Vísir - 10.11.1965, Side 8
8
V 1 S IR . Miðvikudagur 10. nóvember 1965.
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson '
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn O. Tborarensen
Auglýsinga_:j.: Halldór Jónsson
Sölustjóri: Herbert Guðmundsson
Rltstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 lfnur)
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f.
T ogaraútgerðin
þjóðviljinn var að senda íslenzkum útgerðarmönn-
um tóninn í forustugrein s. 1. sunnudag og er það
ekki í fyrsta sinn. Þessi kveðja var þó sérstaklega til
togaraútgerðarmanna. Allir vita að togaraútgerðin
hefur barizt mjög í bökkum síðustu árin, þótt Þjóðvilj-
inn kalli það „eymdarvæl“, ef á það er minnzt. Blað-
ið var með dylgjur um að útgerðarmennimir hefðu
sjálfir „efnazt allþokkalega“, þótt tap væri á skip-
unum. M. ö. o. útgerðamennirnir eiga að hafa tekið
til sín meiri hlut en rétt og eðlilegt hefði verið. En
hvemig stendur þá á því, að bæjarútgerðir togara
hafa ekki borið sig? Þar eru engir útgerðarmenn til
þess að fleyta rjómann.
Það hefði átt að geta verið sæmileg útkoma á
togaraútgerð, sem kommúnistar hafa sjálfir stjórnað,
en reyndin hefur samt orðið sú, að þar hefur gengið
sízt betur en annars staðar. Mætti þar minna á út-
gerðina á Norðfirði. Reynslan hefur marg sannað, að
beri einkareksturinn sig ekki er afkoma líka slæm,
og oftast verri, hjá hinum. Og þótt Þjóð^iljinn og
forsprakkar kommúnista þykist kunna rað til þess
að leysa vandamál togaraútgerðarinnar, munu fáir
leggja trúnað á þær fullyrðingar. Þeir hafa ekki
reynzt íslenzkum atvinnurekstri sú heillaþúfa, að
þaðan geti verið nokkurra bjargráða að vænta. Það
er minnstur vandinn að gaspra um það í blaðagrein-
um, að treysta þurfi rekstrargrundvöllinn og endur-
nýja flotann. Hér þarf meira en orðin tóm. Allir
eru eflaust sammála um að frumskilyrðið sé að finna
leiðir til að láta útgerðina bera sig, því takist það
kemur endurnýjun flotans á eftir, að öðrum kosti er
hætt við að fáir einstaklingar vilji ráðast í að kaupa
nýja togara, en einkarekstur er tvímælalaust æski-'
legri en bæjarútgerð og ríkisrekstur. Það hefur reynsl-
an ótvírætt sannað hér á íslandi.
Vegaskattur
))
]Vfargir hafa eflaust hlustað á útvarpsþáttinn „Spurt
og spjallað“ í fyrrakvöld, þar sem fjallað var um
vegamálin. Skoðanir manna eru skiptar um vega-
skatt eins og allt annað. Eri hitt getur varla verið
ágreiningsmál, að á næstu árum þarf gífurlegt fé til
bráðnauðsynlegra vegagerða. Jafnframt er auðsætt,
að ógerlegt mun reynast að afla þess fjár nema með
sérstökum ráðstöfunum, þar sem það verður tekið
af þeim, sem veginn nota.
Allir vilja fá betri vegi og allir bíleigendur græða
á því ^ð fá betri vegi. Er þá ekki eitthvað á sig leggj-
andi til þess? Keflavíkurvegurinn er aðeins byrjunin.
Vísir ræðir við dr. med. Ólaf Hallgrímsson, sem lauk doktorsprófi við
Ruprecht — Karl Universitát í Heidelberg 16. júlí s.l. Fjallaði ritgerðin um
„Morbus Méniere“ — sjúkdóm í innra eyra.
Dr. med. Ólafur Hallgrímsson og hin norska kona hans„ frú Kirsten (fædd Aarstrdi sneö ranniækna-
próf frá Heideibergháskólanum, og litla dóttir þeirra, Jórunn Bergljót (10 mánaða gömul) á heimili
þeirra að Kleppsvegi 2.
Rannsókn á „Morbus Méniere41
Með læknakandidats-
prófi frá Heidelberg —
háskólanum í Þýzka-
landi að viðbættu dokt-
orsprófi frá sama skóla
í sérgrein læknisfræð-
inar, nevrologíu, þrjátíu
og eins árs að aldri —
og er nú að taka kandi-
datþjónustu hér til þess
að öðlast réttindi til
lækninga á íslandi.
Dr. med. Ólafur Hallgrímsson
kom hingað í sumar seint í júlí,
eftir að hafa hlotið „summa
cum laude“ — ágætiseinkunn
fyrir doktorsri,tgerð sína, sem
fjallar um innrá eyrað og sjúk-
dóm, sem herjar á það, — nefn
ist: „Katamnestsche Unter-
suchungen zum Morbus Méni-
ere“ og byggist á rannsóknum
á einum 62 tilfellum ákveðins
innra eyra-sjúkdóms, sem er
> kenndur við franskan háls- nef-
og eymasérfræðing Prosper
Méniere. Þessi franski læknir
uppgötvaði þennan sjókdóm
1861. Fram að þeim tíma hafði
verið talið fullvíst, að svimi
stafaði af heilablæðingum en
Méniere fann það út, að heyrnar
truflun og heyrnartap samfara
svima stafaði frá völundarhús-
inu og bogagöngunum
„Það er margt á huldu enn
um þennan sjúkdóm", sagði dr.
