Vísir


Vísir - 24.01.1967, Qupperneq 7

Vísir - 24.01.1967, Qupperneq 7
/ VISIR. Þriðjudagur 24. janúar 1967. morgun útlönd í morgun ■' -Vj. "7 . .7: :,7 :V'7. •*. ■■ ; ' útlönd 'í morgun útlönd í morgun útlönd Bretlandi full alvara með aðild að EBE Aðild Bretlands og , annarra EFTA-landa mundi styrkja jboð en ekki veikja Harold Wilson forsætisráðherra Bretlands flutti ræðu í gær á fundi Evrópuráðsins í Strassbourg. Var fyrirfram boðað, að þetta yrði stefnuræða og var hennar þvf beðið með mikilli eftirvæntingu, — og eins vegna þess, að hún var flutt rétt fyrir fund Wilsons og de Gaulle Frakklandsforseta, en Frakkland er annað EBE-landið, sem Wilson heimsækir til þess að ræða aðild Bretlands að bandalag- inu. Hefir þótt þunglega horfa um það, að Frakkland samþvkkti að- ildina nú, eins og áður hefir verið getið f fréttum. Það verður ekki okkar sök, sagði Wilson í ræðu sinni f gær, ef tilraunir okkar til þess að komast í bandalagið, bera ekki árangur. Wilson lagði áherzlu á, að þau vandamál, sem tengd eru aöildinni, og sigrast verður á, væri unnt aö leysa með skilningi og góðum vilja, eins og EBE-löndin hafa rætt og leyst sín vandamál inn- byrðis. Með augljósri tilvitnun til þeirra erfiðleika, sem sigrast verður á, vegna þeirra mótbára, sem búizt er við frá de Gaulle, sagði Wilson. — Vér verðum aö muna, að þaö var Sir Winston Churchill — hinn þjóðræknasti allra Breta, sem — þegar mest syrti að 1940, lagði til við hið hemumda Frakkland, aö stofnað væri bandalag (union) milli landa okkar. Wilson kvað enn of snemmt að komast að niðurstööu á grundvelli þeirra viðræðna, sem farið hafa fram við ríkisstjómimar í Frí- verzlunarbandalaginu, en þegar 'þeim er lokið, mun rfkisstjómin taka ákvörðun um hvort íétt sé „að hefja úrslitasamkomulagsum- leitanir um aöild. Ef vér tökum ákvörðun um samkomulagsumleit- anir, vona ég, að vandamálin verði sem fæst, sem leysa þarf, og að ekki þurfi að ræða mikinn fjölda smáatriða, því að um þau má sem bezt semja innbyrðls.“ Wilson Hann gaf þannig í skyn, að Bretland vildi fá stóru ágreinings- málin leyst fyrst, en síðan, eftir að aðild fæst, yrði fengizt viö hin smærri atriði. Wilson líkti því við harmleik, ef hið sögulega framtak, sem hér væri um að ræða, og fram tíð Bretlands og svo margra ann- arra landa væri undir komin, ætti eftir að kaffærast í flóði hinna smærri ágreiningsatriöa. — Oss er full alvara með aö- ildina, sagði Wilson, því að vér trúum því, að Stóra-Bretland og Fríverzlunarbandalagslöndin, muni með aðild sinni leggja fram stór- kostlegan skerf til eflingar Evrópu og efnahagslegri einingu hennar. — Núverandi markaður Í80 mill- jóna færist út og verður markaðs- svæði 280 milljóna, sterk „At- lantshafsaðild getur því aðeins orðið raunveruleiki, aö Evropa geti beitt sér af alefli, þannig að vér getum rætt við Atlantshafs- félaga vora frá sterkum bakhjarli“, Hann lagði áherzlu á hollustn Bretlands við Norður-Atlantshafs- bandalagið, „en ég hefi ávallt sagt, að það sé ekki hollusta, að beygja sig undir yfirráö". Wilson svaraði franskri gagn- rýni með því að segja, að það væri ekki rétt, að þátttaka fleiri landa í EBE rqyndi veikja það. Breytingar munu verða alveg eins og breytingar hafa orðið á 10 ára tíma bandalagsins. Sá, seih hafn- ar breytingum, býður heim hrörn- un. Kirkjugarðurinn væri hin eina stofnun mannanna sem hæfði höfnun á framförum. Stórsprenging í Rómaborg — i aðalskrifstofum kommúnista fyrir komu Podgornijis rétt Miðhlut! Rórhaborgar lék á reiði- skjálfi í gærkvöldi, er sprenging var í aðalskrifstofum kommúnista- flokks Ítalíu. Lögregla og slökkvi- liö fóru þegar á vettvang. Fljótlega kom í ljós, að manntjón hafði ekki orðiö, nema ein kona meiðzt, en stórskemmdir orðið á húsakynn- um. Fréttin vakti stórkostlega at- hygli, einkanlega vegna þess að þessi atburður gerðist rétt fyrir komu Podgomijis forseta Sovét- T HEIÐRUÐUM VIÐSKIPTAVINUM er hér með tilkynnt, að þær deildir, er áður höfðu síma 20500, munu hér eftir svara í síma 17080 Samband íslenzkra Samvinnufélaga ríkjanna til borgarinnar til við- ræðna við leiðtoga kommúnista, en þetta er fyrsta heimsókn þjóðhöfð ingja Sovétríkjanna til Ítalíu og kemur það sér mjög óþægilega fyr- ir ítölsku stjómina að þetta skyldi gerast- á þessum tíma. Podgomij mun gariga fyrir páfa áður en hann heldur heimleiðis. Ekkert hafði sannazt um, hverjir voru valdir aö sprengingunni, er síðast fréttist, en nokkru áður en hún varö var dreift út flugmiö- um á götunni, og stóöu að því fé- lagar úr æskulýösfélagi konungs- sinna. Ekkert hefir heyrzt um, að þeir hafi skilið eftir sprengjuna. STÚDENTAR aðstoð við skattframtöl Stúdentaráð Háskóla íslands vill benda stúdentum á að nú koma til framkvæmda nýjar reglur varðandi framtal á námskostnaði. Ber stúd- entum að fylla út sérstök eyðublöð þar að iútandi og senda með skatt framtali sínu. Eyðublöð þessi fást á skattstofunni og á skrifstofu Stúd- entaráðs í Háskólanum. Á vegum S.H.Í. er stúdentum nú gefinn kostur á aðstoð við skatt- og námskostnaðarframtöl sín fyrir árið 1967. Verða fulltrúar S.H.Í. til við- tals í setustofu i kjallara Nýja Garðs daglega frá kl. 3-7 s.d. frá og með mánudeginum 23. þ.m. til þriðjudags 31. þ.m. að sunnudeginum undan- skildum. Gjald fyrir aðstoð er kr. 50.00. S.H.Í. Tveir menn biðu bana, er gömul og fræg steinbrú hrundi, nálægt Ariccia á italíu. Brúin er á hinum fræga Appiavegi (Via Appia). Þriðji bíllinn nam staðar i tæka tíö, en þaö munaði mjóu, að það tækist. Afgreiðslustúlka óskast Óska eftir afgreiðslustúlku, ekki yngri en 20 ára í kjöt- og nýlenduvöruverzlun. Þarf að vera vön afgreiðslu. Ágætt starf fyrir tvær stúlkur sem gætu skipt með sér deginum, gott kaup. Uppl. í síma 36730 eftir kl. 4 í dag. I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.