Vísir - 10.11.1965, Síða 1

Vísir - 10.11.1965, Síða 1
v 55. árg. — Miðvikudagur 10. nóvember 1965. — 257 tbl. Ófært tíl Vestfjarða í skriðuföllunum og rigning unni á dögunum urðu stórfelld spjöll á vegum víðs vegar á Vestfjarðakjálkanum og er vega sambandið um hann ennþá víðs vegar rófið, en unnið er að við gerð af fullum krafti. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk hjá Vegamálaskrif stofunni í morgun, er þegar orð ið fært yfir Breiðadalsheiði frá Önundarfirði til isafjarðar, svo og kringum isafjörð og vegina hprSm nærliggjandi kaup- Frá fundinum í Háskólánum í gærkvöldi. Á fremsta bekk frá v.: Magnús Magnússon prófessor, rektor háskólans, Ármann Snævarr og frú Valborg Sigurðardóttir Snævarr, próf. Ólafur Bjönsson, dr. Gylfi Þ. Gfslason menntamáiaráðherra og próf. Ólafur Jóhannesson. túna svo sem Hnífsdals, Bol ungarvíkur og Súðavíkur. í Dýrafirðinum er enn ekki lokið viðgerðum, en hins veg ar unnið látlaust að þeim. Þar rann frá Lambadalsárbrúnni, en búið er að fylla að henni aftur og hún orðin fær til umferðar. Aftur á móti féllu skriður yfir veginn á 20 stöðum þar í grennd og var byrjað í gær morgun að ryðja þeim í burtu. En það er mikið verk og þykir ekki líklegt að því verði lokið í dag. í Barðastrandarsýslu lokaðist vegurinn á mörgum stöðum, ým ist vegna skriðuhlaupa eða úr rennslis. Unnið er hvarvetna að viðgerð, en ekki taldar líkur á að vegurinn verði fær til um ferðar fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Þá skemmdist vegurinn í Stíflu í Fljótum, á leiðinni til Ólafsfjarðar á þann hátt að Stífluvatnið flæddi yfir bakka Framh á bls. 6. kennara um 81 og mörkun háskólastefnu Tveggjcs ára stytting menntaskóln ag háskólanámsins nauðsynleg og æskileg, sagði menntamálaráðherra Á fjölmennum fundi háskólastúdenta, sem haldinn var í gærkvöldi, skýrði menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, frá þeim miklu og merkilegu tíðindum að ríkisstjórnin hefði nýlega samþykkt á fundi sínum að láta framkvæma tillögur Háskóla- ráðs um stofnun 32 nýrra prófessorsembætta og 49 annarra kennaraembætta á næstu 10 árum. Þá hefur ríkisstjórnin einnig samþykkt að láta fara fram heildarathugun á málefnum Háskólans, til mótunar framtíðarstefnu hans. Er þessi athug- un gerð að undirlagi rektors og Háskólaráðs og verður framkvæmd í samráði við þá aðila. Hér er um mjög merk tímamót í málum Há- skólans að ræða, og fögnuðu aðrir ræðumenn þess- um miklu tíðindum, sem menntamálaráðherra skýrði þarna frá. Gildi þekkingarinnar Fundurinn var haldinn að und irlagi Stúdentaráðs til þess að ræða málefni Háskólans. Fyrst- ur mælenda var menntamálaráð herra, og kom mikill fróðleikur annar fram í ræðu hans um mál efni skólans. — Við lifum á þeim tímum þegar þekkingin er orðin mesti auður mannkynsins, sagði ráð- herrann. Skólarnir eru nú orðnir meðal merkustu stofnana þjóð- félagsins. Og þekkingin er ekki til þess eins, hélt ráðherra á- fram, að hafa af henni hagnýt not, Hún er ein helzta þroska- leið mannsins. Vio ísléndingar verðum að mynda ákveðna og einbeitta skólamálastefnu. Á því er megin nauðsyn og -það meg- um við eklri Iengur láta dragast. Og þá er ekki