Vísir - 17.03.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 17.03.1966, Blaðsíða 7
VÍSIR . Fimmtudagur 17. marz 1966. 7 Auknar áætlunarferíir Eimskipafélags- ins til hafna á SpjaSSað við E. A. Schmidt umboðsmamt félagsins í Rotterdam Eins og kunnugt er af fréttum eru hér um þessar mundir staddir umboðsmenn Eimskipa- félags fslands í Hamborg, Am- sterdam og Rotterdam. Viðskipti og samband íslend- inga við Niðurlönd hafa auk- izt mjög á undanfömum árum og búast má við að þau fari vaxandi í framtíðinni. Eim- skipafélagið hefur nú aukið ferðir sínar til þessara hafna, fara skip þess nú vikulegar ferðir til þessara hafna. Umboðsmaður Eimskipafélags ins í Rotterdam er E. A. Schmidt forstjóri Meyer og Co’s Scheepvaart Mij N.V. i Rotter- dam. Fyrirtæki hans er þekkt skipafirma og hefur umboð fyrir 6 þekkt skipafélög í Evrópu, Ameríku og víðar. Fréttamaður blaðsins náði tali af E. Á. Schmidt og bað hann að segja lítillega frá starfi því er fyrirtæki hans innir af hendi fyrir Eimskipá- félagið og afskipti hans af ís- landi og íslendingum almennt. E. A. Schmidt sagði að fyrir- tæki hans hefði tekið að sér umboð fyrir Eimskipafélagið fyrir 7J4 ári síðan. Kvaðst hann þá hafa fengið nokkur kynni af félaginu vegna flutn- inga sem skip fél. önnuðust til Rotterdam og síðan var kom- ið á leiðarenda með skipum frá skipafélögum, sem fyrir- tæki hans hefur umboð fyrir. Var hér m. a. um að ræða skreið, sem flutt var til Afríku og aðra íslenzka fiskfram- leiðslu. Sagði hann að á þessum ár- um hafi áhugi á viðskiptum við ísland aukizt töluvert. Því væri fagnað víða erlendis að vikulegar ferðir væru nú hafn- ar með skipum Eimskips til þessara þriggja hafna á megin- landinu, Hamborgar, Amster- dam og Rotterdam, en mein- ingin er að skipin komi að minnsta kosti við í tveimur þessara hafna í hverri ferð. Taldi hann að viðskipti milli íslands og Hollands gætu aukizt verulega, Islendingar gætu, sagði hann, aukið meira út- flutning fiskitegunda sem veidd- ar væru hér en ekki fluttar út nema aðjitlu leyti eins og t.d. lax eða þá íslenzki kaviarinn, sem erfitt er að ná í úti. — Einnig taldi hann að íslenzka kindakjötið, „Iceland lam“ hefði góðar markaðshorfur í Hollandi. „Mig langar í Iceland lam, en fæ það hvergi í Hol- lgndi!“ sagði hann. Hann sagði ennfremur, að áhugi á íslandi hefði ekki vaknað að ráði fyrr en eftir heimsstyrjöldina síðari, þó að Hollendingar vissu ekki eins mikið um ísland eins og íslend- ingar um Holland, þá færi þekking manna þar í landi vax- andi. Til dæmis nefndi hann, að dóttir hans væri nú að skrifa ritgerð um ísland í skólanum, vissi hann fleiri dæmi slíks og taldi það merki þess hvert stefndi. Flugfélögin íslenzku, Flugfélag Islarids og Loftleiðir, sagði hann, að hefðu átt mikiaa þátt í að kynna land og þjóð. Sjálfur kvaðst hann hafa mikinn áhuga á auknum viðskiptum þessara þjóða og hefði fyrirtæki hans reynt að kynna landið og framleiðslu þess og eins hefði hann ætíð reynt að hafa auga með þeirri hollenzku framleiðslu sem hann taldi geta komið Islend- ingum í góðar þarfir. Fyrirtæki hans hefur samband við um 2000 aðila í Hollandi, verzlanir o. þ. u. 1., og sendir þeim reglulega kynningarpésa um ferðir skipafélaganna og aðrar upplýsingar. I’sland hefur sér- stöðu meðal þjóða, sagði hann, hvað framleiðslu og útflutnings- afurðir snertir. En hann kvaðst skilja, að enda þótt ætíð væri markaður fyrir sjávarafurðir, þá væri ekki fyllilega tryggt fyrir eitt þjóðfélag að byggja gjaldevrisöflun sína nær ein- göngu á þeim. Þess vegna kvað hann því vera fagnað með- al íslandsvina í Hollandi og víðar að nú væri á döfinni auk- in fjölbreytni í atvinnulífi ís- lendinga og framleiðslu með til- komu hinnar fyrirhuguðu alum- inverksmiðju. Hann kvað áhuga fyrir Is- landi sem ferðamannalandi fara vaxandi þar ytra, en fólk vildi að sjálfsögðu ferðast á sumrin og þá er mjög erfitt að fá inni á hótelum hér, og kvað hann sömu sögu vera að segja í Hollandi, en þangað væri mikill straumur ferðafólks eink- um frá Þýzkalandi og nágranna- löndunum og kæmu þaðan oft um 600 þúsund manns á viku. Sjálfur hefur E. A. Schmidt komið sex sinnum hingað tll lands, að þessari ferð meðtal- ' «»*>«•••••••••••••••••••• Spjall T> itari Framsóknarflokksins, Helgi Bergs, hefur óafvit- andi