Vísir - 24.01.1967, Side 16

Vísir - 24.01.1967, Side 16
VISIR Þriðjudagur 24> janúar 1967. Hjalti efstur i fírmakeppninni Hjalti Elíasson, sem spilar fyr- ir Snyrtivörur h.f. er efstur i firmakeppninni í bridge með 228 stig, en ein umferð er nú eftir og verður spiiuð þriðjudaginn 31. janúar. í öðru sæti er Ásgerður Einars- dóttir (Tíminn) með 223 stig og næstur Bemharður Guðmundsson (Sindri) með 220 stig. Norðurlöndin þinga um frant- kvæmd refsiað- gerða gegn Rodesíu í gær hófst í Osló fundur Norður landanna vegna refáiaögeröa sem Öryggisráð Sþ hefur samþykkt að Rhodesia skyldi beitt. 1 sumum Norðurlöndunum er tal- in þörf löggjafar um að borgurum 'dðkomandi landa sé skylt að hlýða fyrirmælum Öryggisráðsins um refsiaðgerðir gegn tilteknum ríkjum Eru Norðurlöndin á einu máli um að nauðsynlegt sé að þau sam- ræmi löggjöf sína um þetta efni. Af hálfu íslands tekur þátt í fund inum Kjartan Ragnars sendiráðs- ritari í Osló. Vísir hafði tal af Níels P. Sigurðs syni, deildarstjóra í utanríkisráðu neytinu f gær og kvað hann refsiaðgerðir gegn Rhodesiu vera einfalt mál fyrir ísland, þar sem við hefðum engin viðskipti við land ið. Bankarnir myndu fylgjast með bvf að ekki færu fram greiðslur til Rhodesiu og sér væri ekki kunnugt um að beiðni um slíkar greiðslur hefði komið fram. 1 Noregi og sennilega einnig . hinum Norðurlöndunum mun verða 1 sett sérstök löggjöf um þetta mál ! að þvf er norsk blöð herma. -------------------------------$ Andri viö stýriö á þyrlunni hátt yfir Reykjavík. A flugi með Andra i nýju þyrlunni: Verkehin ættu ai vera ærín // // — segir Andri, sem er ríú byrjaður oð fljúga þyrlu sinni — fyrsta verkið var að fljúga með girkassa inn að Hvitárvatni um helgina Síminn hjá Andra Heið- berg hringdi um síðustu helgi með miklum lát- um, það var beðið um fyrstu aðstoðina, með þyrlu hans. Tveir jeppa- bílar voru bilaðir við Hvítárvatn og þurftu varahluti þegar í stað, Andri flaug með gír- kassa í annan þeirra. — Slæmt flugveður var, en| flugvélin stóð sig mjög vel og tókst að koma varahlutunum á leiðar- enda. Andri sagði að flugtíminn hefði verið 1 klukkustund og 40 mínútur, eöa nær helmingi lengri tími en hin hraðfleyga ■ Brantly-þyrla getur flogið viö venjuleg skilyröi. í bakaleiöinni var lent á Laugarvatni á túninu fyrir framan héraðsskólann. í gær flugu blaðamaður og ijósmyndari Vísis með Andra yfir Reykjavík og nágrenni í fallegasta vetrarveöri og skoö- uðu höfuðborgina við þau beztu skilyrði, sem hugsazt geta því þyrlan býöur upp á gott útsýni, — þaö gerir gierkúpan að framan. Eftir nokkurra mínútna flug var komið að hinum miklu fram kvæmdum sem standa yfir í Breiðholtslandi og á melum þar fyrir ofan lenti Andri vél- inni mjúklega, enda þótt ekki væri að sjá að þarna væri lend- ingarsvæði fyrir flugvélar. Andri sagði að hann væri mjög ánægður með þennan nýja farkost. „Þetta er áreiöanlega framtíðin", sagði hann, „ég er ekki í vafa um að ég fæ mikiö af verkefnum að vinna með vél- inni og er alltaf viðbúinn aö