Vísir - 03.03.1966, Side 15

Vísir - 03.03.1966, Side 15
VÍSIR . Fimmtudagur 3. marz 1966. 75 HARVEI FERGUSSON: >f Don Pedro — Saga úr Rio-Grande- dalnum — Fé hans var ekki til þurrðar gengið og hann hefði getað leitað gistingar £ gistihúsinu eins og aðrir ferðamenn gerðu, en nú þurfti hann á vinum að halda, og þeir komu eins og af guði eða góðum vættum kallaðir. Hann þurfti ekki eingöngu að fá þak yfir höfuðið og mat að borða, hann þurfti umhyggju, aðhlynn- ingu. 1 tíu daga samfleytt á leið inni 1 Suðvestrið hafði hann star- að á auðnarlegt, hrikalegt landið og hann hafði saknað ákaft alls þess, sem hann hafði oröið á bak að sjá. Og svo haföi póst- vagninum verið ekið inn í þennan skrýtna, litla bæ, þar sem næst- um hver einasti maður, sem hann kom auga á, bar vopn í belti eða mundaði það, og konumar vom með svartar hettur og sjöl, klædd ar eins og þær ætluðu að fylgja einhverjum til grafar. Hann hafði dreymt um hlýju og sólskin, en i marzmánuði var kalt í Santa Fe, það var slabb á götimum og aldrei logn og næð- ingurinn var sárkaldur. Hann var fárveikur og honum var hrollkalt. Og þá komu þessi hjón og maður- inn reisti hann á fætur — og um leið reistu þau hjónin eitthvað við £ sál hans. Nú var sannast sagna ekkert óvenjulegt við það, að mexi kanskt fólk kæmi fram af slíkri hjálpsemi, en Leó fannst, að það hefðu verið forlagadfsir, sem hér gripu í taumana. Á svipstundu breyttist allt. Hann var i ókunnu landi og hann þekkti þar engan, en hann hafði þegar fundið þar heimili. Hann hafði lært dálitið i spönsku en kunnátta hans var víst ekki upp á marga fiska, en hann gat þó látið þakklæti sitt i ljós með orðum. Og hann leyfði Vel- ardes að leiöa sig, en mátti ekki heyra það nefnt að hann bæri líka ferðatöskuna hans. Þau fóru með hann f hreina hvítkalkaða húsið sitt og Eusebio gaf honum staup af mexikönsku brennivíni, en Ter- esa bakaði flatkökur úr maismjöli og steikti handa honum egg. Þeg ar hann haföi etíð var hann svo svefnþurfi að hann gat varla hald ið augunum opnum og þau breiddu gæruskinn á gólfið og breiddu svo Navajoteppi yfir hann. Og þannig var þá inngangur hans I samfélag mexikansks alþýðu fólks og honum til undrunar kunni hann mæta vel við sig í þess um félagsskap. Honum skildist, aö þetta fólk hafði eins og Gyðinga- þjóöin búið við kúgun og ofbeldi — það átti sína sögu um slikt eins og hans þjóð. Það hafði til brunns að bera sama samúðarhugarfarið £ garö þeirra, sem bágt áttu, og það kom eins og af sjálfu sér að það gerði það sem það gæti til hjálpar. Svo rík var hjálpsem- in, sem því var í blóð borin. Og það fann til sömu ábyrgðar og hans fólk fyrir velferð þeirra, sem það tók undir vemdarvæng sinn, átti til beiskjublandna gam- ansemi og var örlagatrúar. Hann var ekki einn af húsi þeirra hjóna, en þau komu fram við .hann eins. og Jiann væri það — og hann skildi þau, hugarfar þeirra og viðhorf, og hann kunni að meta þau, og það, sem þau gerðu fyrir hann. Og hann bjó hjá þeim meðan hann var í Santa Fe og eftir að hann gerðist farand- sali kom hann oft til þeirra, þegar hann átti leiö þama um. Hann varð þess snemma var, að þau mundu líta á það sem móðgun, ef hann byði þeim fé, en gjafir fannst þeim, að þau gætu þegið og hann leitaði oft í búðum að einhverju, sem þau vanhagaöi um eða gat komið sér vel fyrir þau að eiga. Og það leið ekki á löngu þar til Teresa fór að kalla hann son sinn. Og áður en sumarið var liðið var hann búinn að læra nógu mikið í spönsku til þess að geta haldið uppi samræðum. H. ... Á þessum tíma var Santa Fe bær mikillar velgengni, — vegna þess að hún var herstöð, sem lengst var í suðvestri í land- inu og hún var líka endastöö póst- vagna og flutningalesta, en það var vaxandi atvinnugrein