Vísir - 24.01.1967, Page 5

Vísir - 24.01.1967, Page 5
V1SIR . Þriðjudagur 24. janúar 1967. 5 Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni I Listasafni Islands JJndaníama mánuði hefur Lista- safn Islands kynnt málarana, sem hlutu menntun sína um eða eftir 1930 og fluttust heim milli stríðanna (til lengri eða skemmri dvalar eða síðar). Nöfn þeirra eru mörgum kunn: Snorri Arinbjarnar, Gunnlaugur Scheving, Þorvaldur Skúlason, Jóhann Briem, Jón Eng- ilberts, Svavar Guðnason og Nína Tryggvadóttir. Hvernig tókst kynningin hjá Listasafninu? Furðuvel þegar til- lit er tekið til efnis og aðstæðna. Forðabúr safnsins eru takmörkuð á ýmsa lund. Auk þess verður að hafa í huga, að stofnunin er enn sem fyrr niðursetningur hjá Þjóð- minjasafni — sýningarrými henn- ar minnkar jafnt og þétt um leið og geymslumar stækka. Þetta er , sannast að segja ömurleg stað- reynd. En víkjum aftur að sýn- ingunni. I örstuttri grein er ekki kleift að fjalla um einstakar mynd ir. Þó get ég ekki stillt mig um að nefna stóru myndina hans Þor- valds Skúlasonar. Hún er afbragðs sönn og sýnir hvemig höfundur- inn hefur verið að mjaka sér, inn að hjarta geómetríunnar —* geóm- etríu, sem hvorki er þurr né köld Getur hlegið, jbongoð til endurtekningarnar verða of miklar" Skot í myrkri, frumheiti: A Shot in the dark. \ Bandarísk frá árinu 1964. Leikstjóri: Blake Edwards. • Músik: Henry Mancinii Sýningartimi 101 mín. Sýning- arstaður: Tónabíó. Handrit byggt á leikriti Marc- el Arcard. Tjjóðleikhúsið sýndi fyrir nokkr- um árum leikrit Arcard's „Flón ið,“ sem þessi kvikmynd er byggð á. Harla lítið er eftir af því og svo miklu er breytt, að það er varla þekkjanlegt. Það er ekkert við því að segja, þó ótal morðum sé bætt við og nýjar persónur endurskap- aðar, en verra er, þegar beztu orð- ræðunum er sleppt, því hin alkunna franska orðfimi var aðall leikrits- ins. En maður getur hlegið og reglu- lega hjartanlega að auki, þangað til endurtekningannar verða of mikl ar, þá fer manni að leiöast. Kannski af þvi, að maður hefur séð þetta alit áður, ef ekki I The Pink Panth er, þá í öðrum h'kum myndum, en það gerir ekKert. hv-'Æð margir fara tii að sjá Peter Sellers eða Elke Sommer og hvíla sig smástund. Ðlake Edwards er ^ bandarískur leikstjóri er vakti fyrst athygli með fyrstu mynd sinni, Breakfast and Tiffany's 1961. Svo kom verð- launamyndin, Days of Wine and Roses 1962, The Pink Panther 1963 og svo þessi. Þær rekja árin svo augsýnilegt er, að hann þykir vænlegur leikstjóri. Það kostar of- fjár að framleiða kvikmynd og hafi sú fyrsta mistekizt, þ.e. að fá að- sókn, er ekki auðvelt fyrir leik- stjóra aö halda áfram. The Pink Panther er í 6. sæti hvað aðsókp snertir í Bretlandi ár ið 1965 og Days of Wine and Ros- es er enn sýnd við góða aðsókn víða um lönd. Edwards er ekki sérlega frumlegur leikstjóri en hann veit hvað fólki fellur bezt í geð. Elke Sommer leikur Mariu Gam- brelli en er ekki líkt því eins tæl- andi og i The Prize. Hún er fædd í Þýzkalandi og lék laglega á mig í The Prize þar sem hún talaði svo fina sænsku að ég hélt að hún væri ein af þessum Ijóshærðu út- flutningskynbombum Svia. En hún talar ensku, frönsku, itölsku og þýzku og auk þess spönsku og hef ur leikið í kvikmvndum í þessum löndum. 1965 lék hún í athyglis- verðri mynd Carl Foreman’s The Victors, sem vonandi kemur fljótt hineað. t \ Peter Sellers þarf ekki að kynna hér en mikið held ég af leiknum að dæma að hann sé orðinn hund- leiöur á þessum gamanmyndum því hann virðist góður leikari. Loftur Guðmundsson hefur gert mjög góðan íslenzkan texta við þessa mynd. — °.L. eftir Birgi Engilberts — Leikstjórn: Erlingur Gislason „Eg er afi minn44 eftir Magnús Jónsson — Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir Leikmyndir: Sigurjón Jóhanmsson það var ánægjulegt að vera ^éhtUl iOirvtvibiM — . -uð uriliiu sl. laugardagskvöld i Tjarn- arbæ þar sem frumsýndir voru tveir nýir einþáttungar eftir tvo af yngstu höfundum okk- ar, sem skrifa fyrir ieiksviö, „Lífsneisti," eftir Birgi Engil- berts og „Ég er afi minn,“ eftir Magnús Jónsson. Þarna var ungt fólk á feröinni, hugkvæmt djarft, ádeilið, miskunnarlaust og hreinskilið, lét vaða á súð- um og hirti ekki um að sneiða báruna, þó að gsefi á far kostinn við og við. Báðum þess um ungu höfundum höfum við kynnzt áður — Gríma frumflutti sjónleik eftir Magnús fyrir eitt hvað tveim