Vísir - 17.03.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 17.03.1966, Blaðsíða 16
Tveir Rongár- menn nttu smyglið 1 gær hófst rannsókn f saka- dómf Reykjavíkur út af smyglvam ingl þelm, sem tollveröir fundu f m. s. Rangá s. 1. mánudas, en skip ið var þá nýkomið frá útlöndum. 1 gær játuðu tveir skipverjar sig vera eigendur að áfenginu og vindl ingunum, kváðust eiga það sam- eiginlega og hafi það verið hug- mynd þeirra einnig að ráðstafa þvf í sameiningu. Alls voru það 396 flöskur af áfengi og 54 þúsund vindlingar, sem í leitirnar kom og mennimir játuðu sig vera eigend ur að. Málið er að fullu upplýst og j lét m. s. Rangá úr höfn í morgun. j Tvennt slnsast í umferðinni í gær ■ 'jmwnrn Bílstjórarnir Hreinn Þ.orvaldsson og Kjartan Haraldsson sem lýsa færöinni norðan af Sauðárkróki. Þeir standa hér viö bfla sína hjá sendi- bílastöðinni Þresti, 3 snjókyngissvæði á veginum frá Sauðárkróki Skagafjörður, A.- Húnavatnssýsla og Holtavórðuhe iði. — Rætt v/ð bílstjóra nýkomna norðan úr landi Tvö slys urðu í Reykjavík og nágrenni í gær. Það fyrra varð um ki. 11 ár- degis móts við Búnaðarbankann. Bifreið hafði verið ekið aftur á bak inn í stæði, en kona þá orðið fyrir bifreiðinni, fallið í götuna og slasazt. Kona þessi, Magnea Jó- hannesdóttir Breiðahvammi I Hveragerði var flutt í slysavarð- stofuna. Seinna slysið varð á Unnarbraut á Seltjamamesi. Sex ára drengur Jóhann Þórsson Miðbraut 18 varð fyrir bifreið og meiddist allmikið, handleggsbrotnað og hlaut innvort is meiðsli. Hann var fluttur í sjúkra hús að athugun lokinni í slysavarð- stofunni. Stnl peningum úr 8 heimnvistur- herbergjum M.A. á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók i gærdag enskan sjómann, sem hafði gert sig heimakominn í heimavist menntaskólanemenda og stolið þaðan því sem hann fann af penlngum. Þessi enski sjómaður hafði farið inn í 8 herbergi í heimavistinni á meðan nemendur voru fjarverandi farið í skápa og skúffur, umturn-j Framh. á bls. 6. ! Þaö hefur stundum verið tal- að um það í fréttum aö und- anförnu, að engu sé líkara en að á íslandi séu nú tveir heim ar, tvö algerlega aðskilin veður- farsbelti. Hér sunnanlands hef ur varia komið nokkur snjór áö ráði, en þeim mun meiri rign- ing og vetrarklaki er að fara úr jörð. En norðanlands er stöð ugt hið mesta vetrarríki. Öxna dalsheiöi er enn með öllu ófær og frásagnir berast hvarvetna af Norðurlandi og Austurlandi um aö samgöngur liggl viða niðri nema með snjóbflum og beltisvélum. í gær hitti Vísir að máli tvo vörubílstjóra, sem voru þá ný- komnir úr langferð alla leið norðan frá Sauðárkróki. Bíl- stjórar þessir heita Hreinn Þor- valdsson ökumaður hjá flutn- ingafyrirtæki Bjarna Haralds- sonar á Sauðárkróki og Kjart- an Haraldsson, sem var að koma hingað suður með nýjan vörubíl sem hann fékk fyrir skömmu til yfirbyggingar og fleira. Þeir höfðu lagt af stað frá Sauðárkróki snemma á þriðju- dagsmorgun og notfærðu sér, að á þeim degi aöstoðar Vega- gerð ríkisins bílalest við að komast suður. Ur Skagafirðin- um voru þrír vörubílar, rútan bættist við í Varmahlíð. Frá Blönduósi bættust svo við tveir bilar og einn frá Skagaströnd Enn komu þrír í hópinn á Hvammstanga og tveir úr Hrútafirðinum, svo alls voru þetta orðnir eitthvaö rúmlega tíu bílar, þegar farið var yfir Holtavörðuheiði. Frá Sauðár- króki til Reykjavikur voru þeir eitthvaö