Vísir - 17.03.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 17.03.1966, Blaðsíða 9
V 1 S I R . Fimmtudagur 17. marz 1966. 9 GóBur vöxtur í burrtrjáuum á Hallormsstað þrátt fyrír 3 kuldasumur erkomií hafa í röi Viðtal við Sigurð Blöndal skógarvörð Þrjú undanfarin sumur hef ur tíðarfar verið méð kaldasta mótl á Austurlandi — meira en 1 gráðu undir meðallagi — og hefur þetta haft sfn áhrif á trjá gróðurinn á Hallormsstað og víðar. Vísir átti nýlega tal við Sigurð Blöndal skógarvörð á Hallorms stað og innti hann eftir skóg- græðslunni þar eystra og hvem ig hún gengi í jafn köldu tíðar fari. norsku rauðgreni, sem er önnur aðal trjátegundin hjá okkur á Hallormsstað, ótrúlega góður miðað við aðstæður. — Og birkið? — Islenzka birkið spratt vel og ég verð að segja það eins og er að ég man ekki eftir birki- skóginum á Hallormsstað jafn fallegum og í sumar. — Hvemig stendur á því? — Ég get hugsað mér tvær ástæður. Aðra þá hvað sumarið Úr gróðrarstöðinni á Hallormsstað. Sigurður Blöndal skógarvörður. Sigurður sagði að s.l. sumar hafi verið þriðja sumarið í röð sem hafi verið mjög kalt á Aust urlandi eða 1,1 gráðu C undir meðallagi, miðað við mánuðina júní—september, en það eru þeir mánuðir ársins sem mest veltur á í sambandi við trjá- vöxtinn. Sigurður gat þess hins vegar að s.l. sumar hafi verið óvenju þurrviðrasamt á Hallormsstað og ársúrkoman þar ekki mælzt nema 305 mm, en meðaltalsúr- koman er þar 680 mm. Fyrir bragðið hafi menn ekki veitt kuldanum jafn mikla athygli, sem ella hefði orðið. — En hafa ekki þurrkamir líka sín áhrif á trjávöxtinn? — Jú á þær trjátegundir, sem þarfnast mikillar úrkomu eða raka, svo sem Sithagrenið frá Alaska, sem tók fyrir bragðið litlum framförum í sumar. — En sprettan annars al- mennt á trjánum? — Hún var mun betri á öör- um trjátegundum. Meira að segja allt að bví ótrúlega góð, miðað við það sem ella hefði mátt búast við á jafn köldu v sumri. Þannig var t.d. vöxtur á var lognasamt og stillt, þannig að skógurinn náði aldrei að bæl ast. En hin ástæðan er vafa- laust sú að birkimaðkurinn gerði með minnsta móti óskunda á skóginum í sumar. Gat varla tal izt að hans yrði vart. Stundum gætir hans í ríkum mæli og gerir þá hið mesta tjón á skóg inum. En það er annað sem kom okkur mjög á óvart á Hallorms stað í sumar og það var hið ó- venju mikla könglaár á greni trjánum, sem við áttum engan veginn von á i jafn kaldri veðr áttu. í augum okkar skógræktar- manna er það ævinlega gleði efni að fá köngla á erlendar trjá tegundir, því að um leið og þær bera þroskuð fræð gefur það á- kveðna vísbendingu um að þær kunna vel við sig í hinu nýja umhverfi. Sumt af þessu fræi frá s.l. hausti, m.a. af blágren inu hefur reynzt vel nothæft. Loks þykir okkur gott að fá köngla til jólaskreytinga og af bví höfum við jafnan nokkrar tekjur. — Hvemig gekk starfsemin í aróðrarstöðinni í sumar? — All sæmilega má segja. Við afgreiddum tæplega 150 þús und plöntur úr gróðrarstöðinni til sölu og til eigin notkunar. Þetta er revndar minna en ver ið hefur undanfarin ár, en orsak irnar rekjum við til kuldakasts ins mikla vorið 1963. — Hafið þið gróðursett mik ið í ykkar eigin heimahaga á s. 1. sumri. — Við byrjuðum á s.l. vori að planta út í nýtt svæði í Mýra neslandi, en það er í beinu fram haldi við Hallormsstaðaskóg og Hafursárland. Við bættum þama við 6 km. langri landsspildu, sem viö lukum við að girða og friða 1964, en byrjuðum að planta út í það á s.l. vori. Verð ur plöntun haldið þar áfram á næstu árum og er þá komin samfelld 12 km. löng skógar- spilda þegar Hallormsstaðaskóg ur er meðtalinn. Samtals plöntuðum við út 46 þúsund plöntum í Hallormsstaöa — og Mjóanessland eða 9 hekt ara lands á s.I. sumri. En það er alltof lítið. Æskilegt er að hægt væri að planta í helmingi meira land. — Var mikið um ferðafólk á Hallormsstað í sumar? — Það var nokkuð jöfn að- sókn til okkar á aðalferðamanna tímabilinu, júlí og fram eftir ágústmánuði. Þá var algengast að sjá 10—30 tjöld i Atlavík, auk þess fólks sem gisti eða dvaldi á sumargistihúsinu. Ann að veifið komu svo stærri eða minni hópar, félagasamtök og ferðamannahópar, sem sumir hverjir komu á vegum ferðaskrif stofa. — Nokkuð fleira tíðinda frá Hallormsstað? — Helzt það, að þar er um þessar mundir stór heimavistar bamaskóli í smíðum fyrir Upp- Fljótsdalshérað. Hann á að rúma Á Hallormsstað hafa erlendar trjáplöntur dafnað með ágætum. Á þessari mynd sést m. a. hve hávaxin sum barrtré eru orðin þar. 56 böm í heimavist og þar verða 3 kennaraíbúðir. Þegar þetta hús kemst upþ, sem annaö hvort verður á komandi hausti, eða í allra síðasta lagi haustið 1967, bætir hann úr brýnni þörf. — Er gert ráö fyrir að skóla húsið verði notað sem gistihús á sumrin? — Sá möguleiki er fyrirhugað ur að hægt verði að grípa til þess sem sumargistihúss, ef þörf krefur, og eiga þá rúmlega 40 gestir að geta hafzt þar við f einu. Hallormsstaður er á allan hátt tilvalinn staður til sumar- dvalar, bæði vegna veðursældar og náttúmfegurðar og þá er æskilegt að geta búið vel að því fólki sem hyggst gista þar eða eyða sumarleyfi sínu á staðn- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.