Vísir - 17.03.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 17.03.1966, Blaðsíða 15
V1S IR . Fimmtudagur 17. marz 1966. 15 HARVEI FERGUSSON: Xr [)on Pedro Saga úr Rio-Grande-dalnum — Margir góðir menn hafa minnst Mendes-verzlunarinnar í bréfum og endurminningum, og einn þeirra var McTavish ofursti sem var yfir- maður herliðsins í Seldenvirki, sem var um tíu mílur vegar frá Don Pedro. Ofurstinn reið dag nokkurn til Don Pedro í viðskiptaerindum. Fram að þessu hafði hann sent undirmenn sína til kaupa í verzlun Leo Mendes, en sjálfur hafði hann aldrei í hana komið né heldur hitt eigandann. Mendes afgreiddi hann kurteislega og rólega, gat látiö hann fá allt, sem hann spuröi um og hafði þörf fyrir og er þeir höfðu gengið frá þessum viöskiptum, spurði Mendes hann hvort hann vildi sýna sér þann heiður að neyta með sér kvöldverðar. Gömul mexikönsk kona bar á borð og nefndist hún Avendera og lýsti ofurstinn matargerð hennar einkar lofsamlega Aðalrétturinn var kornhænusteik, sem borin var fram með hrísgrjónastöppu og bragðgóðri sósu, en einnig var sal- ad á borðum, og mexikanskur býtingur, aukaréttur. Með matn- um var drukkið hvítvín, sem fiutt hafði verið langt að. — Ofurstinn hafði hafði ætlað sér að ríöa til virkisins þegar að kvöldveröi lokn um, en þess i stað þáði hann sæti í þægilegum stól, og var setan úr órakaðri húð. Fór vel um hann, er hann sat þama með mexikanskt glas 1 hendi, og skálaði við hann ( ágætu heimatilbúnu brennivfni. Brennivfnsflaskan var alltaf á borö inu og þarna sátu þeir f ró og mak indum þar til klukkan var orðin tfu. Lýsti hann húsráðanda sem einkar viðfeldnum og ræðnum manni, sem ræddi um sitthvað, stundum dálítið kaldhæðnislega, en virtist fylgjast vel með öllu, og hafa aflað sér þekkingar um margt frá öðrum og úr blöðum og tíma- ritum, ekki aðeins frá Bandaríkj- unum, heldur og frá Evrópulöndum — að vísu þriggja mánaöa eða misseris gömlum en ofurstanum var það mikið gleðiefni að fá sumt af þessum tímaritum að láni því að það var enginn hægðarleikur að hafa upp á prentuðu máli á þess- um slóðum. Og er hann reið aftur til Selden virkis var hann hinn ánægðasti og sannfærður um það enn betur en áður, að er hann sendi undirmenn 25. sína til Leo Mendes, myndu þeir fá hina ágætustu afgreiðslu, til dæmis keypt hjá honum kom og nautakjöt er hann áður hafði látiö kaupa í E1 Paso. Og alveg vafalaust hafði gestgjafa hans, Leo Mendes, einnig dottið í hug aö þeir gætu stofnað til slíkra viöskipta sín í milli. Mendes kann að hafa haft við- skipti í huga undir niðri, þegar hann ræddi við ofurstann, svo sem fyrr var getið, en svo var ekki aö því er varðaði annan viðskiptavin hans, sem lengi minntist hans, málmleitarmann, sem kallaður var Sparks kapteinn, en raunar vissi enginn til þess að hann heföi veriö kapteinn, hvorki á sjó, né í land her. Hann var maður um fimmtugt eða vel það og haföi nokkurrar menntunar notið, og varið meira en áratug til þess að leita að týndri námu, sem fræg var forðum sakir mikillar auðlegðar ,en hún var sögð vera einhvers staðar í Mogollon- fjöllum. Allt liðlangt sumarið og haustið var hann á ferli um fjöllin með múlasna sinn, eöa þar til í fyrstu snjóum. Á veturna fékk hann sér starf á einhverju stór- býlinu, en á vorin heimsótti hann Leo Mendes, sem ávallt tók honum sem gesti og lét hann fá allt sem hann þurfti til fjallferðanna. Hann var vanur að greiða með gulli, sem hann hafði skolaö úr sandi og möl straumvatna. Þannig greiddi hann eitthvað upp í úttektina og þegar hann fyndi námuna frægu átti Leo Mender að fá sinn hlut — hann talaði jafnvel um helmingaskipti, en báðir gerðu sér ljóst, að það byggðist á óskhyggju að hann fyndi nokkum tíma námuna, en hið dular fulla við frásögnina um hana hafði heillað hann, gagntekið hann, og kannski hafði hann lengi leitað hennar aöeins leitarinnar vegna, og Leo var sannfærður um, að hann mundi aldrei finna neitt, og kannski vom hugsanir kapteinsins sjálfs komnar á þá braut. En Sparks kapteinn var ekki hinn eini, sem kom til Leo Mendes og fékk allt, sem hann þurfti, og reið burt án þess að skilja eftir nema loforð. Frægð verzlunarinn- ar og vinsældir byggðust e.t.v. að verulegu leyti á þvf, að það var á allra vitorði, að til eigandans fór enginn bónleiður til búðar, ekki einu sinni bófar eða smyglarar úr héruðunum sunnan landamær- anna. Suma þessara manna sá hann aldrei aftur og vissi ekki hvort þeir vora lífs eða liðnir, en sú stefna hans að lána öllum hlýtur þó að hafa haft nokkuð til