Vísir - 17.03.1966, Blaðsíða 6
/
6
3 milljónir —
FramK. af 1. síðu.
inn Jón Þórarinsson búið ölhim
hinum beztu tækjum, svo ekki
er ólíklegt að verðið á slíkum
bát myndi vera milli 6—8 millj.
og er fllskiljanlegt, hvemig sá
sem þessu olli getur bortð slík
an syndabagga.
Nú er verið að vinna að björg
un bátsins og er það félagið
Björgun, Kristins Guðbrandsson
ar, sem vinnur að þvl. Það er
heldur illt verk, þvl að bátur-
inn hefur borizt I brimöldu upp I
klapparurð, brotnað á tveim eða
þremur stöðum og stendur fast
ur á grjótinu. Er björgunarstarf-
ið I því fólgið, að ná grjótinu
og jafnvel fimm tonna þungum
klettum undan bátnum á báðar
hliðar, en ekkert af þessum klett
um er grunnfast.
Þegar fréttamaður Vísis kom
þama upp úr I gær var verið
að vinna að þessu verki, um tíu
menn voru þar við að koma
trossum undir steina. Björgunar
menn höfðu gert sér lítið fyrir
og látið stóran kranabíl sfga nið
urþverhníptaklettaogstóð hann
þar I urðinni og var notaður við
að hala klettana frá. Um 10
menn unnu að þessu starfi, þar
á meðal nokkrir úr áhöfn báts-
ins. Höfðu þeir komið sér upp
tjaldbúð á hamrabrúninni fyrir
ofan strandstaðinn. Þegar fjarar
vinna þeir en á flóði verða þeir
verklausir og hvlla sig I tjald-
búðunum og drekka pepsi cola.
Svo örðugt er með samgöngur
út I Geldinganesið, rétt við bæj
ardyr Reykjavíkur, að þama
verða þeir að hafast við. Tekur
um klukkustund að komast
þetta með jeppa og er landið
þó svo ógreiðfært, að tæplega
er hægt að segja að þetta sé
jeppafært.
Kristinn Guðbrandsson for-
stjóri var þama með mönnum
sínum. Hann taldi víst, að hægt
yrði að bjarga skipinu, með þol
inmæði væri hægt að losa grjót
ið undan þvl. En hins vegar áætl
aði hann að viðgerð á skipinu
yrði mjög dýr, hélt að hún yrði
ekki undir 3 milljónir króna.
. Ferðalag —
Framh. af bis. 16.
var þung færð, sérstaklega
voru það driftir á fjórum stöö-
um móts við Vatnshlíðina sem
þurfti að ryðja með jarðýtu og
hefðu þeir ekki komizt það án
hennar hjálpar. Sjálft háskarð
ið og vegurinn niður að Ból-
staðarhlíð var hins vegar ágæt-
ur.
Síðan tekur við mikið fann-
fergissvæði yfir meginhluta
Austur-Húnavatnssýslu allt frá
Bólstaðarhlíð og suður fyrir j
Blönduós að Laxá. Snjókyngiö
í Langadalnum er svo mikið að
pað hefur ekKi verið eini
sinni reynt að moka Langadals
veginn. I stað þess er farið yfir
nýrri brúna á Blöndu í Blöndu-
dal og þá Húnvetningabraut um
Ásana. Alla þessa leið þarf að
ryöja veginn, en einna verst er
ástandið móts við Svínavatn.
Þama má segja að vegurinn lok
ist aftur að baki þegar bíla-
lestin er búin að aka um hann.
Síðan er vegurinn sæmilegur
fyrir Vatnsdalinn ug inn Vxðidal
inn, þangað til kemur upp í
Miðfjarðarháls, þar eru nokkr-
ir slæmir kaflar nálægt þeim
stað þar sem Vatnsnesaafleggj-
arinn kemur inn á hann.
Aftur er greiðfært um Mið-
fjörðinn, þangað til kemur upp
á Hrútafjarðarháls, þá versnar!
færðin stórlega og tekur nú við j
þriðja mikla snjókyngissvæðið á!
þessari leið, en það nær úri
Hrútafirðinum yfir Holtavörðuj
heiöi og suöur undir Forna-
hvamm. En á þessum vegar-
parti hefur Vegagerðin eina ýtu
og stóran Volvo-snjóplóg og
hjálpar bílum yfir einu sinni I
viku hvora leið. En þess eru
þó dæmi ef veður hefur veriö
kyrrt, að stórir vömflutninga-
bílar hafi komizt yfir heiðina
hjálparlaust. Ef hvessir er heið
in hins vegar fljót að lokast.
