Vísir - 10.11.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 10.11.1965, Blaðsíða 6
3 V1 S IR . Miðvikudagur 10. nóvember 1965. Fræðslufundur í Hufnurfirði um umferðurmúl 1 kvöld heldur Félag íslenzkra bifreiSaeigenda fræðslufund í Bæjarbíó í Hafnarfiröi og hefst hann kl. 9. Er fundurinn hald inn í sambandi við umferðar- viku, sem verið hefur undan fama daga í Hafnarfirði. Fjölbreytt dagskrá verður á fundinum. Ávörp flytja Magnús H. Valdimarsson, framkvæmda stjóri F.l.B. og Kristinn Hákon arson yfirlögregluþjónn. Sýndar verða umferðarkvikmyndir. Nýj ung er að fram fer fyrirspuma þáttur um umferðarmál undir stjóm Péturs Sveinbjarnars. í þættinum taka þátt Egill Gests son, form. samstarfsnefndar bif reiðatryggingafélaganna, Árni Guðjónsson hrl., lögfr. F.í. B og Sigurður E. Ágústsson lögregluvarðstjóri. Sýslumaðurinn í Guilbringu- og Kjósarsýslu, F.Í.B. og trygg ingafélögin standa að þessari umferðarviku. Hefur öllum börn um og unglingum í Hafnafirði verið boðið að sjá umferðarkvik myndir í Bæjarbfó og komið hefur verið fyrir myndarlegri gluggaútstillingu í miðbænum. Lögreglueftirlitið hefur jafn framt verið aukið í bænum. Bifreiðaeigendur í Hafnarfirði og Garðahreppi eru velkomnir á fundinn í kvöld. Er hægt? — Framh. af bjs. 16 bók eftir dr. Louisa Rhine, konu dr. Rhine, dulsálarfræð- ings við Duke háskólann í Bandaríkjunum, sem skrifar for málann. Séra Sveinn hefur þýtt bókina, sem er nýkomin á mark aðinn Hún heitir „Dulhæfileik ar og dulskynjanir" eða „Hidd en Channels of the Mind“ og gerir grein fyrir dulhæfileikum manna. Einn kaflinn fjallar um forspár í draumi og vöku (eða hálfvöku) Er hægt að koma í veg fyrir að atburðir gerist sem menn sjá fyrir? Er þetta raunveru- Iega ákveðið eða getur vitn eskja forðað slysi? Mjög erfitt er að segja hið sanna. Leiða rannsóknir á dulhæfileikum í ljós, að hægt sé að breyta hugs unarhætti og koma í veg fyrir hitt og þetta — slys og sjúk dóma? Á seinni árum hefur dr. Rhine kannað áhrif hugsunarinnar á dauða hluti — hann hefur haft tugþúsundir stúdenta tll að- stoðar við þessar rannsóknir. Hann gerði tilraun með vél, sem kastar peningum og lætur menn óska eftir því, að ákveð in tala komi upp. Margir menn eru ótvírætt gæddir þeim hæfi leika að geta annað hvort sagt fyrir. hvaða tala kemur upp ellegar þeir geta með hugsana krafti haft áhrif á hreyfingu peninganna, svo að ákveðin tala kemur upp. New York — Framhald af bls 5. sama horf og áður. Þetta var mjög óhugnanlegt. Bilanirnar náðu allt suður til Pennsylvaniu og norður til Tor- onto í Mið-Kanada. Ekki hefur frétzt um að stór kostleg spjöll hafi verið unnin að til uppþota hafi komið o.s. frv., að því undanteknu, að fang ar brutust út úr klefum sínum í fangelsi í Massachusetts en þeir voru kúgaðir til uppgjafar með táragasi. Ekki þarf neinum getum að því að leiða hversu fólki í neð anjarðarlestum og alls staðar varð við er þetta gerðist í einni svipan, allt stöðvaðist og allt í kolamyrkri, en þetta var kl. 5 eftir þarlendum tíma, þeg ar flest fólk er á heimleið úr vinnu sinni Stærsti — Pramh. at' bls. 16 að verkum, að þegar skólaleik fimj er lokið geta íþróttafélögin tekið húsið til notkunar. Hér er þvi um að ræða merkilegt sam starf um smíði leikfimihúss fyrir skóla sem jafnframt er fyr- ir íþróttafélög. Enn eina athyglisverða nýjung sáu menn í þessum fimleikasal, gólf hans er klætt með plastflís um, en undir þeim er þó viðar- Barnagæzla Get tekið nokkur böm í gæzlu á Sólvallagötu 40 (uppi) um 15. nóv., ef pantað er strax. Hringið í síma 19137 í kvöld kl. 6—8 e. h. Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 3. árs- fjórðung 1965 svo og nýálagðar hækkanir á söluskatti eldri tímabila, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi fyrir 15. þ. m. Dráttarvextir eru 1*4% fyrir hvern byrjaðan mánuð, frá gjalddaga, sem var 15. okt. s.l. Em því lægstu vextir 3% og verða innheimtir frá og með 16. þ. m. Hefst þá án frekari fyrirvara stöðvun atvinnu- rekstrar þeirra, sem eigi hafa skilað gjöldum að kvöldi 15. þ. m. