Vísir - 24.01.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 24.01.1967, Blaðsíða 8
8 VISIR. Þriðjudagur 24. janúar 1967. VISIR Utgetandi: BlaOaðtg&tan VISIR Framkvæmdastjórl: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AOstoðarritstjóri: Axel rhorsteinsoe Frfttastjóri: Jðn Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson. Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. simar 15610 og 15099 AfgreiOsla: Túngötu 7 Ritstjórn taugavegi 178 Simi 11660 (5 llnur) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 7,00 eintakiO PrentsmiOia Vlsis — Edda h.f Löggjöf og iðnþróun gurðarásinn í atvinnulífi íslands eru einstaklingarnir sjálfir, áræði þeirra og dugnaður, framsýni og kunn- átta. Á þetta lagði Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráð- herra áherzlu í sjónvarpsþætti fyrir helgina. Hitt benti ráðherrann réttilega á, að auðvitað skiptir atvinnu- iðnþróunina miklu máli — og getur stundum ráðið úrslitum, hvert er viðhorf löggjafarvalds og ríkis- stjórnar, hversu langt þessir aðilar telja sig geta teygt sig til móts við einstaklingana, stutt og stuðlað að framfarasókn þeirra í hinni daglegu baráttu. Þessa sjáum við mörg dæmi, ekki sízt í landbún- aðarlöggjöfinni og margháttuðum stuðningi stjóm- valda við búnaðarþróunina í landinu. Reynsla okkar er lík og hjá mörgum öðrum þjóðum, sem við þekkj- um til, að því sem tækni og hagfæðing vex i iðnaði og útgerð, þeim mun eykst nauðsyn þess, að hið op- inbera veiti landbúnaði atbeina, því þar er um gamla og gróna atvinnugrein að ræða, sem ekki tekur nein- um stökkbreytingum. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra hefur getið sér orð fyrir að vera manna glöggskyggnastur á þarfir íslenzks landbúnaðar. og vitna þar um mjög merk landbúnaðarrlöggjöf síðustu ára og stjómarathafnir hans á sama tíma. í sjónvarpsþættinum benti iðnaðarmálaráðherra á hina margþættu löggjöf í tíð viðreisnarstjómarinnar á sviði iðnaðar. Sett eru lög um Iðnaðarmálastofnun Islands. Þá em sett lög um Tækniskóla íslands og hann tekinn til starfa. Sett eru alveg ný og heilsteypt iðnfræðslulög, og samkvæmt þeim er iðnfræðslan færð meira inn á verkleg svið og að ýmsu öðru leyti markaðar nýjar brautir. Merk löggjöf er sett um Iðn- lánasjóð og hann efldur frá ári til árs, nú síðast með opnum hagræðingarlánanna, sem senn verða boðin út. Skipasmíðar og dráttarbrautir em studdar með löggjöf. Sett eru lög um kísilgúrverksmiðju og ál bræðslú. Þar með hefur stóriðjan haldið innreið sína í íslenzkt atvinnulíf. Að sjálfsögðu er ógemingur á þessu stigi að átta sig á þeim möguleikum til aukinn- ar almennrar iðnvæðingar, sem slíkt felur í skauti sínu. Þessi þróun er í tengslum við stórvirkjanir á fall- vötnum landsins. Árið 1965 eru sett lög um Lands- virkjun og lög um Laxárvirkjun. Samkvæmt hinum fyrrnefndu er nú verið að reisa Búrfellsvirkjun. Sam- tímis eru sett lög um að bæta fjárhag rafmagnsveitna ríkisins. Á vísindasviðinu em sett lög um r uisókn- ir í þágu atvinnuveganna og í kjölfar þeirra komið á fót m. a. Rannsóknastofnun iðnaðarins og Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins. Engum getur blandazt hugur um, að löggjöfin, sem hér hefur verið nefnd, getur haft geysilegt gildi fyrir iðnað landsmanna og framtíðarþróun hans. Talaði við brottfórina um hernaðarlega byltingu í S-Vietnam sem hann mundi stöðva, ef reynd yrði Ky n.arskálkur sagði við burt- fðrina frá Ástralíu, að tilraun til hemaðarlegrar byltingar kynni að verða gerð i Suður- Vietnam, dl þess að hindra, að nýjar kosningar fari fram. Ástralíuheimsókn Ky mar- skálks, forsætisráðherra hem- aðarlegu stjómarinnar í Suður- Vietnam lauk um seinustu helgi og kom hann til Nýja-Sjálands í gær. \ Til nokkurra uppþota kom Frú Ky...gerði Ástralíuför Ky marskálks þar sem Ky kom, enda söfnuð- ust þar saman bæði