Á þriðjudagskvöldið, þegar
bílalestin fór yfir heiðina voru
ökuskilyrði hin verstu, sem
hægt er að hugsa sér. Það var
niðdimm þoka og slydda saman
við. Sáu þeir varla út úr augum
Þar sem harðspori var kom það
fyrir að bílstjórar misstu af
slóð og fóru út af og urðu
strax fastir. En fljótlega tókst
að kippa þeim aftur inn á veg-
inn. Hreinn Þorvaldsson sem
hefur verið I þessum vöruflutn
ingum milli Reykjavikur og
Sauðárkróks I sjö ár, segir að
þetta sé tvímælalaust snjó-
þyngsti veturinn sem hann hef-
ur lent I. Hann segir að þessi
snjóþyngsli fari illa með bfl-
ana, það sem helzt gefur sig eru
öxlamir. Oft em átökin mikil
við að ryðjast yfir skafla. Þó
verður hver vömbílstjóri að
kunna þaö, aö það er mikilvæg
ara að beita lagni heldur en að
hjakka i sama farinu. Ekki tel
ur hann að starfið sé mjög erf
itt fyrir bílstjórann, því að ýt-
ur og snjóplógar ryöja veginn.
Þó kemur það fyrir að bílstjór-
arnir verða að grípa til skófl-
unnar til að laga undir hjólun-
um og jafnvel að moka skafl og
skafl. Það getur gengiö, sérstak
lega ef fleiri bílstjórar em sam
an.
Eftir að komið er suður fýrir
Hreðavatn segja þeir bílstjór-
amir aö breyti gersamlega um.
Eftir það sést ekki snjór á
jöröu, en allt er I bleytu og
, leysingu. Þá þarf í rauninni jafn
mikla aðgæzlu vegna forar
og hvarfa I vegum.
Frumvörp —
Framh. af bls 1
þessu fmmvarpi, miða að því að
festa skipan hennar. Efnahags
stofnuninni em ætluð sömu verk
efni og áður.
Á þeim tæpum fjórum árum,
sem Efnahagsstofnunin hefur
starfað, hafa verkefni hennar
reynzt umfangsmikil og vaxandi.
Það fmmvarp, sem hér liggur
fyrir, gerir ráð fyrir sérstökum ;
verkefnum stofnunarinnar I sam j
bandi við starfsemi Fram- j
kvæmdasjóðs og Hagráðs.
Um Hagráð.
Á undanförnum árum hefur það
komið æ betur I ljós víða um
heim, hverja þýðingu það hefur
I stjóm efnahagsmála, að full-
trúar stjórnvalda, atvinnuvega
og stéttarsamtaka skiptist á
skoðunum og hafi samráð um
meginstefnuna í efnahagsmál-
um. I flestum nágrannalandanna
hefur verið komið á fót sérstök
um vettvangi fyrir slíka sam-
vinnu, þar sem jafnframt fer
fram miðlun upplýsinga um þró
un efnahagsmála. Með þessu
frumvarpi er lagt til, að slíkur
vettvangur sé myndaður hér á
landi með stofnun Hagráðs. I
ráðinu eiga sæti tveir ráðherr
ar, fulltrúar stjómmálaflokka,
sem sæti eiga á Alþingi, og full
trúar samtaka atvinnuvega,
stétta og sveitarfélaga. Ætlazt
er til að Efnahagsstofnunin und
irbúi ,fundi Hagráðs og leggi fyr
ir það yfirlitsskýrslur um þróun
þjóðarbúskaparins og horfur í
þeim efnum. Ennfremur er ætl
azt til, að þjóðhags- og fram
kvæmdaáætlanir rikisstjómar-
innar séu lagðar fyrir Hagráð.
Fiskveiðasjóöur
Sameining þessara tveggja
stærstu lánasjóða sjávarútvegs
ins I einn öflugan sjóð hefur I
för með sér, að auðveldara er
að koma við hagkvæmari skipt
ingu ráöstöfunarfjárins milli
hinna ýmsu greina sjávarútvegs-
ins, en þarfir þeirra em mjög
mismunandi frá ári til árs. Eft-
irlit meö notkun lánsfjárins ætti
einnig aö geta orðið virkara og
meira samræmi en nú I útlán-
um. Loks hefur sameiningin I
för með sér sparnað I rekstri og
ýmislegt hagræöi, sem ekki verð
ur rakið hér frekar.
Stofnlánadeild verzl-
unarfyrirtækja.