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN, Amarhvoli NY KAPA Útlenzk, rauð með skinni, tvær gráar kápur og drengjafermingarföt, sem nýtt, til sölu í Auðarstræti 3, kjallara. klæðning sem gefur þá fjöðrun sem þarf. En plastflísar þessar eru til hliðar og mikils spamað- ar í rekstri og viðhaldi. Parket- gólf þau sem tiðkazt hafa hefur þurft að sllpa þriðja hvert ár og mála við mikinn kostnað, en nú þarf þess ekki lengur, leikvallar línur allar eru greyptar hver í sínum lit í plastflísamar. Ástráður Sigursteindórsson skólastjóri skýrði frá því að kennsla hefði byrjað í húsinu nú 1 byrjun vikunnar. Auk nem enda í Réttarholtsskólanum koma þangað til leikfimi börn úr Breiðagerðisskóla og Álftamýrar skóla. Mörg íþróttafélög fá þar inni. Af 50 tímum sem íþrótta- félög hafa þar á viku hverri, hef ur hverfis-íþróttafélagið Víking ur 24 tíma, Badmintonfélagið 7, Ármann, Fram og ÍR hvert um sig fjóra tíma. Kostnaður við smíði hússins nemur samtals 14y2 milljón kr. Þá fékk Vísir þær upplýsingar, að nú væri verið að leggja síð- ustu hönd að verki við teikning ar að álíka stóm og glæsilegu leikfimihúsi við Vogaskólann og verður á næstunni hafizt handa við þær framkvæmdir. Hdskólinn — Framh. af bls. 1 varið fé til Háskólans sem svar- aði 0,94% af þjóðartekjum þess árs. í ár, 1965 er sambærileg tala 1,68%, og sést á því, hve hér er um mikla hækkun að ræða. Of hár stúdentaaldur Þá ræddi ráðherrann um skoð anir sinar á því, hverjar breyt- ingar væri æskilegt og nauðsyn legt að gera í háskólamálum og á háskólanámi. Eru þær hinar athyglisverðustu og fara hér á eftir: | \ Stúdentaaldurinn er of hár, sagði ráðherrann. Hægt er að lækka hann um eitt ár án þess að breyta þurfi þó ákvæðum um fræðsluskyldu og landspróf. Það er hægt með því sagði hann að í stað þess að á 16. ári skipta unglingar sér í landsprófsdeildir, þeir sem á- fram vilja halda þá hefji þeir nám undir landspróf strax 12 ára þanpig að unglingamir lykju landsprófsnáminu á 2 árum í stað 3. Myndu unglingarnir þann ig ljúka landsprófsnáminu 15 ára, og yrðu þá stúdentar 19 ára. Það kvaðst ráðherrann fullkom- lega sannfærður um að ungling ar, þ.e. sá sjötti hluti sem á landspróf hyggur, gæti ágæta vel lokið námsefni landsprófs á ári skemmri tíma en nú" tíðkast. Þessi tillaga hefði hins vegar sætt harðri andstöðu skóla- manna, vegna sálfræðilegra og félagslegra ástæðna, og því sagð ist hann hafa ekki látið fram- kvæma hana enn í skólum. O) Nauðsyn ber til þess að stytta háskólanámið, sagði ráðherrann. Það má gera á þann hátt-að lengja háskólaárið. Nú er það tvö misseri og kennslu árið aðeins 7 mánuðir. Er það stytzta kennsluár, sem ráðherr ann kvaðst þekkja til. Þess í stað mætti hafa þrjú misseri og kenna frá 15. sept. til 15. júni ár hvert. Þannig myndu skapast möguleikar á þvi að ljúka prófi ári fyrr en nú er. Væri það mjög æskilegt, og hér hefðu þá, með styttingu landsprófsnámsins myndazt möguleikar á, að menn yrðu kandidatar tveimur árum fyrr en nú tíðkast. Vitanlega þyrfti að auka styrki og lán til stúdenta ef háskólaárið væri lengt, en betur myndi það koma út fyrir stúdenta, þar sem þeir kæmust ári fyrr en ella til starfa. O \ Þá kvað ráðherrann ekki * annað vansalaust en Nátt- úrufræðistofnunin (áður Náttúru gripasafnið) yrði deild við Há- skólann. Efla ætti stofnunina mjög og taka upp kennslu til fvrrihluta prófs í náttúrufræð- um við Háskólann, svo sem tíðk ast í verkfræði nú. A \ Loks ætti skilyrðislaust að taka upp kennslu í félags- vísindum við Háskólann, þ. e. stofna deild þeirra eða rannsókn arstofnun við skólann, í