Vísir - 09.08.1965, Side 5

Vísir - 09.08.1965, Side 5
VÍSIR . Mánudagur 9. ágúst 1965. utlönd í morgun utlönd 7 1 morgun utlönd í morgun : utlönd í morrm SINGAPORE-RÍKI GENGIÐ ÚR MALAJSÍU-SAMBANDSRÍKINU Frétt barst um það í morgun, að Singapore hefði gengið úr Malajsíu-ríkjasambandinu og sjálf- stætt ríki frá í dag að telja. Þegar sýnt var, að ekkert fékk raskað ákvörðun Singaporestjórn- ar, var gert um þetta samkomu- lag miili Malajsíu og Singapore, og var hún undirrituð af Tunku Abdul Rahman forsætisráðherra sambandsstjórnar Malajsíu og for- sætisráðherra Singapore. Sagði Tunku Abdul Raliman um þessa undirritun, að ákvörðunin um að undirrita hana fyrir hönd Malajsíu væri hin þyngsta, sem hann hefði nokkurn tíma orðið að taka, en hyggilegra hefði verið, að um þetta yrði friðsamlegt sam- komulag, svo að friðsamlegt sam- starf héldist. Þótti þessi frétt hafi komið yfir Malajsíu sem reiðarslag og kunni að espa Indonesa til frekari áreitni við hana, er áherzla lögð á hve mikilvægt sé, í fyrsta lagi, að samkomulag var gert um sameig- inlegt landvarnaráð Singapore og Malajsíu, og I öðru lagi, að Bretar hafa áfram réttindi til þess að hafa flotastöð á Singapore-ey. Taismaður brezka utanríkisráðu- neytisins sagði í morgun, að brezku stjórninni hefði verið til- kynnt um þetta fyrirfram, og beð- ið væri frekari upplýsinga. Brezka útvarpið segir ýmsa ef- ast um hver afkoma Singapore verði sem sjálfstæðs ríkis. í kjölfar þessara frétta komu Verður Komtant- in hrakittn frá ? Þeirri spurningu er varpað fram nærri daglega í erlendum blöðum um þessar mundir hvort kon- ungsdæmi á Grikk- landi sé f þann veg- inn að hrynja í rúst ir, og yrði þá skömm dvöl hinna ungu konungs- hjóna „á hefðar- tindinum". Horfur eru þær, að ef konungur þráist við að fara að vilja meiri hluta þings, geti bylting orðið afleiðingin og að Iýðveldi yrði stofnað. ► Konstantin Grikkjakonungur fól f gær Stefanopoulis vara- forsætisráðherra í stjóm Papp- andreu, að kanna möguleikana á miðflokkastjórn, en áður hafði konungur, að sögn Papp- andreu hafnað, að fela honum stjómarmyndun. Varaði Papp- andreu þá konung við tilraun- inni til þess að kljúfa Mið- flokkasambandið, — Stefano- heims- horna milli poulis kvaðst taka að sér hlut- verkið', en lýsti samtímis yfir að hann teldi sér skylt að fara að vilja meirihluta þingflokks- ins, en hann kemur saman í dag. ► Kosningabaráttan er hafin í Vestur-Þýzkalandi. Hófst hún með fjölmennum fundi í Dort- Tunku Abdul Rahman. fréttir um miklar breytingar á stjórninni, aðallega um ný verkaskipti, en ekki sjáanlegt af fyrstu fréttum, að nýir menn hafi verið teknir í hana. mund þar sem dr. Adenauer talaði. Hann sagði, að Vestnr- Þýzkaland óskaði ekki eftir yf- irráðum kjamorkuvopna, en Evrópa yrði að ráða yfír þeim vopnum sér til vamar sem henni væri ógnað með. Maxwell Taylor hershöfð- ingi, til skamms tfma sendl- herra Bandaríkjanna f Saigon, Suður-Vietnam, sagði í sjðn- varpi í Washington f gær, að styrjöldin í Vietnam kynni að standa í eitt ár enn. Hann taldl sprengjuárásimar á N.Vietnam