árum, sem þótti athyglisveröur og einþáttungur Birgis, „Loftbólur" var flutt- ur í Lindarbæ á vegum Þjóð- leikhússins á fyrra leikári. Þeir Birgir og Magnús eru harla ólíkir höfundar, þótt þeir velji sér ekki ósvipaö tjáningar form og báðir séu hugkvæm- ir og veigri sér ekki við að fara lítt troðnar slóðir báðir þekkja og vel möguleika sviðs ins, þar sem Birgir er leik- myndagerðarmaður að mennt og Magnús hefur numið kvik- myndagerð erlendis. En Birgir lítur á manninn sem krufningar- viðfangsefni og beinir athygli sinni að einstaklingnum, Magn- ús vill kryfja þjóðfélagið til meiria og skipar sér i flokk með „ungum og reiðum" mönn um, skoðar list sína sem áróð- urstæki. Þar skilja leiðir þeirra en liggja þó saman aftur að þvi leyti til, að báðum veitist örðugt aö hnitmiða sig, skortir sjálfsögun og fvrir það verða verk þeirra of langdregin. Hjá Magnúsi er þaö auk þess áber- andi galli, að hann virðist ekki kunna að setja lokapunkt við .,amen eftir efninu,“ hvað dreg- ur stórum úr þunga ádeilunnar svo hún rennur út í sandinn und ir lokin — fyrst og fremst þess vegna. Ekki veit ég hvort unnt er að telja „Lífsneista" Birgis fram för frá „Loftbólum”. Kostimir eru mikið til þeir sömu — til- þrif og vel gerðar setningar við og við, en endurtekningar allt- of tíðar. Þó leggst hann merki Iega djúpt í sálarkönnun sinni af svo ungum manni að vera og það spáir óneitanlega góðu Erlingur Gíslason vandar vel leikstjóm sína, og Nína Svéins dóttir gerði gömlu konunni góð skil. Sennilega er Kanínan svo gallað hlutverk frá höfundarins hendi, að ekki verði unnt að ná á því betri tökum en Briet Héð insdóttir náði — enda þótt hug myndin á bak við það sé óneit- anlega snjöll. Hvað um það, manni finnst að höfundurinn vgeti enn betur, ef hann legg- ur sig fram og hann mun gera það þegar honum eykst þroski og festa og fer að líta á list sína sem annað og meira en forvitni legan leik með freistandi hug- dettur. Það er hemaðarbrjálæðið, sem Magnús gerir sér að ádeiluefni, og þó mörgum kunni að finnast það útjaskað viðfangsefni á sviði er góð vísa sannarlega aldrei of oft kveðin — sé hún góð og vel kveðin. Magnús skortir hvorki skap né dirfsku til að kveða við ráust. En hann kveð i\r tvrfið og ofhleður þennan skáldskap sinn táknum og kenn- ingum, og þó sennilega fremur fyrir ungæðislega fordild, en að hann skorti hrefileika. Banda- ríkjafáni með skrumskældum evðingastjömum — það mundi Hitler sáluga hafa bótt gaman að sjá — er eins' konar bak- grunnur þeirrar fjölskyldu, sem verður Magnúsi tákn þjóðfé- lagsins og þess harmleiks, sem nú er harmleikur þjóðar og heims. Fávitinn, er lifir og hrær ist í hatri á sínum nánustu og á þá löngun eina að kvelja þá ojg drepa, og situr undir lokin klæddur einkennisbúningi hers- höfðingja, rússneskum að sniði og með barminn hlaðinn heið- ursmerkjum, eins og Zhukov, hampandi á hnjám sér tröllstór- um kfnverja, sem sálfræðingur- Framh. á bls 10 -m á nökkum hátt. Stórfróðlegt að bera hana saman við portrett og samstillingar Þorvalds frá liðinni tíð. Annars sakna ég ýmissa mynda. Jóhanni Briem og list hans eru ekkj eerð þau skil sem vert væri. Auk þess held ég, að heild arsvipurinn hefði orðið fyllri og girnilegri til .fróðleiks, ef leikstjór arnir hefðu haft tök á aö skipta jafnframt í aðalhlutverkin. Mér er að vfsu fullljóst, að Emil Thor- oddsen til að mynda er alls ekki málari á borð við fólkið, sem ég nefndi áður — en hann er samt óumdeflanlega brot af stíltilfinn- ingu þriöja og fjórða áratugarins. Útlendingar hreiðruðu sig í fremsta salnum. Sumir eru ljóm- andi dæm; um klára ellegar sér- lega tilfinningaríka málara: Herbin, Vasrely, Lundström og Hartung. Piaubert, Andersen og Jacobsen er miklu síðri. Bandaríski læknir- inn og málarinn — Alfred Copley — hefur lagt safninu til nýjasta verkið. Það er ágætur fengur enda gjörólíkt öllum hinum myndunum. Ósk mín eindregin er sú, áð við fáum hið bráðasta sýningu á list hans — hingað til Reykjavíkur. Frá vinstri: Lilli, sáifræðingur með eitt leikfangið, stærsta kínverja í heimi, móðirin (Jóhanna Norð- fjörð), faðirinn (Jón Júiíusson), systa og brósi, bundin niður á stól samkvæmt tilmælum Lilla (Björg Davíðsdóttir og Siguröur Karlsson). Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni LEIKKLÚBBURINN GRÍMA: r~- Listir -Bækur -Menningarrnál

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.