Vísir - 24.01.1967, Blaðsíða 13

Vísir - 24.01.1967, Blaðsíða 13
r*r.*S4H V1SIR . Þriðjudagur 24. janúar 1967. '3 BYLTING ‘66 réttur í ritgerðinni „Sósíalismi og samfylking“ gerir Einar Olgeirsson grein fyrir markmiðum og baráttuað- ferðum íslenzkra kommúnista. Ritgerðin birtist í tímaritinu Rétti á s.l. ári og er hér fjallað um hana. „En af þessu leiðir, að jafn- hliða þvf, sem það þarf að standa áfram vörð um þann grundvöll, sem vannst, — þá verður nú fyrir alvöru að hefja sóknina fram til næsta áfanga, — sem er þess eðlis, að vart mun hann nást nema með sigri sósíalismans.“ Einar Olgeirsson, tímaritið Réttur, 1966. ■CMns og fyrrgreind tilvitnun ber með sér telja kommún- istar á íslandi, að nú hafi skap- azt þau skilyröi, samkvæmt marxistiskum skilningi að efna hagsleg þróun á íslandi hafi náð svo hátt, að þeirra viðfangsefni liggi ekki lengur fyrst og fremst ' baráttunni „fyrir bættum kjör- um alþýðu“ heldur því fram- haldsstigi að koma á marxist- iskri þjóðfélagsskipan f landi voru. Af þvf leiðir einnig, að með breyttum aðstæðum verði að taka upp nýjar baráttuaðferð ir, sem séu í meira samræmi við tíðarandann, þann sem skap azt hefur, en þær baráttuaðferð- ir sem notaðar hafa verið hing- að til. Það er efni ritgeröar Ein- ars Olgeirssonar, formanns Sósf- alistaflokksins, I tfmaritinu Rétti, sem fjallar aðallega um þjóðfélagsmál f marxistiskum skilningi. Ritgerðin nefnist „Sósf alismi og samfylking" og birtist á s.l. ári. Tilvitnunin í upphafi greinar er úr þeirri rigerð. Sósíalismi er hér tvímælalaust í merkingunni kommúnismi, sem er orð, sem Einar forðast að nota, fyrst og fremst, eflaust, vegna þess að orðið hefur ekki lengur það aðdráttarafl, sem það hafði. Hugsunin, sem annars gengur eins og rauður þráður f gegnum ritgerð Einars Olgeirs- sonar, er í stuttu máli þessi: Hlutverk okkar er að koma á kommúnistisku þjóöfélagi á ls- landi. Lífskjör almennings, al þýðu manna á íslandi, eru orö- in svo góö, að baráttan fyrir bættum kjörum getur ekki leng- ur verið höfuðviðfangsefni okk- ar. Rökrétt afleiðing af því er að nú skulum við beinlínis miða allar baráttuaðferðir okkar við að konía á þvf þjóðfélagi, sem verið hefur draumur okkar. — Tækifærið, skilyrðin, eru fyrir hendi. Við beitum verkalýðnum fyrir okkur. Við högum baráttu okkar þannig, einkum kröfugerð inni, að við getum f krafti verka lýðsins breytt eignahlutföllunum smám saman, en það leiðir auð- vitað til þess, að andstæðingur veikist, þjóðfélagið verður meira á okkar höndum. T okastigið er yfirtaka ríkis- valdsins og fullkomin um- bylting á öllum sviðum. — Þetta er meginhugsunin, sem kommún istar hafa ávallt fylgt, en kemur nú fram í nýjum búningi, eins og rakið verður. Áðut en ritgerð Einars verður rakin lið fyrir lið er rétt að taka það fram, að í iritnefnd Réttar eru menn úr hinum ýmsu hags- muna- og va'ldastreituklfkum Sósíalistaflokksins, enda mála sannast, að ágreiningurinn milli baráttu, en þjóðfrelsisbarátta um markmiðin, jafnvél ekki leið- imar, heldur sé valdabaráttan afleiðing af þvf að flokkurinn kemur ekki lengur fram sem flokkur heldur hluti af eins kon- ar flokki, þannig að aðhaldið er ekki jafnmikið og áður. Það hef- ur færzt að nokkru leyti yfir á Alþýðubandalagið, þannig að svigrúm hefur skapazt fvrir flokksmenn, sem hafa viljað hefja valdabaráttu, með afleið- ingum, sem kommúnistum sjálf- um eru kunnastar. ginar Olgeirsson segir i upp- hafi ritgerðar sinnar: „Höf uðafl þjóðfrelsishreyfingarinnar íi upphafi aldarinnar, — þegar enn er við danskt afturhald að eiga, — em bændur og mennta menn, en hluti borgarastéttar- innar stendur með, síðar verða það verkamenn og menntamenn er forystuna hafa, einkum eft- ir að höfuðóvinur íslendinga