Vísir - 10.11.1965, Blaðsíða 5
5
V1SIR . Miðvikudagur 10. nóvember 1965.
útlcnd í r.orTan útlond í noroom
iitlönd- i mórguri
utlönd í mormun
<* fífe^liyniííw
>#**#**$
«#**>■* -
KO ■4y>cfW»»w
**1r++* «K
WbPÍ
♦Hi
f<**:
‘+**y
*«.*(* . \l *«* ;Yii ■'* A ;
> * U ttftf *****
* >«í<- <(♦>♦%<• '0.
í, <« «
« .
»
* , í>«-
*‘jr. **
i «**0i*>»*‘
u • <!.,>«
t «* >*e**>‘*;í
I* í , r *
ai HMrraw / /ww rmr
AF RAFMACNSTRUFiUN
Alger stöðvun uthufnulífs eg sumgangnn. Bjargú varð
800.000 manns úr neðanjurðarlestum. Flugvöllum lokað
Fréttir bárust í gærkvöldi seint og í morgun um
algera myrkvun í New York af völdum mestu raf-
magnsbilunar, sem nokkurn tíma hefur átt sér stað
þar. Svo virtist sem algert öngþveiti mundi ætla
að verða ríkjandi í milljónaborginni, þar sem vara-
stöðvar gátu ekki bjargað nema að litlu leyti, þar
sem þörfin var jafn gífurleg og reynd bar vitni.
Bilanir náðu víða og allt til stórborgarinnar Boston
austar á ströndinni.
Eins og að líkum lætur stöðv
aðist allt. Öll ljós slokknuðu
svo skyndilega, að miklu felmtri
sló á fólk, enn frekar vegna þess
að allt sem raforku þurfti til
að hafa í gangi stöðvaðist, lyft
ur í húsum, oft milli hæða, neð
anjarðarlestir milli stöðva, og
er talið að yfir 800.000 manns
■'hafi verið f neðanjarðarlestunum
er ósköpin dundu yfir, og þá
varð að loka báðum flugvöllum
borgarinnar, vegna þess að ijósa
kerfi þeirra kom ekki að notum
vegna raforkuskorts.'
Miklar trufianir voru á frétta
útsendingum á stuttbylgjum í
gærkvöldi og morgun, svo að af
þessu eru ekki eins nánar fregn
ir og ella myndi.
Vitað er, að Johnson forseti
brá við og hát allri aðstoð sam
bandsstjórnarinnar og m.a. að-
stoð sambands-ríkislögreglunnar
FBI (Federal Bureau of Investiga
tion) við rannsókn málsins, en
sérstök rannsókn hefir verið fyr
irskipuð.
Eins og ávallt þegar þessu likt
kemur fyrir fara vmsir óknvtta
og misyndismenn a kreik, og ó-
frómt fólk notar tækifærið til
þess að hnupla, og jafnvel sums
er far'S nm ránshendi.
Ekki er vitað, begar þetta er
skrifað, hve mikil brögð voru að
þessu f gærkvöldi og nótt, en
vitað að herlið var kvatt iögregl
unni til aðstoðar við að bjarga
fólki úr neðanjarðarlestunum og
víðár.
í framhaldsfréttum segir, að
bilunin muni hafa orsakajt af
þvf, að strengur bilaði frá raf
orkuverinu við Niagarafossa
(Niagara Falls).
Bilunin stóð f 10 klst., en nú
er allt ýmist komið í samt lag
eða í jjann veginn að komast í
Framh. á bls. 6
Frá New York. Ljósin slokknuðu um gervalla borgina í einni svipan.
Lokið omræðu um landbúnað
Á fundi í efri deild Alþingis í
gær mælti Alfreð Gíslas.on (K) fyr
ir tillögu til þingsályktunar um
setningu húsaleigulaga. Alfreð
rakti þróun húsnæðismálanna, og
lagði á það ríka áherzlu, að hin
gömlu lög nr. 30 4. febrúar 1952,
um hámark húsaleigu væru fyrir
löngu orðin úrelt og afnám þeirra
því hin mesta nauðsyn, en jafn-
brýnt er, að ný lög komi í þeirra
stað.
