Vísir - 10.11.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 10.11.1965, Blaðsíða 7
VIS IR . Miðvikudagur 10. nóvember 1965, 7 : Ógnarnóttina fiýðu íbúar á Hjallavegi og Hlíðarvegi hús sín eða fluttu sig upp á efri hæðir ■ ■ staðnæmdist rétt ofan við niður alla hlíðina og runnið síðasta spölinn eftir túninu. Lautin, sem það myndaði á að sjást greinilega fremst á myndinni. Það munaði mjóu er björgin stöövuöust nokkra metra frá húsunum Það hafði varla komið dropi úr lofti á ísafirði í sjö mánuði. Jarðvegurinn var orðinn þurr og IauS í sér og í október þegar stórrigningamar komu og fennti í fjöll þoldi jarðvegurinn ekki þunga vatnsins, hreyfing komst á hann og — afleiðingtn er öll- um kunn: skriðuföllin, þau mestu i manna minnum. Úrfellið sólarhringinn fræga í síðustu viku var svo mikið, að ísfirðingar segjast ekki hafa séð anpfð ^eins. Sögðu þeir að í heilan sólarhring hefði rignt eins og þegar snögga stórskúr gerir á Suðurlandi. Þótt skriðumar £ síðustu viku hafi verið ógnvekjandi, þá höfðu ísfirðingar nú fengið smá for- smekk að skriðunum. Fyrir rúm- um hálfum mánuði lét Eyrarhlíð til sín heyra, og það heldur ó- þyrmilega. Frá því snemma um kvöld og þar til langt fram á nótt voru drunur og dynkir í fjallinu, svo miklir að Isfirðingar niðri á eyrinni áttu erfitt með að festa svefn. íbúar ofar í bæn- um, uppi í hlíðum, sváfu heldiír ekki mikið þessa nótt. Um kvöldið hafði fállið skriða rétt hræðslu við að skriður eða björg kynnu að lenda á húsunum. Kvöldið áður hafði þetta stóra bjarg komið niður hlíðina og staðnæmzt nokkru ofan við íbúðarhúsin. við áhajdahús Vegagerðarinnar fyrir ofan Hjallaveg og með skriðunni kom stærðar bjarg, sem stöðvaðist ekki fyrr en rétt fyrir ofan sambýlishús við Hlíðarveg. Greip því mikil skelf- ing íbúa þessa húss og nálægra húsa og fluttu þeir ýmist úr hús- unum eða upp á efri hæðir, ef önnur sending skyldi koma ofan rfrá Gleiðflrhjalla.i ■ í:í Sögðu íbúar á Isáfirði bláða- manni Vísis að skriðuföllín 'í fjallinu þessa nótt og hávaðinn af þeim hefði verið að því leyti miklu óhugnanlegri en í síðustu viku að myrkur var og ómögu- legt að gera sér grein fyrir hvað eiginlega var að gerast uppi í hlíðum og á hverju mátti eiga von. Þegar bjart var orðið morg- uninn eftir kom í Ijós að skriðu ' föil höfðú oröið minni en hávað- inn gaf tii' kynna. Auk stóru skfíðuhnár við áhaldahúsið höfðu aðeins fallið smávægi- legri skriður, en flestar náðu ekki nema niður undir byggð. Hjallavegur liggur ofan við Hlíðarveg, nær áhaldahúsinu, og er þar eitt nýtt hús og annað í byggingu. Nú, þegar komið hef- ur í ljós hvílíkt hættusvæði þarna er vegna skriðuhættu, hefur verið um það rætt á ísa- firði að hætta lóðaúthlutun þarna í brekkunni og láta hætta Framt’ bis. 4 KRISTJÁNSSON: Á MIÐVIKUDAGSKVOLDI TVTerkjasölur voru fáa sunnu- daga, þegar ég var strák- ur. Þá voru félögin ekki mörg, sem leituðu til almennings um fjárframlög. Allir keyptu merki Slvsavarnarfélagsins og Rauða krossins. Bæjarbragurinn í Reykjavík var líka öðru vísi en nú. Enn eimdi eftir af einkenn- um þorpsins og segja mátti, að allur bærinn hafi verið á götun- um á sunnudögum, þegar góð- viðri var. 1 miðbænum keyptu menn merki góðgerðafélaganna festu þau í barminn og röltu um til að sýna sig og sjá aðra. ■ Síðan fjölgaði ákaft í flokki þeirra félaga, sem annast mann- úðar- og góðgerðastarfsemi. Næstum hver sunnudagur árið um kring var setinn af merkja- sölum. Bjölluhringingin á sunnu dagsmorgnum varð jafn fastur liður og hringing vekjaraklukk unnar virka morgna, og hefur raunar oft verið kvartað yfir því f lesendadálkum dagblað- anna. Þessi fjölgun varð til þess, að fólk hætti að kaupa öll merki. Sumir morgunsvæfir fúlsuðu algerlega við öllum merkjum, aðrir héldu tryggð við gömul mannúðarfélögin og enn aðrir keyptu merki eftir fjárhags- ástæðum, og skapgæzku á hverjum tima. Samkeppnin milli góðgerðastofnananna fór að harðna. j^okkur mannúðarfélög, eink- um hin nýju, fundu leið út úr þessari samkeppni. I stað þess að byggja fjáröflun sína á góðvild almennings virkjuðu þau fjárhættuspilahneigð hans. Þau virkjuðu vonina í stórum vinningi, — efndu til happ- drætta. Þessi leið var yfirleitt miklu stórvirkari en hin fyrri. Agóðir.n af einu bappdrætti var oftast margfaldur á við ágóðann af