Vísir - 24.01.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 24.01.1967, Blaðsíða 12
'ouröi sínum til frekari áíherzlu. „Ég mótmæli, yöar hágöfgi. Vitn ið leyfir sér aö kveða upp dóm í málinu.“ Edna Lampson hvessti augun á verjandann. „Harold,“ mælti hún, hneyksluð og' ávítandi. Harold Lafnpson draup höföi. „Já eiskan?" „Hvað oft hef ég sagt þér að grípa ekki fram í, þegar ég tala? Milljón sinnum, það er ég viss um. Þú ert tomæmur, Harold.“ „Já, en góða mín ...“ reyndi Har old Lampson aö malda í móinn. „Þegiðu," kallaði Edna yfir þver an réttarsalinn úr vitnastúkunni yf ir að borði verjandans. „Eins og þú vitir ekki, að hann hefur myrt blessaöa konuna? Þú veizt það eins vel og ég ...“ „Edna, fyrir alla muni.. Ejn frú Lampson var ekki á þvl að láta í minni pokann fyrir verj- andanum, herra Lampson. „Og eitt ætla ég að segja þér, Harold Lampson. Ef þú ætlar að halda uppi vöm fyrir viðuritennd- an morðingja, þá vaknarðu áreiðan lega við það einhvem morguninn, að þú hefur verið sviptur málfærslu réttindum. Sviptur öllum réttindum ... einmitt! Og hvað verður þá um okkur, konuna þína og blessuð bömin okkar ...“ Og svo framvegis ... og svo fram vegis... Dómarinn baröi i borðið en Edna lét sér ekki segjast. ... eða nágrannamir? Hvað skyldu þeir hugsa og segja?“ kall- aöi hún yfir öxl sér, þegar réttar- ÞÝZKAR ELDHÚSiNNRÉTTINGAR úr harSpIasti: Format innréttingar bjóða upp á anna'S hundraS tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar meS baki.og borSplata sér- smíðuS. Eldhúsið fæst mcð hljóðeinangruð- um stúlvaski og raftækjum af vönduðustu gerð. - ScndiS eða komið með mól af eldhús- inu og við skipulcggjum eldhúsið samstundis og gerum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum frá Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra greiðsluskilmála og . _ _ lækklð byggingakostnaðinn. ki HÚS & SKIF .hf VAUOAVIOI II • SIUI IISIS vörðurinn leiddi hana út úr stúk- unni. „ ... og er það álit yðar, herra læknir, að þessar töflur, sem á- kærði fékk hjá yður ...“ „Alka-dexa-benza-therea-pot-a- zellamine ... “ sagöi dr. Bentley. „Þekktara undir nafninu ...“ „Ærslatöflur ...‘ „Þakka yður fyrir, herra lækn- ir. Er það álit yðar. að umræddar töflur geta reynzt hættulegar við viss skilyröi?' „Einungis ef þeirra er neytt á- samt áfengi,“ svaraði dr. Bentley. „Annars eru þær gersamlega mein- lausar. Maður verður dálítið kát- ari og örari satt er það ... tekur kannski lagið ... en algerlega mein lausar...“ „En... sé þeirra neytt með á- fengi?“ Dr. Bentley fómaði höndum til himins. „Gerið þér í raun og sannleika ráð fyrir, að við trúum þessu, herra Firbank?" spuröi saksóknar- inn. „Já, herra minn,“ svaraði Char- les, hinn alfullkomni þjónn. „Að herra Ford hafi einungis ver iö aö prófa morðaðferð fyrir teikni- þátt sinn?“ Charles hallaöi sér aftur á bak í stólnum í vitnastúkunni og brosti breitt, þegar hann komst að raun um hvað saksóknarinn var ljóngáfaður. „Einmitt, herra minn. Þér skiljið þetta til hlítar, herra minn,“ sagði hann. „Herra Ford mundi aldrei detta í hug að láta Bash Brannigan aðhafast neitt það sem hann hefði ekki áður fram- kvæmt sjálfur.