Ólafur, þegar Vísir innti hann
nánar eftir þessu, „og eru ýms
ar tilgátur um orsakir hans og
uppruna. Margir hverjir halda
því fram, að sjúkdómurinn stafi
af blæðingartruflunum, sem
auki á þrýsting á skynfæri
er orsaki heymar- og jafnvægis
truflanir samfara suðu í eyrum.
Hann byrjar vanalega með
svimaáföllum.“
jQr. Ólafur hafði verið á vakt
á fæðingardeild Landsspít-
alans, þegar blaðið náði tali af
honum, en í sumar hafði hann
„MPpiðy.á Siysavarðstpfunni, þar
byrjgði strax eftir
heimkomuna. Þegar hann hefur
lokið þjónustunni á fæðingar-
deild, fer hann „út i hérað“ og
verður þar þrjá mánuði, sem
er tilskylinn tími, en það verður
að iíkindum ekki fyrr en í vor,
því að eldra barn hjónanna,
Kjartan, gengur hér í skóla.
Kona Ólafs er norsk, Kirsten
Aarstad að nafni, og er tann
læknir að mennt, með próf frá
Heidelberg. Yngra barnið er
stúlka 10 mánaða gömul, heitir
Jómnn Bergljót.
Dr. Ólafur hyggst taka sér-
fræðingspraksís erlendis í ne-
vrologíu, óðara og hann fær því
viðkomið, en það mun taka a.
m. k. tvö ár
Ölafur varð stúdent úr M. A.
’53, en vann tvö næstu ár á
Keflavíkurvelli, en sigldi þá til
Þýzkalands í því augnamiði að
nema hagfræði og var við það
nám einn vetur, en venti svo
kvæði sínu í kross og hóf lækn
isfræðinám við Ruprecht- Karl
Universitat í Heidelberg og lauk
þaðan kandídatsprófi ’62. Hann
byrjaði þá þegar að gera drög
að doktorsritgerð með því að
rannsaka 62 valin tilfelli af
Morbus Méniere, sem lágu á
nevrólogísku/ klínik Háskólans í
Heidelberg, á árunum ’43—’54.
Hann fékk styrk úr vísinda-
sjóði til þessara rannsókna frá
því haustið ’63 til haustsins ’65.
„Ég kallaði inn eins mörg til-
fellj og ég hafði upp á, og mér
tókst að ná í 54 af þessum 62“,
sagði dr. Ólafur. Hann hafði
lokið gagnasöfnun’63. Upp frá
þvl vann hann í Noregi að lækn
isstörfum jafnhliða því sem
hann skrifaði doktorsritgerðina.
Hann varði hana við Heidelberg
16. júlí ’65. Prófessor Dr. D.
Janz og prófessor Vogel sögðu
um ritgerðina, að hún sýndi ó-
tvirætt vísindalega hæfileika
höfundar. I
Dr Ólafur gerði itarlegaar
rannsóknir á þróun sjúk-
dómsins yfir Iengri tima, „af
því að hingað til liöfðu ekki
verið gerðar rannsóknir á þró-
un og hegðan sjúkdómsins yfir
lengra tímabil en 5—6 ár og því
lítið vitað um, hvað yrði úr
svimaáföllum og öðrum einkenn
um sjúkdómsins". Ennfremur
var verkefnið að rannsaka,
hvaða áhrif sjúkdómurinn
hefði yfir lengri tíma á skyn-
færi heyrnar- og jafnvægis.
Þá kannaði dr. Ólafur áhrif
sjúkdómsins á vinnuhæfni og
hvers konar fólk hefði tllhneig-
ingu til að taka sjúkdóminn:
„Það er yfirleitt „vegitativt
labílt“ fólk, sem hefur tilhneig-
ingu til að fá Morbus Méniere
— oft er um geðræn áhrif að
ræða vegna aukins álags, sem
sjúklingurinn verður fyrir“.
Dr. Ólafur sagði: „Við vefja-
fræðilega rannsókn á sjúkdómn
um hefur fundizt aukið yökva-
magn í innra eyranu."
Innraeyrað er fíngerður meka
nismi, sem menn vita tiltölu-
lega lítið um ennþá. Morbus
Méniere er sjúkdómur, sem er
erfitt að lækna, vegna þess að
allt er svo mjög á huldu enn um
miðeyrað.
„Það er þýðingarmikið atriði
að rannsaka, hvaða áhrif sjúk
dómurinn hefur yfir lengri
tíma“, sagði dr. Ólafur Hall-
grímsson.
„Segið mér eitt Iæknir, gildir
ekki hið sama um þennan sjúk
dóm sem aðra, að hann lækn-
ast ekki nema sjúklingurinn
vilji fá lækningu?"
„Það væri alveg óhugsandi
að Iækna yfirleitt, ef læknir
hefði ekki náttúruna með sér til
að lækna“.
„Velja menn sér kannski sjúk
dóma í mótmælaskyni við til-
veruna?“
„Það er greinilegt, að margt
fólk bregzt þannig við sínum
erfiðieikum, að svo virðist sem
sjúkdómar þess séu afleiðing
innri aðstæðna". — stgr.