nálægt því 12 klst. og verður það að teljast gott miðað við aðstæður og það að venju lega tekur um 10 klst. að aka þessa leið. Þeir greindu þannig í stuttu máli frá ferðinni. Mikið fann- fergi er í Skagafirðinum. Þó komust þeir viðstöðulaust fram að Varmahlíð og stafar það að- eins af »því að kyrrviðri hefur verið í Skagafirðinum. Þama þarf víða að aka i gegnum snjótraðir og ef eitthvaö hvessti þar myndi vegurinn ftjótlega lokast Á veginnm upp í Vatnsskarð Framh. á bls. 6. Forsetiim á sögustöðum biblíunnar / ferð simi Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu er forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson lagður af stað í för sína til landsins helga. Hann dvelst þó fyrst nokkra daga í Kaupmannahöfn en mánudaginn 21. marz hefst heimsókn hans til ísraels. Kem ur hann þá með flugvél til flug valiarins við Tel Aviv. Fyrstu fjóra dagana mun for setinn hafa bústað í Hotel Accadia í Herzlia, en feröast um á daginn og veröur lögð áherzla á að heimsækja sögustaði bibl íunnar. Komið verður m.a. til Ashkelon .Cesareu, Messadah og Beersheeba. Föstudaginn 25. marz verður haldið norður í Galileu, komið m.a. tii Nasaret og Tiberias. Á Iaugardaginn verður siglt um Genesaretvatn, sem nú kallast Galileuvatn og heimsóttir helgir staðir á strönd þess. Auk þess aö heimsækja staði Nýja testa- mentisins mun forsetinn kynn- ast þarna hinum risavöxnu á- veituframkvæmdum Israels- manna. Sunnudaginn 27. marz mun forsetinn heimsækja Haifa, koma í kastala sem krossfarar reistu þar, heimsækja Kibbuts eða samyrkjubú í grennd við borgina og sitja bænastund í kirkju lútherskra manna. Á mánudaginn 28. marz hefst svo sjálf hin opinbera heim- sókn. Þá um morguninn um kl. 9.45 mun forsetinn koma til Jerusalem og mun borgarstjór inn taka á móti honum við borgarhliðið. Þaðan veröur ekið til Davíðs konungs hótels. Um morguninn munu forsætisráö- herra og utanríkisráðherra Isra- els ganga á fund hans og síð an mun forsetinn ganga á fund Shazar forseta ísraels. Um dag inn verður þjóðþingið, Knesset, heimsótt og um kvöldið mun forseti Israels halda mikla veizlu í Konungs Daviðs-hóteli Á þriöjudaginn verður Jeru- salem skoðuð, háskólinn heim- sóttur, forsetinn mun leggja blómsveig að minnismerkinu á Herzlfjalli, gata í Jerusalem verður skírð nafni íslands, há- degisveröarboð hjá borgarstjóra Jerusalem og hið mikla ísraels safn heimsótt. Um kvöldið hef ur forseti íslands veizlu á Kon ungs Davíöshóteli. Miðvikudag- inn 30. marz er heimsókninni síðan lokið. Keypti þyrlu, sem kem- ur hingað um mánaða- mótin apríl - maí Andri Heiðberg kafari hefur nú fest kaup á þyrlu frá Banda rikjunum og er hún væntanleg tii iandsins um mánaðamótin apríl-maí Kostar þyrilvængjan sem er af gerðinni Brantley 305 frá Brantley Helicopter verk- smiðjunum i Frederick, Okla- homa, 54 þús. dollara eða um 2.3 millj. ísl. kr. Fer þyrlan með 120 mílna hraða á klst., flugþolið er 400 mílur og tek- ur vélin fimm manns í sæti. Til samanburöar við þyrlu Land- helgisgæzlunnar hefur þyril- vængja Andra meiri flughraða og tekur einum manni fleiri i sæti. Hafði blaðið samband við Andra Heiðberg í morgun, sem sagði að þyrlan yrði fyrst og fremst notuð til almenns flugs og annarrar þjónustu fyrir land ið ,en ekki yrði farið með hana út á sjó i sambandi við köfunar Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.