“ „Ekki heldur að kála konu sinni?“ spurði saksóknarinn. Þeirri spumingu lét Cha,rles ó- svarað. Saksóknarinn hélt áfram. „Hefur yður nokkum tíma dottiö þaðií hug, herra Firbank, að ef til vill hafi herra Ford viljað koma því inn hjá yður, að þetta væri ein- ungis ...“ og háðið í rödd saksókn- arans var eins og hárbeitt sverös- egg, ... „einungis prófun?“ „Hvað eigið þér viö, herra minn?“ „Þaö var orðið myrkt af nóttu, ekki satt?“ spurði saksóknarinn. „Jú, herra minn.“ „Samkvæmt yöar eigin frásögn, urðuö þér vitni að nefndum atburð- um og tókuð ljósmyndir af þeim út um 'hótelglugga. Þér voruð sem sagt svo langt í burtu, að yður var ógerlegt að sjá hvort þaö var í rauninni sýningarbrúöa, sem herra Ford kleif meö upp á þakið þessa örlagaríku nótt — eöa frú Ford sjálf?“ Áheyrendumir stóöu á öndinni. Dómarinn barði í borðiö. „Eða hefðuð þér getað séð mun inn, þaöan sem þér stóðuö meö myndavélina?" spuröi saksóknarinn „Þess vegna getur það allt eins hafa verið líkami frú Ford, sem herra Ford bar á herðum sér og gróf undir steinsteypuhrærunni...“ „Nei, herra minn, það er óhugsan legt...“ svaraöi Charles og virt- ist móðgaður. En smám saman var sem einhver önmir hugsun næði V í SIR . Þrlðjudagur 24. janúar 1967. T————1 tökum á honum, fyrst var eins og hann væri enn í nokkrum vafa, en svo léttist á honum brúnin ,og hann fór að brosa — 1 fyrsta skipti eftir að hann tók sæti í vitnastúkunni. „Haldið þér það í raun og veru, herra minn? Já, auövitað! Þér haf- ið lög að mæla, herra minn! Því- líkur erkiasni gat ég verið, að sjá þetta ekki str?-? Vitanlega gerði hann það ...“ Charles varð svo mikið um að hann spratt úr sæti sínu og hraðaði sér yfir til herra Fords en áheyrend umir f salnum ætluðu bókstaflega að ganga af göflunum. „Til hamingju, herra minn ... Ég óska yður innilega til hamingju, herra minn,“ mælti hinn alfull- komni þjónn og sló á öixlina á fyrr verandi húsbónda sínum. „Frábær- lega snjallt, herra minn, stórkost- lega snjallt! Ég verð að viðurkenna að yður tókst að blekkja mig ... Getið þér gert yður þaö í hugar- lund, herra minn, að ég ... að ég hélt aö það væri sýningarbrúðan! Það lítur út fyrir að ég sé ekki eins skarpskyggn og ég hef haldiö, herra minn!“ Það lá við sjálft, að þetta væri meira en herra Ford fengi afborið, enda nóg samt. „Fyrir alla muni, Oharles ... þér hafið ekki hug- mvnd um hvað þér eruð að segja Þjónninn alfullkomni lét sér að minnsta kosti efcki segjast. „Herra minn, þér getið ekki ímyndað yður hve þetta gleður mig! Nú segi ég tafarlaust upp vistinni hjá herra Rawlins og kem aftur til yðar f vikulokin. Ég óska yöur enn emu sinni til hamingju, herra minn ... þetta er ...“ Gharles heföi getað haldið þann ig áfram í það óendanlega, ef haim hefði ekki allt í einu veitt þvf at- hygli hve óeðlilega hljótt var orðiö í réttarsalnum. ‘ Óttasvipur kom á'andlit honum. AsD6MáfinrL réiá”hátfðlega úr sæti sfnu. j,Þákká‘ ýðúr fyrir, herra Fir- bánk,“ sagði hann. „Þetta er nóg.