Vísir - 10.11.1965, Page 11
SíÐAN
Hvers vegna syngur hún berf ætt?
Það hefur verið draumur Call
as sjálfrar að syngja berfætt.
Sandie Shaw dreymdi um það
sama Átján ára að aldri hafa
tvær milljónir hljómplatna
hennar selzt í öllum heiminum
(hún segir sjálf, bara að það
haldist). En það er miklu auð-
veldara að fá að syngja ber-
fætt í Olympíusalnum í París,
sem er stærsti salur borgarinn-
ar, þar sem flutningur tónlistar
af léttara taginu fer fram, held-
ur en f óperunni. Sandie syngur
alls ekki nema berfætt og til
þess að komast að því hvernig
á því stendur verður að leita til
bernskuára hennar.'x Til fjórtán
ára aldurs gerðu allir grín að
litlu Söndru Goodrich — sem
er rátta nafn hennar — sem var
með svo stóra fætur. Svo stóra
að hún var tilneydd til þess
að ganga í strákaskóm. Til þess
að vera ekki fórnarlamb þeirra
sem hæddust að henni hætti
Sandra við strákaskóna og kaus
frekar að vera berfætt_
Hún var uppgötvuð af um-
boðsmamji hljómlistarmanna,
þegar hún var skrifstofustúlka
með rúmar fimm þús. kr. í laun
á mánuði, nú hefur Sandie sleg-
ið út keppinaut sinn Francoise
Hardy í þvf hvor þeirra selur
fleiri hljómplötur, og' er marg-
faldur milljónamæringur.
Lyftubíllinn
BSMTŒem
öertætt ao syngja.
BRAUÐHUSIÐ
SNACK BAR
SMURBR AUÐSTOF AN
Laugavegi 126 . S. 24631
//
mm
Stórkostleg viðurkenning"
ú um helgina bárust oss
fréttir um stórkostlega við
urkenningu, sem þessi þáttur
vor hefur hlotið af hálfu ekki
ómerkilegri aðila en framá-
manna þeirra við Yale. Að vísu
má kalla að sú viðurkenning sé
einungis óbein, enn sem komið
er, þar sem oss hefur hvorki
borizt hatturinn, skikkjan né
heiðursskjalið. En það hyggjum
vér, að margur vor á meðal
hafi talið sér sóma sýpdan á er
lendum vettvangi, þótt -.óbeinni
væri, og verið álitinn mairi eft
ir. Munum vér því ekki kynoka
oss við að þiggja það, sem vér
óvefengjanlega eigum, fremur
en aðrir, enda höfum vér
skömm á öllu þess háttar, lítil-
læti, sem ekki er annað en
heimskra yfirlæti í sálfu sér.
Nóg um það. Eins og lesend-
ur vorir eflaust muna, var frá
þvf skýrt í þætti vorum ekki
alls fyrir löngu, að fundið væri
handritið að reisubók Bjarna
Herjólfssonar af Bakkanum,
svo og kort það og leiðarreikn-
ingar sem hann sigldi eftir til
Nýju Jórvíkur og annarra stór
borga í Vesturheimi löngu fyr-
ir daga Kólumbusar, þess er egg
ið braut. Að vfsu vakti þessi
merkilega frásögn vor ekki eins
gífurlega athygli hér heima og
ætla mætti — fálætið og
hrepparígurinn ætla að reynast
oss lífseigar ættarfylgjur langt
inn á kjamorku- og.geimferðg
öld, því að eini maðurinn, hér
léndur sefn Iét' oss tiT sín heyra '
" í því sambandi. var Stokkseyr-
ingur, sem kvað Stafnbúa
Bjarna hafa verið þaðan kynj
aðan, hefði hann mjög ráðið
ferðinni og væri sannanlega
fyrstur hérlendra manna, sem
sá Ameríku.
En það fálæti landa vorra er
oss nú að fullu bætt og vel það
Þeir að Yale hafa, vafalaust
eftir að hafa lesið þennan þátt
vorn, lýst yfir því, að vafalítið
muni enn fyrirfinnast „ófund-
in“ handrit, er hafi að geyma,
„milliliðalaust" frásagnir af
siglingum íslenzkra vestur um
haf, og verði nú hafin skipu-
lögð leit að slfkum heimildum.
Er þetta mikilvæg viðurkenning
, þó að óbein sé, á aðild vorri
að þessu stórmerkilega máli,
einkum þar sem þarna er um
að ræða hálærða og sérlega
gætna vísindamenn, sem ekki
flana að neinu. Með tilliti til
þeirrar viðurkenningar munum
vér framvegis rita „vér“ og
„oss“, þegar mál þessi ber á
góma I þáttum vorum sem eins
konar kvittun fyrir þann sóma,
sem oss er þar sýndur.
Innan skamms munum vér
svo skýra frá hugsanlegum
landakröfum þeirra á Bakkan-
um á hendur vesturheimskum.
í Rolls Royce
..ý-T .