verður amerískt auðvald og her vald. Og það hefur eftir 1941 orðið hlutverk Sósialistaflokks- ins og þeirra hreyfinga, sem hann hefur staðið að, og að mestu haft forystuna fyrir, að hey.ja þessa baráttu." Hér skal ekki farið út í það af hvaöa hvötum komúnistar hafa barizt í þessum málum. En það er auð- vitað rétt að kommúnistar hafa ráðið „að mestu“ innan Alþýðu bandalagsins. - Orðalagið „að mestu" gefur raunar til kynna hve Einar álítur önnur öfl hafa ráðið litlu innan þessa banda- lags. Síðan skilgreinir Einar Olgeirs son hlutverk Sósíalistaflokks- ins: „Annars vegar er það hlut- verk Sósíalistaflokksins að hafa forystu fyrir stéttarbaráttu verka lýðsins, leiða hana inn á sósíalistískar brautir, búa vinn- andi stéttir heila og handa und- ir það að taka forustu þjóöfél- agsþróunarinnar og ríkisvaldið í sínar hendur og koma sósíalism anum á hér. Það fer ekki á milli mála hvert viðfangsefnið er. Hvaða meðlimur Sósíalista- flokksins mundi ekki geta tekið undir þessi orð Einars? Þessari spumingu er aðeins varpað fram vegna þess að jrví er stund um haldið fram af kommúnist- um, að þeir geri sér ekki lengur vonir um að geta komið á því sösaílistíska skipulagi, sem þá dreymdi eitt sinn um á íslandi og séu þess vegna fallnir frá þeim hugmyndum. Þvi er til að svara að það skiptir raunar ekki höfuðmáli hvemig útlitið er í dag, hitt skiptir mestu máli að baráttuaðferðimar em við þá l.ugsun miðaðar, eins og bent skal á síðar með rækilegum til- vitnunum í ritgerð Einars. „TTins vegar er það verkefni ^"^Sósíalistaflokksins að taka þátt í allri þeirri baráttu til sókn ar og vamar, sem háð er með- an auðvaldsskipulagið enn stend ur, og hafa eftir mætti áhrif á þróun þess þjóðfélags". Með þessum orðum er Einar að út- skýra fyrir mönnum að hið marxistíska skipulag verði ekki til á svipstundu, — en það sé skylda kommúnista að þvælast fyrir, helzt sækja á og verjast þegar verst lætur og þeir lenda á undanhaldi. Það er sú bar- átta sem nú er háð í íslenzka þjóðfélaginu af hálfu kommún- ista, „barátta til sóknar og vam ar“, sem háð verður meðan „auðvaldsskipulagið" enn stend ur. Hann bætir við réttilega: ,,Að miklu leyti fara þessir 2 þættir baráttunnar saman, þó alls ekki ætíð í meðvitund fö!ks.“ En hvernig hugsar Einar Ol- geirsson og Sósíalistaflokkurinn sér að heyja baráttuna fyrir hinu kommúnistíska þjóðfélagi gegn „auðvaldsskipulaginu“. Því er svarað í ritgerð Einars og er eitt höfuð viðfangsefni henn ar. TTaráttan fvrir „sigri sósíalism- ans“, sem Einar Olgeirsson nefnir svo' í upphafsorðum þess arar greinar er skilgreind af hon um þannig: „Baráttan fyrir að ná næsta áfanga, verður í aðalat riðum fjórþætt, og er þá að- eins átt við hina þjóðfélagslegu baráttu, en þjóðfrelsisbaráttan eigi rædd.“ Hinir fjórir höfuð þættir eru: 1. ) „Hin beina hagsmunabar- átta launastéttanna“. 2. ) „Baráttan fyrir samfélags legri þjónustu og öryggi." 3. ) „Baráttan fyrir samfélags legri umsköpun atvinnulífsins." 4. ) Baráttan fyrir alhliða fögm menningarlífi.“ Aðeins einn af þéssum köfÞ um verður notaður t'il að sýna hvernig Sósíalistaflokkurinn hugsar sér að vefja saman hags munum launþega og hinni póli tisku baráttu kommúnista fyrir marxistísku þjóðfélagi á Islandi. Fyrsti kaflinn „Hin beina hags iéttui 5« IIA iP 1966 munabarátta launastéttanna" er á þessa leið: „Hinn langi vinnu tírni, 10 — 12 stundir á dag, sem nú viðgengst hér, er álíka mik- ið hneyksli og atvinnuleysið var forðum. Vinnutiminn þarf að verða raunverulega 40-44 stund- ir á viku með hærri árslaunum en n- . Orlofið þarf að vera raun hæft. íbúðaeign þarf að verða réttur launafólks án þrældóms, og með félagslegum byggingum, iánum til 60-80 ára með 2-3% vöxtum út á 80% íbúðarverðs, er hægt að tryggja þetta. Það þarf að komast inn í meðvit- und alls verkalýðs og annars launafólks, að það sé jafn sví- virðilegt að búa við vinnuþrælk un nú eins og atvinnuleysi áð- ur. Það er ekki mannsæmandi líf að lifa til þess eins að vinna, þá er maðurinn orðirin þræll. Tæknibylting nútímans skapar grundvöllinn að því að fullnægja öllum þessum kröfum vinnustétt anna og meiru til — og hafi auðmannastéttin eigi vit né vilja til þess að fullnægja þessum kröfum, þá verður hún og henn- ar þjóðfólag að víkja.