“ Þvi næst sneri hann sér að kvið dómendum. „Nú verður hlé á réttarhöidun- um,“ tifkyrmti harm. Það var farið að rökkva úti fyr- ir klefaglugganum. Herra Pord sat í hnipri á bálki sínum, herra Lampson æddi fram og aftur inn- an þröngra veggjanna. Þótt ótrú- Iegt mætti virðast, virtist HaroM Lampson ánægður yfir gangi máls- ins. „Þetta er alls ekfci svo bölvaö," Stanley,“ sagði hann. „Þú hefur ekki neinu að kvíða.“ „Ekki það?“ Rödd Stanleys Ford var annarlega hljómvana. Harold Lampson sló hughreyst- andi á öxl fanganum og lá við sjálft að hann byði honum vindil. „Ég held að það komi aíls ekfci til þess að þú verður sendur í raf- magnsstólinn," sagði hann. „Ég mundi álíta að lfkurnar fyrir því séu ekki nema ein á móti tíu. Og þú verður að viöurkenna, að það er alls ekki svo slæmt.“ „Ég get ekki hugsað mér það betra, Harold ...“ „Persónulega er ég þeirrar skoð unar, að þú hljótir tuttugu ára fang elsi. Hvað er ekki svo hræðilegt, þegar maður hugleiöir þaö nánara Ég á við það, að þú hefur alltaf helzt kosið einfalt mataræði og reglubundið lífemi. ekki satt?" „Og röndóttur fatnaður hefur alltaf klætt mig vel.“ „Það gleður mig sannariega, aö þú skulir koma auga á ljósu hlið- arnar,“ sagði Harold Lampson. „Og reyndu lfka að Ifta á málið frá mínu sjónarmiöi, eins og góður vin ur og félagi. Fengi ég þig sýknaöan mutndi Edna ganga af göflunum ... bókstaflega sleppa sér. Og þú þekk ir það, hvemig það er aö vera í ná- vist hennar, þegar hún fer í þann hgm...“ „Það yrði voðalegt fyrir þig, já,“ sagði fanginn, sem vissi sig þegar dæmdan. „Ho-ho-ho ...“ hneggjaði Har- old Lampson. „Hún mundi ekki tala viö mig í mánuð. Og þegar hún er við það heygarðshomið, þá gerir hún mér hjónabandið að vfti bókstaflega að vfti...“ „Hjónabandið?“ „Já ... blátt áfram að víti...‘ „Ég skil,“ sagði herra Ford. Harold Lampson drap öskunni af vindltaum á gólfið. „Þú hefur vonandi ekkert við það að athuga, Stan, er það? Þetta er steingólf hvort eö er,“ rnælti Harold Lampson. „Það er eitthvað I0PEL CARAVAN #59Í| Opel Caravan 1959 i góðu lagiji tll sölu. Nýuppgerð véL ný dekk. Góðir greíðslnskilmálar. C Sldpti á minnl bíl koma tS) gre.ina. Sfmi 41361 eftlr M. 7.,[ HEITAR PYLSUR Reymi LANDSmS BEZTU PTLSUR ódýrar — Ijúffengar Verzlunin ÞOLL Gegnt Hótel Islands bifreiöastæðinu ____________________ \ tJOJ EVSJ AS VÆ SPEAK, /VOUR. CJTV MAV BE ATTACKED BV EVIL MEN INTENT Ohl STEALING YOUR PRECIOUS T 7 SUN AAETAL / _______/ VOU CAN TELL ME WHILE WE FEAST/ ' THIS IS A DAV OF XH FOR LA. TAR2AN/.. MANY TIMES HAVE MV THOUGHTS BEEN OF ^ SOU’ J JmU C-iMfO „Þettta er dagur gleöinnar, Tarzan. Oft hef ég hugsað til þín.“ ‘ „Ég kem í sorglegum erindagjörðum. Þú gétúr ságt mér frá J>ví meðan við höldum veizlu.“ „Nel, jafnvel núna, meðan við tölum, eru illir menn kanrtski að undirbúa árás á Op- ar til aö ræna sólarmálminum ykkar.“ SPflRIÐ TÍMA RAUDARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 BS-X:.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.