Vísir - 24.01.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 24.01.1967, Blaðsíða 3
V1SIR . Þriðjudagur 24. janúar 1967. 3 : .... í tilefni fimmtugsafmælis Verka mannafélagsins Hiífar í Hafnar- firöi, hélt félagið kaffisamsæti í Albýðuhúsinu þar í bæ. Sam- sætið hófst kl. 8.30 með sam- eiginlegri kaffidrykkju, en Her- mann Guðmundsson formaður félagsins setti hófið og bauð gesti velkomna. Veizlustjóri var Gunnar S. Guðmundsson, vara- formaður Hlífar. Hermann Guðmundsson tók til máls og minntist stofnenda félagsins, en nú eru aðeins tveir þeirra á lifi, þær Bjarnasína Oddsdóttir og Borghildur Níels- dóttir, en sú síðamefnda var viðstödd. Hermann gat þess að stjóm félagsins hefði ákveðið að gefa þessum konum borðfána félagsins. á veglegri fánastöng, með áletruðum nöfnum þeirra. Síðan sagði Hermann, að stjóm félagsins hefði ákveðið að sæma Ólaf Jónsson gullmerki félags- ins, en Ólafur hefur verið í stjóm þess í 14 ár og þar af formaður tvisvar. Hylltu veizlu- gestir stofnendur og Ólaf með ferföldu húrrahrópi. Ólafur Þ. Kristjánsson skóla- stjóri flutti erindi um verka- mannafélagið Hlíf. Hannibal Valdemarsson forseti Alþýðu- sambands íslands flutti kveðju frá samtökunum og las síðan upp ferðasögu frá árinu 1909, þar sem sagt er frá ferðalagi til Hafnarfjarðar í þeim tilgangi að fá Hlíf til að ganga í Verka- mannasamband íslands, sem þá var eina verkamannasamband- ið í landinu. Var þetta erindi Hannibals mikilsvert innlegg í glataðar heimildir . þar sem fyrstu fundargerðarbækur Hlíf- ar eru týndar fyrir 40 ámm. Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar flutti kveðjur og «»■ .J.nnam Við háborðið sitja (talið frá hægri): Ólafur Jónsson (snýr baki að myndavél), Magnús Guðjónsson, formaður Iðju í Ha-narfirði og frú, Reynir Guðmundsson, fjármálaritari Hlifar og frú, Borghildui Níelsdóttir, Hermann Guðmundsson formaður Hlífar og frú og dóttir, Gunnar Guömundsson, varaformaður Hlífar (stendur) og frú, Hannibal Valdemarsson, forseti ASf, Eðvarð Sigurðsson, formaður Dags- brúnar, Kristinn Ó. Guðmundsson bæjarstjóri og frú (sést ekki á myndinni), Sigurrós Sveinsdóttlr, form. Verkakvennafélagsins Fram- tíðarinnar og dóttir hennar og þá sjáum við konu Helga S. Jónsso nar, fyrrverandi stjómarmeðlims Hlífar. Á miðri myndinni til vinstri sjáum við Ólaf Þ. Kristjánsson og frú, en á bak vlð þau sést Jón Kristjánsson, stjórnarmeðlimur í Hlíf. Frá afmælishófi HLÍFAR árnaðaróskir frá félagi sínu og færðli Hermanni Guðmundssyni þakkir fyrir góða samvinnu sem formaður Hlífar, en hann hefur nú gegnt því starfi í 25 ár, og á einmitt afmæli sem slíkur um þessar mundir. Eðvarð færði fé- laginu að gjöf eftirsteypu af listaverki Ásmundar Sveinsson- ar „Gáð tll veðurs“ frá Verka- mannafélaginu Dagsbrún. Krist- inn Ó. Guðmundsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, flutti kveðj- ur og ámaðaróskir frá bæjar- stjórn Hafnarfjarðar og afhenti félaginu stórt og mikið málverk að gjöf frá bænum, en það var málverk af sjómönnum sem hafnfirzkur listamaður, Jón Gunnarsson, hefur 'feéHÍ KrlsT-" ján Jónsson flutti kveðjur og ámaðaróskir frá verkamannafé- laginu Framtiðin, Iðju félagi verksmiöjufólks i Hafnarfirði og Sjómannafélagi Hafnarfjarðar og færði afmælisbaminu fagur- Iega útskorið skrín að gjöf frá þessum félögum. — Hbf bárust margar blómakörfur í tilefnl dagsins svo og fjöldi heilla- skeyta. Dansað var fram eftír nóttu, Ómar Ragnarsson og Ríó tríó skemmtu og Iyktaði sam- komunni á þann hátt að gestir hrópuðu ferfalt húrra fyrir af- mælisbaminu. Hermann Guðmundsson afhendir Borghildi Níelsdóttur borðfána Verkamannafélagslns Hlífar, en Borghildur er annar þeirra stofn- enda félagsins, sem á lífi er. m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.