BÓLSTRUN
Bólstra eldhússtóla og kolla. Sótt og
sent. — Kem með sýnishom af áklæði
Sími 38996. (Geymið auglýsinguna).
Kári skrifar:
'C’ftirfarandi bréf hefir dálkin-
um borizt frá konu, sem
ekki óskar að láta nafns síns
getið. „Ef þið birtið þetta getið
þið sett Þorbjörg undir það —
það er annað af tveimur nöfn-
um sem ég hlaut í skiminni."
Og kemur svo hér bréf Þor-
bjargar:
Unglingar, sparnaður,
fyrirhyggja.
„Allt sem gert er, til þess
að hvetja börn og unglinga til
sparnaðar og gætni í meðferð
peninga, er þakkarvert. Og það
er að mínu áliti enn meiri þörf
á því nú, að venja unglingana
á gætilega meðferð á því fé,
sem þeim áskotnast, en áður
fyrrum, þegar menn fóru eftir
þeim boðskap, að græddur er
geymdur eyrir. Skilyrðin voru
þá önnur og erfiðari til að
leggja fyrir en nú fyrir böm
og unglinga, en eignast jafnvel
börnin alloft talsvert fé í
krónutali í gjafir við ýmis tæki
færi, og fyrir vinnu. Og það er
alls ekki óalgengt, að ungling-
ar vinni sér inn eins mikið og
þeir sem eiga fyrir heimili að
sjá
Auður fljótt fenginn —
Nú mætti líka minna á annan
málshátt, sem líka hefur sann
leik í sér fólginn: Auður fljótt
fenginn — fljótt verður enginn,
en við mætti bæta, að svo
þyrfti ekki að vera, ef farið
er með gát. Nú er allalmennur
sá hugsunarháttur að pening-
arnir verði æ verðminni, og
þess vegna era margir kæru
lausir og eyða því sem þeir
afla, en það er að minni hyggju
rangt að lfta peningana fyrirlitn
ingaraugum, þótt verðgildis-
þróun krónunnar hafi þvj miður
verið sú sem reynd ber vitni.
Það er að minnsta kosti svo,
að duglegir, vinnufúsir ungl-
ingar, sem hafa góðar tekjur,
geta á ótrúlega stuttum tíma
sparað sér talsvert saman og
lagt undirsöðu að því að verða
efnahagslega sjálfstæðir. Og
það enda þótt þeir létti undir
með foreldrum sínum, þurfi þeir
þess með, eins og margir gera.
Góð reynsla —
Ég er svo Iánsöm, að hafa
eignazt bæði syni og dætur,
\sem öll hafa mannazt vel, og
öll hafa vanizt á að hvert af
öðru að Ieggja fyrir. Það byrj
aði með tíu ára bókunum. ÖIl
um hefur þeim orðið. mikill
stuðningur að sparnaði sínum.
Og um slíka reynslu er sjálfsagt
til óteljandi dæmi, og vonandi
era það undantekningar, þegar
unglingar komast upp með að
sóa hverjum eyri i misjafnar
skemmtanir og jafnvel áfengi.
Líklega hafa þeir unglingar
ekki orðið fyrir hollum áhrifum
Nú vil ég taka skýrt fram, að
ég er ekki að mæla með mikl-
um sparnaðarlestri yfir ungling
um í þessum efnum, hann get
ur haft önnur áhrif en til er
ætlazt — heldur að þeim séu
gefnar hollar bendingar eða
komið af stað með sparnað á
bamsaldri börnin látin sjálf
fara í bankann með bókina sína
og þau jafnvel látin geyma hana
sjálf, og þau látin skilja, að þar
sem hún er séu verðmæti sem
séu vaxandi. Og umfram allt: í
þessum efnum verða foreldrarn
ir að vera börnum og ungling-
um til fyrirmyndar.
Fimm ára bækur?
Ég minntist á tíu ára bækur.
Fimm ára bækur þyrftu lfka að
vera til. Þær myndu henta vel
til dæmis þeim, sem vita að
eftir þann tfma verður sérstök
þörf fyrir fé. Ég veit um pilt
og stúlku, sem trúlofuðust ung.
Þau áttu bæði 10 ára bækur með
allálitlegum fjárhæðum, sem
þau endurnýjuðu til annarra 10
ára til öryggis þvf að hafa þessa
peninga til sfðar. En ég heyrði
þau hafa á orði, að þau myndu
hafa lagt peninga inn á
5 ára bók, — það hefði hentað
þeim betur. Þetta er aðeins eitt
dæmi. Fleiri en unglingar
kynnu að vilja leggja fé á 5
ára bók einhverra orsaka vegna.
Nú veit ég ekki nema einhver
bankastofnun gefi mönnum
kost á 5 ára bókum. Sé svo
þyrfti að auglýsa það betur —
og þvf gera bankastofnanir hér
ekki meira að því en gert er
og að staðaldri að auglýsa
spamaðarleiðir?
Þorbjörg."
msmmmmmmmmmmKBmmmammmm