Vísir - 17.03.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 17.03.1966, Blaðsíða 4
4 V I S IR . Fimmtudagur 17. marz lí*ou. BLÓMLECT FÉLACSLÍF I V.Í. Spjallað v/ð forustumenn félagsmála skólans tíma frá ykkur, sem mest haiíð með það að gera? Jú, það er rétt, en þvi ber ekki að neita ,að það hefur mjög þrosk- andi áhrif í för með sér, og ég vildi segja að þaö sæi enginn eftir þeim tíma. Og aö lokum vildi ég segja það, að ég hef mikla ánægju af aö stjórna þessu skólafélagi og ég veit, að það á eftir að dafna í framtíðinni og veröa komandi nem- endum til mikils gagns og gleði. Fjórðabekkjarráð geg.iir mikil- vægu hlutverki í V.ÍI og er starf- sem5 ráðsins mjög umsvifamikil og vandasöm. Það sér m. a. um fjár- öflun til ferðalags fjórðabekkjar, útgáfu minningarbókar og skipu- lagningu Peysufatadagsins. Tíðinda maður síöunnar sneri sér til Sveins Guðjónssonar formanns ráðslns og bað hann að skýra frá hinum ein- stöku þáttum í starfsemi þess og gefum honum orðið: í fjáröflunarskyni höfum við haldið þrjá dansleiki. Kynningar- kvöld þann 29. september, Full- veldisfagnað, sem haldinn var að Hótel Sögu 24. nóvember s.l. og dansæfingu í skólanum. Einnig höfum við farið út í happdrætti, sem virðist mjög arðbært fyrirtæki. Helzta verk ráðsins nú f vetur hefur verið útgáfa minningarbókar 4. bekkjar, og er það langumsvifa mesta verk ráösins. Viö ákváöum strax í haust, að breyta áratuga- gömlu formi bókarinnar og láta prenta hana. Einnig er bókin mun fjölbreyttari en hún hefur áöur verið, þannig aö auk mynda af kennurum og nemendum, eru mynd ir úr félagslífinu og Fjórðabekkjar- edda, en það er grínþáttur um fjóröubekkinga, skrifaöur á gullald- armálinu. Töluverðir erfiðleikar hafa skapazt við útgáfu bókarinn- ar, eins og oft vill veröa, þegar troönar eru nýjar slóðir. Þeir erf- iðleikar hafa nú veriö til lykta leiddir, og er bókin komin út. Er hún mjög vönduð og á form bókar- innar án efa eftir að njóta vin- sælda, hvort sem það er í V.í. eöa öðrum skólum. Peysufatadagurinn var haldinn þann 11. sl. Var hann mjög vel heppnaöur og tókst í alla staði prýðil. Dagurinn hófst með því, að menn söfnuðust saman við Hljóm skálagarðinn árla á föstud.morc- un. Var síðan haldið í „Rósina" í Vesturveri, en þar fengu mens rós. Eftir að allir höfðu fengið nellikur, var haldið á næsta áfangastaö, en það var stytta Skúla Magnússonar. Var Skúli þar hylltur á veglegan hátt. Síöan var haldið aö styttu Jóns Sigurðssonar og var hann einn ig hylltur. Eftir það var haldið upp í Kvennaskóla og þvl næst héldum við upp i okkar ástkæra skóla. Hafði hátíðasalur skólans verið skreyttur í tilefni dagsins. í saln um voru haldnar ræður yfir kenn- urum, sungið mikið, og margt fleira sér til gamans gert, unz klukkan nálgaðist tólf. Var þá haldið að Elliheimilinu Grund, og enn söng peysufatafólkiö. I þetta sinn fyrir gamla fólkið. Um kl. 12 safnaöist fólkið saman að Hótel Sögu, þar sem hádegisverður beið þess. Eftir að matur hafði verið snæddur var haldið niður í bæ, aö styttu Hann- esar Hafstein og Ingólfs Amarson- ar. Þegar ræður höfðu verið haldn ar yfir þessum stórm. marséraði hópurinn heim til eins af fyrrver- andi kennurum skólans Magnúsar Sveinn Guöjónsson Guðmundssonar. Var hann þar hylltur á tröppum. Síðan var hald- ið í skólann aftur og þeir kennarar sem ekki voru til staöar um morg- uninn, voru hylltir. Á eftir þessu var hópurinn tekinn að þreytast og var þá gefin tveggja tíma hvíld. En um 7 leytið var haldið að Hótel Borg, þar sem snæddur var kvöld- verður. Var síðan stiginn dans þar um kvöldiö. Fjóröabekkjarráö skipuleggur ferðalag 4. bekkjar, sem farið verð- ur að loknum prófum. Er það ve-k sem vanda verður mjög til. Farið verður til Kaupmannahafn- ar og dvalið þar í viku. Hefur feröalagið þegar verið skipulagt í samráöi við aðalfararstjóra, en hann verður Gísli Guðmundsson vömfræðikennari. Félagsheimili Heimdallar Sameiginlegt skemmtikvöld Heimdallarfélaga i Verzlunar- skólanum og Menntaskólanum verður nk. fSmmtudagskvöld í Félagsheimilinu. Skemmtiatriöi Veitingar Dans. Verzlunarskóla íslands hefur um árabil fylgt einstaklega gott félags- líf. Undirstaða alls félagslífs er M.F.V.