Vísir - 24.01.1967, Side 9
V 1S IR . j>riðjudagur 24. janúar 1967.
I«WWW—BW—W—
□ DDDDDDDDaDDQDSDDBDDDDDDDDDnaDDa
50 manna hópur ungs skóíaíólks í Reykjavík ver frítíma sínum í sjálf-
boðaliðastarf á Kleppsspítalanum —þau vilja með starfi sínu útrýma for
dómum þeim sem ríkt hafa hér á geðvemdarmálum, og þeim finnst
í'engur í því að kynnast sjúklingunum — þau kalla sig Tengla. — Tal-
að við Svein Hauksson í 6. bekk Menntaskólans í Reykjavík, einn
Tenglanna.
„Kynni okkar byggjast á því
að þau séu sem eðliiegust"
Allir vita, að innan veggja Menntaskólans í Reykja- J>eear kom að því safna
vík blómgast aragrúi félaga og klúbba, sem senni-
lega starfa af mismunandi þrótti eins og gengur.
Hitt vita færri, að ein samtökin, nýlega stofnuð
og hafa varla fengið heiti ennþá, starfa aðallega ut-
an skólans og á sviði sem mörgum mun koma ein-
kennilega fyrir sjónir. í þessum félagsskap eða hópi
ungs fólks, sem er alls um 50 manns, em ekki ein-
göngu menntaskólanemar heldur einnig kennara-
skólanemar og nokkrir háskólastúdentar.
Jþetta unga fólk ver hluta
frftíma síns til þess aö
heimsækja sjúklinga á Klepps-
spítalanum annað hvort í smá-
hópum eða eitt í einu. Þau taka
þátt í kvöldvökuhaldi og stofna
til kunningsskapar við sjúkl-
ingana, þau vinna aö því m.a.
með þessu starfi sínu og öðru
kynningarstarfi aö eyða þeim
fordómum, sem hafa ríkt hér
á landi á þessum málum.
Starf þeirra má kalla fyrsta
vísinn að fjölþættu skiþu-
lögðu sjálfboðaliðstarfi ungs
fólks þar sem þörfin krefur og
getur þaö náð í framtíðinni til
annarra sjúkrahúsa, öryrkja-
stofnana svo sem blindraheim-
ila, elliheimila og fleiri stofn-
ana.
Einn þeirra, sem lagöi drögin
að því að þessi samtök voru
mynduð fyrir (tæpu) ári er
Sveinn Hauksson nemandi f 6.
bekk Menntaskólans f Reykja-
vík. Hélt tfðindamaður á hans
fund fyrir skpmmu og ræddi
við hann um „Tengla“, sem er
hið óopinbera heiti á samtök-
unum.
— T fyrsta lagi er þessi starf-
semi ekki bundin við
Menntaskólann, segir Sveinn,
þegar við höfum setzt inn í
herbergi hans. Þetta eru sam-
tök ungs fólks, sem hefur á-
huga á sjálfboðastarfi, sem
beint er að þessum málum. Það
sem veldur því að flestir í sam
tökunum eru í Menntaskólan-
um er, að við töldum þar auð-
veldast að finna áhugasamt
fólk f svo stórum hóp, en einn-
ig eru f samtökunum stór hóp-
ur úr Kennaraskólanum og
nokkrir úr Háskólanum.
— Hvernig urðu þessi sam-
tök til?
— Hugmyndin er ekki ný.
Slíkt sjálfboðastarf tfðkast nú
mjög í svokölluðum velferðar-
þióðfélöeum. Við höfum heyrt
um félagslegt sjálfboðastarf á
geðsjúkrahúsum, serp góð
reynsla hafði fengizt af. Héma
er komin fram sama hugmvnd-
in, sem t.d. starf Friðarsveit-
anna grundvallast á. Á þeirra
vegum fer fólk á öllum aldri til
sjálfboðastarfs við uppbygg-
ingu í þróunarlöndunum.
Við tókum okkur til, þrjú í
Menntaskólanum í fyrravetur,
undir forystu Péturs Guðjóns-
sonar, sem þá var í 6. bekk og
héldum á fund prófessors
Tómasar Helgasonar og Gylfa
Ásmundssotjar sálfræðings á
Kleppssítalanum til þess að
ræða við þá möguleikana á þvi
að sams konar starf vrði tekið
upp hérlendis.
Við þekktum lítið til spítal-
ans en vissum um þá hleypi-
dóma, sem hafa alltaf rfkt hér
um geðverndarmál. Við urðum
dálítið undrandi á viðtökunum
þar sem við höfðum jafnvel
haldið, að læknamir og annaö
starfsfólk kvnnu að álfta þetta
vera átroðslu inn á sitt verk
svið. Þsir tóku þessu mjög vel
og fðl nrófessor Tómas, Gylfa
Ásmundssvni, að vera fulltrúi
fyrir hönd spítalans.
sjálfboðaliöum, vissum við
ekki hvemig undirtektirnar
yröu. Pétur var búinn að fara
á milli fólks í skólanum og var
misjafnlega vel tekið, þetta var
lfka alveg nýtt — og eins og
ég hef orðið var við er fólk
jafnvel hrætt við að kynnast
þessum málum. Margir gáfu
sig þó fram, og þá var að skipu
leggja starfið. Við töldum
heppilegast að fá ungt fólk á
aldrinum 18—20 ára í það og
völdum 10 aöila úr 5. og 6.
hekk til þess, og þannig hófs>
hetta.
