Vísir - 10.11.1965, Side 15
VI S IR . Miðvikudagur 10. nóvember 1965.
15
40.
„Ég hef ekki hugmynd um það“,
svaraði hershöfðinginn þreytulega.
„Og stjórnin hefur ekki hugmynd
um það heldur. Hún tekur endan-
lega ákvörðun klukkan tíu I kvöld.
Og afstaða hennar verður enn á-
kveðnari, þegar hún fær að vita
hvers þú hefur orðið áskynja. Það
gerbreytir bókstaflega öllu. Við
héldum okkur eiga í höggi við
vitfirring. Öllu heldur vitfirrtan
snilling. Eftir þessu að dæma er
þarna u > að ræða kommúnistiskt
samsæri, sem hefur það að mark-
mið að svipta Breta þvf hættuleg-
asta vopni, sem þeir — eða nokkur
þjóð önnur — hefur nokkurn tíma
haft yfir að ráða. Ef til vill er
þetta einungis upphafið; lokatak-
mark samsærisins að leggja
brezka ríkið f rús. Ég veit raunar
ekkert um það, hef ekki haft neinn
tíma til að hugleiða það nánar,
þetta er einungis áleitið hugboð.
Getur átt sér stað, að kommún-
istaríkin séu að undirbúa uppgjör
við þau vestrænu — að þau þykis!
viss um að geta greitt okkur það
rothögg, að ekki verði neinum
vörnum við komið? Það er að segja,
þegar stöðin að Mordon hefur ver-
ið jöfnuð við jörðu og kommúnist
arnir hafa sjálfir komizt yfir veir*
urnar? Það veit ekki annar en sá,
sem allt veit. Nema hvað ég held,
að ég kysi fremur að eiga í höggi
við vitfirrtan sniliing. Auk þess
vitum við ekki enn, Cavell, hvort
þesar upplýsingar eru réttar".
„Og það er ekki nema eitt ráð
til að komast að raun um það“,
varð mér að orði. „Lögreglubíllinn
bfður þarna úti fyrir. Við skulum
koma og hitta dr Mc Donald að
máli“.
Að nákvæmlega átta mínútum
liðnum komum við að Mordon. Þar
var okkur sagt að dr. McDonald
væri farinn þaðan fyrir tveim
klukkustundum. Og enn, átta mfn
útum síðar, námum við staðar úti
fyrir húsi hans.
Þar var allt myrkt og híbýlin,
að því er virtist auð, og yfirgefin.
Að réttu lagi hefði ráðskonan, ung-
frú Turpin, ekki átt að vera farin,
en var það eigi að sfður. Dr.Donald
var líka farinn — fyrir fullt og allt.
Fuglinn floginn.
Hann hafði meira að segja haft
I svo hraðan á, að útidyrnar stóðu
opnar f hálfa gátt. Við gengum inn
í anddyrið og komumst brátt að
raun um, að það var ekki eins
og McDonald væri nýfarinn. Mið-
stöðvarofnarnir voru kaldir, eng-
inn sígarettuþefur í loftinu eða
matarlykt. Ég fann til sárrar
þreytu, og mér fannst ég hafður að
i fífli.
Við gengum um öll herbergi og
höfðum líka hraðan á. Nú þóttist
ég skilja tilganginn með hinum
dýru og fjölbreyttu ljósmyndatækj-
um f myrkraherberginu; svo heimsk
ur var ég þó ekki, að mér væri
fyrirmunað- að komast að niður-
stöðu, þegar rhér ggfst tfmi til að
hugsa rhálið. UnÖarlegí 'þÓtti mer
að sjá þess hvergi merki, að Mc
Donald hefði gengið frá farangri
sínum í skyndi, enn undarlegra, að
hann virtist ekki hafa tekið neitt
með sér. Þegar kom inn f bað-
herbergið, voru rakáhöld og annað
þess háttar þar á sfnum stað. Ekki
var heldur sjáanlegt á neinu f eld-
húsinu, að þar hefði verið matreitt
þann daginn, að minnsta kosti ekki
í hádeginu. Ég hafði orð á því við
Hardanger.
„Ráðskonan hefur ekki gert ráð
fyrir, að htmn hefði mikla mat-
arlyst, eftir allt það, sem á undan
var gengið“, svaraði hann. „Og það
vir^ist benda til að henni sé kunn
ugt um hlutverkið, sem McDonald
hefur með höndum f þessu máll“.
„Það er mér að kenna“. varð
mér að orði og gerðist nú reiður
sjálfum mér. „Ég hafði ekki hug-
mynd um, að ráðskonan stóð á
hleri, þegar ég fór, sá hún að ég
hélt á sendibréfunum f hendinni.