þjóðfé- lagsmálum. Hér á landi væru hin ágætustu skilyrði til félagslegra rannsókna, sem við mættum ekki vanrækja að færa okkur í nyt Ekki mætti þó gleyma því að nám og kennsla í íslenzkum fræðum væri innsti kjami Há- skólans sagði ráðherrann að lok um, og einnig yrði að efla raun- vísindastarfsemina. Röðun verkefna Ólafur Jóhannesson flutti ít- arlega ræðu um hag og fram tíð Háskólans.' Kvað hann of mikils handahófs hafa gætt um fjárveitingar til hans á liðnum árum, en gleðileg væru tíðindin að nú ætti að semja heildaráætl un um háskólastefnu og starf. Auka þyrfti fjármagn til hans því ella væri ljóst að loka yrði dyrum hans fyrir stúdentum og það mætti aldrei koma fvrir. Stofna bæri til kvöldnámskeiða við háskólann fyrir almenning. í öllum framkvæmdum yrði að hafa í huga að ekki mætti þó spenna bogann of hátt. Vega yrði og meta hvaða fram kvæmdir ættu að ganga fyrir og raða yrði verkefnunum og snfða sér stakk eftir vexti. Erfitt yrði að.halda til jafns í á borð við aðra háskóla. Ólafur Bjömsson vék að á- stæðunum til þess að ekki hefur betur verið séð fyrir málum Há- skólans á liðnum árum af hálfu fjáfveitingavaldsins en raun ber vitni um. Benti hann á nauðsyn tekjuöflunarleiða, þegar útgjöld væru ákveðin, en kvaðst ekki ef- ast um góðan vilja Alþingis og ráðherra að gera nú vel við þessa æðstu menntastofnun þjóð arinnar. Við verðum að horfast í augu við erfiðleikana, sagði Ólafur. Það eru ekki óskhyggjumennirn ir sem bera málin fram til sig- urs. Gera þyrfti áætlun til langs tíma um þarfir skólans, en einn ig yrði í annan stað að leysa að- kallandi verkefni strax svo sem húsnæðisþörf skólans. Þá ræddi hann nokkuð um gildi mennt- unar fyrir hagvöxtinn £ þjóð- félaginu og benti á að þar væri ekki ávallt fast samband á milli, sérlega ekki þegar rætt væri um þau fög sem nefnd væru „humaniora". Hvatti ræðumaður til sem nánasts samstarfs yfir- valda háskólans og Alþingis í framtíðarmálum skólans. Þá ræddi einnig Ingl R. Helga son um fundarefnið. Pólverjar — Framh. af bls. 16 Frá PóIIandi kom fjögurra manna sendinefnd, en auk hennar taka þátt I viðræðunum af hálfu Póllands tveir fulltrúar frá sendiráði PóIIands í Reykjavík. For maður nefndarinnar er Stanislaw Stanislawsky deildarstjóri í við- skiptamáladeild pólska utanrikis- ráðuneytisins. Af hálfu íslands taka þátt £ samningaviðræðunum þeir Þórhall- ur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri, sem er formaður nefndarinnar, Ámi Finnbjömsson, framkvæmdastjóri, S.H., Bjöm Tryggvason skrifstofu stjóri i Seðlabankanum, Gunnar Flóvenz framkvæmdastjóri Sfldar- útvegsnefndar, Pétur Pétursson for stjóri Innkaupastofnunar rildsins, Bjarni V. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar S.Í.S. og Björgvin Guðmundsson fulltrúi i viðskiptamálaráðuneyt- inu. Ófært — Framhald af bls. 1. sína og braut skarð í veginn. Það hefur þegar verið lagfært og vegurinn yfir Lágheiði til Ó1 afsfjarðar fær að nýju. Aðrir vegir á landinu eru yfir Ieitt færir og margir þeirra hin ir sæmilegustu yfirferðar. Með- al annars eru allir fjallvegir á landinu færir og það er meira en venjulega hefur verið hægt að segjá um þetta leyti árs. Bifreiðastjórar Hafnarfirði og Garðahreppi. Fræðslufundur um umferðarmál verður í kvöld í Bæjárbíói og hefst kl. 9,00. Dagskrá: Ávörp flytja Magnús H. Valdimarsson, framkvæmdastjóri F.Í.B., og Kristinn Hákonarson, yfirlögregluþjónn. Kvikmyndasýning. Fyrirspurnarþáttur um umferðarmál. Fyrirspumum svara: Sigurður E. Ágústsson, varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar, Ámi Guðjónsson, hrl., lögfræðingur F.Í.B., og Egill Gestsson, formaður Samstarfsnefnda bifreiða tryggingafélaganna. Stjórnandi: Pétur Sveinbjarnarson. Bifreiðaeigendur fjölmennið. FÉLAG ÍSLENZKRA BIFREIÐAEIGENDA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.