Félagsmálaráðherra Eggert G.
Þorsteinsson sagði, að meginhluti
frumvarpsins væri óþarfur, en
flutningsmaður legði megin-
áherzlu á niðurlagið. Ráðh. lagði
á það áherzlu, að nefndin kanni
það, hvort Húsnæðismálastj., sem
er skipuð fulltrúum allra flokka,
telji sér það fært að semja frum-
varp um ný húsaleigulög fyrir
lok þessa þings.
Alfreð Gíslason (K) sagði, að
félagsmálaráðherra treysti sér
ekki til að afgreiða þetta mál á
þessu þingi. Alfreð kvaðst halda
að einhver öfl væru innan ríkis-
stjórnarinnar, sem vildu ekki fá
þessi nýju húsaleigulög.
Félagsmálaráðherra Eggert G.
Þorsteinsson taldi það engan
vafa, að Húsnæðismálastjórn
lægi ekki á liði sínu í afgreiðslu
þessa máls. Ráðherra kvaðst ekki
hafa orðið var við nein öfl innan
ríkisstjórnarinnar, sem ekki vildu
framgang þessara laga, eins og
Alfreð vildi láta í veðri vaka. Ráð-
herra gat þess að lokum, að hann
héldi að allir þingmenn vissu,
að húsnæðismálin væru undirrót
vaxandi verðbólgu, og væri því
allra vilji að fá úrbætur f þess-
um málum.
týmræðunni var frestað og til-
lögúnni vísað til heilbrigðis- og
félagsmálanefndar.
Húsnæðismálastofnun
ríkisins
Framsogumaður meirihluta heil
brigðis- og félagsmálanefndar,
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S) mæiti fyrir neinaaráliti meiri-
hlutans. Sagði Þorvaldur að nefnd
in hefði ekki orðið sammála um
afgreiðslu málsins. Meirihlutinn
leggur til að frumvarpið verði
samþykkt óbreytt, en minnihlut-
inn, Alfreð Gíslason og Karl
Kristjánsson leggja til að nokkr-
ar breytingar verði gerðar á frum
varpinu. Framsögumaður meiri-
hlutans ræddi nokkuð efni frum-
varpsins og lagði til að það fengi
góða afgreiðslu i deildinni.
Alfreð Gíslason (K) gerði grein
fyrir breytingartillögum, sem
hann flytur við málið.
Karl Kristjánsson (F) mælti
með samþykki frumvarpsins, og
vék að breytingartillögum þeim,
sem hann flytur við frumvarpið.
Félagsmálaráðherra Eggert G.
Þorsteinsson gerði athugasemdir
við einstök atriði frummælenda
minnihlutans.
Einnig tóku aftur til máls í
þessum umræðum þeir Alfreð
Gíslason, Karl Kristjánsson, Egg-
ert G. Þorsteinsson, Þorvaldur
Garðar Kristjánsson og Björn
Jónsfeón.
Umræðunni var frestað.
Innflutningur á
hvalveiðiskipi
Birgir Finnsson mælti fyrir
hönd sjávarútvegsnefndar fyrir
frumvarpi til laga um heimild
fyrir ríkisstjómina til þess að
leyfa h.f. Hval innflutning á
iivalveiðisldpi. Nefndin flytur
þetta frumvarp að beiðni sjávar-
útvegsmálaráðuneytisins. Birgir
gat þess, að skipið væri 13 ára
og 600 bnittóiestir, og kæmi 1
stað elzta. skipsins, sem er 26
ára og 400 brúttólestir. Skip þetta
á að kaupa frá Noregi, og sagði
flutningsmaður að þetta væri eina
tækifærið að fá skip af þessari
stærð, þvi Norðmenn væru nú
að breyta ölium sínum skipum í
fiskveiðiskip. Öskaði Birgir eftir
þvf að málið fengi afgreiðslu í
deildinni sem allra fyrst. Forseti
neðri deildar setti nýjan fund, og
var frumvarpið afgreitt til efri
deildar.