Mér kom ekki til hugar að gruna
hana um hlutdeild í öllu saman.
ezt að við förum og höf-
henni. Það er að segja
þá heima“.
-uuanger gekk að símanum og
hringdi, ég sneri mér að gamla
skrifborðinu, þar sem fundizt
höfðu ljósmyndaheftin og sendi-
bréfin, en bæði skúffurnar og skáp-
amir reyndust í lás. „Kem að
vörmu spori“, sagði ég við hers-
höfðingjann.
Ég hélt út í bílskúrinn, en fann
bar ekki neitt hentugt barefli. Ekki
heldur f áhaldaskúrnum. Þar stóð
hefilbekkur og reiðhjól, og þar gat
að líta garðyrkjuáhöld og hrúgu af
tómum sementspokum, en ekki
neinn hamar. Loks fann ég þar
allþungan haka, sem ég taldi mig
geta notazt við.
„Ætlarðu að brjöta upp skrif-
borðið?" spurði Hardanger, sem
kom inn í sömu svifum og ég reiddi
hakann til höggs.
„Látum McDonald hreyfa mót-
mælum, sé hann viðlátinn", hreytti
ég út úr mér um leið og ég mol-
aði skáphurðina. Heftin með bréfa-
skiptum doktorsins við Alþjóða
heilbrigðismálastofnunina og ljós-
myndum þaðan, lágu þar enn í
einni hillunni. Ég tók heftið með
ljósmyndunum, opnaði það þar, sem
eina myndina vantaði og sýndi
hershöfðingjanum.
„Kunningi okkar telur sig hafa
einhverja ástæðu til að láta þessa
mynd ekki sjást“, sagði ég. ,,Eitt-
hvert hugboð hef ég um að þar
sé mikilvægt atriði um að ræða í
sambandi við þetta mál. Lítið á,
hvemig hann hefur reynt að má
út það, sem stóð fyrir neðan mynd-
ina — sex bókstafir, að því er ég
fæ bezt séð, og einungis tveir þeir
fyrstu þekkjanlegir, ,-,To“. Þá gátu
fæ ég ekki ráðið“.
„Hvers vegna er svo mikilvægt
að ráða hana?“ spurði Hardanger.
v,Ef ég vissi hvers vegna, mundi
ég ekki þurfa að glíma við hana
frekar“, svaraði ég. „Gaztu komizt
að raun um, hvort ráðskonan er
heima hjá sér?“ spurði ég.
„Það svarar þar enginn. Hún býr
ein, að þvf er þær sögðu mér,
stúlkumar á símstöðinni. Ekkja.
Ég sendi. lögregluþjón heim til
hennar, en þar sem ég geri ekki
ráð fyrir að hann verði neins vísari,
hef ég fyrirskipað að lögreglan
hefji allsherjarleit að hennl".
„Kannski það beri árangur",
svaraði ég annars hugar. Ég var
þegar önnum kafinn við að athuga
bréfaskipti McDonalds við vísinda-
menn Alþjóða heill.. igðismála-
stofnunarinnar, og það tók mig
ekki langan tfma að finna það,
sem ég var að leita að þar. Fimm
til sex bréf frá dr. John Weissmann
í Vínarborg. „Fyrstu sönnunargögn
in á leið dr. McDonalds að gálgan-
um“, sagði ég og rétti hershöfð-
ingjanum bréfin.
Hershöfðinginn leit á mig; svip
urinn var þreytulegur og dapur.
„Þetta er í lagi, drengur minn",
sagði hann. „Hardanger skilur það
tog lætur það aidrei fara lengra“
Hardanger leit á okkur á víxl.
j „Hvað er það, sem ég skil? Mér
finnst að minnsta kosti tími til kom
j inn. að mér sé sýndur einhver trún
j aður, og ég hef vitað það frá upp-
j hafi, að það var eitthvað í sam-
bandi við allt þetta, sem var skilin-
ingi mínum ofvaxið. Mér þötti til
dæmis undarlegt, hvað þér virtist
þykja sjálfsagt, að þú værir feng-
inn til aðstoðar við rannsókn þessa
máls“
„Mér þykir fyrir þessu“, sagði
ég, „en önnur leið var ekki fær.
Eins og þú veizt, þá hafa mér verið
falin ýmis störf, síðan styrjöld lauk,
en ekkert þeirra til langframa.
Hins vegar hefur það ekki verið
anað en yfirskin, að ég væri ekki
talinn hæfur til að sinna þeim —
í rauninni hef ég unnið fyrir hers-
höfðingjann óslitið öll þessi sextán
ár. í hvert skipti, sem mér var sagt
upp starfi, þá var það að undirlagi
hans til að villa öðrum sýn“.