farnar að ná tilgangi sínum. Hann kvaðst líta svo á, að það væri óhyggilegt, ef sprengjum væri varpað á Hanoi, með tiliiti til samkomulagsumleitana nm frið, sem fyrr eða síðar yrðu hafnar. Edward Heath Framh. af bls. 7. Macmillan og Heath halda hátíð, Daginn sem Macmillan var skipaður forsætisráðherra sást hann og Heath tveir einir sitja að kvöldverði f Turf Club og halda hátíð. Máltíð þeirra var ostrur, steik og kampavín Heath var nánasti trúnaðar- maður og stuðningsmaður Mac- millans, sem fól honum í fyrstu viðfangsefni í utanríkismálum og varð Heath þannig samstarfs maður Lord Homes sem tók við embætti utanríkisráðherra. En síðan fól Macmillan Heath meðferð eins mesta stórmáls brezkra stjórnmála, inngöngu Bretlands í Efnahagsbandalagið og það var engin tilviljun, því að Heath var ákveðnasti bar- áttumaðurinn í því efni Htinn varð nú að þola og standcst margar harðar rimmur í Ihalds flokknum sjálfum vegna þess hve sterk innri andúð var gegn því að taka Evrópu fram yfir Brezka samveldið. En Heath tókst það með ósegjanlegri fyrirh-fn að berjast og vinna meirihluta fyrir þessum mál- stað innan flokksins. Þeim mun meira áfall var það fyrir hann þegar de Gaulle neitaði Bretum endanlega um inngöngu. Það er f eina skiptið, sem menn þykj- ast hafa séð á Heath uppgjöf og vonleysi. Var það nú sumra álit að Heath hefði beðið slíkan ósigur að hann ætti sér ekki viðreisnar von. Áður var jafn- vel farið að tala um hann sem vænlegan flokksforingja • framtíðinni, en í umbreyting- unum miklu í sambandi við Keeler-hneykslið kom hann ekki til greina. Það hefði verið útilokað fyrir ihaldsflokkinn að ganga til kosninga undir for- ustu mannsins sem átti sök & Evrópu-hneisunni. Studdi Lord Home og beið. Heath hafði kynnzt Lord Home náið í samstarfi þeirra 1 utanríkismálunum og nú var hann í tölu þeirra fáu sem studdu hann einbeitt og drengi- lega, þegar hann varð fyrir val- inu sem nýr forsætisráðherra. ^Sagt er, að Heath hafi og gert petta af kænsku. Hann hafi þótzt sjá fyrir, að Lord Home eða Sir Alec eins og hann varð nú kallaður myndi ekki verða flokksforingi til langframa og tækifæri myndi þá bjóðast yngra manni eftir skamma stund. Heath sat í stjórn Sir Alecs sem viðskiptamálaráð- herra og átti í því embætti frumkvæði að mesta hitamáli innan þings og sérstaklega innan íhaldsflokksins. Það var löggjöf um að afnema sam- ræmda álagningu j. í smásölu. Voru smákaupmenn, sú stétt sem ákveðnast styður íhalds- flokkinn mjög andvígir þessum lögum, því þeir óttuðust erfið- leikana af skefjalausri verzl- unarsamkeppni og sölu stóru verzlunarhringanna. Heath varð ekki vinsæll fyrir þessa löggjöf, en í umræðunum á þingi sem stóðu í marga sólar- hringa birtist hann þrátt fyrir það sem hinn sterki og ósveigj- anlegi forustumaður. Hann stóð eins og klettur úr hafinu. Ekki vinsældir heldur traust. Og Heath var ekki kjörinn foringi flokks síns vegna per- sónulegra vinsælda, heldur vegna þess að meirihluti flokks félaganna álítur hann vænlegast an og harðastan baráttumann. Þessa fáu daga síðan hann tók við forustuhlutverkinu