komið flokki sínum í mjög erfiða taflstöðu. Það er aðeins ein ieið til — það er hin leiðin, sagði hann í ávarpi sínu á aðalfundi miðstjórnar flokksins nú á sunnudaginn. Þar með hefur ritari flokksins tak- markað svigrúm og valfrelsi flokksins í þjóðmálum við einn möguleika, eina leið. Ef upp úr dúmum skyldi nú koma að þessi eina útgönguleið, sem hér er eftir skilin, skyldi reynast ófær er ekki annað sýnna en flokkurinn verði að leggja upp iaupana og viðurkenna málefna- legt gjaldþrot sitt. Það vita nefnilega flestir nema Fram- sóknarmenn að það er jafn nauðsynlegt í skák sem stjórn- málum að hafa milli margra möguleika að velja, finna ýmsar lausnir og leiðir svo unnt sé að velja og hafna. Gifta stjórn- málanna byggist einmitt á slíku viðsýni og listilegri sam- tvinningu möguleikanna á skák- borði þjóðmálanna. En stýri- maður Framsóknarflokksins hef ur reyrt sig og flokk sinn fastan við siglutréð og læst kompásinn á eina óhagganlega gráðu. Það er framiag ritara flokksins í brimróti stjómmálabaráttunnar. ‘C'n það er fleira sem vitnar ^ um það að forysta Fram- sóknarflokksins vlrðlst hafa misst tökin á taumunum en þessi barnalega eftirherma ó- lukkulegustu hugdettu Eysteins Jónssonar. Ritari flokksins segir I niður- lagi ávarps síns eftirfarandi: „Við verðum að efla Framsókn- arflokkinn svo að fram hjá honum verði ekki gengið“. Hér gloprast út úr hinum varkára verkfræðingi viðurkenning á því sem andstæðingar hans hafa margoft bent á, en ritstjórar Tímans haft vit á að þegja um: Framsóknarflokkurinn er orðinn einangruð klausturfrú á ber- angri geldrar baráttu fyrir dauð- um hugsjónum. Sú var tíðin að flokkurinn var áhrifamikill í íslenzkum stjómmálum, á þelm tímum sem Jónas á Hriflu bar ægis- hjálm yfir landið. En ástandið er mikið orðið breytt. í nær áratug hefur Framsóknarflokk- urinn nú staðið utan stjómar. Allt frá því hann gafst upp við að stýra landinu með kommún- istum eftir skömm tvö ár hefur enginn talið nauðsynlegt að hafa flokkinn með f ráðum eða leita fulltingis hans við stjóm Iands og þjóðar. Og hefur eng- inn maður merkt að verr tækj- ust til stjómargerðirnar en á dögum Hriflons. Tjess vegna er von að framhjá- ganga þjóðarinnar valdi rit- ara Framsóknarflokksins þung- um andvökum. Og ráðið sem hann sér og prentar í ávarpi sínu er að fá flokknum „meira fjármagn", svo þessu voða- standi megi aflétta. Fyrrum trúðu menn á mátt sinn og megin. Nú setja Framsóknar- menn traust sitt á Mammon. Og hefur þó raunar enginn talið þeim fjár vant með SÍS-liðið allt að baki, hringlandi í gullpyngj- um sínum. En hætt er við að lindir auðmagnsins ljúki ekki langri andvöku Framsóknar- flokkslns. 1 þjóðmálabaráttunni er það nefnilega ekki einhlítt til farsældar. Þar þarf líka nokkum skerf af því gamaldags fyrirbæri, sem nefnist hugsjónir. Vestri. inni, á þeim rúmlega 7 árum, sem hann hefur haft umboð fyrir Eimskip á höndum. En hann kvað lítinn tíma hafa verið aflögu til þess að skoða landið, enda sjaldnast stanzað hér nema 5—6 daga. Tíminn Þingvalla og gist þar í sumar- bústað forsætisráðherrans við Þingvallavatn. Rómaði hann mjög náttúrufegurðina þar um slóðir og fer honum þar um sem fleirum. E. A. Schmidt heldur héðan til Ameríku en þar mun hann meðal annarra erinda athuga möguleika á auknum flutning- um Eimskipafélagsins millí Ameríku og Evrópu. En tíðar áætlunarferðir eru frá Bandaríkjunum með skipum félagsins bæði til Evrópu með viðkomu hér og eins eru viss E. A. Schmidt umboðsmaður Eimskips í Rotterdam. hefði oftast farið í að sinna málefnum Eimskipafélagsins og þeim viðskiptum, sem hann ætti við það. Þó kvaðst hann hafa eignazt hér góða vini. Meðal sinna beztu vina hér taldi hann Bjarna Benediktsson for- sætisráðherra. Hefur hann á ferðum sínum hingað komið til skip sem flytja vörur beint til aðalhafna hér við land án um- hleðslu, þ. e. til ísafjarðar, Ak- urevrar, Reyðarfjarðar og að sjálfsögðu til Reykjavíkur og fleiri hafna. Eimskipafélagið hefur auk þess tíðar ferðir til Bretlands eða um 6 ferðir f mánuði. Útboð Tilboð óskast í byggingu vöruskemmu og verbúðar úr steinsteypu fyrir Reykjavíkur- höfn. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora Vonarstræti 8, gegn 2000 króna skilatrygg- ingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.