andstæðing- ar hans pg stuöningsmenn, en ekkj var . andspyman eins . ájfVl varlegs eðíis og stjómarvöldin höfðii búizt við, að því er Hbít: forsætisráðherra segir. Taldi hann, að vegna komu Ky myndi andspyman gegn stuðningi Ástraliu viö Ky fara minnk- andi „Ég mun stöðva þá —“ Ky talaði um hemaðarlega byltingu svo sem að ofan get- ur, en þær kosningar eru tengd ar nýrri stjómarskrá. Kvaðst hann mundu „stöðva þá“, sem reyndu aö fella stjómina og ó- nýta stjómarbótaáformin Hann kvaðst ekki gefa kost á sér sem ríkisforsetaefni. „Hemaðarlega erum vér að sigra —“ Marskálkurinn sagði við frétta menn i Canberra: Hemaðarlega erum við að sigra í styrjöldinni. Hann kvað kommúnista ekki ^geta náð aftur þeim hemaðar- tökum, sem þeir hefðu haft á hltitunum fyrir 19 mánuðum, þrátt fyrir aukna flutninga Iiðs og hergagna suður á bóginn, (því er enn haldið fram i Sai- gon, að frá Norður-Vietnam komi 4000 menn á mánuði til Suður-Vietnam og mikið af her- gagnabirgðum berizt þangað til Vietcong og þess liðs frá N.-V. sem fyrir er). „...en hemaðarlegur sig- ur nægir ekki.“ sagði hann ennfremur. Þaö yrði að heyja „annað strlð" og sigra i því, svo að Vietnamþjóð- in gæti búið við frið og sjálfs- virðingu. Hryðjuverk Ky svaraði fyrirspumum um manntjón meðal borgara i sprengjuárásum. Hann játaði, að slikt héfði komið fyrir, en spurði hvers vegna ekki væri spurt um hryðjuverk Vietcong, en skóla- bílar með bömum hefðu verið sprengdir í loft upp, húsfreyjur á Ieiö á markað verið drepnar, þorþsiéiðtogar, klerkar, læknar og skotið á þingmerin á götum úti. Þrátt fyrir þessa hryöjuverka- starfsemi hefur tekizt að byggja upp sameinaöan herafla, svo að hemaðarlega aðstaðan væri nú bandamönnum í vil, þ.e. Suður- Vietnamstjómiiíni og þeim sem henni fylgja, Bandaríkjamönn- um og öðrum þjóðum, er sent hafa lið til S.-V. Hann kvað markið vera, aö sigra í styrjöldinni, friða land- ið og reisa allt við ög byggja upp traust lýðræðisfyrirkomu- lag í landinu. Þannig ganga ásakanimar á víxl. Um leið og Vietcongmenn eru sakaðir um hryðjuverk em bandarískar hersveitir sakaðar um aö skilja eftir sviðna jörö á jámþríhyrningnum norðan Sai gon. Ánne Kerr — var i fylkingar- brjósti i mótmælagöngu. Brezkir þingmenn tóku þátt í mótmælum I Daily Éxperess i Londan er sagt allítarlega frá mótmæia- göngunni í Canberra við komu Ky og frúar hans, og er athyglis vert við þá frásögn, að meðal þátttaakenda vorú margir þing- menn, einnig brezkir. í farar- broddi var Caldwell leiðtogi stjómarandstööunnar (verka- manna), en á hvora hönd hon- um Russell Kerr, brezkur þing- maður, fæddur í Ástralíu og kona hans, Anne, sem einnig er þingmaður (fyrir Richester og Chatham í Énglandi). All- margir ástralskir þingmenn vom viðstaddir, sumir úr efri deild þingsins. — Áletranir spjöldum voru m.a.: „Moröingi" „Hitlerssinni" og anriað í lfkum dúr. En allt fór sem sagt fram með meiri spekt en búizt hafði ver ið við og um leið og Anne Kerr gekk í fylkingarbroddi í kröfu- göngu var frú Ky mynduð, þar sem hún var að gera gælur við áströlsk böm. Ekkert lát á — Meöan Ky heimsækir Ástralíu og Nýja-Sjáland er sömu sögu að segja af hemaðaraðgerðum. Þar er ekkert lát á, og augljóst — sbr. tillögur Johnsons um út gjöld vegna Vietnamstyrjaldar- innar — að þar veröur ekki nein breyting á nema hið ó- vænta gerizt, aö sezt verði að samningaborði. Johnson forseti hefur, eins og getið var í fréttum farið fram á 73.000 millj. dollara til land- vamanna á næsta fjárhagsári og hann fer fram á 9400 millj. doll- ara viðaukafjárveitingu fyri> þetta fjárhagsár (en því lýkur 30.6). Ross Mark, fréttaritari Daily Express símar frá Washington út af þessu, að giskað sé á þar að það kosti Bandaríkin um bað bil milljón dollara að fella hverja þrjá óvinnhermenn i Viet- nam. — a.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.