Vísir - 10.11.1965, Page 4

Vísir - 10.11.1965, Page 4
 : (jj hæfs listamanns44 Fyrir skömmu hélt Jón Engilberts sýningu á nokkr- um málverkum sínum í Kaup mannahöfn með listamanna hóp þeim sem mjög er kunn- ur þar í landi og Jón hefur Iengi sýnt með. Vísi hafa bor izt umsagnir úr dönskum blöðum um þessa sýningu og þá sérstaklega um málverk Jóns. Fara ummælin hér á eft ir í íslenzkri þýðingu. Árleg málverkasýning Kamm eraterne var opnuð í Den Frie í Kaupmannahöfn þann 9. fyrra mánaðar, en þar voru meðal annars sýnd fjögur olíumálverk eftir Jón Engilberts, tvö þeirra mjög stór, 2x3,40 og 2x2,22 m. Þau nefndust í sýningarskrá „Magie d’Islande" og „l’Aurore de la Vie“, en hin tvö „Pecasus" og „Tove“. Þrjú málverk á sýningunum birt ust í sjónvarpinu, þar á meðal stærsta málverk Jóns, og marg ir listfræðingar og safnstjórar fóru lofsamlegum orðum um verk hans í dagblöðunum. Safnstjórinn og listfræðingur inn Jan Zibrándtsen ritaði um sýninguna í Berlingske Tidende, meðal annars svo um verk Jóns: „Jón Engilberts sýnir tvær litlar og tvær stórar abstraktar myndir. Risamálverkið „Magie d’Islande" (Töfrar fsiands) er án efa einhver merkasta mynd, sem hann hefur gert. Þáð er ein þeirra mynda, sem lyftir sýning unni. Upp úr gráfjólubláum, ró- legum grunni brjótast fram lif andi litbrigði eins og glæður, glóð og skærir logar. Þetta er ástríðufull túlkun mikilhæfs listamanns”. B. Engelstoft gagnrýnandi Politiken segir svo í blaði sínu: „Einnig Jón Engilberts hefur þróazt í átt til abstraktra verka. Nýjustu myndir hans bera dæmí gerð einkenni algeriega óbund innar málaralistar, þar sem hug ur og vilji lúta ástríðunum. Einkum stóra myndin „Magie d’Islande" lýsir á magnaðan hátt fögnuði þessa rómantíska lista manns andspænis skærglóandi litum og ólgandi litbrigðurn. Það er langt síðan Jón Engil- berts hefur birzt okkur á jafn þróttmikinn hátt“. í Vendsyssel Tidende talar skáldið og listfræðingurinn Ben Irve um listrænt flug Jóns F.ngilberts og segir að verk hans „virðist hressilega laus við hvers kyns kréddustefnu í list- um. Honum tekst áð túlka á t tiðt# 'íá* Dómor danskra blaöa um málverk Jóns Engilberts á sýningu „Kammeraterne" \ Kaupmannahöfn frjóan og frjálsan hátt hina þætti norrænnar skapgerðar ástríðufullu og rómantísku sinnar. Myndir hans eru stórar Jón Engilberts í sniðum og bera því vitni, að hann er opinn fyrir áhrifum; þaðan stafar í raun og veru ein hverjum seiðandi og hrífandi galdri“. í Árhuus Stiftstidende segir listfræðingurinn og safnstjóri Willumsensafnsins, Sigurd Schultz, að abströktu myndirn ar á sýningunni „nái hámarki sem íslenzkur galdur“, stór I sniðum, hjá Jóni Engilberts. Zinnóberrauð og gullin og skær hvit bönd, sem hlykkjast milli svartra flata og litaneista — á dökkum bakgrunni með fjólublá um blæ. Allt eldur og eimyrja, og umfram allt sanníslenzkt". í Aktuelt talar Preben Wil- mann ritstjóri og listfræðingur um „ærandi litahljóma hinnar ís- lenzku ótemju, Jóns Engiiberts. í Berlingske Aftenavis segir Leo Estvad málari og gagnrýn- andi: „Jón Engilberts lýsir ey- Iandi sínu í skaprikri samskynj un, litirnir eru hnýttir saman í logandi skreytingu". I Næstved Tidende segir gagn rýnandinn Inger Larsen: „Jón Engilberts málar að vísu sýni- lega hluti, stúlkuandlit, skáld- fák — hann sér maður víst raun ar ekki heldur í raunveruleikan- um — en hér birtist hann í ab- straktri skynjun, svörtum línum á hvítbrúnum grunni með hvít um og rósrauðum flekkjum. 