sízt ástæða til þess að gera sér grein fyrir þeim markmiðum háskólanámsins seni keppá ber að. Við þurfum á mótaðri háskólastefnu að halda. Alvarleg þróun — Kandidatafæð Að þessum inngangi loknum vék ráðherrann að ýmsum upp- lýsingum, nýjum, um starf Há- skólans síðasta áratuginn. Á þeim tíma hefur fjölgun kennara verið 71% og nemenda 46%. Nú er því einn kennari við Háskólann á hverja 10 nemendur og er það hagstæð þróun. Hins vegár hefur alvarleg þró- un átt sér stað í málum kandi- data, þ. e. hve fáir útskrifast úr skólanum Á síðasta ári luku færri stúdentar kandidatsprófi (73) en fyrir 10 árum. Þá voru þeir 75 talsins. Þetta er mjög alvarleg þróun sagði ráðherrann og hér þarf að fara fram rækileg athugun. Hví hverfa svo margir stúdentar frá námi? Hér er greini lega illa farið með fé og tíma af hálfu þeirra og hér er greini lega misbrestur á. Aukin framlög Þá vék ráðherrann að fjár- málum skólans. Árið 1956 voru veittar til hans á fjárlögum 3.8 millj. kr. En á næsta ári verður upphæðin 27.4 millj. Fjárveiting ar til skólans hafa því sjöfald- azt. En sé miðað við peninga- gildi éftir vísitölu kemur í ljós að framlögin hafa raunverulega orðið 3.6 sinnum meiri nú en fvrir áratug. Er það 260% aukn ing á framlögum til skólans frá 1956. Happdrættið gefur nú Há skólanum 9.9 milli. krónur í tekj ur fl ári. eða tífalt meiri en fyr- ir 10 árum. Sé hins vegar litið til vísitölu byggingarkostnaðar og tekjur reiknaðar út þannig að raungildi er aukning þeirra frá þ.ví fyrir 10 árum 419% eða nær 5.5 sinnum meiri en þá. A.11t í allt hefur hanndrættið fært Háskólanum 41 milli. f tekj ur frá stofnun hans. Hve miklu er varið til Há- skólans miðað við þióðart.ekjurn ar á hverium tíma? spurði ráð- herrann Svarið er að 1956 var Framh á bls. 6 Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar auglýsir eftir upplýsingum Framkvæmdanefnd bygg- ingaáætlunar hefur auglýst að hún vilji taka til athugunar að flytja inn lítil einbýlishús eða raðhús eða kaupa slík hús framleidd hér á landi. Hefur Vísir því snúið sér til formanns framkvæmdanefndarinnar Jóns Þorsteinssonar alþingismanns og spurt hann nánar um þetta mál. — Framkvæmdanefnd bygg- ingaáætlunar hefur fengið það hlutverk að byggja 1250 íbúðir í Reykjavík á næstu fimm árum Er hún því að leita fyrir sér um á hvern hátt hagkvæm ast verði að byggja þessar íbúð inn tílbúin hús ir og á hvern hátt megi gera byggingakostnaðinn sem lægst an. Liður í þessari athugun er að kanna hvort möguleikar verði á að flytja inn tilbúin lítil einbýlishús eða raðhús eða setja upp verksmiðjur hér á landi sem geti byggt slík hús. — Enn sem komið er er ekki hægt að fullyrða nokkuð um hvaða leiðir verða valdar í þessum efnum, en líklegt er að þær verði fleirj en ein. íbúðim ar, sem byggja á eru 2, 3, og 4 herbergja og má reikna með að nokkur hluti þeirra verði byggður sem einbýlishús eða raðhús. Enn sem komið er nær þessi byggingaáætlun að eins til Reykjavíkur, en nú stendur til að breyta húsnæðis málalöggjöfinni þannig að á- ætlunin nái einnig til annarra staða á landinu, þegar reynsla er komin af henni í Reykjavík.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.