Vísir - 17.03.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 17.03.1966, Blaðsíða 2
SíÐAN Kolekile (Hamingjusamur) tólf marka drengur. Tembekile (Áreióanlegur) níu marka drengur. Mbambile (Ég hef þaö) níu marka drengur. Svörtu fimmburarnir Frá vinstri til iiægri: Fimm ára áætlun sovézka sambandslýöveldisins — árin 1966-1970 — hefur nú verið gerð lýðum ljós. Sovézku vald- hafarnir gefa þar sínar skipan- ir ekki einungis til fólksins, heldur og til náttúruaflanna (sbr. „stillið ykkur vindar“) og ennfremur tií dýranna, fugl- Zoleka (Björt) níu marka telpa. Tandeka (Hin elskaða) sjö marka teipa. skrifar: anna, fiskanna, sem verða nú skilyrðislaust að hlýða boði háráðsins í Kreml. Ótrúlegt, en satt, því að £ áætluninni um fiskveiðar og framleiðslu sjáv- arafuröa stendur þessi klausa orörétt: „Fisk-, hval- og sjávar- dýraveiðar og framleiösla sjáv- arafurða við, Kyrrahafsstrendur Sovétríkjanna SKULI aukast upp í 35% af heildarfram- leiöslu sjávarútvegs landsins." Þetta er ekki hægt að skilja á annan veg en verið sé að beina skipunum til veðurguðanna og jafnframt fiskanna í sjónum. Eins og kunnugt er eru alltaf að berast nýjar fróðlegar frétt ir af viðbrögðum fólksins undir „réttarfarinu" í Sovét. Það verður líka fróðlegt að fylgjast með því, hvernig viöbrögð sjáv arlífsins þar verða næstu fimm árin. Haf narf j arðarvegurinn Einn versti vegur á öllu ís- landi er milli Reykjavikur og Hafnarfjarðar. Hann er auk þess stórhættulegur, holóttur, alltof mjór, mishæðóttur og illa lýstur á kvöldin og nóttunni Mörg alvarleg slysin hafa oröið þar, sem beinlínis hafa veriö veg inum aö kenna, en ekki alltaf gáleysi ökumanna. Þessum vegi er líka skammarlega illa hald- ið við, miðað við hve fjölfarinn hann er. Betra eftirlit er þar meö umferöinni en áöur tíökaö ist og ber að þakka það Kópa- vogslögreglunni fyrir samvizku semi í starfi sínu þar. En hvers vegna eru ökumenn ekki varað- ir við holunum með einhverjum merkjum, fyrst ekki er betur gert við veginn þegar hann spillist? Hins vegar er það skylda yfirvalda að sjá betur um viðhald á veginum. Og enn- fremur er eitt atriði sem varð ar miklu: Þegar tíð veðrabrigði eru og flughált eða launhált er á veginum, verður að gera var- úðarráðstafanir með einhverj- um ráðum til þess að draga úr hálkunni — raunar ekki aðeins á Hafnarfjarðarveginum, heldur alls staðar í borginni. í Banda ríkjunum er víða farið að beita ýmsum nýjum aðferðum til þess að verjast hálku. Því ekki að kynna sér þetta hið fyrsta? Fiat-bílarnir renna út. Sala á Fiat-bílunum er svo ör að umboðið nýja hefur varla við að sinna eftirspumum. Is- lendingar eru bíl-elsk þjóð á sama hátt og þeir eitt sinn unnu hestinum hugástum. Bíll veitir fólki hér vissa öryggistil finningu og svalar eignarþrá þess. Aö eiga bfl finnst mörg- um stórkostlegt. Smábílamir eru afar eftirsóttir sbr. Volks- wagen. Og nú er litli ítalski bíll inn kominn í sfnu veldi, sem mörgum finnst eins og hugur manns, léttur, lipur, minnandi á rennivakran smáhest, gæðing. ■—■MHIMi 'ii ni|ii |M|i| mi'illli I Kári „Rússneski björninn“ afhjúpaður. Jpaðir segir eftirfarandi sögu: „Nýlega keypti ég bangsa í leikfangabúð í Austur-Þýzka- landi handa tveggja ára dóttur minni. Þetta er hið lögulegasta leikfang og varð dóttirin þegar bráðskotin f bangsa, sem er sennilega eftirlíking af rússn- eska biminum að þvf er kaup- maðurinn upplýsti. En svo varð allt í einu snöggt um vesalings bangsa. Dóttirin, sem er for- vitin eins og títt er um böm, fór aö plokka áf honum plussiö og linnti ekki fyrr en hún hafði fláð af honum belg- inn. Þá kom dálítiö skrýtið f ljós: Bangsi-karlinn var búinn til úr brúsa („economy size“) undir Lux-sápulög, enda stóð Made in Usa á búknum. Það er ekki að spyrja að hagnýtingu vestrænna gæða hjá þeim þama austantjalds ...“ Fjölgið þið ykkur, fiskar. JC'yrir um þrem vikum síöan fæddust Tukutese fimmbur- arnir f Austur-London f Suður- Afríku. Faðirinn er 41 árs gam- all svertingi, verkamaður í kolageymslu aflstöðvar. Skím- amafn hans er Tafeni, er merk- ir á máli Xhosaættkvíslarinnar hinn einmana. Klukkan var fimm mínútur yfir sex um morguninn þann 26. febrúar, þegar kona hans, Nogesi, 38 ára gömul, fæddi tólf marka dreng f sjúkrahúsi í Austur-London. Næstu 80 mín útur fæddi hún tvo drengi í viö bót og tvær stúlkur ... og lækn unum sex sem viöstaddir voru fæðinguna til mikillar undrun- ar án þess að hún þarfnaöist nokkurrar utanaökomandi Fjjálp ar. Samkvæmt siðvenju Xhosa- ættkvíslarinnar hefði afinn í móðurætt bamanna átt að gefa þeim nöfn eftir mánaðardjúpa hugleiðingu, en fimmburar em ekki Xhosasiður og það er ekki einu sinni til orö á Xhosamáli ýfir þá' svo að frú Tukutese á- kvað að brjóta nafnasiðvenjuna ó'g gefa nöfnin fimm sjálf. Eftir röðinni sem þau fædd ust í heita þau Kdlekile, sem þýðir hamingjusamur, Tembe- kile (áreiðanlegur), Mbambile (bókstaflega „ég hef þaö“), Zoleka (björt) og Tandeka (hin elskaöa). Herra ekki-lengur-einmana Túkutese fékk fréttina um fimm burafæðinguna þegar hann var arþorpinu 143 km. í burtu með syni þeirra. Nú fær fjölskyldan tveggja herbergja hús leigutrítt og sjóð ur hefur verið stofnaður til þess að hjálpa þeim og er byrjunarframlagið þriggja ára birgðir af bamamat fyrir fimm. Þrátt fyrir það vinnur Tuku- tese yfirvinnu við að moka kol. Hinir hamingjusömu foreldrar hafa nóg á sinni könnu. í vinnunni. Þessi frétt bindur endi á einmanaleik Tukutese á fleiri en eina vísu þvf að fram að þessu hefur hann búið meö föður sínum í einu herbergi á meðan konan hans bjó í fæöing „Ég mun þarfnast allra þeirra peninga, sem ég get unnið mér inn,“ segir hann. Og hann segir þrátt fyrir gleði sína yfir fimmburunum. „Ég vona að þetta komi ekki fyrir mig aftur." Saumastúlka Óskum að ráða saumastúlku á verkstæði okk ar sem fyrst. Uppl. á skrifstofu (ekki í síma) GEYSIR H/F Aðalstræti 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.