slns ágætis, og kom það í Ijós er fram I sótti og viðskiptin jukust, því víst er að ekki gekk af honum. Öðru nær. Sparks og aðrir hafa lýst húsa- kosti Leo Mendes, einlyfta húsinu sem verzlunin var í, og íverahús- inu með húsagarði á milli þar sem njóta mátti forsælu. Þar fyrir aft an var rétt, umgirt moldar og leirveggjum. Ekið var þama inn eða riðið um stórt hlið og þama gátu viðskiptavinir fóðrað hesta sína og haft á stalli. Mendes hafði tvo pilta og stúlku sér til aðstoðar við afgreiðslustðrfin, þetta var imgt fólk, mexikanskt, og öll frá heimil um f dalnum nærlendis. Mendes hafði ekki getað fengið neitt af- greiðslufólk, sem var læst og skrif- andi, og var sagt að hann hefði sjálfur kennt þessu unga fólki að lesa, skrifa og reikna. Allir gestir hans og viðskiptavinir, sem minnt- ust hans, drápu á vagnstjóra hans, Aurelio Beltrán, sem var tíðum í flutningum fyrir hann. Þetta voru aðallega ferðir milli Don Pedro og Santa Fe, og voru vagnarnir hlaön ir húðum, Ioðskinnavamingi, og ýmissi framleiðslu úr dalrium, til sölu á marka'ðnum f dalnum norðan verðum eða f skiptum fyrir vörur þaðan. Beltrán var harður í hom að taka og dugandi vagnstjóri, knúði múlasnana áfram af hörku, lét aldrei hlut sinn fyrir neinum, og þjófar og uppvöðslumenn höfðu beyg af honum. Hann gat sér frægð sem bardagamaður, er hann einn síns liðs rak af höndum sér fámenn an hóp Apache-bófa, en hann hafði að vopni Winchesterriffil af ár- gerð 1873, sem þá var alveg ný, og var slík skotfimi hans, að Rauð- skinnar héldu, að heill flokkur ridd araliðs væri til vamar lestinni og lögðu á flótta. Mendes sjálfum var lýst sem manni, er var sfstarfandi, myrkr- anna milli, og var þess getið, að hann harðneitaði jafnan að verzla við nokkum mann eftir að dimmt var orðið. Kvöldum sfnum varði hann til lesturs eða til þess að sinna gestum. n. Ákvörðun f ofannefndu efni hafði ann tekið sér til vamar og öryggis á þeim tfma, er hann var einn, eða löngu áður en þeir kynntust hon- mn Sparks og McTavish. 1 fyrstu hafði allt verið með kyrðarblæ í verzluninni. Það komu ekki nema tíu til tuttugu manns á dag til þess að verzla og það var nægur tími til langra viðræðna, — með öðrum orðum sami háttur á og þegar hann var farandsali og hann lét dæluna ganga, sagði fréttir og kom mönn um í gott skap, og var það sem fyrr var getið eins konar forleikur að viðskiptum. Hann saknaði margs frá dögum farandsalalífsins, er hann var einn á þjóðveginum, saknaöi margbreytileik þess lífs, en að öðra leyti virtist hann lftiö breyttur. En svo fóru viðskiptin að aukast með miklum hraða og næstum með óskýranlegum hætti. Viðskiptavin- unum f jölgað og þeir komu úr öll- um áttum, margt af þessu fólki ger ólíkt því, sem fram að þessu hafði verið einu viðskiptavinimir, og þetta fólk þurfti margs með, sem hann áður hafði ekki haft á boöstól um, og að sjálfsögðu brá hann við til þess að geta sinnt kröfum hinna nýju viðskiptavina. Brýn nauðsyn krafði, að hann keypti fyrsta vagn- inn, svo annan og þriðja, og hann varð að fara árlega til Santa Fe sjálfur. Hann varð að taka við stór um hópum nauta og hrossa og selja og ráða menn til gæzlu þeirra. í As JUWGLE PRUWiS BEA.T A ÍAEL07IC TEMTO- A LITHEjWiSTISiG FISUKE EWTERTAIWS THE ENTHUSIASTIC CAPE FANS... Ég sendi flutningavagninn til baka eft- ir líkum varðanna minna til þess aö hægt sé að grafa þá í þorpum þeirra. Svo selflytj um við skinnin og tennurnar ásamt veiði- þjófunum til Luanda þar sem þeir mæta fyrir rétti. Einu vandkvæðin eru þau Tarzan, að ef við stingum þessum aumingjum í fangelsi þá geta dýrin gengið um í friði í nokkurn tíma, en þessi leikur er of freistandi fyrir aðra til langframa. Hvers vegna hefur enginn komizt fyrir rætur þessa máls Peter? Vegna þess að það eru fleiri en eitt epli í tunnunni. skrifstofu hans var stöðugur straumur manna, lánveitenda, skuldara, kaupenda og manna, sem þurftu að fá vörur með gjaldfresti. Hann var 1 rauninni brátt orðinn bankastjóri, eigi síður en kaupmað ur, og haföi hann þó ekld óskað sér slíks hlutskiptis. Hann lánaði ungum mönnum fé til þess að kaupa sér bústofn, — bolakálfa. kvígur, geitur, og kom undlr þá fótunum, svo að þeir gátu byrjað búrekstur 1 smáum stfl. Stundum var leitað til hans um lán til þess að standa straum af kostnaðimim YÍSIR Auglýsinga- móttaka TÚNGÖTU7 og Laugavegi 178 Sími 1-16-63 VÍSIR VISIR er eina síðdegisblaðið kemur út alla virka daga allan ársins hring Áskriftarsími 1-16-61

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.