„Það kemur mér' ekki á óvart“,
mælti Hardanger og hleypti brún-
um, og mér þótti vænt um, að hann
skyldi þó ekki reiðast. „Mig hefur
lengi grunað þetta“.
„Þakka skyldi þér“, tautaði hers
höfðinginn.
„Fyrir um það bil ári, tók fyrir
rennara minn að Mordon, Eston
Derry, að gruna ýmislegt. Ég get
ekki greint frá smáatriðum", mælti
ég, „en hann þóttist hafa nokkra
vissu fyrir því, að mikilvægum
leyndarmálum og þá helzt í sam-
bandi við sérræktunina á sýklum
og veirum, væri smyglað úr stofn
uninni í Mordon. Og hann varð
enn vissari um þetta, þegar dr.
Baxter kom að máli við hann og
hafði orð á því sama“.
„Dr. Baxter?"
„Já . . . þú verður að játa, að
ég sagði þér eins greinilega og ég
í rauninni mátti, að þú skyldir ekki
eyða tíma í að rannsaka fortíð hans
og hollustu í starfinu. Hann kom
semsagt að máli við Derry og full-
yrti þetta, og þar sem þeir Vísinda-
ménn sem störfuðu f aðalramisÓkna
stofu stofnunarinnar að Mordon
höfðu forystuna hvað snertir fram
leiðlu banvænustu sýklavopna, þá
lætur að líkum að þarna var um
mikilvæg leyndarmál ,að ræða“.
„En — að hvaða leyti snertir
þetta dr. McDonald?" spurði Hard-
anger.
„Nú kem ég að því. Fyrir tveim
árum tóku njósnarar okkar á Pól-
landi að beina athygli sinni að
Leninsafninu, stórri nýbyggingu í
útjaðri Varsjár. Enn sem komið er,
hefur það ekki verið opnað almenn-
ingi — og mun aldrei verða. Sú
stofnun, sem þar er til húsa, er
nefnilega hliðstæð stofnuninni í
Mordon. Einn af njósnurum okkar,
skrásettur meðlimur í kommúnista-
flokknum þar í landi, gat komið því
þannig fyrir, að hann var ráðinn
til starfa við þá stofnun, og það
vakti strax grun hans, að pólsku
vísindamennirnir unnu að ná-
kvæmlega sömu viðfangsefnum og
vísindamennimir í Mordon og með
rrwrawWBUOIHBOSW
WOW,FATHER,YOU
ttusT permit takzam
TO MEPICATE THE
REST OP OUR VILUSERS
SOTHATAU WILL BE
IMMUWE T0THE71SEASE;
SC0URGE7 US!
r SUT, KAAWU, YOU KNOW THAT^
THE »UTU 7ATRIAR.CHS ARE ^
JSPICIOUS OP AKIYTHIWG SUT
TRA7ITI0WAL TOTIOWS.
Eg kom ekki auga á það illa sem hafði
tekið sér bólfestu í þjóð minni. Það er
mannlegt að skjátlast Umtali höfðingi en
það þarf mikinn mann til þess að vi£ur-
kenna það og verða reynslunni ríkari eftir á.
Núna verður þú faðir að leyfa Tarzan
að lækna þá sem eftir erv í þorpi okkar
svo að allir séu ónæmir fyrir sjúkdómunum
sem hafa herjað á okkur. En Kaanu, þú
veizt að Butufeðurnir eru fullir grunsemdar
gegn öllu nema því sem fast er í sessi.
Þeir munu fylgja fordæmi foríngja síns
þú verður að vera fyrstur til að taka á móti
aðgerðinni. Hver ég, ó, nei...
UMBOÐSMENN
V'ISIS /
ÁRNESSÝSLU
ERU:
A SELFOSSI
Kaupfélagið Höfn
og Arinbjörn
Sigurgeirsson
A STOKKSEYRI
Benzínsala
Hraðfrystihússins
A EYRARBAKKA
Lilian Óskarsdóttir,
Hjallatúni
í HVERAGERÐI
Reykjafoss
í ÞORLÁKSHÖFN
Hörður Björgvinsson
UMBOÐSMENN
VISIS
SELJA BLAÐIÐ
TIL FASTRA
KALlPENDA OG
I LAUSASÖLU
VÍSIR
ASKRIFENDAÞJÓNUSTA
Áskriftar*
Kvartana-
síminti
er
11663
virka daga ki. 9-19 nema
, laugardaga kl. 9-13.
AUGLÝSING
V«S I
eykur viðskiptin