leggja upp, vélin bíður hér í flugskýlinu fulltönkuö". Andri sagði ennfremur, að nokkurs óvana gætti hjá fólki, þegar þyrlan lenti. Það hnapp- aðist allt í kringum vélina og vildi koma fuM nærri. Þetta getur veriö hættulegt því að stóra skrúfublaðið iækkar sig þegar snúningshraðinn minnk- ar og gæti auðveldlega slegizt í einhvem, sem hefði hætt sér of nálægt. Þetta hefur komiö fyrir ytra’ og ég vona að fólk geri sér ljósa hættuna af þessu í sambandi við þyrlumar. Þá er skrúfan aö aftan ekki síður hættuleg, — en almennt mundi ég vilja biðja fólk að koma ekki nálægt þyrlum fyrr en skrúf- umar em stöðvaðar aö fullu“. Islenzka fálkanum smyglai úr landi Síðastliðinn sunnudag flutti Ámi Wág eitt af er- !ndum sínum um náttúru- skoðun, en erindi þessi nefnir hann „Á víðavangi“ ög hafa þau vakið mikla tthygli hlustenda. I fyrr- Tefndu erindi gat Ámi þess *ð grunur léki á, að erlend- ir aðilar hefðu stolið vals- uigum og flutt þá með sér Végna þessara athyglis^ verðu ummæla sneri blað- ið sér til Áma og spurði hann nánar um þetta efni. — Hvað geturöu sagt okkur um þetta leiöinlega mál, Ámi? — Þetta er viðkvæmt mál, en við höfum mjög sterkan grun um að útlendingaf hafi tekið valsunga hér og flutt með sér til útlanda. Til dæmis var það síðastliðið vor að tveir ungar hurfu á mjög dul- arfulian hátt úr hreiðri sínu í Vind belgjarfjalíi í Mývatnssveit. Þar hefur verið hreiður um áraraöir. Ungamir voru rúmlega hálffleyg- ir í júní s.l. sumar, en hurfu þá. Ég frétti af þessu og sagði sýslu- manni Þingeyinga, Jóhanni Skaptá syni frá því, en ég veit ekki til þess að nokkuð hafi verið gert í málinu frá hendi yfirvaldanna. — Hvemig fékkst þú vitneskju um stuldinn? — Þar sem ég er ritari Fugla- verndarfélags Islands, frétti ég að sjálfsögðu ýmislegt í sambandi við atburði sem þennan. Það kom fram í samtali við Björn Guð- Franih. á bls 10 Andri lenti þyrlunni í Breiðholti og hér er hann vlð véiina. Jslenzka kmdslagH þat eina sem vert er hróss" Myndin um Sigurð Fáfnisbana fær harða dóma íslenzkt landslag er það at- ljyglisverðasta í kvikmyndinni „Rauða skikkjan“ að dómi danskra gagnrýnenda, eins og fram hefur komið hér í blaðinu og þaö lítur út fyrir að íslenzka landslagið sé einnig það athygl- isverðasta, sem Danir og Þjóð- verjar sjá í kvikmvndinni „Sig- urþur Fáfnisbani“. sem Þjóð- verjar tóku hér í sumar. Að minnsta kosti segir fréttaritari Politiken í Bonn, Henrik V. Ringsted svo í grein sem hann skrifar um myndina í Politiken á sunnudag. „Það verður að hrósa hinum heillandi landslagsupptökum frá íslandi. Þær eru hreinasta augnayndi", segir í gagnrýninni. Ringsted á annars varia orð til aö lýsa vanþóknun sinni á kvikmyndinni og kveður hana hafa farið niður fyrir það sem kalla má neöra markið í þýzkri kvikmyndagerð í dag — þótt hún hafi átt að veröa stærsta og dýrasta framlag til þýzkrar kvikmyndagerðar til þessa. Sleggjukastarinn Uwe Beyer, sjálfur Siguröur Fáfnisbani, Framh. á bls 10

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.