Meðal forvígismanna verzlun
arsamtaka hér á landi hefur um
árabil verið uppi sú skoðun, aö
brýn þörf sé að koma á fót
stofnlánadeild I þágu verzlunar
reksturs landsmanna. Eiga hér
við svipuð rök og þau sem ráð
ið hafa stofnun lánadeilda til
hagsbóta fyrir atvinnugreinar
þær, sem nefndar vom. Stofn-
kostnaður við að koma upp
verzlunarfyrirtækjum er orðinn
geysimikill. Er mikil þörf á
auknu fjárhagslegu liðsinni I
þessu efni, ekki sízt viö unga
og framtakssama menn, sem
hyggjast koma á fót fyrirtækj-
um. Þjóðhagslega séð er slíkt
liðsinni mikilvægt, því aö aukin
samkeppni er vissulega veiga
mikið úrræöi til eðlilegrar á-
kvörðunar á vöruverði og verð
lagi ýmiss konar þjónustu.
Sjönvarpsbíli —
Framhald at bls. 1.
lengd og 12*4 tonn á þyngd. Er
hann búinn þeim tækjum, sem
nauösynleg eru til útsendinga,
en yfirleitt em slíkir bílar not-
aðir til utanhússsendinga. Þegar
bíllinn er kominn til landsins
veröur honum ekið inn I sjón-
varpshúsið og þar mun hann
bíða þess að sjónvarpið taki til
starfa.
Dvöl íslenzku tæknimann-
anna hjá danska sjónvarpinu er
nú lokið, en þeir hafa verið
þar alls þrjá mánuði. Sjón-
varpsbíllinn er enn I Danmörku
en verður fluttur til Gauta-
borgar þar sem honum verður
skipað um borð í íslenzkt skip
sem mun flytja hann hingað.
m. a. —
Framh. af bls. 16
að og rótað og leitað að fjármun-
um. Sem betur fer var ekki mikið
um peninga þar, og alls hafði
þjófurinn um 800 kr. upp úr krafs
inu.
Nú hafði fólk í húsinu orðið vart
viö útlending áður um morgun-
inn, sem gerði sér til erindis að
spyrja hvar sjúkrahúsiö væri. Féll
þegar grunur á þennan mann og
þegar kæra barst til lögreglunnar
út af stuldinum fór hún út í ensk
an togara, sem lá í Akureyrarhöfn
og spurðist fyrir um hvort skipverj
ar væru allir um borð, eða hefðu
veriö það um morguninn. Kom þá
upp úr kafinu að einn skipverja
vantaði og hafði hann farið frá
boröi um kl. hálf tvö eftir mið-
nætti.
Þegar lögreglan varð þess á-
skynja hóf hún leit að hinum
horfna skipverja og fann hann kl.
2 e. h. í gær, en þá haföi hann tek
ið á leigu herbergi á Hótel KEA og
var inni í því þegar lögregluna
bar að garði.
Ekki vildi sá enski meðganga að
hann væri valdur að þjófnaðinum
í heimavist menntaskólans. En þar
kom um síðir að hann játaði á sig
sakir og sjtur nú í gæzluvarðhaldi
á Akureyri. Var í morgun ekki á-
V í SIR . Fimmtudagur 17. marz 1966.'
kveðiö hvort hann færi með togar
anum út í kvöld eöa hvort hann
verður sendur flugleiðis til síns
heima.
Þýfinu var sá enski búinn að
eyða að mestu í sælgæti, mat og
hótelherbergi.
Þyrla —
Framh. af bls 16
starfið til að byrja með. Til
þess að hægt væri að nota hana
við köfunarstörfin þyrfti þyrl-
an að vera I miklu hærri trygg-
ingarflokki.
Sagðist Andri ekki vita um
neina aðra þyrlutegund, sem
hægt væri að reka á almennum
rekstrargrundvelli, en sams kon
ar þyrla frá öörum verksmiðj-
um kostaði um 100 þús. dollara
— í öJlum fjórum landshorn-
um þyrfti að vera þyrla og má
þá benda á minni geröina af
Brantleyþyrlunni, Brantley B2B
sem tekur tvo menn I sæti, hef
ur 110 mílna flughraöa á klst.
og er án efa þægilegt tæki fyr
ir héraðslækna.
Að lokum sagðist Andri
reikna meö því aö fá aðstööu á
Reykjavíkurflugvelli fyrir þyrl
una. 1 vetur hefði verið gengiö
frá teikningu af flugskýli fyrir
þyrluna, sem Verk h.f. teiknaði
en annars væri sér ekkert að
vanbúnaði með aö lenda þyrl-
unni á hleinunum fyrir framan
hús sitt I Hafnarfirði, ef ekki
bærust kvartanir frá nágrönn-
unum.
Jón Kristinsson skák-
meistari Reykjavíkur
Urslitakeppni meistaraflokks
Skákþings Reykjavíkur, lauk á
þriðjudagskvöldið var. Sigurvegari
í meistaraflokki varö Jón Kristins
son og hlýtur hann þar með titil-
inn „Skákmeistari Reykjavíkur
1966“. — Keppendur í meistara-
flokki voru 6 og hlaut Jón Krist
insson 4 vinninga, næstir honum
komu Jóhann Sigurjónsson með 3%
v. Jón Þór með 3 v. Jón Hálfdánar
son með iy2 v- Bragi Kristjánsson
með iy2 v. og Bjarni Magnússon
með y2 v.