hefur það líka komið fram að þar sem hann og Wilson eru, þar mæt- ast tvö stálin stinn. Strax hef- ur fjör og bardagi færzt I leik- inn og það er fyrst eftir þær atlögur, sem margir hafa skilið, hvers vegna Sir Alec gat ekki lengur verið forustumaður Ihaldsflokksins. Hann var alltof mikið ljúfmenni til þess að geta fært nokkurn hita í leikinn. Hann kunni ekki að sækja á, var meinlaus og slappur. Har- old Wilson átti sviðið einn og hefur bólgnað út og stækkað í meðvitund þjóðarinnar gegn veiklulegum þæfingi Sir Alecs. En nú stendur jafnoki hans á móti honum hinum megin við gólfið og Ihaldsflokkurinn gerir sér vissulega um þessar mundir vonir um að Heath geti orðið ofjarl hans, stolið sviðinu frá honum og hrifsað til sín frum- kvæðið. Fátækur piparsveinn. Edward Heath er á margan hátt óvenjulegur maður. Hann er ókvæntur og virðist engan áhuga hafa á kvenfólki, eða að minnsta kosti er ómögulegt að ímynda sér að hann gæti tekið þátt í daðurkenndu rabbi við kvenfólk. Hann er alls ekki rfk- ur maður, hefur ekki haft neinn áhuga á að safna fé í sjóði. Hann vill gjarnan hafa efni og ástæður til að lifa góðu og þægilegu lífi, hann býr í stórri lúxusíbúð í London og metur mikils gómsætan mat og góð vín. Að þessu leyti er hann andstæða Wilsons, sem heldur áfram að lifa sínu spartanska allt að því fátæka lífi með fjölskyldu sinni þótt heimilið sé Downing Street 10. Ef nefna á eitthvert sérstakt einkenni eða hæfileika Heaths þá er það hans ótrúlega og ó- bifandi minni. Ef hann er að ræða um fjármál eða viðskipta- mál í þinginu lítur út fyrir að hann kunni utanað alla reikn- inga og áætlanir niður í minnstu smáatriði. Með þessu hefur honum oftsinnis tekizt að láta andstæðinga sína standa uppi á gati. Minni hans á fólki, nöfn þess og skoðanir og skyld- leikatengsl er jafn ótrúlegt. Hann virðist alltaf vera f þeirri aðstöðu að vita meira um þann sem hann er að tala við, en hinn maðurinn veit um hann. Fólk sem hann hefur hitt sem snöggvast fyrir heilum áratug, man hann ennþá hvað heitir og virðist allt vita um það. Eins og fyrr segir ágimist harm ekki fé. Hann er ekkert nema stjómmálamaður af llfi og sál og sem slíkur sækist hann aðeins eftir völdum og frægð. Það er hans eina mark- mið í lífinu. Leitar afþreyingar í tónlistinni. En baráttan á því sviði verð- ur jafnan erfið og hörð. Þeir sem til þekkja em þeirrar skoðunar, að Heath hafi orðið að taka þátt í svo mörgum þreytandi rimmum, að hann hefði hlotið að gefast upp, ef hann hefði ekki haft eitt áhuga svið enn, sem lyftir hug hans upp í hæðir og veitir honum hvíld og afslöppun. Hann ann tónlist og hefur löngum verið fastur gestur á hljómleikum sinfóníuhljómsveita og á ópem- sýningum í London. Til dæmis vakíi það furðu, að kvöldið áð- ur en kjósa skyldi foringja íhaldsflokksins ímynduðu flest- ir sér að Heath væri önnum kafinn við að skipuleggja og stæla lið sitt. En hann sat þetta kvöld alveg rólegur og áhyggjulaus í Glyndeboume- óperunnj ög hlýddi á söngleik- inn Macbeth eftir Verdi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.