ekki álíka tryggt að réttur málstaður hefði sigur, þó að knötturinn kæmi í stað kjamorkusprengju? Ef til vill verður ekki fullyrt að knattspymumenn séu hjart að í skák hverrar þjóðar, hvað snertir vit og andlegan þroska, kannski mætti segja sem svo, að sigur í knattspyrnu væri kom- inn undir þroska þess hluta líkamans sem fjærst er höfðinu í eig'inlegri og óeiginlegri merk ingu — en hver er kominn til að segja það, að öriög þjóða yrðu ekki eins vel ráðin með fótum og höfði, eða bend’ir sag an til þess, að höfuð ráða- manna þeirra á öllum öldum hafi reynzt svo vel, að ekki komi til greina að veita öðrum hlutum líkamans nokkurt tæk'i færi til að sýna hvemig þeirra forysta kynni að gefast? En nóg um það — nú fer fram meiri- háttar landsleikur milli írskra og íslenzkra og ekki í fyrsta skiptið, þó að þeir legðust nið ur um all langt skeið, frá þvi er forfeður vorir sóttu írska he'im, háðu við þá landsleiki þá sem þá vora í tízku og höfðu sigurlaun samkvæmt því. Nú eru landsleikir með öðra sniði við sjálfir líka með öðru sniði og smærra heldur en forfeður vorir og nokkur hætta á að úr slitin verði í stíi við það. Gera má þó ráð fyrir að þetta verði harður leikur, þyí að þar eig ast frændur við, — en satt bezt að segja, þá byggist öll okkar sigurvon á einum manni og honum meira að segja utan léikvangs . .. hafi Sigurður ekki sigur, eða sama sem sigur — þá hver? Sögurnar hafa orðið sterkari og sterkari með hverjum degin um sem Ifður og nú þykir full- víst að Frank Sinatra, hinn 49 ára gamli kvikmyndaleikari og spilavítisjöfur muni ganga að eiga 19 ára gamla ljóshærða „smástjörnu" er heitir Mia Farrow. 1 miðri síðustu viku sigldu þau sama í leiguskúiu frá New- port, Rhode Island saman með leikkonunum Rosalind Russell, Merle Oberon, Claudette Col- bert og eiginmönnum þeirra. Hann hefur hitt ugfrú Farrow meira og minna reglulega síð- asta hálfa árið, en hún er að leika í sjónvarpsþáttunum „Peyton Place“. Mia segist elska Sinatra, en þegar hjónabandsorðrómurinn hljóp af stokkunum varð móður stúlkunnar hinni fráskildu leik- konu Maureen O’Sullivan að orði: — Ja hann ætti frekar að giftast mér! Síðasta kona Sinatra var Ava Gardner, en hann hefur sagt það opinberlega að hann ætli sér að kvænast á ný — „En ég ætla ekki að láta konuna mína vinna“. Kári skrifar: A iltaf sannfærumst við betur og betur um hve nauðsyn- legar flugsamgöngur era ~ís- lenzku þjóð'inni vegna hinnar dreifðu byggðar. Ekki eram við eingöngu háðir flugsamgöngum vegna flutninga á fólki og vör- um hér innanlands, heldur og vegna samgangna við útlönd og þéirrar gjaldeyrisöflunar sem flugferðir Loftleiða milli Evr- ópu og Bandaríkjanna eru. Auknir möguleikar. Og með hverju árinu sem líður koma í ljós nýjir og nýjir möguleikar flugsins. Vöruflutn- ingar með flugvélum hafa auk izt mjög, Landhelgisgæzlan byggir starf sitt nú orðið að mjög miklu leyt'i á fiugvélum og við björgunarstörf eru flugvél ar bráðnauðsynlegar. Tiltölu- lega ókannaður starfsgrundvöll ur flugsins er landbúnaðurinn og landgræðslan og ekki er að vita hversu síldveiðamar eiga mjög að þakka síldarle'it úr lofti. Fleira margt á án eða eftir að koma í ljós á næstu áram og sýnir það æ betur að loftleið in er ekki einungis hepp'iieg- asta fólks- og vöraflutninga- leiðin, heldur mun margs kyns þjónusta I framtíðinni be'inlín is háð fluginu. Þannig era land kostir hér, að við getum ekki notazt sem ýmsar nágranna- þjóðir Við járnbrautir. Strangari kröfur. En jafnframt aukinni hagnýt- ingu flugsins eru gerðar æ strangari og þyngri kröfur til þeirra manna er stjóma loft- föram: flugmanna og flugum- ferðarstjómarmanna. Af sk'ilj- anlegum ástæðum er það ekki ábyrgðarlaust verk að stjórna loftförum — mun vandasam- ara en flestum öðrum farartækj um. Þess vegna þyrfti að gera sem allra strangastar kröfur til þeirra manna er taka þessi störf sér á hendur. Flugmálastjóri hefur í bréfi til samgöngumála ráðherra mælt með að væntan legum flugstjórum verði skylt að ljúka stúdentsprófi f ákveðn um fögum. Þar er vissuiega rétt leið valin — en mætti ekki ganga enn lengra í því? Það miklar kröfur era gerðar til flugmanna, að í þá stétt ættu ekki að veljast nema úrvals- menn með heilbr'igðan hugsun arhátt. Skóli fyrir flugmenn. Mörg eriend stór flugfélög vilja helzt flugmenn, sem hlot ið hafa eldskím í flugher við- komandi lands og sýnt það á löngum þjónustuferli, hvað í þeim býr. Það er erfitt i okkar herlausa landi að be'ita svipuðu vali á flugmönnum, en á móti væri hægt að koma upp fram- haidsskóla fyrir flugmenn, íar sem þeir sinntu sinni grein ári þess að þurfa að stunda aðra vinnu til að hafa ofan af fyrir sér. . •.vsrsí

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.