Reykjavíkurmótið hefur staðið
yfir undanfarnar vikur að Freyju-
götu 27. í fyrstu 7 umferðum
Jón Kristinsson við gjaldkera-
störf í Búnaðarbankanum.
meistaraflokks var keppt eftir Mon
rad-kerfi og tóku 20 manns þátt í
þeirri keppni. Sex þeir efstu eftir
þessar 7 umferðir kepptu síðan til
úrslita og lauk þeirri keppni eins og
fyrr segir á þriðjudaginn.
Jón Kristinsson, skákmeistari
Reykjavíkur er 23 ára að aldri og
ættaöur norðan úr Grenivík í S.-
Þingeyjarsýslu. Hann vakti fyrst á
sér almenna athygli sem skákmað
ur er hann varð efstur I 1. flokki
á Norðurlandsmóti á Akureyri 1960
Síöan hefur hann keppt í meistara
flokki í flestum mótum hér syðra,
haustmótum, Reykjavíkurmótum
og íslandsmótum. Hann hefur ó-
sjaldan verið ofarlega I þessum
mótum t.d. annar á íslandsmótinu
í fyrra. En hann vann í fyrsta
skipti slíkt mót I haust, á haust-
móti Taflfélags Reykjavíkur. Og
þetta er því annar sigur hans í
slíku móti, en fyrsta skipti sem
hann hlýtur titilinn, skákmeistari
Reykjavíkur. Jón hefur keppt á
mörgum alþjóðamótum hér heima.
Hann hefur tekið þátt I tveimur
Olymþfumótum, 1962 I Búlgarfu
og 1964 I ísrael. Hefur hann með
frammistöðu sinni í öllum þessum
mótum unnið sér sess meðal okkar
beztu skákmanna.
Varhugavert að stunda veiðar á smd
þorski þéim, sem veiðist í loðnunsetur
Talsvert hefur borið á því upp á
síðkastið, að eitthvað hafi verið af
smáþorski innan um loðnuna, en
misjafnlega mikið.
Vísir spurði Jón Jónsson fiski-
fræðing um athuganir Hafrannsókna
stofnunarinnar á þessum smá-
þorski. Staðfesti hann, aö 87%
af þessum smáþorski væri 4 ára
fiskur ókynþroska.
Kvaðst hann telja mjög varhuga
vert að stunda veiðar á þessum
fiski eins og gert hafi verið að
undanfömu, og heföi þess vegna
verið vakin athygli á reglugerð,
sem raunverulega bannar slíkar
veiðar.
Gaf sjávarútvegsmálaráðuneytið
út fréttatilkynningu um gildandi
reglugerö, sem bannar að veiða
þorsk I loönunætur með þeirri
möskvastærð, sem nú er almennt
notuð.
Fréttatilkynningin er svohljóð-
andi:
„Að gefnu tilefni vill ráðuneytiö
vekja athygli á reglugerð um þorsk
og ýsuveiðar með nót o. fl. frá 27.
marz 1965, en þar segir meðal ann-
ars:
Gerð þorsk- og ýsunóta, sem not
aðar eru til veiöa innan endimarka
landgrunns íslands, skal vera þann
ig, að poki nótar, sem er 220 faðma
ar eða lengri, skal ekki vera lengri
en 30 faðmar á teini. Poki styttri
nóta skal vera minni hlutfallslega.
Áframhald er á ágætis Ioðnuafla.
Til Reykjavíkur komu í gær og
nótt 12 bátar með 22.100 tunnur.
Síldin lá á ytri höfninni í morgun
og átti að Icoma uppað I dag, en
hún er með fullfermi af loðnu.
Til Akraness bárust nokkur þús
und tunnur af loönu og alls staðar
þar sem tekið er á móti loðnu
voru bátar að koma aö. Blaðiö átti
tal við Bolungarvík í gær og var þá
von þangað á bátum frá Breiða-
firði með loönu. Pláss var þá fyrir
20.000 tunnur og má gera ráð fyrir
að það fyllist fljótt.
JU
Þökkum innilega auðsýnda vináttu við andlát og jaröarför
móður okkar og tengdamóöur
SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR
Þórsgötu 7
Guðrún Þorsteinsdóttir
Elín Guðmundsdóttir
Árný Guðmundsdóttir
Helgi Guðmundsson
Jóhannes Sólmxmdsson
Geir Ó. Guðmundsson