að hafa vagnalestir í förum til flutn- inga. Og á þeim dögum er vagna- lestimar komu var þröngt á torg- inu og í öllum hliðargötum. Alls staðar vom vagnar og múlasnar, en sex var beitt fyrir hvem vagn Rykmekkir vom í lofti og bölvað var ragnað og nautasvipusmell- ir heyröust tíðum. Og er kvölda tók varð bærinn bær glaums og lasta. Spilavíti vom mörg og eng in atvinnugrein bar sig betur en að stunda slíkt. Og Leó furöaði sig á því, að sjá í þessum spilavítum skartklæddar konur, kuflklædda klerka, liðsfor- ingja og veiðimenn í gæruskinns- úlpum og allt þetta fólk stund- aði fjárhættuspil I löngum, mjóum stofum, þar sem blaktandi ljós loguðu í kertastjökum á veggjum eða í skrautlegri Ijósakrónu eins og í stærsta spilavítinu — Barello. Og eigi minni furðu hans vakti að sjá gull- og silfurpeningahrúg- umar á borðunum, en þar var um fimm eða sex mynttegundir að ræða og stundum gat þar að líta gullduft og gullmola í hrúgum. Og svo var dansaö á hverju kvöldi og þar dönsuðu hermenn og mexikan- ar við hörundsdökkar meyjar og vom þaö þjóödansar, sem stignir voru. Stundum kárnaði gamanið. Eitt sinn sá Leó tvo menn bregða hnífum út af kvenmanni og aö ein víginu loknu var annar borinn út helsár. Það var engu líkara en að hver einasti hermaður ætti mexi kanska unnustu. Það var fyndni, sem aldrei gekk úr sér í herbúö- unum ,aö til þess aö læra málið yrðu menn að hafa orðabókina hjá sér í rúminu. Kvöld eitt sá Leó til hermanns og mexikanskrar stúlku, á dimmu torginu og æöisleg ástar atlot þeirra höföu þau áhrif á hann að hann titraði allur og allt komst á ringulreið í huga hans. Ungt fólk var þarna í yfirgnæf- andi meirihluta — lífsorkan og lífs gleðin ólgandi og allt hömlulaust, þegar neisti kviknaði í samskipt- um þeirra tveggja ólíku kynflokka sem þama voru og sigurvegari og sigraður — eða sigruð — leituöu fullnægingar í ákefð taumlausrar ástriöu. Enn var hann lasinn og horaður og átti erfitt með að ná andanum enda nú í þynnra lofti en hann ■var vanur. Hann gekk um borgina að næturlagi, hrifinn, athugull, undraridi, en hann fann, að and- rúmsloftið, hugsunarhátturinn var svo gerólíkt hans, aö þar gat ekki verið um neinn samruna að ræöa, og hann hugleiddi hvað hans myndi bíöa þama. Það var í raun- inni ekki nema eitt, sem gat komið til greina. Hann gæti fengið at- vinnu sem innanbúðarmaður eða bókari í einhverri verzluninni, þvi aö allir, sem viðskipti ráku, virt- ust þurfa á aðstoð að halda. Verzl- anirnar minntu hann á jarðgöng og hann hryllti við að grafa sig í þeim lifandi. Allt sitt líf hafði hann verið innanhúss og það gerði hann svo veilan aö hann mSitl þakka guði og forsjóninni fyrir, að hann var ekki dauöur. En þótt hann óttaðist víðáttu hins auðnar- lega lands elskaði hann sólina og það lagðist í hann, að hún yrði hon um til bjargar. Það hafði eitt sinn dottiö eins og frækom i akur hug- ans og það sem óx upp af þvi dó ekki. Setjum upp Mælum upp Loftfesting Veggfesting Lindurgötu 25 sími 13743 HEILBRIGÐIR FÆTUR eru undlrstaða veUíðunar Látið þýzku BIRK- ENSTOCKS skóinnleggin lækna fætui yðar Móttökutimi föstudaga og laugardaga kl. 2—7 e. h. — Aðra daga eftii umtali. Sími 20158. SKO-INNLEGGSSTOFAN Kaplaskjóli 6 Margir menn, sem líta eftir einhverju, kannski okkur. Fyrir þeirra hönd vona ég að þeir ákveði ekki að rannsaka staöinn, sama að hverju þeir eru að leita. En, ef þeir gera það þá verður það það síöasta, sem þeir gera. Áður en þeir vita hvað hitti þá, hleypir Gamla Bess góðu skoti yfir allan hópinn. VÍSIR Auglýsingu- móttuku r I TÚNGÖTU7 og Luuguvegi 178 Sími 1-16-63 VÍSIR VISIR er einu síðdegisbluðið kemur út alla virka daga allan ársins hring Askriftursími 1-16-61

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.