Vísir - 17.03.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 17.03.1966, Blaðsíða 1
3 milljón króna viðgerð á skipi sem drukkinn maður strandaði Aðfaranótt s.l. sunnudags varð drukkinn ógæfumaður til þess að „stela“ heilum 50 tonna fiski bát i Reykjavíkurhöfn Mjöll RE 10, sigla honum út á ytri höfn ina og er þar um að ræða nærri einstæðan atburð. Sjóferð þessa drukkna manns endaði svo með þvi að hann sigldi bátnum í strand í stórgrýtis og klappar- urð norðan á Geldinganesi hér inni í sundum. Þegar hann var nokkru síðar kvaddur til yfir heyrslu hjá lögreglunni og var spurður að því, hvemig hann hefði farið að þessu að sigla einn svona stórum bát, var svarið hjá honum: „Hva. Haldið þið að ég sé einhver græningi“. Mjöll er nýlegur bátur, einn af beztu og fallegustu trollbát- unum hér í Reykjavík. Báturinn er frambyggður og nokkurs kon ar skuttogaralag á honum og hef ur hann reynzt mjög vel á troll veiðum. Þennan þriggja ára gamla vandaða bát hafði eigand Framh. á bls. 6 1 Ljósm. Vísis tók þessa mynd í gær á strandstað norðan í Geldinga- nesi. Björgunarmenn vinna f fjörunni í baksýn Kjalames og Esja. * Þrjú ný stjórnarfrumvörp: í gær voru lögð fram á Alþingi þrjú ný stjórnarfrumvörp, sem fela í sér endurskipulagningu mikils hluta stofnlána- mála landsins. Helztu ákv'æði frumvarpsins eru: ★ Stofnaður verði Framkvæmdasjóður Islands, sem á að efla atvinnulíf landsmanna og auka velmegun íslenzku þjóðarinnar. Sjóðurinn á að koma í stað Framkvæmda- banka íslands sem lagður verði niður. ★ Stofnað verði Hagráð, sem á að vera vettvangur, þar sem fulltrúar stjórnarvalda, atvinnuveganna og stéttar- samtaka geti haft samráð og skipzt á skoðunum um meg- instefnuna í efnahagsmálunum hverju sinni. ★ Fiskveiðasjóður ísiands og Stofnlánadeild sjávarútvegsins verði sameinuð í einn sjóð, er ncfnist Fiskveiðasjóður íslands, og á hlutverk hans að vera að koma á hagkvæm- ari skiptingu ráðstöfunarfjárins milli hinna einstöku greina sjávarútvegsins, auk þess sem sameiningin hefur í för með sér spamað í rekstri og ýmislegt hagræði. ★ I greinargerð sem með frumvarpinu fylgir, kemur fram að útlán Fiskveiðasjóðs hafa aukizt um 25% á sl. fjórum árum. ★ Heimiluð er stofnun Stofnlánadeildar við Verzlunarbanka íslands, óg er tilgangur hennar að styðja verzlun lands- manna með hagkvæmum lánum. I greinargerö frumvarpsins er gerð ítarleg grein fyrir þeim stofnunum, sem frumvarpiö nær yfir og segir þar orörétt: Um Framkvæmdasjóð íslands. „Með þessu frumvarpi og frumvarpi til laga um Fiskveiða sjóð íslands er stefnt að því að gera skipulag og starfsemi fjár- festingarlánasjóöa einfaldari og hagkvæmari en verið hefur. Er lagt til, að Stofnlánadeild sjáv- arútvegsins og Fiskveiðasjóður íslands sameinist í nýjan sjóð. Jafnframt er lagt til, að Fram- kvæmdabanka íslands sé breytt í framkvæmdasjóð, er sé í vörzlu Seðlabanka íslands og hafi það hlutverk að veita lán til annarra fjárfestingarlána- sjóða, sem veita lán til einstakra framkvæmda. Einnig er gert ráð fyrir, að framkvæmdasjóðurinn veiti lán til meiri háttar opin- berra framkvæmda. Á undanförnum árum hafa stofnlánasjóði landbúnaöar og iðnaðar verið efldir og starf semi þeirra aukizt mikið. Með sameiningu Stofnlánadeildar sjávarútvegsins og Fiskveiða- sjóðs mun hliðstæð efling eiga sér stað, að þvi er stofnlána- sjóði sjávarútvegsins snertir, og mun hún einkum geta leitt til aukinna lána til fiskiðnaðarins. Þessi breyting á stofnlánasjóð- unum gerir það að verkum, að ekki er sú þörf, sem áður var, fyrir starfsemi Framkvæmda- banda íslands á sviði fisk- vinnslu. Á hinn bóginn hefur efl ing stofnlánasjóðanna skapað aukna þörf fyrir fjáröflun til stofnlána og samræmingu á starfsemi stofnlánasjóðs við aðra bankastarfsemi í landinu. Breyting Framkvæmdabanka ís- lands f framkvæmdasjóð miðar að því að fullnægja þessari þörf. Tengsl framkvæmdasjöðsins við Seðlabankann og tengsi hinna einstöku stofnlánasjóða við við skiptabanka tryggja nauðsjm- lega samræmingu við aðra bankastarfsemi og við heildar- stjóm bankamála. Með því skipulagi, sem hér er lagt til, að komið verði á fót, er í veigamiklum atriðum horfið að því skipulagi, sem upphaf- lega var ætlunin, að yrði á Fram kvæmdabanka íslands, og Fram- kvæmdasjóðnum er einnig ætlað það meginhlutverk, sem Fram- kvæmdabankanum var upphaf- lega ætlað, að hafa forystu um fjáröflunarhlið fjárfestingar- mála, útvega og miðla fé til fjár- festingarstarfseminnar. Þau ákvæði um Efnahagsstofn unina, sem gert er ráð fyrir í Framh. á bls. 6 Sjónvarps- bíilinn kemur í apríl Sænski sjónvarpsbíilinn, sem notaður verður við útsendingar fslenzka sjónvarpsins er væntan legur tii landsins fyrri hluta aprilmánaðar. Hafa íslenzku tæknimennimir, sem verið hafa í þjálfun hjá danska sjónvarp- inu notað þennan bíl til reynslu- sendinga frá því um áramót. Sjónvarpsbíllinn er geysimik- ið tæki, nærri 10 metrar á Framh. á bls. 6. Islenzku tæknimennimir fyrir framan sænska sjónvarpsbílinn ,sem notaður verður við útsendingar íslenzka sjónvarpsins. Myndin var tekin i sjónvarpsveri danska sjónvarpsins. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.