einni merkjasölu. Sum þess- ara happdrætta urðu síðan að ingana. sem þeir létu af hendi. Bezt sett voru þau félög, sem komust „á tappagjöld" og fengu vissa prósentu af sölu á ýmissi munaðarvöru svo sem gos- drykkjum, tóbaki og eldspýtum. En alltaf bættust við aðilar, sem þurftu á að halda fé frá almenningi. Hins vegar voru vasar almennings ekki alltaf jafn fullir af peningum. Þegar menn voru búnir að raða á sig fimm— sölumennska er nú I fullum gangi. Hjartaverndarsamtökunum hef ur tekizt að fá miklar fúlgur frá fyrirtækjum og Háskóli íslands er farinn að mælast til þess, að auðfélög lappi upp á tóma sjóði hans. Nú er ekki verið að selja manni eitt merki eða einn miða, heldur er hann beðinn um að gefa eins og hann framast geti, og enn frekar eru starfshópar, félög og fyrirtæki fengjn til að gefa enn stærri upphæðir. Hámarki hefur þessi harða sölumennska náð í „Herferð gegn hungri“. Þar voru ráðnir til starfa launaðir menn til að Stórrekstur á mannúð föstum mánaðarlegum lið, sem átti að standa undir byggingu og rekstri á myndarlegum hæl- um og heimilum. Þannig hefur bæði mannúð og gróðavon verið virkjuð í þágu þessara málefna. Sameig- inlegt var með báðum aðferðun- um, að fjárútvegunin var rekin af áhugamönnum, hugsjóna- mönnum um þau málefni, sem áttu I hlut. Samfelldu happ- drættin voru undantekning, en þar voru verkefnin svo umfangs mikil, að þau kröfðust sérstaks starfsliðs. 1 svipuðum dúr voru bazarar og skemmtanir, sem mörg félög héldu I fjáraflaskyni. Þar var ekki verið að biðja um eitthvað fyrir ekkert, heldur’fengu menn muni eða skemmtun fyrir pen- sex happdrættismiðum ýmissa félaga og farnir að kaupa 25 merki á hverju ári, voru þeir ekki reiðubúnir að taka á sig meiri fjárútlát. Hér þurfti harð- ari sölumennska að koma til skjalanna. y^llt í einu vár Þjóðkirkjan komin með umfangsmiklar áætlanir og var fjár vant. Upp- bygging Skálholtsstaðar var mikið verkefni, sem margir studdu af heilum hug. En það var líka dýrt verkefni, dýrara en svo, að hinar venjulegu að- ferðir dygðu. Skálholtssöfnunin varð að fyrirtæki með launuðu skrifstofuliði og launuðum sölu- mönnum, sem ganga í hús og biðja menn um að styrkja þetta málefni endurgjaldslaust. Þessi skipuleggja herferðina. Hún var vandlega undirbúin og var ráekilega auglýst í blöðum og útvarpi. Stórar hryllingsmynd ir og miklir prentsvertufletir tryggðu áhrifin Enda lét árang urinn ekki bíða eftir sér, nærri þrjár millj. kr. söfnuðust á ein um degi. Hér er ekki verið að gagn- rýna þær stofnanir, sem orðið hafa að leita til almennings um hjálp við þörf verkefni, heldur er verið að rifja upp þróunina í aðferðum við að útvega þessa peninga. Þegar tvær milli. hafa verið gefnar til Herferðar gegn hungri nokkur hundruð þús und í Skálholtssöfnun, flest stærstu fyrirtækin hafa gefið stórar fúlgur til Hjartaverndar menn hafa gefið stórt f Davíðs- söfnun og kallað er eftir fé til Háskólans o.s.frv., má ætla, að • minna verðj eftir handa öðrum góðgerðarfélögum. Þeir eru ekiki endalausir peningamir, sem almenningur hefur undir höndum. Slysavarnarfélagið og allir hinir tugirnir af félögum sjá fram á minnkandi skerf af örlæti almennings. JJvað eiga félögin með gömlu aðferðirnar að taka til bragðs? Það liggur næst fyrir hjá þeim að herða sölumennsk una til þess að missa ekki al- veg af lestinni. Þau munu ráða sér fjáröflunafstjóra á háum launum til þess að finna upp nýjar og snjallari fjáröflunar leiðir. Þetta verður þeim nauð syn, ekki aðeins til að halda í horfinu, heldur til þess að þau leggi ekki upp Iaupana vegna fátæktar Þróunin Iiggur í átt, sem er vel kunn erlendis. StofnuB verða fyrirtæki, sem sérhæfi sig í að reka góðgerðarfjársöfn un. Þessi fyrirtæki sjá um all an áróður og allan kostnað við innheimtu fjársins og taka pró- sentur fyrir. Þau hafa skara af æfðum rukkurum, sem kunna aðferðir til þess að pressa peninga út úr mannúðar fólki við húsdvr þess. Mannúð in verður rekin með stórborgar sniði og sálfræðiþekkingu. Líknarfélög munu sjá sér hag í að skipta við slík fyrirtæki. Og þegar árangurinn af einum slíkum viðskiptum spyrst út, munu hin félögin koma á eftir. Samkeppni líknarfélaganna um aura almennings leiðir til sí- harðnandi aðferða við að knýja þessa aura út.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.