Starfsemin er tvibætt. f
fvrsta lagi er starfið' með'
siúklingunum og í öðru lagi er
um kvnnineárstárfsemi : að
ræða Starfið með siúklingun-
um skínt.ist aftur f hóDst.a'-f
utan og innan snítalans o" f
einstaklinesstarf sömuleið;s
utan oe innan snftalans.
• VIÐTAL
DAGSINS
Hópstarfið innan spftalans
felst meðal annars í heimsókn-
um á kvöldvökur, spilakvöld,
föndurkvöld eða þá eingöngu
heimsóknir. Þessu er komið
þannig fyrir að lítill hópur, sem
ekki ber mikið á kemur þama
inn og kynnist sjúklingum og
getur það orðið grundvöllur að
einstaklingsstarfi síðar meir.
Hópstarfið utan spftalans ætt-
Sveinn Hauksson nemandi i 6. bekk Menntaskólans í Reykjavik
var einn af stofnendum Tenglahreyfingarlnnar.
um við að geta hafið strax aft-
ur að loknum miðsvetrarpróf-
unj en þá höfum Við í hyggju
að bjóða hópi Sjúklinga í qkkar
hópstarfinu utan spítalans.
í fyrravor hófst einstaklings
starfið upp úr hópstarfinu, sem
hafði þá tekizt mjög vel. Sjúkl-
húSnæði þar . sem viö skemmt- ingarnir tóku vel á móti okkur,
um þeim eftir föngum og okk
ur um leið, þama verður dans-
aö, spilað og sungið.
í sambandi við þetta hópstarf
teljum við betra að hafa á-
kveðinn hóp t. d. fimm manns
á hverri deild spítalans, en þær
eru 11. Með þvf móti að hafa
sama hópinn takast betri kynni
en ef alltaf væri skipt um og
fengið nýtt fólk. Á kvöldvök-
unum er leitast við að sjúkl-
ingamir verði sem virkastir.
Þama era á meðal þeirra hæft
fólk, sem getur á þann veg
nýtt hæfileika sína
p’yrir skömmu fóru stúlkur í
samtökunum f kvikmynda-
hús með sjúklingum. Fjórar
þeirra buðu fjórum sjúkling-
um af erfiðustu deildinni með
sér. Þetta er einn þátturinn i
Tveir Tenglanna ræða við Gylfa Asmundsson, sálfræðing um-tilhögun næstu kvöldvöku. Frá vinstri
Sveinn Hauksson, Gylfi Ásmundsson og Karl Sigurbjömsson. _
við gerðum ráð fyrir erfiðleik-
um í sambandi við kynninguna
en sú varð ekki raunin á. Var
starfið skipulagt í samráði við
lækna og hjúkrunarkonur f
deildunum eins og kvöldvökum
ar, sem eru yfirieitt tvisvar í
mánuði á hverri deild auk einn
ar sameiginlegrar einu sinni f
mánuði fyrir allar deildimar.
í hópstarfinu komumst við
í kynni við sjúklingana á deild-
unum og þá höfum við heim-
sótt reglulega til þess að tala
saman, spila, tefla. Okkar kvnni
byggjast á þvf að þau séu sem
eðlilegust og líkust því sem
gerist f daglega lífinu og séu
eins og hver annar kunnings-
skapur. Það verður að vera svo
til þess að hver um sig hafi á-
nægju af, bæði við og sjúkl-
ingamir. Þess vegna hefur ein-
staklingsstarfið frekar miðast
við yngri sjúklinga, sem við
eigum meira sameiginlegt með.
Ef til vill eigum við eftir að fá
eldra fólk f lið með okkur til
þess að starfa með sjúklingum
á sínum aldri.
Áður hefur verið minnzt á
hópstarfið utan spftalans. í
einstaklingsstarfinu förum við
einnig með sjúklingana út að
ganga, förum í kvikmyndahús,
leikhús og gætum þess vegna
farið inn á skemmtistaðí
— TTvað taka nú margir þátt
í þessu starfi?
— Um 50 manns eru komnir
i skipuagða starfsemi. Það hef-
ur ekki reynzt neinum vand-
kvæðum bundiö að fá fólk, en
við höfum miöað fjölda þeirra
við þörfina. Viö höfum reynt
að vanda sem mest til valsins
ekki sízt vegna þess að ennbá
er starfsemin rétt að komast-*f
tilraunastigi.
— Hvað liggur helzt að baki
Framh. á bls 10