Verðlagning
landbúnaðarvara
Enn var fram haldið umræðum
um verðlagningu landbúnaðar-
vara.
Gisli Guðmundsson (F) ræddi
um bráðabirgðalögin og hag
bænda almennt. Gísli taldi að
landbúnaðarvörur yrðu ekki til
lengdar of miklar fyrir lands-
menn, þar sem reikna mætti með
að þjóðinni fjölgaði á næstu árum
svipað og undanfarið. Gísli minnti
á, að þjóðinni hefði fjölgað um
sextíu þúsund manns á tuttugu
árum. Neytendahópurinn yrði því
stöðugt stærri, en þeim sem við
framleiðslu búvörunnar vinna,
fjölgar ekki.
Þórarinn Þórarinsson (F) sagði,
að dýrtíðin hefði aukizt meira í
,tið núverandi ríkisstjórnar en áð-
ur, þótt viðskiptamálaráðherra
segði annað.
Viðskipíamálaráðherra Gylfi Þ.
Gíslason las upp tölur úr hag-
skýrslum um vísitölu framfærslu-'
kostnaðar til staðfestingar á því
sem hann hafði haldið fram áður
um hækkun dýrtíðarinnar.
Skúli Guðmundsson (F) sagði,
að þær tölur sem viðskiptamála-
ráðherra hefði farið með væru
ekki að öllu leyti réttar.
Viðskiptamálaráðherra tók aft-
ur til máls og sagði, að fullyrð-
ingar Skúla væru á misskilningi
byggðar, og væri leitt að reynd-
ur þingmaður læsi ekki rétt upp
úr Hagtíðindum.
Umræðunni, sem staðið hefur
yfir í marga daga, var lokið og
málinu vfsað til 2. umræðu og
landbúnaðarnefndar.
Lántaka
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra hafði framsögu fvrir frum-
varpi til laga um lántöku vegna
vega- og flugvallagerða. Frumvarp
þetta kom frá efri deild, og hefur
þegar verið lýst.
Samþykkt var að vísa frumvarp
inu til 2. umræðu og fjáhagsnefnd
ar.
Landspítali íslands
Hannibal Valdimarsson (K)
mælti fyrir framvarpi til laga um
Landspítalk Islands. Hannibal gat
þess að frumvarp samhljóða þessu
hefði verið flutt á tveim seinustu
þingum, en ekki fengið afgreiðslu.
Það nýmæli í skipan heilbrigðis
mála felst í þessu frumvarpi, að
Landspítala íslands sé skipt í deild
ir þannig, að auk Landspítalans
í Reykjavík reki ríkið einnig land
spítaladeild á Vestfjörðum, á Norð
urlandi og Austfjörðum, svo og
á Suðurlandi, ef ástæða væri tal
in til þess, sakir nálægðar og
góðra samgangna við aðalspltal-
ann í Reykjavík.
Frumvarpið byggir á þeirri
hugsun, að ríkinu beri skylda til
að tryggja þegnunum sem jafn-
ast öryggi í heilbrigðismálum, án
tillits til búsetu.
Frekari umræður urðu ekki um
málið, og samþykkt var að vísa
því til 2. umræðu og heilbrigðis-
og félagsmálanefndar.
Ný mál
Frumvarp til laga um brevt-
ingu á Iðgum nr. 38. 14. apríl 1954
um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins. Flm. Jón Skafta-
son.
Tillaga til þingsályktunar um
18 ára kosningaaldur. Flm. Bene-
dikt Gröndal og fleiri.
Fyrirspurnir:
a) Til viðskiptamálaráðherra um
setningu reglna um tilboð 1 verk
samkvæmt útboðum. Frá Þorvaldi
Garðari Kristjánssyni, Sveini Guð
mundssyni og Jónasi G. Rafnar.
b) Til ríkisstjórnarinnar um
framkvæmd áætlana um sjálfvirkt
símakerfi. Frá Hannibal Valdimars
syni.
c) Til samgöngumálaráðherra
um sérleyfissjóð og umferðarmið
stöð. Frá Inga R. Helgasyni.