1 málverkinu nr. 31 birtist hömlu laust litagos, lýsandi zmtjober, grænt og hvítt, með svortum línum á brúnbláum grunni. Þar er bæði að finna ástríðu og lífsgleði". Sýningu Kammeraterne lauk 25. október. Jón Engilberts mun halda sýningu í Listamannaskál anum Um miðjan þenpan mánuð og gefst Reykvíkingum þá kost ur á að sjá^ málverkin, sem danskir gagnrýnendur fjölluðu um. Enn um Skálhoitssafn ísafjörður — Framh. af bls 7 við að byggja á þeim lóðum, sem þegar hefur verið úthlutað. Steipninn stórij sem er meira en mannhæð á hæð og eftir því mikill um sig. mun standa í hlíðinni og minna íbúa nágrenn- isins á þessa ógnarnótt. Nokkru innar, ekki fjarri Stakkaneshrygg, féll einnig bjarg þessa umræddu nótt og kom skoppandi eins og bolti nið ur hlíðina. Má enn greinilege sjá hvemig bjargið hefur hátt- að ferðum sínum þvi að djúp för eru í jarðveginn með alllöngu millibili, en þar hefur bjargið lent milli „stökkanna“. Þegar komið var niður undir fjárhús, er f brekkunni standa, var fall- þunginn orðinn svo mikill á bjarginu ,að það náði sér ekki lengur upp til „stökks” og rann því eftir brekkunni og skildi eft ir sig djúpan farveg. Staðnæmd- ist það síðan inni á túni, rétt ofan við fjárhús sem þar standa. Hefði það farið nokkrum metr- um lengra væru nú engar kind- ur til að hleypa út úr fjárhúsun- um þegar vel viðrar. Þ.Á. Stjörnubíó sýnir nú kvik- mvnd Dino de Laurentis „Bezti óvinurinn” (The Best of Enemi- es), með þeim David Niven, Alberto Sordi og Michal Wild- ing í aðalhlutverkum. Hún gerist í Eþíópiu, þegar ítalir voru að missa hana úr greipum sér, og segir hér frá einhverjum kyn- legustu hernaðaraðgerðum, sem um getur, og er það brezkur herfl. og ítalskur, sem leggja til efnið. Hér er í raun og veru um hár- beitta háðslýsingu á ýmsum á- göllum beggja — en miklir kost ir beggja fá líka að njóta sín. Þeir David Niven og Alberto Sordi skila afburða vel hlut- verkum sínum. 'Ú’g tel mig' þurfa að skrifa fá- ein orð um þetta safn, vegna orðróms sem komið hefur verið á kreik um það, að horfið hafi út úr safninu. Við ykkur sem hafið lagt fram peninga, eða ætlið að gera það, til að kaupa þetta stórmerka- safn, vil ég segja þetta: Ég hefi nú tekið á móti nálega öllu safninu, aðeins tveir smá- flokkar eftir og. nokkrar bækur sem verið er að binda en fara síðan hver inn í sinn flokk. Ég hefi merkt við hverja bók við móttöku, og enga bók vant- að, hvorki úr söluskránni sem fylgdi safni Þorsteins, né öllu því sem Kári hefur bætt við, * enda hafa ekki aðrir fjallað um þetta safn en þeir sem af alhug hafa verið að fylla, bæta og í binda. Þegar ég hefi endanlega géng- ið frá safninu, mun það ekki taka meira en eina til fimm mín- útur að finna hverja þá bók sem óskað er eftir að sjá. Ég tel mig ekki geta gefið tæmandi upplýsingar um metr- afjölda né bindafjölda í hverj- um flokki meðan hillur eru ekki allar komnar upp og móttöku ekki lokið. Enh eitt get ég sagt ykkur, að merkara safn hefi ég aldrei haft með að gera og betri bóka- kaup hafa aldrei verið gerð á íslandi. Helgi Tryggvason, bókbindari. ★

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.