“ ,. TyTinna má ekki gagn gera. Nú- ^ ^ verandi þjóðfélagsskipan verður að víkia ef ekki er látið að þessum kröfum. Látum þær sjálfar liggja á milli hluta. Það er sjálfsagt að menn berjist og berjist vel fyrir sínum hagsmun- um og bættum kjörum. Hver ger ir það ekki? Hitt er geigvænleg hug'uin að heill stjónmálaflokk- ur f landinu skuli telja eðlilegt og sjálfsagt að baráttan skuli, ef fært hvkír úosta umturnun ríkj- andi þjóðfélagsskipunar. Barátta af því tagi verður auðvitað aldrei háð eftir þeim leikreglum og í þeim anda, sem við höfum leit- azt við tð skana f stiómmálum fyrst og fremst borgurunum til tryggingar, ekki stjómmálamönn unum. Enda segir Einar á öðr- um stað að nauðsynlegt sé „að ná sterkari tökum á sjálfu rfk- isvaldinu...“ Einar segir svo síðar: „Ef só- síalistum tekst því að halda rétt á málum, — t. d. hagsmunamál- um eins og launakröfum og land helgismálinu, eða þjóðemismál- um eins og sjónvarpsmálinu — þá mun ætíð að lokum takast að fá heiðarlega fylgjend- ur slfkra flokka til að hjáipa til að knýja fram sigur í slikum málum.“ „Slíkir flokkar“ em auðvitað borgaraflokkamir, sem em í það minnsta sammála um að vernda þá þjóðfélagsskipan, sem komfnúnista vilja kollvarpa Augljóst er af því, sem rakið hefur verið, að kommúnistar leit ast nú við sem áður að sam- tvinna valdabaráttu sína hags- munabaráttu einstakra stétta. Það að vera andvígur komm únistum jafngildir þó engan veg inn því að vera andvígur einstök um baráttumálum launastétt- anna. Enda liggur raunar í aug- um uppi eftir það sem á undan hefur geneið að kjarabaráttan getur feneið hepnilegri og raun- hæfari farveg en bann, sem ligg ur um Sósíalistaflokkinn /♦ ð lokum skal enn vikið að því, sem áður hefur verið nefnt og Einar kemur að í rit- eerð sinni: „Það mætti jafnvel tala um nauðsvn á endurvakn- ingu sósíalismans í Sósíalista- riokknum. um nýsköpun hans flnkks miðað við hve miöe flokkurinn hefur einbeitt sér að verkefnum hags- muna baráttunnar og bióðfrels- isbarðttunnar undanfama ára- tugi. Þa ð mun sérstaklega reyna á fullkomna samvinnu mennta- manna og verkamanna Sósíalista flokksins. sem aflgjafa í þessum bætti sóknarlotunnar að næsta áfanga.“ Það hefur auðvitað stundum verið talað um að Sósí- alistaflokkurinn hafi sýrzt af ..borgaralegum" hugsunarhætti. í augum kommúnista er það auð vitað Hættulegt fyrir flokkinn. Hefur það að nafninu til skapað bann ágreining, sem er innan Sósíalistaflokksins, hann er lát- inn heita fræðilegur, en er auð vitað fvrst og fremst valdabar- ðtta, eins og drepið hefur verið á. En eitt greinir meðlimi Sósfal istaflokksins ekki á.um, og það er sú hugsun, sem Einar hefur rakið f ritgerð sinni og hún er sú .að kommúnuistar verða að „taka forustu bióðféfagsbrðunar. innar os rfkísAroióið í sfnar hend- ur o& 1° “ Ásmundur Einarsson INNIHURÐIR Einar Olgeirsson kemur út úr flokksbækistöð kommúnista í Tjamargötu 20. nýkomnar, eik og gullálmur. Verð aðeins kr. 3195 (complet) til afgreiðslu strax. BIRGIR ÁRNASON Hallveigarstíg 10 . Sími 14850 Loft- og veggklæðningar Nýkomið eikarpanell (lakkaður). BIRGIR ÁRNASON Hallveigarstíg 10 . Sími 14850 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.