Vísir - 10.11.1965, Blaðsíða 2
V1 S I R . Miðvikudagur 10. nóvember 1965.
Skotar skoruðu ó
síðustu mínútu!
Unnu ítali 1:0 í HM
SKOTUM tókst að ná toppnum ásamt ítölum í riðli 8 f HM
í knattspyrnu f gærkvöldi. Það var bakvörðurinn Greig, sem
skoraði sigurmarkið, — eina mark Ieiksins — á síðustu mín-
útunni og þar með eru Skotar komnir með 7 stig eins og
ítalir og einn leikur eftir, leikur þessara sömu liða á Ítalíu
7. desember n.k.
Meira en 100.000 áhorfendur voru á Hampden Park í gær-
kvöldi og fögnuðu innilega þessu síðbúna sigurmarki
Aðrar fréttir af HM eru þær, að aðgöngumiðasala gengur
mjög vel að úrslitakeppninni næsta sumar. Átta mánuðum
fyrir úrslitin er búið að selja fyrir nær 60 millj. fsl. króna.
Þetta þýðir, að búið er að selja ca. fjórðung allra þeirra miða,
sem á boðstólum verða.
r-*~~Æ
Frá aðalfundi knattspyrnumanna i Kópavogi:
Þurfa betri aðstöðu
Aðalfundur knattspyrnu-
deildar U.B.K. var haldinn
5. nóv. 1965. — Formaður
deildarinnar, Daði E. Jóns-
son, skýrði frá starfsemi
deildarinnar á síðasta ári.
•ÆU Innanhússæfingar hófust t byrjun
‘ ^ ' ^1 október 1964, og voru sæmilega
sóttar. Strax upp úr áramóturh hóf
Ztata Rebernjak skorar fyrir Júgóslaviu í leiknum gegn Dönum. Dönsku stúlkurnar á myndinnl eru § ust útiæfingar, og voru þær mjög
KlrstenNilsson og Tony Röseler-Andersen. t m ,n,——
HM / handknattleik kvenna hafið:
Leit út fyrir aS Á-Evrápu-
þjóðir hættu við þátttöku
Heimsmeistarakeppnin í hand
knattleik kvenna er hafin í
Þýzkalandi og mikið búið að
ganga á vegna keppninnar og
fyrirkomulags hennar. Leit út í
síðustu vlku, sem öll A-Evrópu
löndin mundu hætta við þátt-
töku eftir að Rússar drógu sig
til baka og Pólverjar fengu t. d.
ekki leyfi til að fara fyrr en 2
tímum áöur en járnbrautarlestin
fór frá Varsjá, Norsku stúlkum
ar höfðu á meðan verið boðað
ar tll vara og voru tilbúnar ef
svo skyldi fara að þær pólsku
kæmu ekki.
á sunnudag var keppt í Vestur
Berlín í riðli A og fóru leikar
svo að V-Þýzkaland vann Japan
15:7 og Júgóslavir Dani með
11:7. 1 B-riðli í Offenburg unnu
Ungverjar Tékka með 7:4 og Pól
verjar og heimsmeistararnir frá
Rúmeniu gerðu jafntefli 4:4. />
í gærkvöldi var aftur leikið
og fóru leikar svo að Danir
unnu Japani 10:9 og Júgóslavir
unnu Vestur-Þjóðverja 10:6 í A-
riðlinum en í B-riðli unnu Ung-
verjar Rúmena 9:6, en ekki var
vitað um úrslit i leik Pólverja
og Tékka.
Nýstárleg íþrótt
Ein af þeim fjölmörgu íþrótta-
greinum, sem við þekkjum ekkert
til hér uppi á Islandi er íþróttin,
sem sýnd er á myndinni og er
köliuð „mótorhjólaknattleikur“.
Er þetta einhvers konar knatt-
spyma, nema hvað þátttakendur
eru á mótorhjólum. Getur þetta
verið mjög spennandi og skap
hltinn getur komið upp í mönn
um í þessum le'k sem öðrum.
Myndin er tekin i Moskvu fyrir
nokkru síðan en þar gerðu iið
þessi jafntefli 1:1 í 1. deild fyrir
mótorhjólaknattleik. Áhorfendur
em jafnan mjög margir að leikj
um þessum.
vel sóttar, einkum af vngri félög-
um.
Til að byrja með þjálfaði Sveinn
Skúlason 4. og 5. flokk, en um miðj
an júní tók Guðmundur Þórðar-
son við þjálfun hjá þessum flokk
um.
Frammistaða þessara flokka var
nokkuð góð á keppnistímabilinu,
og ekki skortir efniviðinn ef vel
er á haldið.
3. fl. þjálfaði Sölvi Óskarsson,
og náði flokkurinn fljótlega góðiim
árangri undir stjóm hans.
Meistaraflokk þjálfaðj Pétur
Bjarnason. Liðið tók þátt í íslands
móti II. deildar, og hlaut annað
sætið f sínum riðli, en þriðja sæti
yfir heildina. Þá fékk liðið rétt til
þátttöku í „Litlu bikarkeppninni",
en því miður virðist það ekki ætla
að verða liðinu til góðs, þar sem
keppni þessari mun ekki ljúka á ár-
inu, og er það miður.
Keppnisferð var farin til Sauðár-
króks, og var það í alla staði
mjög vel heppnuð ferð.
Ein nýbreytni var tekin upp á ár-
inu, komið var á fót svokölluðu
„knattspvrnukvöldi", sem fór fram
á grasvellinum við Fífuhvammsveg,
og var fólgið í því að keppni var
milli Austur og Vesturbæjar í öllum
yngri flokkunum, en síðan keppti
úrvalslið bæjarstjórnar við M. fl.
Breiðabliks, og klæddust Breiða-
bliksmenn annarlegum klæðum.
Ekki verður skýrt frá úrslitum hér.
Mikið var um áhorfendur, og höfðu
allir nokkuð gaman af. Ætlunin er
að hafa slíka keppni árlega, og von-
umst við til að bæjarstjóm Kópa-
vogs sýni okkur þann velvilja að
mæta með sitt ágæta lið að sumri.
Mikil og erfið verkefni bfða hinn
: ar nýkjörnu stjómar, enda við mik
inn fjárskort að etja, til að halda
uppi þjálfun í öllum flokkum.
Einnig eru æfingaskilyrði orðin
í mjög léleg, en aðeins einn tfmi fæst
á hvern flokk f viku.
Stjómin hefir fullan hug á að
reyna að bæta fjárhaginn, og heitir
á alla Kópavogsbúa, svo og félags
menn, að styrkja og styðja deild-
ina, og félagið f heild, eftir þvf
sem ástæður leyfa hverju sinni.
1 stjóm deildarinnar eru nú eft-
irtaldir menn:
Formaður: Stefán B. Einarsson.
V.-form.: Daði E. Jónsson.
Ritari: Björgvin Guðmundsson
Gjaldkeri: Sigurjón Valdimarss
Spjandskrárritari: Einar Einarss