Í. (Málfundafélag Verzlunar- skóla íslands), og sneri tíðinda- maður siðunnar sér til núverandi formanns þess, Friðrik Pálssonar, og bað hann að greina frá starf- semi félagsins. Varð hann góðfús- lega við þeirri beiðni og sagði m.a.: Hverjum skóla er nauðsynlegt að hafa góðan félagsanda og öfluga samstöðu nemenda. Þetta hvort tveggja höfum við hér í skólanum og er okkar vandamál ekki að finna starfskraftana, heldur að nýta þá. gefin út á þriðja þús. eintök, en upplagið er nú á þrotum. Ritstjóri þess er Jóhann Briem. Loks má nefna annars-, þriðja- og fjóröa- bekkjarráð, sem sjá um hin ein- stöku verkefni og gæta hagsmuna sinna bekkjardeilda. Eru ekki starfræktir margir klúbbar hjá ykkur? Jú, það eru skákklúbbur, bridge- klúbbur, teikniklúbbur, jazzklúbb- ur, þjóölagaklúbbur, kvikmynda- jklúbbur og radíóklúbbur. Og félagslífið stendur með mikl- i um blóma, er ekki eitthvað í hverrl ] viku? Dansæfingar og málfundir eru j haldnir að minnsta kosti á þriggja I vikna fresti, svo eru plötukynning- : ar, skemmtikvöld, kvikmyndakv. haldin til skiptis inn á milli. Á hverju föstudagskvöldi er svo „Op- ið hús“, þar sem allir geta komið og skemmt sér við bob-, billiard, spil, töfl, borötennis og margt fleira. Á hverjum þriðjudegi er svo starfræktur teikniklúbbur, og er hann í námskeiðisformi, er kenoari þar Baltasar, en form. klúbbsins er Gunnlaugur Briem Á mánudögum iá klúbbar skól- ans tækifæri til að koma saman og á fimmtudögum eru svo oft kvöld innan einstaks bekkjarfélags, eða eitthvað annað. Svo að þaö eru flest kvöld full- setin? Þaö má ef til vill segja það, enda tel ég æskilegt að allir finni eitt- hvað við sitt hæfi. Tekur ekki félagslífið mikinn skipuö er 5 mönnum, og skal hún sjá um að blaðið komi út eigi sjaldnar en einu sinni 1 mánuöi. Ritstjóri er Ásgeir Hannes Eiríks- son. íþróttanefnd gegnir hlutverki í- þróttafélags og sér hún um öll Kosningar í stjórn félagsins er snar þáttur í skólalífinu. Fara þær fram í jan. ár hvert og er kosn- ingabaráttan geysihörð. Bornir eru fram tveir eða fleiri listar, skipaöir 5 mö.nnurnT Haldinn er kosninga- fundur, sepi oft vill verða róstu- samur, og tala þá frambjóöendur listanna og stuðningsmenn þeirra. Síðan fer fram leynileg atkvæöa- greiðsla og síðast aðalfundur, sem stjórnarskipti fara fram á. Við síð- ustu kosningar bar A-listinn sigur úr bítum, og skipa hina nýju stjórn, auk mfn, þeir ófeigur Hjaltested, Eysteinn Helgason, Halldór Fannar og Ásgeir H. Eiríksson. Hvert er aðalverkefni stjórnar- innar? Það er að sjá um málfundi og svo aö hafa yfirumsjón með öllu, sem fram fer í félagslífinu. May-i nefndir eru starfandi í skólanum, en það eru: Ritnefnd Viljans, sem Fríðrik Pálsson íþróttamót, sem haldin eru innan veggja skólans, og er formaöur hennar Hilmar Sigurðsson. Nemendamótsnefnd sér um fram kvæmd „Nemendamótsins", sem haldiö var að þessu sinni í Sigtúni 15. og 16. febrúar. Tókst mótið með miklum ágætum, en form. nefnd- arinnar er Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son. Ritnefnd Verzlunarskólablaösins »;ér um útgáfu á Verzlunarskóla- blaðinu, en þaö er stærsta og út- breiddasta skólablað landsins. Voru Frá nemendasamkomu I Verzlunarskólanum. Samkoman er haldin í hinum nýju húsakynnum skól- ans, samkomusalur myndaður úr fleiri samliggjandi stofum. a'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.